Þjóðviljinn - 12.07.1980, Page 18

Þjóðviljinn - 12.07.1980, Page 18
18 Sérrit ÞjóAvlljans um ALMENNINGSIÞROTTIR OG UTIVIST 12. júli 1980 Siglingar eru Heillandi íþrótt Þaðvar heldur betur að komast í íeitt fyrir okkur Gunnar ljós- myndara þegar okkur var boðið i siglingatúr i siðustu viku. Hvorugur okkar hafði komið um borö i seglskUtu áður og þarna bauðst okkur að kynnast alveg nýjum heimi. Ekki verður annað sagt en sá heimur sé bæði ögrandi og heillandi i senn. Stundvislega kl.9 sl. þriðju- dagskvöld mættum viö, sjóhæfir, að bryggju siglingamanna i Kópavogi. Reyndar voru áhöld um það hvort við værum sjóhæfir, hið kaldrifjaða hræðsluglott og undarlegur „sveitamannaklæðn- aður” var vist til vitnis um það. NU. um borð i hið glæsilega fley, Auðbjörgu, vorum við ferjaðir af Jóni Inga Jónssyni og Eyþóri „altmuligmand”. Þegar um borð var komiö tók á móti okkur einn eiganda skipsins, Jóhann H Nielsson.og aöstoðar- maöur hans, Isleifur Friðriksson. Já, og ekki má gleyma stUlkunum tveimur sem meö i förinni voru, Hrafnhildi og Bryndisi Gunnars- dætrum. Stefnan var tekin Ut Fossvoginn og fljótlega lentum við i samfloti með 3 öörum skútum af svipaðri stærð, Ingu, Skýjaborg og Marconi. Þetta var sérstaklega glæsileg sigling, þvi allir höfðu beggja skauta byr út Fossvoginn. Þegar við nálguðumst Bessastaði var okkur sagt að sá staöur væri mikið notaður sem leiðarvisir fyrir hina siglandi og kom það skemmtilega heim og saman við nýafstaöið forsetakjör. Afram með smjöriö. Eftir nokkur hróp á milli áhafna Auðbjargar og Ingu var ákveðið aö fara svokallaðan skerjahring, en þá er siglt Ut fyrir baujur sem eru utarlega i Skerjafirðinum, yfir að Seltjarnarnesinu og heim aftur. A heimleiðinni þurfti að beita upp I vindinn og það þýddi að það pusaði hressilega á okkur. Slfkt geröi feröina enn skemmti- legri en ella, þó að halli Auð- bjargarinnafhafi orðiö fullmikill oftsinnis eöa eins og strákarnir sögöu: „HUn sýnir bláa litinn”. Afallalaust gekk þessi jóm- frúarferö okkar Þjóðviljamanna á seglskútu og ekki er hægt að segja annað en að viö höfum verið hrifnir af því sem við kynntumst. Þaö fer væntanlega best á þvi að láta myndirnar tala slnu máli um þessa skemmtilegu sjóferö. Með Baldri yfír BreiÓafjörÓ Þú sparar bensínið og styttir leiðina vestur á firði verulega, ef þú flytur bílinn með m.s. Baldri frá Stykkishólmi til Brjánslækjar. Sigling yffír Breiðafjörðinn með víðkomu í Flatey, getur orðið ein ógleymanlegasta minning sumarsins. Sumaráætlun m.s. Baldurs er þessi: Mánudaga: 2. júní tll 29. sept. Frá Stykkishólmi kl. 9.00 árdegis. Frá Brjánslæk kl. 14.30 síðdegis. Áætlaöur komutími til Stykkishólms kl.18.00. Fimmtudaga: 3. júlí til 18. sept. Frá Stykkishólmi kl. 10.00 árdegis. Frá Brjánslæk kl. 14.30 síödegis. Áætlaður komutími til Stykkishólms kl. 18.00. Laugardaga: 5. júlí til 30. ágúst. Frá Stykkishólmi kl. 10.00 árdegis. sigling um suðureyjar. Frá Brjánslæk kl. 15.30 síödegis. Áætlaður komutími til Stykkishólms kl. 19.00. M.s. Baldur fer 2 eöa fleiri ferðir í mánuöi milli Reykjavíkur og Breiðafjarðarhafna, sem eru nánar auglýstar hverju sinni. Föstudaga. 6. júní til 26. sept. Frá Stykkishólmi kl. 14.00 síödegis, eftir komu póstbifreiðarinnar frá Reykjavík. Frá Brjánslæk kl. 18.00 síðdegis. Áætlaöur komutími til Stykkishólms kl. 21.30. Einnig fæst m.s. Baldur leigöur á sunnu- dögum til siglinga um fjörðinn. Farþegar athugið, að bílflutninga er nauð synlegt aö panta meö fyrirvara. Upplýsingar í Reykjavík: Skipaútgerö ríkisins — Sími 28822.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.