Þjóðviljinn - 18.07.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.07.1980, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. júll 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 íþróttír (?] íþróttirf^l íþróttír ■ Umsjón: Ingólfur Hannesson. Jafntefli við Svía í Halmstad í gærkvöldi: „Áttum aö vinna þennan leik” — sagði Helgi Daníelsson um leikinn í gærkvöldi islenska landsliöiö I knatt- spyrnu náöi I gærkvöldi einum sinum albesta árangri I langan tima þegar jafntefli náðist gegn Svium. Leikurinn sem fram fór I Halmstad var afbragös vel leik- inn af landanum og mátti þaö sænska raunar teljast heppiö aö sleppa meö jafntefli. Miöaö viö tækifæri I leiknum, þá áttum viö aö vinna þennan leik, sagöi Helgi Danielsson, einn af fararstjórum Islenska liösins i keppnisferöalaginu um Noreg og Sviþjóö. Þaö er alveg ljóst mál aö þetta var einhver albesti leikur islensks landsliös. Allir liösmenn stóöu fullkomlega fyrir sfnu og þaö var einstaklega ánægjulegt aö sjá hversu yfirvegaöir og rólegir strákarnir voru. Þeirri kenningu hefur lengi veriö haldiö á lofti aö eftir aö Tony Knapp tók pokann sinn og hélt á braut hafi allan neista skort i Islenskt lands- liö. 1 kvöld afsannaöist sú kenning fullkomlega. Allir leikmenn börö- ust af miklum krafti og virtist þaö koma sænsku leikmönnunum sýnilega á óvart, eöa svo vildi sænski landsliösþjálfarinn altént meina í sjónvarpsviötali eftir leikinn, sagöi Helgi ennfremur. Svlar áttu tvimælalaust meira I fyrri hálfleik og pressuöu stift. Engu aö slöur var fátt um mark- tækifæri af þeirra hálfu og is- lenska vörnin meö örn Oskarsson sem besta mann hélt sóknarleik- mönnunum alveg i skefjum. Var hálfleikurinn heldur tlöindalltill og staöan þegar gengiö var til búningsherbergjanna, 0:0. 1 slöari hálfleik snerist vindur- inn heldur betur viö. íslenska liöiö fórsifelltaö sækja á og þegar skammt var liöiö var þaö lýöum ljóst aö Svíar áttu mjög i vök aö verjast. Janus Guölaugsson og Albert Guömundsson áttu mjög góö marktækifæri en mistókst og þeir Sigurlás Þorleifsson og Pétur Ormslev ollu hvaö eftir annaö miklum usla I vörn Svia. Þaö var þvi I hróplegu ósamræmi viö gang leiksins þegar Svlar náöu foryst- unni á 82. minútu leiksins. Mark þaö var rakiö klaufamark, sem skrifast veröur á reikning Alberts Guömundssonar, sem aö ööru leyti átti góöan leik. Hann hugö- istgefa til Þorsteins markvaröar, en sendingin var of laus og Rutger Bakke, einn af sóknar- mönnum Svía, komst á milli og skoraöi. Þrátt fyrir þetta slysa- mark létu Islendingar ekki deigansiga og þegar u.