Þjóðviljinn - 09.07.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.07.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagui; 9. júli 1980. , . Magnús Guðbrandsson: GAMANYRÐI Frásagnir af mönnum og má/efnum i bundnu máli í bókinni eru skopteikn- ingar eftir Halldór Pétursson Sölustaðir: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Bókabúð Máls og menningar Bókabúð Lárusar Blöndal Dreifing: Gísli Jónsson & Co. — Sími 86644. MATiNI S <;( *>»«ANIWSO* GAMANYRÐÍ ii MAuii» ojt ntiirimtm I h»ri<lou t» Laus staða Við Menntaskólann á Akureyri er laus, staöa kennara i stærðfræði og eðlisfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, 'Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 4. ágúst n.k. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ 7. júli 1980. Laus staða Við Menntaskólann að Laugarvatni er laus til umsóknar kennarastaða i efnafræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 4. ágúst n.k. — Umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ 7. júlí 1980. ®ÚTBOÐ Tilboð óskast i stálefni fyrir „Elliðaárbrú viö Arbæjar- stiflu” fyrir borgarverkfræðingsembættið I Reykjavik. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavikurborgar Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðin veröa opnuð á sama stað miövikudaginn 13. ágúst 1980 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKTAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 ®ÚTBOÐ Tilboð óskast i smiði þakkanta,dyrabúnaðar og fl. fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Otboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavikurborgar Frikirkjuvegi 3 Reykjavik gegn 10 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama staö miðvikudaginn 30. júli kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 í ® ÚTBOÐ ® Tilboð óskast i smiði eða útvegun á 30 stólpum fyrir umferðarljós fyrir Umferðardeild gatnamálastjórans I Reykjavik. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavikurborgar Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 7. ágúst 1980 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Síminn er 81333 MOOVIUM SiOumúla 6 S. 81333.. Þóra og Wim: Þessi hljóðfæri falla ótrúlega vel saman. Kolbeinn Bjarnason kynnir tónlist: Gömul verk og ný fyrir sembal og gítar Rætt við Þóru Johansen og Wim Hoogewerf Að þvi er ég best veit veröur i kvöld framinn i fyrsta skipti á ís- landi samleikur á gitar og sem- bal. Af þvi tilefni rabbaöi ég við þau Þóru Johansen, semballeik- ara,og Wim Hoogewerf, gitarleik- ara, sem standa fyrir viðburði þessum. Þau eru bæöi starfandi I Hollandi og halda nú sina fyrstu tónleika á Islandi. „Það kemur mönnum ef til vill á óvart en þessi tvö hljóðfæri falla ótrúlega vel saman. Þau geta hljómaö þannig aö svo viröist sem um sama hljóöfæri sé aö ræða en þau geta lika skapað skrapar andstæður I hljómi, verið gerólik. Það kom mér á óvart — sagöi Þóra — þegar ég byrjaöi aö spila með Wim hversu gitarinn býr yfir mörgum blæbirgðum og hversu hljómmikill hann er. Ég þarf að hafa sembalinn galopinn þegar við spilum saman. Verk samin fyrir þessi tvö hljóöfæri eru sárafá en við höfum mikinn hug á að fá tónskáld til að skrifa fyrir okkur, bæði Islensk og erlend. Við höfum nú þegar haldið nokkra tónleika i Hollandi og munum halda þvi áfram næsta vetur meðal annars i þeirri von að inspirera góö tónskáld. Þorkell Sigurbjörnsson varð fyrstur til að semja fyrir okkur, viö flytjum eftir hann verkið Fiori. Þetta verk vex smám sam- an eins og blóm og springur að lokum út og deyr, þaö er eins og æviskeið blóms. Verkiö er takt- laust I upphafi en byggist siöan á takti sem verður