Þjóðviljinn - 18.07.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.07.1980, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. júli 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Herstöðvaandstœðingar á Austurlandi: Halda qölskylduhátíð í Hallormsstaöaskógi Her stöð va andstæðing- ar á Austurlandi efna til fjölskylduhátiðar I Hallormsstaðaskógi um v erslunarmannahelgina 2—3 ágúst. Þar ætla þeir að afhjúpa minnisvarða um Þorstein skáld Valdimarsson og vinna að þvi að efla baráttu herstöðvaandstæðinga á Austurlandi. Dagskráin hefst kl. 14 á laug- ardag og lýkur kl. 19 á sunnudag- inn. Hún veröur byggö á fjöl- breyttri blöndu af skemmti- og fræösluefni. Flutt veröa ávörp, þaö veröur sungiö, fariö I leiki, efnt til umræöna og kvöldvöku. Og þaö er einmitt gert ráö fyrir þvi aö mótsgestir taki sjálfir sem mestanþátt i aö móta dagskrána. Gefi sig fram á hátiðinni ef þeir hafa eitthvaö á prjónunum. Og allir sem geta taki meö gitara og harmonikur. Þátttökutilkynningar berist sem fyrst til Þorsteins Gunnars- sonar I sima 971248 eða Laufeyjar Eiriksdóttur I sima 971533. Þá er i gangi söfnun til aö greiöa kostnaö af gerö brjóst- myndar af Þorsteini Valdimars- syni og eru menn minntir á aö hægt er aö senda framlög á spari- sjóösreikning no 6226 viö Bilnaö- arbankann á Egilsstööum. Breiðhyltingar harðir í knattspyrnunni: Frægðarför Leiknis tíl Danmerkur Fyrir stuttu siöan komu ungir og vaskir piltar I Leikni — sem er iþróttafélag i Breiðholti — úr knattspyrnuferö til Danmerkur. Leiknispiltarnir kepptu i 5. flokki, 4. flokki og 3. flokki. Kepptu pilt- arnir I miklu knattspyrnumóti i bænum Ndrre Broby. Piltarnir náöu afbragös árangri þó einkum 5. flokkur, sem vann I sinum aldursflokki meö markatölunni 25:0. Þess má geta að þessi flokkur er nú langefstur i sinum riöli á Islandsmóti 5. flokks meö markatöluna 37:2 á bakinu. Einn Leiknispiltanna, Rúnar Kristins- son, fékk verölaun sem besti leik- maöurinn i 5. flokki. Hann sést hér meö verölaun sin. — hól. Besti Ieikmaöurinn I 5. flokki, Rúnar Kristinsson. Hann er aöeins 10 ára gamall. Þú og ég og Gunni Þórðar Gunnar Þóröarson ásamt þér og mér (eöa öfugt) Fjórir miljaröar en ekki hálfur annar / gjaldeyrissparnað vegna minnkandi olíunotkunar Rangt var fariö meö I fyrirsögn I blaöinu I gær um gjaldeyris- sparnaö af minnkandi oliunotkun landsmanna. Heildargjaldeyris- sparnaöur vegna minnkandi olfu og bensinnotkunar á siöasta ári var um fjórir miljaröar króna en ekki hálfur annar eins og þar var sagt. Spamaöur af minnkandi benslnnotkun einni nam hins vegar hálfum öörum miljaröi. Benslnsala minnkaöi um 10% á siöasta ári og gasoliunotkun um 8% en notkun svartoliu jókst hins vegar um 21%. Aukning i sölu svartoliu á árinu vóg þannig upp samdráttinn I bensinsölu og gasoliunotkun, þannig aö heild- sala þessara þriggja eldsneytis- tegunda stóö i staö á árinu.