Þjóðviljinn - 20.07.1980, Side 7
'HELGIN 19*—20. júli. líJóÖVlLJINN — SIÐA 7
i gærflutti Einar Ágústs-
son sendiherra ræðu ís-
lensku sendinefndarinnar
á kvennaráðstef unni í
Kaupmannahöfn. Ræðan
var flutt á ensku og fer hér
á eftir í þýðingu frá utan-
rikisráðuneytinu.
Frú forseti, herrar og
frúr.
Fyrir hönd islensku
sendinefndarinnar færi ég
hinum dönsku gestgjöfum
okkar þakkir fyrir gest-
risni og frábæran undir-
búning þessarar ráðstefnu.
Hið alþjóðlega kvennaár
Sameinuðu þjóðanna
markaði vissulega spor í
jafnréttisbaráttu islenskra
kvenna og varð hvetjandi
fyrir áframhaldandi starf
að jafnri stöðu karla og
kvenna.
Þegar litiö er yfir það hvað
áunnist hefur á fyrra helmingi
kvennaáratugsins og hvað ógert
er, þá virðist manni i fljótu bragði
að ekki hafi miklu verið komið i
verk. Það ber miklu meira á þvi
sem ógert er. Ekki dugir þó að
lita einungis á dökku hliðarnar
heldur ber einnig að lita á það
sem áunnist hefur. Þar ber hæst
tvö atriði, þ.e. setning almennra
jafnréttislaga og kjör konu til for-
setaembættisins, frú Vigdisar
Finnbogadóttur. Ekki einasta er
hún fyrsta konan i heiininum sem
kjörin er forseti, heldur er hún
fyrsta konan sem kjörin er til
þjóðhöfðingja I lýðræðislegum
kosningum. Þetta hvort tveggja
má aö miklu leyti rekja til hinnar
miklu umræöu sem varö um jafn-
réttismál i kjölfar kvennaársins.
Kveðja frá Vigdísi
1 tilefni þessa vil ég leyfa mér
að lesa ávarp til ráðstefnunnar,
sem borist hefur frá Vigdisi Finn-
bogadóttur: „Sem kjörið forseta-
efni Islands, sendi ég ykkur, sem
eruð samankomin I Kaupmanna-
höfn á þessari mikilvægu ráð-
stefnu kveðju mina og fylgist með
umræðum ykkar af miklum
A degi Sameinuðu þjóðanna 24. okt. 1975 lögðu islenskar konur niður vinnu á heimilum og vinnumarkaði
til að sýna fram á mikilvægi atvinnuþátttöku kvenna.
sem móður, hefur um aldir bund-
iö hana við heimilisstörf, hindrað
hana i jafnri þátttöku i atvinnulifi
og opinberri ákvaröanatöku, eöa
skapað konum tvöfalt vinnuálag
eftir að þær gerðust þátttakendur
i atvinnulifinu.
Fá riki hafa markað ákveðna
stefnu i fjölskyldumálum, sem
miðaði að jafnari verkaskiptingu
jafnt innan sem utan heimilis, og
leysti foreldra frá hluta þeirra
verka sem fram að þessu hafa
fyrst og fremst hvilt á konum. Þvi
miður ber sú framkvæmdaaætlun
sem hér liggur frammi þvi einnig
vitni aö horft er framhjá þessari
frumorsök.
Aætlunin tekur greinilega fyrst
og fremst mið af slæmu efna-
hagsástandi i þriðja heiminum,
sem vonlegt er og viö skiljum
enda, að þar er þörfin brýnust.
Jafnframt verður þó að viður-
kenna að enn er langt i land til
jafnréttis i svokölluðum þróuöum
löndum og varast ber að taka þau
sem fyrirmynd i þessu efni eða
þröngva upp á þróunarlöndin
munstri vesturlanda. Þrátt fyrir
mun betri efnahag, menntun og
siaukna atvinnuþátttöku og þar
meö auknar tekjur kvenna sem
óspart eru hvattar til aö axla
meiri byröar og ábyrgö, hefur
ekki samhliða verið létt af þeim
störfunum sem börn og heimili
krefjast og hvorki karlmenn
þessara landa né samfélagið
sjálft hafa nema i litlum mæli
tekið á sig þessi störf, meðan kon-
urnar hafa bætt á sig öðrum. Jöfn
verkaskipting kynjanna á heimil-
unum er forsenda þess að mæöur
og feður fái i reynd jöfn tækifæri
til að njóta sin i atvinnu- og
félagslifi.
