Þjóðviljinn - 16.07.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. iúll 1980
Evrópuráðið
býður fram styrki til framhaldsnáms
starfandi og verðandi iðnskólakennara á
árinu 1981. Styrkirnir eru fólgnir i greiðslu
fargjalda milli landa og dvalarkostnaðar
(húsnæði og fæði) á styrktimanum, sem
getur orðið einn til sex mánuðir.
Umsækjendur skulu helst vera á aldrinum
26—50 ára og hafa stundað kennslu við iðn-
skóla eða leiðbeiningarstörf hjá iðnfyrir-
tæki i a.m.k. þrjú ár.
Sérstök umsóknareyðublöð fást i mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavik. Umsóknir skulu hafa borist
ráðuneytinu fyrir 15. september 1980.
Menntamálaráðuneytiö,
15. júli 1980.
Borgarspítalinn
Lausar stöður
Sérfræðingar
lyf-
Hlutastaða(7 eyktir) sérfræðings i
lækningum
við Lyflækningadeild Borgarspitalans er laus til um-
sóknar.
Sérmenntun I endocrinologiu er æskileg.
Umsækjendur skulu gera nákvæma grein fyrir menntun,
starfsferli, visindavinnu og ritsmiðum.
Upplýsingar um stööuna veitir yfirlæknir deildarinnar.
Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags
Reykjavikur við Reykjavikurborg.
Staðan veitist frá 1. okt. 1980 eða eftir nánara samkomu-
lagi. Umsóknir sendist til stjórnar Sjúkrastofnana
Reykjavikurborgar, Borgarspitalanum, eigi siðar en 15.
ágúst n.k.
2 stöður sérfræðinga i svæfingum og deyf-
ingum
við Svæfinga- og gjörgæsludeild Borgarspitalans eru laus-
ar til umsóknar.
Umsækjendur skulu gera nákvæma grein fyrir menntun,
starfsferli, visindavinnu og ritsmiðum.
Upplýsingar um stööuna veitir yfirlæknir deildarinnar.
Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags
Reykjavikur við Reykjavikurborg.
Stöðurnar veitast frá 1. okt. 1980 eða eftir nánara sam-
komulagi.
Umsóknir sendist til stjórnar sjúkrastofnana
Reykjavikurborgar, Borgarspitalanum, eigi siöar en 15.
ágúst n.k.
Reykjavik, 16. júli 1980.
BORGARSPITALINN.
ÚTBOЮ
Tilboð óskast i byggingu 6 eininga dreifistööva og for-
steyptum einingum (spennistöðvar fyrir rafdreifikerfi
RR) fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur.
Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar
Reykjavikurborgar gegn 10 þús. kr. skilatryggingu.
Tilboðin veröa opnuð á sama staö miðvikudaginn 6. ágúst
1980 kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
Fnkifl<|uvegi 3 — Sími 2S800
Otför
Bjargar Magneu Magnúsdóttur
Laugateigi 12, Reykjavik
verðurgerð frá Fossvogskirkju á morgun, fimmtudaginn
17. júli, kl. 3.
Ólafur Guðmundsson og börn.
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför
Bergljótar Guðmundsdóttur
Eyþór Þórðarson
Guömundur Pétursson
Ingibjörg Eyþórsdóttir
Sigriður Eyþórsdóttir
Þóröur Eyþórsson
Eydis Eyþórsdóttir
Asdis Steingrímsdóttir
Gaukur Jörundsson
Jón L. Arnalds
Aðalbjörg Stefánsdóttir
Loftferðagrín
JULILEIKHClSIÐ
sýnir
FLUGKABARETT
eftir Brynju
Benediktsdóttur, Erling
Gislason og Þórunni Sig-
urðardóttur.
Leikstjóri: Brynja Bene-
diktsdóttir.
Leikmynd og búningar:
Sigurjón Jóhannsson.
Tónlist: Karl Sighvatsson.
Flugkabarett á sér nokkuð
skrautlega sögu. Hann hét i
fyrravor Flugleikur og var færð-
ur upp á vegum Þjóðleikhúss,
fyrst I Cardiff og London, en siöan
i kúlutjaldi við Laugardalshöll og
að lokum á Kjarvalsstöðum i
tengslum við leikmyndasýning-
una þar.
Nú er þetta verk komið i gang
aftur, I þetta sinn ekki á vegum
Þjóöleikhússins, og er sýnt að
Hótel Borg. Það er að mörgu leyti
heppilegt umhverfi fyrir sýning-
una og ekki er heldur illa til fund-
iö að kalla verkið kabarett, þar
sem umgerö þess er fremur
losaraleg.