þ.b. þrjár mlnútur voru til leiksloka kom jöfnunarmarkiö. Asgeir Sigur- vinsson tók eina af sinum frægu rispum, þaut I gegnum vörn Svla og var gróflega brugöiö. Dómar- inn, öllum til mikillar furöu, lét brotiö eiga sig, en ekki komst hann þó upp meö þá frammi- stööu. Guömundur Þorbjörnsson var I námunda viö knöttinn og meö miklu haröfylgi tókst honum aö komast i skotfæri og láta vaöa, 1:1! Þau uröu úrslit leiksins. Helgi Danlelsson kvaöst ekki beinlfnis vera I þeirri aöstööu til aö gera upp á milli manna; raunar stóöu allir sig vel. Asgeir var feiknarlega sterkur á miöj- unni og I vörninni baröist örn Óskarsson eins og sönnun Islensk- um vlkingi sæmir. Þá átti Pétur Ormslev skemmtilegan leik i sókninni. En eins og áöur segir stóö hver maöur prýöilega fyrir slnu. Islenska liöiö var þannig skipaö I gærkvöldij Markvöröur: Þorsteinn Ólafs- Endurkoma Asgeirs Sigurvins- sonar haföi mikla þýöingu frir islenska liöiö. son. Aörir leikmenn: Orn Óskars- scm, Trausti Haraldsson, Sig- uröur Halldórsson, Marteinn Geirsson, Janus Guölaugsson, Al- bert Guömundsson, Guömundur Þorbjörnsson, Pétur Ormslev, Asgeir Sigurvinsson og Sigurlás Þorleifsson. Seint I kvöld koma svo islensku strákarnir, farar- stjórar og þjálfari, heim til Is- lands. Þeir Þorsteinn Ólafsson, Orn óskarsson, Asgeir Sigurvins- son og Janus Guölaugsson velja sér þó skiljanlega aöra leiö. — hól. tþróttafélagiö Leiknir I Breiöholti vinnur markvisst aö þvi aö koma upp álitleg- um hóp ungra manna sem siöar geta spjaraö sig fyrir hönd félagsins I meistara- flokki. Fyrir stuttu siöan héldu þrir flokkar úr félag- inu til Danmerkur, til aö taka þátt i alþjóölegri knatt- spyrnukeppni unglinga. Keppni þessi gekk undir nafninu „Dania Cup” og hana sóttu 72 liö frá 7 lönd- um. Leiknismenn sendu þrjú liö, 3. flokk, 4. flokk og 5. flokk. Náöu öll liöin ágætum árangri þó árangur 5. flokks hafi boriö nokkuö af. Þó aö liösmenn hafi allir veriö einu til tveimur árum yngri unnu þeir I sinum flokki meö mikl- um glæsibrag. Markatala liösins var 25:0, en þess má geta aö i yfirstandandi ts- landsmóti hafa strákarnir yfirburöarforskot i sinum riöli og eru meö markatöl- una 37:2. Bæöi 4. flokkur og 3. flokkur komust f undanúr- slit en voru slegnir úr keppn- inni. Fyrir liöin sem mættu þeim örlögum, var slegiö upp svokallaöri B-keppni og vann 4. flokkur sigur I þeirri keppni. Meöfylgjandi myndir eru af 5. flokki og 4. flokki og ætti þaö ekki aö fara á milli mála hvaöa strákar eru I 5. flokki og hverjir I 4. flokki. Mynd: — gel. Meistaramót íslands í frjáls- um 15-18 ára Umsiöustu helgi fór fram f Kópavogi meistaramót tslands i flokki unglinga, 15—18 ára.Helstu úrslit uröu sem hér segir: Drengjafiokkur 17—18 ára: lOOm Jón Eiriksson 200m Jón Eiriksson 400m Jón Eiriksson 800m Jón Eiriksson 1500m Jóhann Sveinsson llOm grind Stefán Þ. Stefánsson Langstökk Stefán Þ. Stefánsson Hástökk Stefán Þ. Stefánsson Þrlstökk Stefán Þ. Stefánsson Stangarstökk Siguröur Magnússon Spjótkast Siguröur Einarsson Kringlukast Siguröur Einarsson Kúluvarp Siguröur