-áþj á Sprengisandi í dag kemur út ný is- lensk hljómplata með söngdúettnum Þú og ég og ber hún nafnið Sprengisandur. Gunnar Þórðarson gitarieikari og æðstiprestur (ef ekki biskup) i islenska popp- inu er hér i annað sinn á ferðinni með þeim Helgu Möller og Jóhanni Helgasyni með islenska diskóskifu. Eins og nafn plötunnar bendir til er á henni lagiö A Sprengi- sandi. Einnig er þar aö finna Sveitina milli sanda og svo óska- stjörnuna, sem er gamalt lag eftir Gunnar Þóröarson frá Trúbrots- timabilinu og hét þá Starlight. Auk þess eru þrjú ný lög eftir Gunnar á plötunni, tvö eftir Jó- hann Helgason og eitt eftir Egil Eövarösson. A blaöamannafundi i fyrra- kvöld, þar sem platan var kynnt, kom fram aö vegna góös gengis (þ.e.a.s. vegna snuröuleysis) kæmi platan út hálfum mánuöi fyrr en áætlaö var i upphafi, en hún kemur I verslanir i dag. 1 til- efni dagsins munu Helga Möller og Jóhann Helgason stilla sér út i gluggu Karnabæjar siödegis i dag og má vist búast viö einhverri uppákomu i sambandi viö þaö. Sprengisandur er fyrsta hljóm- platan sem kemur út hjá hinu nýja útgáfufyrirtæki Gunnars Þóröarsonar, GTH, og i frétta- bréfi frá fyrirtækinu er aö finna' þessa vörulýsingu: Sprengi- sandur — eldfimt efni sem smýgur.... AJ Auglýsing um breyttar lánareglur hjá Lífeyris- sjóði verslunarmanna Frá og með 2. júni sl. hefur lánareglum Lifeyrissjóðs verslunarmanna verið breytt og eru nú þessar: L Lánskjör öll lán eru veitt verðtryggð miðað við visitölu byggingarkostnaðar. Vextir eru 2% ársvextir. Lánstimi er 10—25 ár að vali lántakanda. Lántökugjald er 1%. II. Tryggingar: öll lán eru undantekningarlaust veitt gegn veði i fasteign og verða lán sjóðs- ins að vera innan 50% af brunabóta- mati fasteignar. Um sumar fasteignir gilda sérstakar reglur, t.d. um fram- kvæmdanefndaribúðir. III. Lánsréttur — Lánsupphæð: Lágmarkstimi i sjóðnum til að eiga kost á iáni er 3 ár. Fimm ár þurfa ætið að liða milli lána. Lánsupphæð fer eftir þvi hvað s jóðfélagi hefur greitt lengi til sjóðsins og reiknast þannig: Kr. 360.000.- fyrir hvern ársfjórðung, sem greitt hefur verið til sjóðsins fyrstu 5 árin. Kr. 180.000.- fyrir hvern ársfjórðung, frá 5 árum til 10 ára. Kr. 90.000.- fyrir hvern ársfjórðung umfram 10 ár. Hafi sjóðfélagi fengið lán áður, skal það framreiknað miðað við hækkun bygginarvisitölu frá töku þess og sú upphæð dregin frá lánsupphæð skv. réttindatima. DÆMI: Réttindatimi er 10 ár = láns- upphæð 10.800.000.-. Fengið lán i októ- ber ’74 kr. 400.000.-, sem jafngildir i dag kr. 2.665.000.-. Lán sem veitt yrði erkr. 10.800.000.- -r kr. 2.665.000.-= kr. 8.135.000.-. Skrifstofa sjóðsins veitir allar frekari upplýsingar um ofangreindar lánareglur. Lífeyrissjóður verslunarmanna. • Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garöabæ Onnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboö SÍMI53468 LYFSÖLULEYFI AUGLÝST LAUST TIL UMSÓKNAR Framlengdur er til 25. þ.m. umsóknar- frestur um lyfsöluleyfið við Apótek Aust- urlands, Seyðisfirði. Umsóknir sendist landlæknisskrifstofu. Ennfremur er innan sama umsóknar- frests lýst eftir umsóknum um stöðu for- stöðumanns við sömu lyfjabúð fari svo að lyfsöluleyfið verði ekki veitt einstaklingi. Umsóknir um það starf sendist ráðuneyt- inu, þar sem frekari upplýsingar fást um starfið. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 15. júli 1980.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.