Þjóðviljinn - 12.07.1980, Side 5

Þjóðviljinn - 12.07.1980, Side 5
12. juli 1980 Sérrlt Þjóðviljans um ALMENNINGSIÞROTTIR OG ÚTIVIST Silungsvötnin eru vannýtt Einar Hannesson, fulltrúi veiðimálastjóra Silungaveiöi á tslandi I byggö og í óbyggO hefur verið stunduð með þjóðinni i aldaraöir. Alls eru um 800 stöðuvötn á Iandinu yfir 0,3 ferkm. og 83 vötn yfir einn ferkm. að stærð, auk fjölda smærri vatna þar sem silung er að finna. Aður fyrr voru silungaveiðar einkum nýttar af bændum og þá jafnvel i stórum stfl, en á siðari hluta þessarar aldar hefur nýting silungaveiði að hálfu bænda stór- lega minnkað. Að visu hefur sil- ungsveiði þróast yfir I aö vera sportveiði, og jafnvel fjölskyldu- skemmtun borgarastéttarinnar, en sú stangveiöi hefur veriö iítil og því orðið um ofbeit aö ræða I fiestöllum silungavötnum hér- lendis. „Athuganir hafa leitt það i ljós aö vötn hérlendis eru vannýtt. bar væru helst undanskilin Mý- vatn, Þingvallavatn og Apavatn en þar hefur verið veitt reglulega I net og einnig veriö nokkuð um stangveiði. í öðrum vötnum hefur netaveiðin svo til alveg fallið niður” sagði Einar Hannesson hjá Veiðimálastofnun i samtali við Þjóðviljann. „Það eralls ekki fullnægjandi aö veiöa einungis á stöng i silunga- vötnum, þar verður lika að koma til netaveiði bæði til að grisja vötnin og einnig til þess að nýta betur þau hlunnindi sem vötnin geta gefið af sér. Það eru vissu- lega uppi fordómar gagnvart netaveiði f vötnum, en menn eru famir að gera sér grein fyrir þvi i siauknum mæli að ef við ætlum ekki að yfirfylla öll silungavötn af smáfiski þá verður að fara að grisja. Mér hefur jafnvel dottið I hug hvort ekki væri ráð að leigja áhugasömum veiöimönnum rétt til netaveiöi i þeim vötnum sem eigendur eða þá veiðifélög telja sér ekki fært að stunda sllka veiði svo einhverju nemi. Hinu þarf lika að gæta að, að skipta veiðitlmanum þá heppi- lega niður á milli stangveiöinnar og netaveiðinnar” sagöi Einar. A Feröamálaráðstefn- unni sem haldin var á Akureyri um miöjan mai sl. var samþykkt tillaga þar sem segir ma: „Nýting stangveiði fyrir silung I stööuvötnum er hins vegar viða mjög skammt á veg komin. Þar býðst rikuleg aðstaða, ef rétt er á spilum haldið, i hinum fjölmörgu stöðuvötnum i landinu bæði byggða- og afréttarvötnum.” Einar Hannesson sem stýrði starfshóp ráöstefnunnar sem ræddi um möguleika i silunga- veiöi hérlendis sagöi að á ráð- stefnunni heföi veriðhvatt til þess að sköpuð yrði aðstaða fyrir fólk til að komast með góöu móti i þessa veiði. Til þess aö svo mætti veröa, þyrfti fyrst og fremst aö bæta og byggja upp aðstöðu viö mörg stööuvatnanna. Obyggða- vötn þurfa að komast I betra vegasamband við þéttbýlið, og einsþarf aö kynna og reka áróður fyrir silungaveiði sem fjölskyldu- iþrótt og góðri og hollri útivist. „Laxveiðin hérlendis er orðin mjög þróuð og komin i fastar skorður, hins vegar hefur sil- ungaveiði litið verið sinnt enn sem komið er, og þar eigum við mikið óunniö starf fyrir höndum á næstu árum. Kostir stöðuvatnanna eru þeir helstir, að þar getur öll fjölskyldan dvalið saman i tjöld- um eða I góðum veiðhúsum sem viða hafa verið reist. Stangveiði hefur verið að aukast mikið meðal fjölskyldu- fólks á síðustu árum, og eins er orðinn mikill uppgangur I stang- veiðifélögum viða um land. Viö höfum i vötnum hérlendis upp til hópa sæmilegan fisk og sums staðar mjög góðan, en þvi miöur er allt of mikiö af smáum fiski inan um sem kaffærir allt, ef ekki veröur við brugðið”. A tslandi eru góð veiðivötn sem dreifast vel um landið, sem við verðum að læra að nýta betur” sagði Einar að lokum. -lg. j Ef öll vötn nýttust: I j 500 tonn af j j silungi á ári j I Ef öll