Þjóðviljinn - 12.07.1980, Síða 20
ALMENNINGSÍÞRÓTTIR OG ÚTILIF
Skokkið hressir
011 likamsstarfsemin þarfn-
ast okru. Likaminn framleiöir
þessa orku með þvi að brenna
hluta af fæðunni með hjálp
súrefnis. Likaminn getur geymt
næringu en ekki súrefni. Þess
vegna getum við lifað lengi án
þess aö borða, en getum ekki
lifað án þess að anda. Lungun og
hjartað, sem dælir súrefni og
næringu með blóðinu út um
líkamann, eru þvi þau liffræri,
sem lif okkar og heilsa byggja
mest á. Ollum ætti þvi að vera
ljós nauðsyn þess aö halda þess-
um liffærum heilbrigðum. Það
getum við bezt með þvi að forð-
ast tóbaksreykingar en stunda I
stað þess hollar iþróttir og úti-
vist. Hér verður aðeins fjallað
um eina þeirra, skokkið.
Það kostar ekkert
Þið sóið aðeins dálitlu vilja-
þreki, en það ætti ekki að setja
ykkur á hausinn. Miklar likur
eru til þess, að þaið auðgizt af
góðri heilsu i staöinn.
Engin sérstök tæki
Mörg heilsubótarkerfi kosta
mikið fé. Það á ekki við um
skokkið. Konur, sem aðeins eiga
háahæla skó, verða þó að fá sér
skó með lágum hælum.
Engin sérstök mann-
virki
Opnið bara útidyrnar og svo
getið þið byrjað!
Tekur litinn tima
Hver vika er 10.080 minútur.
Ef þið skokkiö 3 daga vikunnar i
30 minútur, eyöið þið aðeins i
það 90 mlnútum. Ef þiö eruð yfir
þritugt og ófús á að verja þess-
um tima I þágu betri heilsu,
skuluð þið vera við þvi búin að
sóa enn meiri tima I veikindi
siðar á ævinni.
Skokk er fyrir unga
sem aldna
Allir, sem eru á aldrinum
7—10 ára hafa gagn af hóflega
vaxandi þjálfun skokksins. 1
Danmörku hefur maður einn,
Frederik Larsen að nafni,
stundað skokk i nokkra áratugi.
Fyrir nokkru hélt hann upp á 80
ára afmælið með þvi að hlaupa
12 km á 1 klst. og 26 min.! Hann
varð siðast veikur árið 1932!
Það er öruggt
Skokkþjálfunin eykst stig af
stigi. Engin hætta er á of-
reynslu, ef þið skokkið stutta
vegalengd fyrst og smábætið
svo við hana.
Styrkir hjarta og lungu
Skokkæfingarnar miða að þvi
að bæta hjarta ykkar, lungu og
blóðrás með þvi að auka smám-
saman álagsþol þessara liffæra.
Sá dagur kann að koma, þegar
lif ykkar veltur á hæfni þessara
liffæra.
í»ið verðið hraustari og
hraustlegri.^
Þjálfunin örvar blóðrásina,
styrkir vöðvana og eykur þér
bjartsýni. Skokkiö grennir
mjaðmir og læri, styrkir slaka
vöðva og sléttir magann. Þeir,
sem eru vel á sig komnir, eru
lika hraustari á kynlifssviðinu.
Þetta hefur einnig sálfræðileg
áhrif. Ef þið eruð hraustleg i út-
liti, þá eykst einnig sjálfstraust
ykkar. Ykkur finnst, að þið séuö
meira aðlaðandi.
Eykur þol og öryggi.
Skokkið eykur afköst
ykkar I vinnunni án þess að þið
ofbjóðið hjartanu. Hraustur
skokkari er ekki meðal þeirra,
sem fd fyrir hjartað við óvænta
áreynslu.
Hjálpar ykkur til að
léttast
Skokk, ásamt skynsamlegu
mataræöi, tryggir að þið léttist,
ef með þarf. Þið brennið hita-
einingum ört með þvi að ganga
og skokka. Þiðléttist með þvi að
eyða meiri orku, en nemur þeim
hitaeiningum, sem þið fáið i
fæðunni. Þið léttist á þvi að
skokka, en þvl aðeins að þið
troðið ykkur ekki út af mat
þegar heim kemur.
(úr bæklingi 1S1)
■■■■■■■■
1 hljólreiðum sameinast á
skemmtilegan hátt holl og góð
llkamshreyfing og ódýr hentug
leiö til að komast ferða sinna.
Reyndar er aðstaða til hjólreiða
fremur bágborin hér á landi,enda
er hjólreiöamönnum nánast lifs-
hættulegt aö hætta sér út á fjöl-
farnar akbrautir. Reyndar er aö-
eins að rofa til I réttindamálum
hjólreiðamanna,þvi til stendur að
leyfa þeim að nota gangstéttir,
sem virðist einungis vera sjálf-
sagt mál.
Fullkomin, ný reiðhjól kosta nú
um 95 þús. fyrir börn og um 130
þús. fyrir fullorðna. Mikil sölu-
aukning hefur orðið á reiðhjólum,
sérstaklega hafa hjól fyrir full-
orðna veriö eftirsótt. Haldi svo
áfram sem horfir, má búast við
þvi.að innan tiðar verði hægt að
sjá marga hjólreiðamenn saman-
komna á fararskjótum slnum,
eins og á myndinni hér að ofan.
FerðQbúnoður fyrir bílínn
snaustkf
Siöurnúla 7-9 - Sími 82722
VARAHLUTIR
AUKAHLUTIR
VERKFÆRI