Þjóðviljinn - 12.07.1980, Page 2

Þjóðviljinn - 12.07.1980, Page 2
Sérrit Þjóöviljans um ALMENNINGSIÞROTTIR OG ÚTIVIST 12. júlí 1980 2 Badmintoniðkendur skyldu hafa í huga að: Góð undirstaða, eykur ánægjuna Spjallað við Garðar Alfonsson hjá TBR Garðar Alfonsson er einn þessara ódrepandi hugsjóna- manna i iþróttahreyfingunni. Hann hefur helgaó badminton- iþróttinni drjúgan hluta starfsævi sinnar og nú hefur hann umsjón meö húsakosti Tennis- og bad- mintonfélags Reykjavikur, ásamt þvi að þjálfa keppnismenn og trimmara. Það var þvi að komast i feitt þegar við náöum tali af Garðari i TBR-húsinu fyrir rúmri viku. — Að hve miklu leyti getum við talið badminton fjölskylduiþrótt? — Þetta er ein af fáum iþrótt- um, sem fullorðinn getur leikið við barn sitt á „jafnréttisgrund- velli”. öll aldursskipting er þannig rofin. Getulega séö er eng- inn vandi á ferðum og eru þar til ýmsir möguleikar. Þaö hefur t.d. aukist gifurlega mikið að heilar fjölskyldur komi til okkar. Sér- staklega er áberandi hvaö kon- urnar eru duglegar við aö drifa aðra fjölskyldumeölimi með sér. Þannig getur 4 manna fjölskylda tekið á leigu völl. — Hvaöa þætti likamsstarf- seminnar þjálfar badmintoniðk- un helst? — Það er óhætt að segja, að badminton hafi lúmsk áhrif i sambandi við hreyfingu vegna þess hve fólk gleymir sér oft i leiknum. Ég las það I sænsku timariti að badminton væri árangurrikasta aðferðin (iþrótt- in) til að ná upp þreki, úthaldi og snerpu hjá byrjendum. Þetta er sennilega vegna keppnis- formsins. I nánari útlistun má fullyrða að allir eða flestir „iþróttalegir” þættir likamsstarfsins þroskist viö iökun badminton, tækni, þol, snerpa og einbeiting. Þá er hinn andlegiþroski einnig mikilvægur. — Hvernig er best fyrir byrjendur í iþróttinni aö bera sig að? —Mikilvægast er að fá kennslu eða leiðbeiningar i upphafi. Hjá okkur i TBR reynum við að kenna grundvallaratriöin og boöið upp á byrjendanámskeiö. Rétt tök byggjast á réttum hreyfingum. Byrjunaratriðin þvinga fólk oft i upphafi, en auka siðan ánægjuna þegar fram i sækir. Það er oft erfitt að eiga við að kenna hin réttu tök, en þau veröa að lærast. — Nú eru margir sem leika badminton sér til ánægju og gleði utanhúss. Hefurðu einhverjar ráðleggingar handa þeim? — Við þurfum nauðsynlega að hafa bækling um grundvallar- atriðin, einmitt fyrir þetta fólk, en slikur bæklingur er þvi miður ekki til. Það eykur ánægjuna aö setja upp súlur, snúru eða net og jafnvel afmarka völl. Það er nokkuð mikilvægt I þessu sambandi aö láta súlurnar ná vel upp fyrir netið eða snúruna. — Segjum að mig langi til þess að hefja æfingar i badminton. Hvert á ég að snúa mér? Garðar Alfonsson — Þá er lang best fyrir þig að snúa þér til einhvers félags sem hefur badminton á sinni könnu. I Reykjavik eru þetta TBR, KR, Valur og gott ef Vikingar eru ekki enn með badmintoniðkun hjá sér, Úti á landi eru flest félögin með badminton innan sinna vébanda. Þá er hugsanlegt fyrir fólk að fá leigðan litinn sal beint, en eölileg- ast er samt að tala við félag og fá ráðleggingar. — IngH 1^*1 MNI Spaöinn skal snúa þannig í hendi/ að kantur bogans sé í beinu framhaldi af greipinni. GRIPIÐ: Festan í gripinu lendir á 3 fingrum, en þumalfingur og vísifingur halda laust við. BAKHANDARSLAG: Þegar svokölluð bakhönd er notuð til þess að koma boltanum yfir netiðer það gert eins og sést á myndunum hér að ofan. Athugið að hægri öxl snýr í netið og við slag- ið er alveg teygt úr hendinni. Nokkrar ábendingar um undir- stöðuatriði í badminton Eins og Garðar Alfonsson bendir á í viðtalinu hér á síðunni er mjög nauðsyn- legt að þeir sem hyggjast iðka badminton tileinki sér rétt grundvallaratriði íþróttarinnar. ( framhaldi af þessum orðum Garðars ákváðum við að grípa karl glóðvolgan og biðja hann um að sýna okkur hvernig ætti að framkvæma hlut- ina rétt. — IngH það á að teygjast alvei olnboga. Ferðamenn, félög, samtök Kynnist fegurð Mývatnssveltar, dveljizt að HÓTEL REYNIHLÍÐ margbáttala'fyl-irgiteíðSlu fyrir'eirfstaÆ inga, hópa og riðstefnur. Útvegum gestufn leigubíl með eða án bílstjóra. Seljum benzín og olíur. HÓT|L RÉYNIHLIÐ við Mývatn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.