Þjóðviljinn - 18.07.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.07.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. júll 1980 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyf ingar og þjóðf relsis ttgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ölafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaóur Sunnudagsblaós: Þórunn Siguröardóttir Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóósson Afgreióslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: AlfheiÓur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son.Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa -.Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir Símavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóná Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. C'tkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavlk, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaþrent hf. Falskenning • Þeirri kenningu hefur skotið upp í maigögnum stjórnarandstöðuf lokkanna á síðustu vikum að brátt taki eyðimerkurgöngunni að linna, vegna þess aðsenn reki að því að ríkisstjórnin springi. Þetta er eitt af þeim hálm- stráum sem málgögnin hafa gripið fegins hendi í ómark- vissu andófi sínu gegn stjórninni meðan Vísir auglýsir eftir þingmönnum stjórnarandstöðunnar og biður þá sem til þeirra haf i spurt að gefa sig f ram. • Af hálfu Geirs-armsins í Sjálfstæðisflokknum er skiljanlegt að reynt sé að lægja óánægjuöldurnar með því að láta skína I það að von bráðar kunni Geir Hall- grímsson að verða á ný formaður í sameinuðum f lokki. En óskhyggja af þessu tagi er aðeins til þess fallin að auka á klof ninginn, því skilyrði Geirs-armsins fyrir sátt- um eru stjórnarrof og að „liðhlauparnir" falli fram og tilbiðji formanninn og Morgunblaðið. • Oskhyggja Alþýðuf lokksmanna er af öðrum toga spunnin. Þeirra von byggist á því að samningamálin dragist á langinn og þau ásamt efnahagsmálunum komist í þvilikan hnút er líða tekur á haustið að ríkis- stjórninni verði ekki sætt lengur. Þá hugsun hafa kratar að sjálfsögðu ekki hugsað til enda því eins og kunnugt er af ummælum þeirra sjálfra eru þeir slíkir „yfirburða- menn" í íslenskum stjórnmálum að þeir geta ekki stjórn- að nema með sjálfum sér. Or yf irburðum af þeirri teg- und verður seint mynduð starfhæf ríkisstjórn á íslandi. • Staðreyndin er að innan núverandi rikisstjórnar ríkir góður starfsandi og eining um að leysa þau vanda- sömu verkefni sem við blasa og jafna skoðanaágreining um stjórnarstefnuna. Þrátt fyrir allan hamaganginn og skothríðina á stjórnina hefur málgögnum stjórnarand- stöðunnar ekki tekist að rjúfa samstöðuna í stjórnar- liðinu. Útávið kemur stjórnin fram sem ein heild og ekkert fer eins mikið í taugarnar á stjórnarandstöðunni. Það er orsök taugaveiklunarinnar sem landsmenn verða nú vitni að. —ekh F óðurbætisskatturinn • Umræðurnar um fóðurbætisskattinn hafa hingað til mest verið á einn veg. Viðurkennt er að hann kunni að bæta upp galla kvótakerf isins og draga úr framleiðslu mjólkurafurða, en talið vafasamt að hann takmarki kindakjötsframleiðsluna. Mestu máli hefur þó verið varið til þess að mótmæla "aðför" að hagsmunum svína-, alifugla- og eggjabænda og Neytendasamtökin, Verslunarráð Islands og fl. aðilar lagst þar á eitt með málgögnum stjórnarandstöðunnar. • Rökstuðningur fyrir 200% fóðurbætisskatti til hefð- bundinnar búvöruframleiðslu var þríþættur. í fyrsta lagi þykir óhæfa að niðurgreiðslur Efnahagsbandalags- ins á fóðurbæti ýti