Þjóðviljinn - 18.07.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.07.1980, Blaðsíða 16
DIÖÐVIUINN Föstudagur 18. júll 1980 Þingað um hval- veiðar um helgina Árlegur fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst i Brighton á Englandi á sunnudaginn kemur. Fjórir islend- ingar sitja fundinn: Þórður Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri sem er formaður Alþjóðahval- veiðiráðsins, Jón Jóns- son, forstöðumaður Haf- rannsóknastofnunar, Ey- þór Einarsson, for- maður Náttúruverndar- ráðs, og Kristján Lofts- son útgerðarmaður (Hvals hf) Búist er viö aö a.m.k. fjórar til- lögur um frekari friöun hvala veröi lagöar fram á fundin- um, — en sem fyrr þurfa 2/3 aö- ildarþjóöanna aö samþykkja til- lögu um friöun svo hún nái fram aö ganga. Ein þessara tillagna er um friöun Indiandshafs, önnur frá Astralíumönnum um algert hvalveiöibann og sú þriöja frá Bandarikjunum um almennt hvalveiöibann sem nái þó ekki til frumbyggja, sem eiga afkomu sina undir hvalveiöum. 23 þjóöir eiga nú aöild aö hval- veiöiráöinu og stunda 10 þeirra hvalveiöar. Mestra hagsmuna eiga Rússar og Japanir aö gæta, en þeir veiöa 3 af hverjum 4 hvöl- um sem á land berast. Abalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. L'tan þess tlma er hegt aö ná I blaðamenn og aOra starfsmenn blaOsins f þessum sfmum : Ritstjórn 81382. 81482 og 81S27. umbrot 81285. Ijósmyndir 812S7. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hegt aO ná f afgreiOslu blaOsins Islma 81663. BlaOaprent hefur sfma 81348 og eru blaDamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Afgreiðsla 81663 , **• -. ÉL_...... NÝTT LANDNÁM Andamóðirin syndir i broddi fylkingar heldur betur ánægö meö sig, en skyldi hún vita aö þaö er veriö aö leika á hana? Ungarnir hennar sjö eru úr húsandareggjum sem flutt voru noröan frá Mývatni og var smeygt undir öndina. Þarna er veriö aö gera tilraun meö nýtt landnám á tjörninni I Reykjavik og veröur fróölegt aö sjá hvort ungarnir una slnum hag hér syöra. Ljósm. — gel. Húsatóftastöðin til starfa á ný I næstu viku veröa flutt 6000 gönguseiöi af göngustærö frá Kollafjaröarstööinni aö Laxeldis- stööinni aö Húsatóftum I Grinda- vík og tekur stööin þá aftur til starfa eftir tveggja mánaöa sótt- kvi. Siguröur St. Helgason, llfeölis- fræöingur, sem rekur stööina sagöi I samtali viö Þjóöviljann I gær aö hann hæfi starfsemina aö nýju fullur bjartsýni, — óhöpp af þvi tagi sem varö I vetur, þegar illvig kýlapest kom upp I stööinni gætu alltaf komiö fyrir I laxeldis- stöövum og eina leiöin til aö verj- ast slíku væri fjárhagsleg, þ.e. meö tryggingum. Hér á landi er hins vegar ekki hægt aö tryggja sig fyrir áföllum sem þessum og var því um tilfinnanlegt tjón aö ræöa þegar drepa varö allt i stöö- inni s.l. vetur. Þá lýsti Pálmi Jónsson, landbúnaöarráöherra þvi yfir aö hann teldi óeölilegt aö Siguröur bæri einn tjóniö og var Siguröur spurður aö þvi hvort rikiö heföi tekið þátt I þvi á ein- hvern hátt. Seiöin sem ég fæ núna koma frá Kollafjaröarstööinni og segja má aö Utvegun þeirra sé viss stuön- ingur frá yfirvöldum, sagöi Sig- uröur. Hins vegar hef ég rætt viö bæöi landbúnaöarráðherra og fjármálaráðherra um þetta mál, — þaö er á boröum þeirra og þar rikir fullur velvilji. Seiöin sem væntanleg eru i næstu viku ættu aö sögn Siguröar aö vera orðin aö 15 tonnum af laxi aö ári, en stööin aö HUsatóftum náöi I fyrra mun meiri vaxtar- hraöa en tiökast I öörum laxeldis- stöövum. Siguröur sagöist þakka þaö lifeölisfræöilegum aöferöum og hagkvæmum skilyröum sem I stöðinni eru. Hann fer nú einnig af staö með athugun á hvort hægt sé að aölaga laxaseiði fyrr aö sjó, þ.e. eftir 8—10 mánuöi I staö 12—14 mánaöa. Hefur hann hlotiö styrk Ur Visindasjóöi til þeirra rannsókna. — AI Nýjasta nýtt íHamraborgíKópavogi: Bensínstöðin undir stórhýsi Lágmarksverð ákveðið á bræðslufiski Yfirnefnd verðlags- ráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið lág- marksverð á kolmunna og spærlingi til bræðslu frá 11. júli sl. til ársloka 13 kr. hvert kg. Verðið er miðað við 3% fituinnihald og 19% fitufritt þurrefni og er uppsegjanlegt frá og með 1. september. Þá hefur yfirnefndin einnig ákveöiö lágmarksverö á sandsili til bræöslu 22 kr. hvert kg. frá