Þjóðviljinn - 16.07.1980, Síða 5
Miövikudagur 16. júli l980 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5
j Kvennaráðstefnan í Kaupmannahöfn
I Jafnréttisbaráttan er ekki
! munaður hinna betur settu
n
■
ustu. Og þetta hefur gerst bæði i
iðnrikjum og þróunarlöndum.
Misjafnar áherslur
Eitt af helstu vandamálum
slikrar ráðstefnu er það, að
konur iðnrikjanna og konur
þriðja heimsins leggja mjög
misjafnar áherslur; þetta kom
strax fram i Mexikó 1975.
Vesturlandakonur setja sér það
markmið að ná raunverulegri
jafnstööu á viö karla á vinnu-
markaði og i pólitlsku llfi, og i
þriðja heiminum sýnast slikar
kröfur einatt óralangt frá raun-
veruleikanum, frá þvi mögu-
lega. Það hefur verið rifjað upp
að undanförnu, að i Mexikó
sögöu margir fulltrúar þriöja
heimsins svonefnda, að jafn-
réttið væri munaöur fyrir iðn-
rikin. Sjálfar hefðu þær komiö
til að ræða nýlendustefnu, efna-
hagsþróun og til aö krefjast ný-
skipunar efnahagsmála i heim-
inum. Og þá hefur mörgum
Vesturlandafulltrúum fundist,
að enda þótt vissulega sé beint
samhengi milli allmennrar
efnahagsþróunar og möguleika
kvenna til menntunar og at-
vinnu o.s.frv., þá mundi sú
kvennaráðstefna verða mis-
heppnuð, sem i raun endurtæki
hina almennu umræðu, sem svo
viða er háð, um samskipti
„norðurs og suðurs” — iðn-
væddu rikjanna og hinna
fátæku.
Sumir sleppa við gagn-
rýni
Þessir fyrirvarar eru ekki
ástæðulausir. Það er I sjálfu sér
ekki ástæða til aö efast um, að
gagnrýni á viöskiptahætti sem
eiga mikinn þátt I örbirgð þriðja
heimsins á fyllilega rétt á sér
hvar sem er. En um leið er hætt
við, aö ráöamenn I þriöja heims
rikjum reyni að skjóta sér
undan þeirri ábyrgð sem þeirra
cigin stjórnarhættir eiga á
hörmulegri stööu kvenna með
þvi að finna sökudólga annars-
staðar.
Dagens Nyheter minnist á
Nú er hafin mikil kvennaráð-
stefna á vegum Sameinuðu
þjóðanna i Kaupmannahöfn.
Samtökin hafa dregið saman
margvislegar staðreyndir um
stöðu kvenna I heiminum og
meðal þess sem fram kemur er
þetta: Konur eru helmingur
mannkyns og einn þriðji hluti af
þvi vinnuafli sem á skýrslur er
fært. En séu húsverkin reiknuö
með, þá vinna konur tvo þriöju
alira vinnustunda — en fá I sinn
hlut aðeins einn tiunda hluta af
öllum tekjum. Og þær eiga
minna en eitt prósent af öllum
eignum heimsins.
Þannig er ástandið við upphaf
seinni hluta áratugs kvenna,
sem hófst meö annarri mikilli
ráðstefnu i Mexikó áriö 1975.
Ráðstefnan sem nú verður hald-
in á að einbeita sér aö þvi, að
ryðja braut framförum sem
konum koma til góða á sviðum
eins og menntun, heilbrigðis-
þjónusta og svo á vinnu-
markaði.
Heimur versnandi fer
93 af þeim aöildarrikjum
Sameinuðu þjóöanna sem taka
þátt i ráðstefnunni hafa látið
fara fram könnun á stöðu
kvenna á þessum sviðum og
öðrum. Það efni sem þar hefur
verið safnað sýnir, aö stjórn-
málaforingjar viöa um heim
hafa ekki mikla ástæöu til að
stæra sig af þróuninni; satt best
að segja hefur staða kvenna
farið heldur versnandi þau
fimm ár sem liðin eru af áratug
kvenna. Til þess liggja ýmsar
ástæður. Tæknivæöing á ýmsum
sviöum hefur I sumum tilvikum
gert störf kvenna erfiöari og
brotið niður heilsu þeirra I öör-
um tilvikum hefur þessi þróun
fækkað atvinnutækifærum og þá
hefur atvinnuleysið sem fyrst og
fremst komiö niöur á konum:
þeim er fyrst sagt upp vinnu.