Flugkabarettinn tekur til með-
ferðar ýmis alkunn og mikið rædd
efnitengd flugi svo sem starfsem:
flugfélaga, viðskiptatengsl við
Austurlönd nær, flugrán og fleira,
og skopast að þessum hlutum á
fremur góðlátlegan hátt, en meg-
inuppistaöa verksins er starf
flugfreyjunnar og það sérkenni-
lega umhverfi sem skapast i
millilandaflugi, tungumálafrum-
skógurinn, drukknir Islendingar
um borð, þaö herfilega hrogna-
mál sem flugáhafnir tala sin á
milli o.s.frv. Þar sem ég er ný-
kominn úr einum sex flugferöum
kom mér þetta umhverfi býsna
kunnulega fyrir sjónir, það hefur
sem sé tekist mæta vel að endur-
gera stemmninguna.
Sýningin byggir mjög á hátt-
bundnum hreyfingum. og tónlist
og hljóð eru snar þáttur hennar.
Búningar Sigurjóns eru bráð-
snjallir og tónlist Karls prýðilega
unnin. Hins vegar fóru textarnir
meira og minna forgöröum, en
kannski gerði það ekkert til. Gisli
Rúnar er flugstjóri á Flóka Vil-
geröarsyni og er prýðilega mynd-
ugur sem slikur, en svosem ekki
meira. Flugfreyjuliðiö er 1 hönd-
um þeirra Eddu Þórarinsdóttur,
Sögu Jónsdóttur, Eddu Björg-
vinsdóttur og Guðlaugar Mariu
Bjarnadóttur og hafa þær allt til
brunns að bera sem krafist er af
flugfreyjum, og heita svo þar á
ofan þetta lika þjóðlegum nöfn-
um.
Flugkabarettinn er hressileg og
fjörleg sýning, mjög nákvæmlega
og vel útfærð af Brynju hendi, en
byggingin er dálitið lausleg og
textinn hefði að ósekju mátt vera
betur skrifaöur.
Sverrir Hólmarsson
Flugfreyjuliðið er I höndum þeirra Sögu Jónsdóttur, Guðlaugar Mariu Bjarnadóttur, Eddu Björgvinsdóttur
og Eddu Þórarinsdóttur
Sumarbridge
XJrslit í Sumarspilamennsku
Að venju var fjölmennt i
Sumarspilamennsku sl.
fimmtudag. Að þessu sinni
mætti 61 par til leiks.
Spilað var i 4 riðlum. Úrslit
uröu:
A-riðill:
Halla Bergþórsdóttir —
KristjanaSteingrlmsd. 249
Jón Amundason —
Sigurður Amundason 244
Erla Eyjólfsdóttir —
Gunnar Þorkelsson 237
Ragnar Björnsson —
Þórarinn Arnason 232
Guðlaugur Nielsen —
Gisli Tryggvason 226
B-riðill:
Magnús Halldórsson —
Magnús Oddsson 267
Geirarður Geirarðsson —
Sigfús Sigurhjartarson 257
Albert Þorsteinsson —
Sigurður Emilsson 248
Bjarki Bragason —
Bragi Jónsson 239
Gestur Jónsson —
Jón Steinar Gunnlaugsson 235
C-riðill:
Steinberg Rikharðsson —
Tryggvi Bjarnason 257
Jón Páll Sigurjónsson —
SteingrimurSteingrimss. 253
&i Umsjón:
Ólafur
Lárusson
Gissur Ingólfsson —
Valur Sigurðsson 234
Jónas P. Erlingsson —
Böðvar Magnússon 233
Arni Alexandersson —
Ragnar Magnússon 233
D-riðill:
Skúli Einarsson —
Þorlákur Jónsson 209
Guðmundur Pálsson —
Sigmundur Stefánsson 200
Erla Sigurjónsdóttir —
Esther Jakobsdóttir 183
. Georg Sverrisson —
Sigurjón Helgason 169
Friðrik Guðmundsson —
Hreinn Hreinsson 169
Eftir 6 kvöld I Sumarspila-
mennsku, er staða efstu manna
þessi:
Sigfús örn Árnason llstig
Sverrir Kristinsson 8 stig
Valur Sigurðsson 8 stig
Spilað er á morgun, og hefst
keþpni kl. 19.30 i Domus
Medica.