byrjun vertiöar til ársloka. Veröiö er miöaö viö 8% fitu- innihald og 20,5% fitufritt þurr- efni, og er uppsegjanlegt frá og meö 1. september n.k. Bensinstöö frá Olis veröur und- ir stóru verslunarhdsi sem nú er hafin bygging á fyrir vestan félagsheimiliö I Hamraborg f Kópavogi. Veröur hdn f inngang- inum aö miklu neöanjaröarbfla- stæöi. Jóhann Jónsson, formaöur bæjarráös Kópavogs,sagöi I sam- tali viö Þjóöviljann aö slfkar stöövar væru mjög algengar er- lendis og ekki ætti aö stafa af Þetta er stórhýsiö sem mun geyma bensfnstöö undir sér. (Ljósm.: — gel.) þeim nein sérstök hætta, enda væri byggingaraðili skyldaöur til aö gera sérstakar öryggisráöstaf- anir. Þá sagöi Jóhann aö gert heföi veriö ráö fyrir þessari bensinstöö i skipulagi sem samþykkt var fyrir 8 árum og heföi Eldvarna- eftirlitiö og slökkviliösstjórinn i Reykjavik gefiö samþykki sitt fyrir henni á þessum staö. Jóhann sagöi aö fólk sem býr I nágrenninu heföi verið eitthvaö uggandi um þetta fyrst i staö, en eftir aö þaö heföi kynnt sér mála- vexti heföi þaö oröið rólegt. Þjóöviljinn reyndi aö ná I Rilnar Bjarnason slökkviliðs- stjóra og Gunnar ólafsson for- stöðumann Eldvarnaeftirlitsins, sem báðir voru umsagnaraöilar I málinu, en þeir voru I sumarfrii. Gunnar Sigurösson varaslökkvi- liösstjóri sagöi hinsvegar aö án þess aö þekkja málavexti mjög vel virtist sér lítil hætta geta stafaö af bensinstööinni og lang- sótt aö i henni gæti orðiö spreng- ing ef tankarnir veröa neöan- jaröar. Aöalhættan viö allar bensínstöövar er aö eldur kæmist I bflana sem veriö er aö afgreiöa og þama gæti hugsanlega borist reykurinni bllageymsluna ef eld- ur kviknaöi I bil. — GFr Frá Vilborgu Harðardóttur í Kaupmannahöfn: Islenska nefndin önnum kafín I,,Þaö er mikiö um aö vera hér”, sagöi Vilborg Haröardótt- ir, þegar Þjóöviljinn haföi sam- band viö hana I Kaupmanna- Ihöfn f gær en Vilborg situr kvennaráöstefnu Sameinuöu þjóöanna ásamt 9 öörum tslend- ingum. I,,Starfiö á þinginu fer einkum fram í tveim nefndum, önnur fjallar um vandamál I einstök- um löndum, hin um alþjóöleg vandamál. Þaö er þegar oröiö ljóst aö þaö á eftir aö draga til tiöinda. Ifyrstalagi erbúistviö átökum milli tsraelsmanna og Araba og í ööru lagi vegna þess aö hópur 77 þjóöa flestra úr þriöja heiminum hafi lagt fram breytingatillögur við áætlun S.Þ. þar sem slegiö er saman ýmsum hugtökum eins og kynþáttafordómum og sionisma og þau fyrirbæri fordæmd. Riki eins og Bandarikin segjast alls ekki skrifa undir sllkar yfirlýs- ingar. Hins vegar hafa þeir lýst yfir stuöningi við nýja efna- hagsskipan I heiminum, liklega vegna þess aö Bandarikjamenn hafa enga trú á aö slik skipting auösins komist nokkurn tima á. 1 dag flutti fulltrúi lsraels ávarp sitt og þá geröist þaö aö sendinefndir PLO og Ara- baraikjanna gengu út og höföu fána PLO á lofti, sem er I al- gjörri andstööu viö þaö sem tiökast á slikum ráöstefnum. Þarna endurtók sig hiö sama og geröist þegar frú Sadat frá Egyptalandi flutti sitt ávarp, munurinn var bara sá aö hún kom inn á friöarviöleitni Egypta en sú Israelska hélt sig alveg viö kvennamálefnin. Islenska sendinefndin hefur veriö önnum kafin frá þvi aö viö komum; viö höfum skipt meö okkur verkum og sitjum I hinum ýmsu nefndum. Þaö veröur aö segjast aö starfiö sækist seint, t.d. var bara fariö yfir eina grein áætlunarinnar i dag, enda ótal breytingartillögur á lofti. Við höfum samstarf viö Noröur- landanefndirnar um ýmis mál, þar er reynt aö samhæfa tillög- ur, en I sambandi viö tillögur okkar um vændi, eiturlyf og áfengisvandamál þá höfum viö náö samstööu Frakka, Belga og fleiri þjóöa, en ekki Noröur- landaþjóöanna; þeim finnst þessi mál ekki koma kvenna- málunum viö. Þá má geta þess aö þegar undirskriftirnar 500.000 þar sem konur krefjast friöar i heimin- um voru afhentar, var Maria Pétursdóttir formaöur Kven- félagasambands tslands þar fyrir tslands hönd og nú i dag flutti SigriöurThorlacius ræöu á frjálsu ráöstefnunni um friöar- málin. Svo aö þiö sjáiö aö þaö er nóg aö gera og viö eigum margt eftir aö sjá og heyra,” sagöi Vil- borg Harðardóttir aö lokum. Einar Agústsson sendiherra flytur ræöu islensku sendi- nefndarinnar á ráöstefnunni I dag. — ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.