Barnaár Sameinuöu þjóðanna
hefur t.d. ekki að þessu leyti skil-
að þeim árangri, sem vonir voru
bundnar viö, og ástæðan er sú að
stjórnvöld lita enn á börnin sem
einkamál foreldra og þá aðallega
móöurinnar, en ekki sameiginlegt
mál þjóöfélagsins. Þannig verður
lausn á vanda i þessu sambandi
áfram einkalausn og tregöa er
viðast hvar fyrir hendi til aö leysa
málið samfélagslega.
Vopn eöa
öruggt athvarf
t svörum frá fjölmörgum þjóö-
um, sem liggja til grundvallar
framkvæmdaáætluninni kemur
r
Ræða Islands á kvennaráðstefnu SÞ
„Betur má ef duga skal”
r
Þó margt hafi áunnist er fleira ógert á Islandi og í öðrum löndum
áhuga og viröingu. Island hefur
með þessum forsetakosningum
vakið athygli heimsins á mikil-
vægum þætti varðandi stöðu
kvenna I þjóöfélaginu. Eg vænti
þess að sá boðskapur berist með
aukinni áherslu á ykkar vegum til
landa ykkar.”
Með setningu laga um jafnrétti
kvenna og karla árið 1976 var
mótuð opinber stefna um jafnan
rétt kynjanna og sett var á stofn
jafnréttisráð til að framfylgja
lögunum. Allir vita að ekki er
nægilegt að setja löggjöf um jafn-
rétti ef þaö er ekki i samræmi við
þau viðhorf sem rikja i þjóöfélag-
inu. Þvi hefur aöaláherslan ver-
ið lögö á það að reyna að breyta
hinum hefðbundna hugsunarhætti
um stöðu karla og kvenna sem
rikt heftur öldum saman. Það
tekur langan tima, sumir segja
kynslóðir. Þessarar viðhorfs-
breytingar er þegar farið aö gæta
og telja ýmsir aö hún hafi átt sinn
þátt i þvi að tslendingar kusu sér
konu til forseta fyrir þremur
vikum. Það að kona skipar æðsta
embætti lýöveldisins vekur þær
vonir að fyrr verði sigrast á hefð-
bundnum viöhorfum manna til
verkaskiptingar kynjanna, en
ella hefði oröið.
Fleira hefur gerst á s.l. fimm
árum, sem telja má áfanga I jafn-
réttismálum.
Kvennaár og
aukin menntun
A fyrsta degi hins alþjóðlega
kvennaárs var sett á stofn
kvennasögusafn Islands.
A degi Sameinuðu þjóðanna 24.
október 1975, lögðu islenskar kon-
ur niður vinnu á heimilum og
vinnumarkaði til að sýna fram á
mikilvægi atvinnuþátttöku
kvenna enda kom i ljós að þjóö-
félagið var óstarfhæft án þátttöku
þeirra. A þessum degi, sem vakti
gifurlega athygli, héldu konur
stærsta útifund, sem haldinn hef-
ur verið á Islandi.
A sviði menntunar hefur ýmis-
legt áunnist s.l. fimm ár. Fleiri
njóta menntunar og stúlkur hafa
oröið fjölmennari i framhalds-
skólum. Hlutfall kvenna sem
ljúka prófi frá Háskóla tslands er
nú tvöfalt hærra en var 1975. Með
tilkomu fjölbrautaskóla hafa
piltum og stúlkum opnast nýir og
auknir möguleikar, til að vikja
frá hefðbundnu starfsgreinavali
kynjanna. Aukin fullorðins-
fræösla hefur bætt möguleika
eldra fólks, sérstaklega kvenna,
til aö auka menntun sina.
Almenn heilsugæsla er á háu
stigi á tslandi og öll læknisfræði-
leg aðstoð á meögöngutima og
eftir fæöingu er góð.
Atvinnuþátttaka kvenna hefur
stóraukist. Fiskvinnslan, sem er
undirstöðuatvinnuvegur tslend-
inga er borin uppi af konum, en i
reynd er litið á þær sem vara-
vinnuafl og þær sendar heim á at-
vinnuleysistimum. Vinnumark-
aðurinn er enn að mestu leyti
kynskiptur, þar eru sérstök
kvenna- og karlastörf og launa-
stiginn endurspeglar það. Launa-
munur kvenna og karla hefur þó
minnkað á þessu timabili.