stööugt hraðari, útkoman verður mjög tilfinninga- leg. A efnisskránni eru annars veg- ar barokkverk, hins vegar nú- timatónlist. Túlkun barokktón- listar hefur verið að breytast sið- ustu árin i átt til meira frjálsræð- is. Sónötur Scarlattis gefa hljóð- færaleikaranum t.d. mikið svig- rúm til að framkvæma eigin hug- dettur. Nútimatónlist er oft sprottin upp úr stórborgarumhverfi og hraða. Þegar ég er staddur I Amsterdam — sagði Wim — vil ég helst spila nútimatónlist en þegar ég er kominn upp I sveitasæluna finnst mér að hið gamla góöa bar- okk eigi betur við. Hvað svo með framtiðaráform? Wim: Ég er á leiðinni til Paris- ar til frekara náms hjá Suður- Ameriska gltarleikaranum Cassarles. Þóra: Ég kem örugglega ein- hvern tima heim. Tækifærin hér heima og i Hollandi eru aö visu enganveginn sambærileg en þaö er samt eitthvað sem togar... Þaö skal tekiö fram i lokin aö tónleikar þessir verða endurtekn- ir þriöjudagskvöldið 15. júli og Wim Hoogewerf hyggur á ein- leikstónleika I ágúst. Svo það er ljóst aö hátlð listanna er engan veginn lokið. KB. Viðvörun í Neytendablaði: Hættuleg leikföng í Fréttabréfi Borgarfjaröar- deildar Neytendasamtakanna, sem nú er á þriðja árgangi, er m.a. varað við hættulegum leik- föngum — mjúkum plastdýrum og matareftirlikingum, og einnig við rúllubrettum svo-köiluöum. Viðvörunin er á þessa leið: Þau fást I leikfangaverslunum og viðar. Litil, mjúk og sveigjanleg plastdýr — slöngur, krókódllar, krabbar. Eöa eftirlikingar af . ostasneiðum, spældum eggjum o.s.frv.. Fullorönir nota dýrin sér til skemmtunar, til aö skapa ótta- stemningu, svo eölilega lita þau út. Börn leika sér við þau og bita jafnvel i þau. Og þar kemur hættan einmitt fram. Matareftirlikingarnar eru bornar fram ásamt raunveru- legum osti eða eggi. Venjulega uppgötvar maður að hér er um plast aö ræða og þvi ekki matar- hæft. En það getur farið illa. Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út aðvörun við þessum plastdýrum og matareftirlík- ingum. M.a. er efnið PVC i þessu og ef hluta af þessu er kyngt er hæ.tta á ferðum. Plastiö harðnar þegar það kemst i samband við meltingarvökva i magaþarma kerfinu. Þar breytist þetta úr mjúku hættulausu leikfangi og yfir I harðan og oddhvassann hlut, sem getur gert mikinn skaða I meltingarfærunum. Það er þvl hættulegtgrin^innig fyrir fulloröna, aö láta sneið af áleggi úr plasti i stað raunveru- legs áleggs, þótt verið sé að skemmta sér.t.d. á gamlárskvöld. Það er þvi full ástæöa aö vara við að þessir hlutir komist i námunda við börn. Litil börn láta sér ekki nægja aö þreifa á hlutunum. Þau þurfa helst einnig að sjúga og bragða á þeim til að fá tilfinningu fyrir þeim og þá geta þau auðveldlega gleypt hluta þeirra. Rúllubretti svokölluð njóta stöðugt meiri og meiri vinsælda hérlendis og er t.d. orðin mjög al- geng sjón i Reykjavik, að sjá börn renna sér á þeim á fjöl- förnum götum. Aftur hefur borið öllu minna á þessu hér i Borgar- nesi sem betur fer. Aftur á móti eru þau til sölu hér. Þaö er þvi íull ástæða til aö vara foreldra og forráöamenn barna viö þessu „leikfangi”. Rúllubretti hafa vlða um heim valdið mörgum slysum og þvi miður eru banaslysin orðin alltof mörg. t nágrannalöndunum hafa orðiö miklar umræður um þetta „leik- fang”. 1 Noregi hefur sala á þeim t.d. verið bönnuð og einnig er slikt bann mjög til umræðu i Dan- mörku. Neytendasamtök viða um heim hafa einnig varað mjög við þeim og þeirri hættu sem af þeim stafar. Hérlendis hefur aftur á móti engin umræða orðið um þetta og þvi full ástæöa til að vara við rúllubrettunum, áður en þau valda stórslysum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.