Efnahagskreppan hefur bitnaö
á konum með þvi að taka frá
þeim atvinnuna og skera niður
útgjöld til félagslegrar þjón-
L_
Eitt af þvl sem rætt verður á hinni óopinberu kvennaráðstefnu sem
fram fer i Kaupmannahöfn um leiö og ráðstefna á vegum S.Þ. eru
þær limlestingar á konum sem enn eru við lýði meðal sumra Afriku-
þjóða (umskurn kvenna osfrv.).
Tvær konur úr sendinefnd irans koma til Kaupmannahafnar; þær skildu blæjuna eftir heima. Upphaf-
lega átti ráðstefnan að fara fram I Teheran, en það er ekki hægt undir stjórn Khomeinis.
einn sérstæðan anga þessa
máls. Það hefur verið samþykkt
að tala tvo daga um „afleið-
ingar hernáms Israels fyrir
hlutskipti palestinskra
kvenna”. Hitt er svo alls óvist
hvort nokkurt samkomulag
næst um að ræða stöðu kvenna I
Islömskum rikjum yfirleitt. Það
er einnig llklegt, að fulltrúar frá
löndum Austur-Evrópu muni
láta við það sitja aö lofa stjórnir
sinar hástöfum og neita með
öllu aö viðurkenna raunveruleg
vandamál sem konum mæta i
þeim löndum. Meö öörum orð-
um: á kvennaráðstefnu er hætt
við að það endurtaki sig sem
gerist þegar rætt er t.d. um
mannréttindi á vettvangi hinna
Sameinuðu þjóöa. Þaö myndast
meirihluti um að skamma
nokkra meiriháttar syndaseli
(stundum Chile, stundum
Suður-Afriku, stundum Israel,
stundum Vesturveldin eins og
þau leggja sig). Meöan aðrir
sleppa viö alla gagnrýni vegna
pólitiskrar óhlýöni þeirra full-
trúa sem viðkomandi riki hafa
sent og ýmislegra dipló-
matiskra vélabragða.
Ærin verkefni
En þótt við höfum allt þetta i
huga: kvennaráðstefna er að
sjálfsögðu betri en engin ráð-
stefna. Mismunun eftir kynferöi
er staðreynd um heim allan og
hefur hver ærinn starfa sem
gegn henni vill vinna. Almennar
framfarir, ekki sist efnahags-
legar, eru sjálfsagt nauösynleg
forsenda fyrir þvi að konur
hljóti betri kjör. En til dæmis aö
taka:oliurik Arabalönd sýna, aö
vöxtur þjóðarauðs er ekki nóg
forsenda fyrir þvi, að til aukins
jafnréttis sé stefnt. — AB.
Sprengingin í Kaupmannahöfn
Angi af stærra máli
tbúar Kaupmannahafnar eru i
æstu skapi þessa dagana vegna
mikillar sprengingar sem varð i
sojakökuverksmiðju aðfararnótt
þriðjudags. Sprengingin varð svo
öflug að rúður i húsum á stóru
svæði brotnuðu.en ekki er vitað til
að neitt manntjón hafi orðið.
1 Kaupmannahöfn hafa verið
miklar deilur vegna útbúnaðar
fjölda verksmiðja. Verkalýðs-
félög, umhverfis-verndarmenn og
heilbrigðisyfirvöld hafa gert at-
hugasemdir við aðbúnað, meng-
unar- og slysahættu sem fylgir
margs konar illa útbúnum efna-
iðnaði. Hvert máliö á fætur öðru
hefur komið upp, i málningaverk-
smiðjum, lyfjaverksmiðjum og
ekki sist I sojakökuverksmiðjunni
sem nú er sprungin.