undir frekari offramleiðslu á íslandi. f öðru lagi þótti nauðsynlegt að sníða ýmsaagrv- úa af kvótakerfinu sem reynst hefur erfitt í fram- kvæmd. I þriðja lagi er um samkeppnisaðstöðu innlends fóðuriðnaðar að tefla, og ekki óeðlilegt að hann geri kröfur um samkeppni á jafnréttisgrundvelli líkt og Davíð Scheving og Félag fsl. iðnrekenda. • Fóðurbætisskatturinn mun ekki stuðla að hækkun al- menns búvöruverðs til neytenda. Hinsvegar hefur verið ákveðið aðsvína-alifugla- og eggjaframleiðendur greiði 50% skatt af fóðri til þess að vega upp á móti niður- greiðslum erlendis, þannig að fóðurbætirinn sé sem næst seldur hérlendis á framleiðslukostnaðarverði. Þessi skattur mun t.a.m. valda um 15% hækkun á kostnaði við framleiðslu kjúklinga. • Markaðsverð þessara vörutegunda er háð framboði og eftirspuraog fóðurbætisskatturinn þarf ekki endilega að þýða verðhækkun. Því hefur verið haldið fram í blaðagrein að skipulagsleysi og léleg stjórnun sé megin- orsök þess að kjúklingaverð er að verða hærra en verð á niðurgreiddu lambakjöti. Skipulagsleysi í ungafrarrv leiðslu og slátrunarmálum er svo mikið að væri þeim málum komið í horf gætu kjúklingabændur komist mæta vel af þrátt fyrir fóðurbætisskatt og rétt fóðurverð. • Stuðla ber að lágu fóðurverði með innlendri fóður- framleiðslu og hóflegri sköttun á erlendu fóðri. Ríkis- stjórnin hef ur stigið stórt skref í átt til þess að ná tökum á landbúnaðarframleiðslunni, en auðvitað fer árangur- inn talsvert eftir framkvæmdinni og endurgreiðslum á þvi fé sem inn kemur af fóðurbætisskattinum. í um- ræðum um þessi mál er þó óþarf i að búa til goðsögn um gott skipulag nýju búgreinanna, því að með þeim hætti er verið að bjóða heim hættunni á enn einu landbúnaðar- vandamálinu. —ekh mælt meö dauöarefsingu. Þar er sagt aö hætta skuli opinber- um stuöningi viö fóstureyöingar (og mun koma mest niöur á fá- tækum konum). Þar er lýst and- stööu viö breytingar á stjórnar- skránni sem eiga aö tryggja konum jafnrétti (flokkurinn haföi áöur þóst vera fylgjandi þeim breytingum). Þar er þess krafist, aö hætt sé aö flytja börn milli borgarhverfa I þvi skyni aö skapa börnum hvftra og svartra jafnstööu 1 skólum. Þegar hlutir af þessu tagi eru upp taldir er ekki aö undra þótt á þvf lands- þingi Repúblikana sem fagnaöi Reagan séu enn færri konur en þar voru 1976 ( 29 % fulltrúanna) og enn færri blökkumenn (aöeins 2,8 %). Að koma vel fyrir Manni gæti sýnst, aö menn Carters ættu auöveldan leik i viöureign viö forsetaefni sem hefur slikan farangur meö sér Anderson hinn óháöi er reiknaöur 0g aö ofan var frá sagt. En eins inn i dæmiö eöa ekki. 0g skoöanakannanir minna á, Ronald Reagan meö konu sinni Nancy. A litlu myndinni er George Bush varaforsetaefni. Klipp« i Sigurstranglegur Ronald Reagan, fyrrum kvik- myndastjarna og landstjóri i Kalffornfu, er mjög liklegur næsti forseti Bandarfkjanna. Hann var útnefndur forsetaefni meö miklum stuöningi á lands- þingi Repúblikana I fyrradag og hefureinn af keppinautum sinum um útnefningu, Georg Bush , fyrrum yfirmann CIA, sér viö hliö sem varaforsetaefni. Kiss- inger er farinn aö syngja Reagan lof og ætlar sér bersýni- lega aö veröa aftur utanrfkis. ráöherra. Gerald Ford, fyrrum forseti, sem ekki vildi styöja Reagan sem varaforsetaefni nema meö ýmsum skilmálum, er ekki nema smávegis mis- hljóma f hallelújakórnum. Nýj- ar skoöanakannanir spá Reagan 10 % meira fylgi en Carter — hvort sem John Veldi íhaldsins Sigur Reagans i baráttunni fyrir útnefningu er tengdur þvi, aö i