Þjóðviljinn - 12.07.1980, Síða 9

Þjóðviljinn - 12.07.1980, Síða 9
12. júli 1980 Sérrlt ÞJóðviljans um ALMENNINGSIÞROTTIR OG UTIVIST 9 Trimmbæklingarnir fást allir hjá ISt. ÖRÆFIN HEILLA 13 daga ferð Öræfi — Kverkfjöll — Sprengisandur Brottför: 13. júlí, 27. júlí og 10. ágúst ■ Fæði framreitt úr eldhúsbíl. ■ Ferðist á þægilegan hátt. ■ Kynnist eigin landi. ■ Leitið nánari upplýsinga. Ferðaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34 — Sími 83222 Gas og grílvörur Suöuriandsbraut 4 simi 38125 A auða svæðinu að baki húss Tennis- og badmintonfélags Reykja- vfkur við Gnoðarvog er áætlað að tennisvellir risi. Tennisíþróttin er á uppleið Tennisiþróttin hefur verið i mikilli lægð hér á landi undan- farna áratugi, en nú eru ýmiss teikn á lofti þess efnis að unnend- um iþróttarinnnar fjölgi stöðugt. Helstu orsakir þess eru tiðar ferðir landans á sólarstrendur, hvar þessi Iþrótt er ákaflega vin- sæl. Þanniger nú i bigerð að reisa 2 fullkomna tennisvelli, meö öllu tilheyrandi, við hús TBR i Gnoða- vogi og eitthvað fleira verður gert á næstunni til þess að hlaupa undir bagga með unnendum iþróttarinnar. Tennis var talsvert iökaður hér á landi á árunum 1930 til 1950, einkum á Akureyri og Reykjavik. Reyndar náði iþróttin aldrei verulegri Utbreiðslu, en samt var haldið Islandsmót árlega frá 1927 til 1942. Þá var Tennis og badmintonfélag Reykjavikur stofnað árið 1938 og voru þar að verki nær eingöngu tennisiðk- endur. Það sem öðru fremur dró úr tennisiðkun hér á landi var hve aðstaðan var erfið. Tennisvell- irnir vestur á Melavelli voru ekki á beint hentugum staö og þegar frumherjanna naut ekki lengur við hættu menn smátt og smátt að stunda iþróttina. — Ég held að það sé nánast óhugsandi að ná upp vinsældum tennisiþróttarinnar hér á landi á nýjanleik nema að það verði hlúð verulega vel að henni. Veðráttan setur okkur þær skorður að fremur erfitt er aö stunda tennis útivið og vallarstæröin gerir það að verkum að of dýrt er að byggja hús yfir tennisvöll, sagði Garðar Alfonson hjá TBR, en hann er all- vel kunnugur tennisiþróttinni. — Við báðum Garðar um að segja okkur frá þeim möguleik- um, sem tennisáhugamenn eiga á að stunda iþrótt sina á næstu ár- um. — Nú, það eru ýmsir mögu- leikar til og þá ber að nota. Þaö er t.d. hægt að leika tennis á sumum hinna stóru malbikuðu svæða, en þar þarf að koma til önnur að- staða. Best eða nauðsynlegt er aö hafa gæslu og bað- og búningsaö- stöðu. Mér dettur I hug, i þessu sambandi, að vel mætti nýta stóra bilastæðiö á milli aðalleik- vallarins og Hallarinnar i Laugardal undir tennisvelli. Þar er bað- og búningsaöstaöa til staðar allt i kring og raunar mættu tennisvellirnir vera hluti af iþrótta- og útivistaraðstöðunni i dalnum. — Viö hús TBR stendur til að byggja 2 tennisvelli, en fjárveit- ing til þess verkefnis hefur enn ekki komist inn á fjárlög þrátt fyrir góðan skilning borgaryfir- valda. Reyndar sótti Reykja- vikurborg þaö nokkuð stift að við kæmum þessum völlum upp. Þeir vilja hafa eftirlit og skipulag á þessum hlutum, sem verða að fylgja ef tennisíþróttin á að ná verulegri fótfestu, sagði Garðar Alfonsson að lokum. — IngH Prýöum landió—plöntum tijám! Veiðijakki/ með eða án buxna. Einnig hentugur klæðnaður fyrir hestamenn. Vatnsþéttur með loftræstingu Síkkanlegur faldur á jakka. Innfelld hetta í kraga. Rennilás á buxnaskálmum. Fisfatnaðurinn loftræsti er vindþéttur og vatnsfráhrindandi. Laufléttur og lipur. Litir: Rauður, appelsinugulur, brúnn, blár og grænn. mninmmiiit Skúlagötu 51, Reykjavík, sími 11520.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.