Þjóðviljinn - 20.07.1980, Page 12

Þjóðviljinn - 20.07.1980, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓDVILJINN HELGIN 19.—20. júli. STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI Hjörleifur Guttormsson skrifar: Kjaramál og reynsla síöustu ára Um fátt hefur veriB meira rætt siöustu mánuði en kjaramál launafólks i landinu og hversu hægt miöar samningum á vinnu- markaöi. Bandalag starfsmanna rikis og bæja hefur haft lausa samninga i heilt ár og Alþýöu- sambandiö frá siðasta hausti. Um þrjú ár eru liðin frá þvi siöast voru geröir heildarsamningar á vinnumarkaöi og er þaö óvenju- langur timi. Mikil átök hafa þó orðiö um kaup og kjör á þessu tfmabili, á vettvangi stéttar- félaga fyrri hluta árs 1978 i and- ófinu gegn kjaraskerðingarlögum rikisstjórnar Geirs Hallgrims- sonar, og þá og siöar hefur veriö tekist á um hlutaskiptin i þjóðfélaginu á hinum pólitíska vettvangi m.a. i tvennum alþingiskosningum. Baráttan um hlutaskiptin Menn greinir, aö vanda, á um tölur i sambandi viö þróun kaup- máttar og áhrif einstakra aðgeröa á svo löngu timabili, og vegna hinnar mögnuöu veröbólgu veröur krónan enginn mælikvaröi fyrir almenning frá mánuöi til mánaöar. Mikiö er talaö um kjaraskeröingu, ekki sist af tals- mönnum stjórnarandstööu, þeim hinum sömu og stóöu aö febrúar- og mai-lögunum 1978, sem meö réttu voru kölluö kaupránslög. Hin mildari útgáfa þeirra laga skerti einkum álag eftir- og næturvinnu. Heföu þau ákvæöi haldiö gildi sinu væri álag á eftir- vinnu komiö úr 40% I -r7%, þ.e. væri minna en ekkert, og nætur- vinnuálag heföi lækkaö á sama hátt úr 80% i 19%. Þessum ákvæöum var hnekkt aö loknum kosningum viö myndun stjórnar Ólafs Jóhannessonar haustiö 1978. Þá fluttist andófiö gegn kjaraskeröingu og átökin um hlutaskipti á vinnumarkaöi inn á vettvang rikisstjórnar og var þar ekki sléttur sjór á siöasta ári, eins og öllum er i fersku minni. A árinu 1979 var sótt aö launa- fólki í landinu undir merkjum baráttu gegn veröbólgu af öflum innan og utan rikisstjórnarinnar og meö kröfum um stórfelldar breytingar á veröbótakerfi launa þvert á sjónarmiö verkalýös- hreyfingarinnar. Marga agnúa má finna á gildandi visitölukerfi, ekki sist þann er mælir hlutfalls- legar verðbætur á hæstu laun sem hin lægstu og skilar þannig margfaldri hækkun i krónum til hálaunamanna. í krafti þessa verðbótakerfis hefur hins vegar veriö haldiö nokkuö i horfinu um kaupmátt almennra launa i landinu undan- farin ár, þrátt fyrir hina geysi- legu veröbólgu. Þær hófsamlegu kröfur, sem Alþýöusamband Islands hefur boriö fram 1 núverandi kjaradeilu varöandi launahækkanir eru gleggri vitnis- buröur um þetta en flókin talna- dæmi. Hin mikla tregöa atvinnu-' rekenda i landinu aö ganga til samninga veldur eölilega undrun og veröur ekki skýrö meö tlma- bundnum rekstrarerfiöleikum hjá atvinnufyrirtækjum. 275 þúsund króna mánaðarlaun A þvi er rikur skilningur innan verkalýðshreyfingar og meöal almennings i landinu, aö viö gerö kjarasamninga nú sé það hlutur hinna lægst launuöu I þjóöfélag- inu, sem þurfi aö vernda og bæta og ná veröi áfanga i jöfnum lifs- kjara. I hinum fjölmenna hópi láglaunamanna myndar iönverkafólk stærstu fylkinguna. Ég hef þaö fyrir satt, aö um 70% iðnverkavólks innan Lands- sambands iönaöarmanna hafi umsamin laun er svari til 1. taxta Dagsbrúnar, á meöan aöeins 5% þeirra er heyra til Verkamanna- sambandi Islands hafi miömiöun viö þann