flokksvél Repúblikana hafa sest til Ihaldssömustu öfl i bandariskum stjórnmálum, og þau treysta þvi aö nú hafi hugö- arefni þeirra meiri byr undir vængi en þegar þau gátu siöast sett erkiihaldsmann i fram- boö — Barry Goldwater nánar tiltekiö. Vald harösnúinna ihalds- manna yfir flokkinum sést vel á þeirri stefnuskrá sem forseta- efniö fær i vegarnesti. Þar er *______________________ þá hefur Reagan mjög góöa möguleika til aö veröa kos- inn — og hlýtur þá aö fá mikiö af atkvæöum kvenna, blökku- manna og verkamanna. Astæö- urnar eru sumpart þær, aö óánægjan og vonbrigöin meö Carter hafa veriö svo mikil, aö flest annaö gleymist. Auk þess er þaö vitaö, aö bandariskir kjósendur taka helst eftir þvi, hvort forsetaefni er hresst I framgöngu, kemur vel fyrir i sjónvarpi og kann aö láta lita svo út sem vandamálin séu fremur einföld, heldur en aö ---------03 þeir pæli i þvi, I hverju stefna þeirra er í raun og veru fólgin. Og gleymum þvi ekki heldur, aö endanlega er þaö kannski ekki nema fjóröungur kjósenda sem þarf til aö koma aö forseta — ef frambjóðendureru þrir og kosn- ingaþátttaka jafn dræm og ver- iö hefur eöa milli 50—60 %. Ekki eins illyrtur Sumir fréttaskýrendur reyna aö hugga sig viö þaö, aö Reagan sé sjálfur ekki eins afturhalds- samur og sú flokksvél sem býr til stefnuskrár. Víst er þaö rétt, aö hann hefur gert sér far um aö tala hófsamlegar en oft áöur eins og þegar hann t.d. likti lýö- réttindabaráttumönnum sjö- unda áratugsins viö „óöa hunda”. í kosningabaráttunni núna hefur Reagan haft sér- stakan ráögjafa sem á aö passa upp á aö hann hreyti ekki ein- hverju þvi út úr sér, sem honum má i koll koma. Þaö hefur tek- ist. Hinsvegar hefur siögæöis- veröi ekki tekist aö koma i veg fyrir aö Reagan fari vægast sagt mjög varlega meö staö- reyndir. Sé m.ö.o. sérlega óáreiöanlegur I málflutningi. Tóm tunna Blaöamaöur danska blaösins Informationsem hefur átt langt viötal viö Reagan, segir, aö hann sé maöur, sem svarar öll- um spurningum fljótt, en þegar fariö sé aö pæla i svarinu, þá sé þar ekkert aö finna. Hann hefur skoöanir, en þaö er engin þekk- ing aö baki þeim. Blaöamaöur viö Fortune, sem ætlar sér aö hrósa Reagan segir m.a. „Stundum likist hann tómum geymi, sem er vis til aö taka viö sjónarmiöum hjá hvaöa ráö- gjafa sem er, sem siöast hefur náö eyrum hans”. Samkvæmt þessu ætti þaö aö skipta mestu máli um forsetatiö manns eins og Reagans, hvernig til tekst meö val ráögjafa — hann sé svo lítill af sjálfum sér. En til hvers eru menn þá aö skipta á Carter og Reagan? gæti einhver spurt. Þaö er einmitt talhlýöni viö þann sem slöast nær áheyrn forsetans, sem einatt er látin út- skýra ruglandann I stjórnsýslu Carters. Fleiri sprengjur Reagan og stefnuskrárritarar hans eru haukar I utanrikismál- um. Þeir segjast vilja heröa á vigbúnaöi og tryggja Bandarikjunum ótvirætt forskot yfir Sovétríkin á þvf sviöi. I þeim efnum er Reagan ótvirætt eftirlætisframbjóöandi Morgun- blaösins. Hinsvegar eru vestur- evrópskir sérfræöingar og fréttaskýrendur yfirleitt mjög óhressir meö aö eiga von á Reagan I forsetastól. Þeim finnst maöurinn sýna „skelfi- lega fáfræöi I utanrlkismálum” eins og franska sjónvarpiö komst aö oröi. Þekktur Italskur blaöamaöur, Luigi Barzani.hef- ur komist svo aö oröi: „Nú höf- um viö eytt fjórum árum i aö kenna Jimmy Carter sitt af hverju, og þaö er mikil hremm- ing aö hugsa til þess aö þurfa aö miöla Ronald Reagan af samskonar fræöslu”. —áb shorfð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.