Þegar litið er yfir þessa upp-
talningu sést aö ýmislegt hefur á-
unnist s.l. fimm ár, en betur má
ef duga skal.
Fátt áunnist á
stiórnmálasviöinu
A pólitiska sviöinu hefur lltið
sem ekkert áunnist s.l. fimm ár.
Pólitisk forysta er I höndum
karla. A alþingi sitja þrjár konur
af 60 alþingismönnum, eða 5% og
er það sama tala og árið 1975.
Hlutfall kvenna i sveitarstjórnum
hefur hækkað úr 3,7% upp i 6,2%.
Enginn Islenskur stjórnmála-
flokkur hefur sett fram markaöa
stefnu um fjölskyldumál. Þótt
stofnun jafnréttisráðs væri viss
opinber viðurkenning á mikilvægi
jafnréttismála, þá hefur ekki ver-
ið búið að ráöinu sem skyldi og
stjórnvöld hafa ekki sýnt þaö for-
dæmi sem jafnréttislögin kveða á
um.
Aöilar vinnumarkaðarins eiga
gifurlega margt ógert i jafnréttis-
málum. Það er nauðsynlegt að
endurmeta störf i þjóöfélaginu
með tilliti til launakjara og draga
markvisst úr verkaskiptingu eftir
kynferði.
Vinnumarkaðurinn og hið opin-
bera koma ekki til móts viðþarfir
fjölskyldunnar með sveigjanleg-
um vinnutima fyrir foreldra,
nægilega uppbyggingu dagvistar-
stofnana, endurbótum á
húsnæöismálum og ekki einu
sinni greiöslu fæðingarorlofs úr
almennum tryggingum til allra
mæðra, hvað þá foreldraleyfi fyr-
ir feður. Vinnuframlag á heimil-
um er I dag einskis metið hvorki
launalega séö né i þjóðhagsút-
reikningum.
Hið opinbera verður að móta
sérstaka fjölskyldupólitik, sem
hafi að markmiöi að aflétta hinu
tvöfalda vinnuálagi sem hvilir að
jafnaði á konum. Fyrr en það er
gert er óraunhæft aö gera ráð fyr-
ir þvi aö konur geti tekið þátt i
uppbyggingu þjóðfélagsins til
jafns við karla.
Engin stefna í
f jölsky Idumálum
Sama gildir reyndar einnig um
fleiri lönd en tsland, liklega all-
flest, að ekki er horfst I augu viö
þá staðreynd sem ætla má aö sé
ein aöalorsök ólikrar stöðu karla
og kvenna, kyngreindrar verka-
skiptingar og misjafnra tekna.
Liffræðilegt hlutverk konunnar
t.d. fram að vegna fjárskorts hef-
ur ekki verið komið upp nægilega
mörgum dagheimilum fyrir börn.
A sama tlma hafa þróuð lönd i
stórauknum mæli örvað konur til
mennta og raunverulega fjárfest i
menntun þeirra. Er þaö ekki
dæmi um skilningsleysi af opin-
berri hálfu þegar ekki er jafn-
framt séð til þess að þessi mennt-
un nýtist, konum sjálfum og þjóð-
félaginu? En hún nýtist ekki ef
konan er annaö hvort frá störfum
um langt árabil vegna móöur-
hlutverks sins eöa lifir við tvöfalt
vinnuálag sem háir henni á báð-
um stööum. Fjárskortur til dag-
heimila og annarrar þjónustu við
foreldra er vissulega fyrir hendi I
fátækum löndum, en i löndum,
þar sem hægt er að leggja offjár i
vopnabúnað eöa fjármunum er
fremur varið til að byggja hrað-
brautir þannig að umferð geti
gengið hraðar fyrir sig heldur en
að búa börnum öruggt athvarf á
meðan foreldrar þeirra sinna
störfum utan heimilis, — þar er
ekki hægt að tala um peninga-
leysi; I þeim löndum er þetta
spurning um forgangsröðun.
1 framkvæmdaáætluninni er
talað um að konur eigi að hafa
„lykiihlutverk I framleiðslunni”
og þeim er ætlað að sækja fram
hvarvetna i atvinnulifi, stjórn-
málum o.s.frv., en þar sem litið
Framhald á ‘’T.siðu.