Einarsson Stúlknaflokkur 17—18 ára lOOm Valdis Hallgrimsdóttir 200m Valdis Hallgrlmsdóttir 400m Valdis Hallgrimsdóttir 800m Valdis Hallgrimsdóttir lOOm grind Valdls Hallgrimsdóttir 4xl00m boöhlaup Langstökk Iris Grönfeldt Hástökk tris Grönfeldt Kúluvarp Helga Unnarsdóttir Kringlukast Margrét óskarsdóttir Spjótkast tris Grönfeldt Sveinaflokkur 15—16 ára lOOm Kristján Haröarson 200m Jóhann Jóhannsson 400m Siguröur Jónsson 800m Jóhann Einarsson 1500m Gunnar Birgisson lOOm grind Hafliöi Maggason 4xl00m boöhlaup Langstökk Kristján Haröarson Hástökk Hafliöi Maggason Þrlstökk Kristján Haröarson Kúluvarp Guömundur Karlsson Kringlukast Guömundur Karlsson Spjótkast Guömundur Karlsson Meyjafíokkur 15—16 ára. lOOm Geirlaug Geirlaugsdóttir 200m Guörún Haröardóttir 400m Guörún Haröardóttir 800m Birgitta Guöjónsdóttir lOOm grind Kristbjörg Helgadóttir 4xl00m boöhlaup Langstökk Bryndis Hólm Hástökk Dagbjört Leifsdóttir Kúluvarp Sigrún Sverrisdóttir Kringlukast Jóna B. Grétarsdóttir Spjótkast Birgitta Guöjónsdóttir UMSS 11,7 sek UMSS 23,4 sek UMSS 53,1 sek UMSS 2:09,9 min UBK 4:30,2 min IR 16,5 sek tR 6,36 m 1R 1,90 M tR 12.53 m 1R 3,40 m A 70,38 m A 44,86 m A 13,81 m KA 13,0 sek KA 27,1 sek KA 61,5 sek KA 2:51,7 min KA 17,0 sek SveitUMSB 55,7 sek UMSB 4,98 m UMSB 1,45 m OtA 11,08 m 1R 34,58 m UMSB 43,10 m HSH 11,7 sek tR 24,5 sek KA 55,5 sek USVH 2:12,0 mln 1R 4:41,2 min IR 16,4 sek Sveit IR 49,4 sek HSH 6,61 m tR 1,85 m HSH 12,25 m FH 14,96 m FH 41,98 m FH 53,02 m A 12,6 sek tT 26,7 sek tR 60,7 sek Self. 2:33,1 min A 17,0 sek Sveit Armanns 51,7 sek tR 5,11 m HVI 1,50 m UMSS 9,26 m A 30,74 m Self. 33,98 m Golfreglur frá Ragnari Lár Ragnar Lár teiknarinn snjalli hefur sent frá sér bráðskemmtilega bók um reglur I golfiþróttinni. Hver sú regla sem tekin er fyrir, er skýrö bæði I myndum og máli og er þaö persónugerv- ingurinn Boggi blaöamaöur sem útlistar fyrir mönnum hvaö sé rétt og hvaö sé rangt I þessari merkilegu iþrótt. Meöfylgjandi mynd er úr bókinni og tekur fyrir atriöi sem staöiö hefur lengi I sum- um golfáhugamönnum sem ekki hafa komist ýkja langt á frambraut Iþróttarinnar. Þegar óvandaöir menn lenda út af braut meö boltann sem liggjandi I kafgrasi þannig aö erfitt er aö slá hann, vill Boggi benda mönnum á aö ekki sé leyfilegt aö hefja grasskurö á þeim bletti. Myndirnar I bókinni eru jafn margar og reglurnar eöa 50 talsins. — hól. • • Oldungar! Meistaramót tslands I frjálsum iþróttum veröur haldiö á Kópa vogsvelli fimmtudaginn 24. júii. Keppt veröur I ýmsum greinum sem taldar eru viö hæfi öld- unga. Aldur er miöaöur viö 35—39 ára og 40 ára og eldri. Konur keppa I flokki 30—34 ára og 35 ára og eldri. Þátt- tökutilkynningar þurfa aö berast til FRt, s: 83386 eöa Baldurs Danielssonar, s: 40238.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.