taxta og er þó ekki ofskammtaö á þeim bæ. Eftir hækkun veröbóta um 11.7% 1. júni sl. eru byrjunarlaun samkvæmt kauptöxtum Iöju 275 —290 þús. kr. á mánuöi. Þaö eru slík laun og hliöstæö fyrir dagvinnu sem ekki veröur búiö viö i landinu og þeim þarf að lyfta fyrr en seinna. Gildir þá einu þótt sýnt veröi fram á aö meö launahvetjandi kerfum af ýmsu tagi séu rauntekjur talsvert hærri. Verkafólk þarf að gæta þess aö láta ekki færiband bónus- greiöslna og þaö álag og streitu sem sliku fylgir veröa ráöandi i kaupviömiöun. Slik afkasta- hvetjandi launakerfi geta átt fullan rétt á sér aö vissu marki, og hagræöing og bætt vinnuskipu- lag eru góöra gjalda verö. En þegar dæmi eru um aö bónus- greiöslur skili meiru en tima- kaupiö, er ástæöa til aö staldra viö. Mestu máli skiptir aö starfs- menn á hverjum vinnustaö átti sig á hver afraksturinn sé *f eðli- legu verklagi miöaö viö lengri rima og álag, sem ekki lengur á heilsu og þrek. Fjölmargar hags bætur sl. 2 ár A sama tima og Alþýðubanda- lagiö hefur haft forystu um þaö á stjórnmálasviöinu að andæfa skeröingu kaupmáttar hinna almennu launa, hefur verkalýös- hreyfingin náð fram mörgum afar þýöingarmiklum réttinda- bótum i krafti pólitisks áhrifa- valds. Fjölmargar réttarbætur sem knúnar hafa veriö fram á siöustu áratugum kostuöu hörö stéttaátök og fengust sumpart eftir langvarandi verkföll. Þannig var þaö um atvinnuleysis- tryggingarnar á árinu 1955. A siöustu tveimur árum hafa veriö lögleidd mörg afar þýöingarmikil hagsmunamál fyrir vinnandi fólk I landinu, sumpart merkt svonefndum félagsmálapakka frá desember 1978. Gildi þessara félagslegu réttindamála veröur mönnum oft ekki ljóst fyrr en aö nokkrum tima liönum og þegar á reynir. Má þar minna á lög um réttindi verkafólks til uppsagnar- frests frá störfum, sem marga getur varöaö á þessu sumri, þegar frystihús og fleiri atvinnu- fyrirtæki gripa til uppsagna starfsmanna. Ekki skiptu minna máli réttindabætur með lögum um aukinn rétt til launa vegna sjúkdóms- og slysatilfella, nætur- vinnu aö lokinni dagvinnu á föstu- dögum og breytingu á orlofslög- um á siöasta ári. Meö þessu náöust fram margháttaöar réttindabætur, sem verkalýös- hreyfingin haföi um langt skeiö reynt aö knýja fram i kjarasamn- ingum, og einkenni flestra þessara laga eru, að þeir sem minnst réttindi höföu fyrir fá mesta úrbót. í sömu átt visa lögin um forfalla- og afleysinga- þjónustu I sveitum og margt fleira, sem hér veröur ekki rakiö. Að fumkvæöi núverandi rikis- stjórnar var siöan komiö I höfn afar mikiisveröum baráttumái- um með lögum um aöbúnaö, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stööum og hinni nýju húsnæöis- málalöggjöf, sem gjörbreyta mun aöstööu til félagslegra Ibúöa- bygginga i landinu. Fleira eru kjör en krónur / Þegar litið er til þeirra mörgu ávinninga, sem náöst hafa i réttindamálum alþýðu á aöeins tveggja ára tímabili og sem eru mikilsverð spor i jafnaöarátt varöandi lifsafkomu fólks og öryggi, þurfa málsvarar vinnu- stétta I landinu ekki aö vera sér- lega óánægöir fyrir hönd umbjóöenda sinna. Mér er til efs aö á jafn skömmum tima, aö frá- töldu árinu 1842, hafi tekist aö festa í.sessi jafn vlötæk hags- munamál fyrir fjölda manna. Upphrópanir sundraörar stjórn- arandstööu um stórfellda kjara- skeröingu og svikabrigsl falla dauö og ómerk I ljósi staöreynda. Þaö eru fleira kjör en krónur og hefur þeim þó fjölgaö I launaum- slögum