Borgaryfirvöld hafa verið
sökuð um andvaraleysi og slóða-
skap, skýrslum um ástand meng-
unarmáia hefur verið haldið
leyndum, en borgarstjórinn Egon
Weidekamp heldur þvi fram að
aiit sé i himnalagi.
Borgarstjórnin I Kaupmanna-
höfn er þannig saman sett að
vinstrimenn hafa yfirráðin. Þeir
skipta með sér verkum eftir mál-
efnum, og hafa umhverfis- og
vinnuverndarmál komið i hlut
Kommúnista og Vinstri sósial-
ista. Þá greinir mjög á við krat-
ana, og sl. vetur kom það nokkr-
um sinnum fyrir að kommarnir
ákváðu að loka ákveðnum verk-
smiðjum, svo framarlega að ekki
væri gripið til viðeigandi
mengunarvarna. Kratarnir voru
þá fljótir til, gáfu eilifar undan-
þágur og ógiltu verk hinnna
borgarstjóranna. Af þessu hefur
leitt-eilifar deilur, sem hvað best
komu i ljós meðan átökin um
barnaleikvöllinn á Norðurbrú
stóðu yfir. Þá var það hinn sami
Weidekampsem sendi lögregluna
á vettvang og lét ryðja svæðið,
með þeim afleiðingum að þar
kom til blóðugra átaka.
Sennilega á þessi sprenging
eftir að hafa viðtækar afleiðingar
fyrir kratana i borgarstjórninni,
sem ráða þar lögum og lofum. Þó
er meira um vert hver viðbrögö
ibúa borgarinnar verða. Þessi
sprenging er nefnilega angi af
enn stærra máli.
Þannig er mál með vexti að i
Kaupmannahöfn hefur gætt svip-
aðrar tilhneigingar og annars
staðar i stórborgum. Miðstýring
og hagsmunir atvinnurekenda og
auðvalds sitja i fyrirrúmi. Hvert
ibúðarhverfið á fætur öðru er rifið
i gömlu borginni til að fá lóðir
undir atvinnurekstur. Ibúarnir
eru sendir út i nýbyggð úthverfi i
10 hæða blokk þar sem ekkert
blasir við nema flatneskjan.
Þannig er sú saga sögð að
nokkrir karlar sem bjuggu i
gömlu miöborginni fluttu út i út-
borg eftir að hverfið þeirra var
rifiö. A hverjum degi lögðu þeir
leið sina á gömlu hverfiskrána til
að hitta vini og kunningja, þangað
höfðu þeir komið i áratugi, en nú
var þeim kippt úr sinu gamla um-
hverfi og áttu i staðinn að sitja
klukkutima i lestinni til að kom-
ast heim.
Það sem hefur gerst er, að fólk
hefur á tilfinningunni að það ráði
ekki lengur sinu eigin lifi,það eru
einhver yfirvöld sem taka
ákvarðanir um hvernig borgir
eiga að lita út, hvar og hvernig
fólk á að lifa og það er ekkert tillit
tekið til óska ibúanna. Atburð-
irnir á Norðurbrú nú i vor voru
einmitt dæmi um þetta. Borgar-
yfirvöld hunsuðu óskir ibúanna-,
hvað sem þaö kostnaði skyldi
byggingarfyrirtækið fá sinar lóðir
og svo varð, þrátt fyrir harða
andstöðu. Egon Weidekamp og
félagar hans i krataflokknum eru
orönir eins konar samnefnari
fyrir fulltrúa valdsins og nú er að
sjá hvort ibúar Kaupmanna-
hafnar láta kratana komast upp
með það að þjóna atvinnurekend-
um áfram dyggilega, hvort sem
þeir framleiða stórhættuleg efni,
eru mengunarvaldar eður ei.
Undanfarin ár hefur umhverfis-
verndarfólki og þeim sem berjast
fyrir betra umhverfi vaxið fiskur
um hrygg og sennilega verður
óttinn sem rak borgarbúa út á
göturnar sl. þriðjudagsnótt til
þess að efla baráttuna fyrir
öruggaraogbetramannlifi.— ká