silungsaveiöivötn á | ■' tslandi yröu nýtt til hins ■ Ifyllsta, án þess að til ofveiði I kæmi, áætlar Jón Kristjáns- I son fiskifræðingur á Veiöi- | 1 málastofnun aö heildar- • Isilungaveiðin gæti oröið um I 500 tonn á ári. Jón telur I einnig, að einungis helstu I ' vötnin i Húnavatnssýslu ■ einni, gætu gefiö af sér 60 I • tonn silungs á ári. ■--------------------. I Markaður I j lítill og i ; verðið lágt : i. „Sölumöguleikar og verð- lag á silungi er alvarlegt vandamál i sambandi við æskilega nýtingu vatna- silunga. Markaöur fyrir silung er litill og verðið til- tölulega lágt. Auka þarf neyslu á silungi. Ef þaö á að takast, veröur nauðsynlegt að hafa skipulag á sölunni þannig, að ákveðinn aðili einn eöa fleiri taki við silungi frá hinum dreiföu silungsvötnum og komi honum i verslanir. Ef vel á að takast til i þessum efnum, verður nauðsynlegt aö koma á sérstökum sölu- herferðum til þess aö vekja athygli á silungi sem ljúf- fengum neyslufiski” segir Þór Guðjónsson veiðimála- stjóri i grein um ástand og horfur I veiöimálum sem birtist fyrir skömmu, i búnaðarblaöinu Frey. Samþykkt Ferðamálaráð- stefnunnar á Akureyri: Veiöiaðstaðan kynnt A ferðamálaráöstefnunni á Akureyri um miöjan mai sl. sam- þykkti nefnd sem fjallaði um veiöi i straum- og stööuvötnum eftirfarandi ályktun: „Ferðamálaráöstefnan á Akur- eyri 1980 telur aö I ám og vötnum og I sjó séu miklir möguleikar til stangveiði. Laxveiði á stöng er þó vel þróuð bæði hvað varðar skipu- lag og nýtingu. Um göngusilungs- veiði gildir svipaö og um lax- veiðina. Nýting stangveiði fyrir silung I stöðuvötnum er hins vegar viöa mjög skammt á veg komin. Þarbýðst rikuleg aöstaða, ef rétt er á spilum haldiö, i hinum fjölmörgu stöðuvötnum i landinu bæði byggða- og afréttarvötnum. Ráöstefnan vill benda á nauö- syn þess, aö veiðifélög séu stofnuö um öll vötn I landinu, eins og lög gera ráö fyrir, og fastri stjórn þannig komiö á veiðiskap i þeim. 1 þvi efni verði lögð áhersla á að koma upp aðstöðu fyrir veiði- menn og aðra feröamenn viö vötnin, byggðir veröi veiðiskálar og bátar verði til afnota ásamt góðri gæslu. Vel kemur til greina i vissum tilvikum aö samræma al- menn tjaldbúðasvæði við vötn og aðstööu fyrir veiðimenn eins og gert hefur veið. i þjóðgarðinum á Þingvöllum. Siöast en ekki sist telur ráðstefnan mikilvægt að unniö veröi markvisst að kynningu á veiðiaðstöðu sem fólki standi til boða og að silungsveiöileyfi verði til sölu sem viðast svo sem á almennum veitingastööum við þjóðvegi landsins. Sjóstangaveiöi er tiltölulega ung grein sportveiði hér á landi og lofar þessi starfsemi góðu. Sýnt er þó aö það kostar verulegt átak að festa þessa grein I sessi. Til þess aö svo megi veröa, þarf vafalaust aö koma til stuöningur opinberra aðila.” Við sem viijum fyigjast með höfum gott útvarp í bíinum THUNDERBIRD LB/MB VerO kr. 25.880,- SEW/LL LB/MB/Cessetta Veró kr. 93.620 CONTINENTAL LB/MB/FM stereo/Cassetta Verð kr. 108.750,- PACIFIC LB/MB VerO kr. 36.825.- LOTUS LB/MB/FM Veró kr. 58.000 A UDIOMOB/LE LB/MB/FM Stereo Auto Reverse VerO kr. 175.045.- OP/Ð Á LAUGARDÖGUM - SKOO/Ð í GLUGGANA - SENDUM í PÓSTKRÖFU 'SílMIffiE tnwœtMip MW LW THUNDERBIRD VV BiWtONK SWVOt LOTUS MK 2 U-VHf gQ 01 96 107 ____ MW 550 450 350 150 ' 137 < W 2000 1500 1100 1000 mzmm L. M u U LOTUS Kraftmagnarar, háta/arar og segu/böndímik/u úrva/i. •••••••••••••••••••••• ••••••••••••••••••• ísetning af fagmönnum og viögeröaþjónusta íbesta lagi. A/ft tí/ h/jómf/utnings fyrir: HEIMILIÐ - BÍLINN OG D/SKÓTEK/D D i\aa io «• ARMULA 38 (Selmúla megini 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177 POSTHOLF1366

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.