nærfellt I takt viö verö- bólgu, ef frá er talin nokkur rýrn- un vegna versnandi viöskipta- kjara. Skilningur launafólks á þýöingu almennra réttarbóta endurspegl- ast i kröfum alþýðusamtakanna nú vegna kjarasamninga. A þetta bæöi viö um ASI og BSRB. Rikis- stjórnin hefur fyrir sitt leyti tekiö vel undir ýmis atriöi er varöa slikar hagsbætur, m.a. i viöræðum viö BSRB, þar sem rik- iö er beinn samningaaðili. Þegar viö myndun rikisstjórnarinnar i febrúar sl. var gert ráö fyrir þvi aö greiöa fyrir kjarasamningum meö ýmsum sllkum aögeröum, sem geta samrýmst markmiöum stjórnarinnar I baráttunni gegn verðbólgu og þeirri stefnu stjórnarinnar að jafna lifskjör og bæta kjör hinna lakast settu i þjóðfélaginu. Löggjöfin um húsnæöismál og starfsumhverfi og aöbúnaö á vinnustööum var liöur i slíkum ráöstöfunum, svo og hækkun tekjutryggingar aldr- aðra og öryrkja umfram veröbætur 1. júnl sl. Fjármagn hefurstaöið til boöa vegna félags- legra aögeröa, enda veröi almennum peningalaunahækkun- um stillt I hóf. Þess veröur að vænta, aö atvinnurekendur gangi I alvöru til samninga um hófsam- legar kröfur alþýöusamtakanna og saman dragi fyrr en seinna milli BSRB og rikisins, þar sem opinberir starfsmenn eiga kost á margvlslegum réttarbótum auk hækkunar á lægstu laun. Atvinnureksturog ítök starfsmanna Svo mikilsvert sem þaö er aö friöur haldist á vinnumarkaöi nú sem áöur, skiptir ekki minna máli aö treysta atvinnuöryggi I land- inu og auka verömætasköpun, er risi undir félagslegum úrbótum og Iifskjörum, er standi ekki aö baki þvi sem gerist á öörum Noröurlöndum. 1 efnahagsmálum okkar eru nú sem oft áöur veru- legar blikur á lofti og þörf á róttækum breytingum. Lækkun veröbólgu er þar gildur liöur, en slik aögerö kemur ein sér fyrir lltiö og getur raunar leitt til stöönunar og atvinnuleysis. Bætt skipulag og aukin framleiöni i at- vinnuvegunum og sókn inn á nú verkefnasviö, ekki sist i iönaöi, þarf aö fylgja þar meö. Um þau atriöi hef ég rætt nýlega á öörum vettvangi og veröur ekki viö þaö bætt aö þessu sinni. Alþýöusamtökin i landinu hljóta I auknum mæli aö gefa gaum aö þróun atvinnuvega og nýtingu og meöferö auölinda okk- ar, þvi aö þar er lykillinn aö þeirri velferö, sem viö viljum keppa aö. Leita þarf leiöa til aö efla ítök starfsmanna og félagslega ábyrgö I atvinnulifinu, I stjórnun þess og skipulagi á hverjum vinnustaö og I víöara samhengi. A þvi er vaxandi nauösyn eftir þvi sem tæknin veröur margbrotnari og kröfur aukast um sérhæfni i störfum. Þegar kjör eru á dag- skrá skiptir heildin máli og aöstæöur hvers einstaklings til þroska. Að þvi þarf aö hyggja á þessum mildu sumardögum. Af reynslu siðustu ára má marka þýöingu þess, aö launafólk eigi öflugan bakhjarl á löggjafar- samkomu landsins, en slikt getur þó ekki komið i staöinn fyrir ötult starf og samstööu i hinni faglegu baráttu. A þeim vettvangi þarf aö stilla betur saman en hingaö til milli heildarsamtaka og innan þeirra og jafnframt þyrftu sam- tök launafólks aö hafa bolmagn til aö færa út kviarnar, breikka sóknarsviö sitt meö viötæka sýn og aukin áhrif og ábyrgð á gang- verki þjóöfélagsins aö markmiöi. „Eftir hækkun veröbóta um 11.7% 1. júnl sl. eru byrjunarlaun samkvæmt kauptöxtum Iöju 275—290 þúsund kr. á mánuöi. Þaö eru slik laun og hliöstæö fyrir dagvinnu sem ekki veröur búiö viö I landinu og þeim þarf aö lyfta fyrr en seinna.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.