Þjóðviljinn - 12.07.1980, Síða 19
12. júli 1980
Sérrit Þjóðviljans um ALMENNINGSÍÞRÓTTIR OG OTIVIST
Jóhann H. Nielsson aö „venda”.
Rabbaö við Jóhann H. Nielsson
Hér hverfur
kynslóðabilið
Jóhann H. Nielsson heitir
„skipstjórinn” á Auöbjörgu,
seglskútunni sem við Þjóðvilja-
menn fórum meö i stutta hring-
ferð fyrir skömmu. Hann er vel
kunnugur öllum leyndar-
dómum siglingaiþróttarinnar.
enda siglt mikið undanfarin 6 ár.
Jóhann á einnig Laserbát, sem er
eins manns far.
Við spuröum Jóhann hvort hægt
væri að kalla siglingar hér á landi
fjölskylduiþrótt.
— Viö erum nú að reyna aö
halda þessu uppi sem keppnis-
iþrótt, það er alveg nauðsynlegt.
Hins vegar er talsvert af fólki,
sérstaklega i Garðabæ og
Reykjavik, sem stundar siglingar
sem fjölskylduiþrótt. bað gerir
mikið af þvi aö fara i lengri
ferðir,„crusing”Reyndar skiptist
þetta nokkuð i tvennt og ég fæ
ekki betur séð en að vinsældir
siglinga séu aö aukast, hvort sem
um keppnisiþrótt eða fjölskyldu-
iþrótt er að ræða. Þetta helst i
hendur.
— Er mikill kostnaður þvi sam-
fara að stunda siglingar?
— Það er I fyrsta lagi best að
eiga bát sjálfur eða i samvinnu
við aöra. Báta er hægt að fá á allt
niður I 6-700 þús og upp i ótaldar
miljónir. Þannig má segja, aö
stofnkostnaðurinn sé talsveröur,
en rekstrarkostnaður er ekki svo
ýkja mikill. Hann er helst fólginn
itryggingum, viðhaldi, legugjaldi
VERIÐ VELKOMIN
Hótel KEA Akureyrí
Hafnarstræti 89 Sími (96) 22200
o.þ.h..Ætli þetta sé ekki um 300
þús. á ári.
1 hverju er hollusta siglinga-
iþróttarinnar helst fólgin?
— Það er nú fyrst og fremst úti-
vistin. Svo er það mjög erfið
iþrótt að sigla litlu bátunum. Ég
gat t.d. ekki siglt Lasernum fyrr
en ég hafði æft lyftingar um tima
og breytt talsverðu magni af fitu i
vöðva. Þá fær maður mjög sterka
frjálsræðistilfinningu i siglingum,
svipaða þeirri sem maður fær við
aö renna sér niður brekku á
skiðum. Þetta er heillandi. Margt
annað má tina til. Það er ákveðin
spenna fylgjandi þvi aö sigla,
sérstaklega i keppni. Einnig er
félagsskapurinn mjög mikil-'
vægur. Aldurshóparnir blandast
vel saman, t.d. heimsækja ungu
strákarnir mig eins og hvern
annan kunningja sinn.
I lokin má geta þess að hér á
landi eru starfandi nokkrir
siglingaklúbbar. Tómstundaráö
Kópavogs starfrækir Kópanes og
hinum megin i Fossvoginum er
Siglunes Æskulýðsráðs Reykja-
vikur. Slöan eru það Brokey i
Reykjavik, Ýmir I Kópavogi,
VoguriGarðabæ, Þytur i Hafnar-
firði, Nökkvi á Akureyri og
siglingaklúbbur á Isafirði. Þessir
klúbbar mynda siðan Siglinga-
samband Islands, SIL. Hafi ein-
hverjir áhuga á að forvitnast
meira um siglingaiþróttina er
best að snúa sér til þessara aöila.
wm
ISLENSKIHESTIMNN
á: sigurgöngu
Við Islendingar viljum eignast vini sem víðast og
halda sessi okkar í samfélagi þjóðanna. Bera höfuð-
ið hátt. Nú á dögum ber íslenski hesturinn hróður
okkar til sífellt fleiri landa. Enginn aflar okkur fleiri
vina.
Fyrir um það bil aldarfjórðungi hóf Búvörudeild
Sambandsins kynningu á ís-
lenska hestinum á megin-
landi Evrópu og áfram er
unnið að því verkefni,
beggja vegna Atlantshafsins. Ætlað er að um
50 þúsund útlendingar umgangist nú íslenska
hestinn.
Sigurganga hestsins okkar erlendis á sinn þátt í því
að varpa Ijóma á aðrar íslenskar útflutningsafurðir
og skapa þeim betri markaðsstöðu á erlendum vett-
vangi. íslenskur ferða-
iðnaður hefur meðal annars
__ notiðþess ríkulegaáundan-
% förnumárum.
1116
fSLAND
PFERDE
ISLANDS
HESTEN
ICELAND
HORSE
Samband ísl.
samvinnufélaga
Búvörudeild
Simi 28200- Pósthólf 180
Mtnnum sérstaklega á:
VEITINGASALINN Il.hæð
Góður matur á vægu verði.
Hinn landskunni Ingimar Eydal
skemmtir matargestum öll kvöld i
sumar.
Dansleikir laugardagskvöld.
SÚLNABERG , matstofa
Heitir og kaldir réttir
allan daginn.
Opið 08-23. Glæsileg matstofa.
AKURE YRINGAR BÆJARGESTIR
Hótel KEA býður:
Gistiherbergi Veitingasal Matstofu Bar