Þjóðviljinn - 20.07.1980, Síða 13
HELGIN 19.—20. júH. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Verk eftir Niels Holme.
Tape-action eftir Ulf Berg. Myndirnar á siðunni eru úr bókinni „Experi-
mental Envivronment 1980”.
Á Korpúlfsstöðum í águst
Sydsjælland aug. 1979 Danmark. Lisbeth
Hedager.
„Experimental Environment 1980”
Perspective eftir Niels Haf-
stein.
Pytagoras 1977. Paul Brand
Oslo Norge.
r
Ein viöamesta myndlistarsýning á Islandi
MAGIC SQUARg
Upphafsmenn að „Experimental Environment”,Rúri, Lisbeth Hedagcr og Henrik Pryds Beck á skrif- Magic square 1978, Jón Gunnar
stofu Nýlistasafnsins. Ljósm. —gel—. Arnason
„Hugmyndin að þessu kviknaöi
árið 1978 þegar ég og Jón Gunnar
Arnason vorum i Danmörku og
hittum þau Henrik Pryds Beck og
Lisbeth Hedager. Við ræddum um
stöðu nútlmamyndlistar á
Norðurlöndum og komumst að
raun um að viö vissum lltið hvert
um annað, og að nauðsynlegt var
að auka tengsl á milli nútima-
myndlistamanna á Norðurlönd-
unum”, sagði Rúri, en hún er
framkvæmdastjóri sýningar
undir nafninu „Experimental
Environment” sem opnuö verður
á Korpúlfsstöðum 1. ágúst n.k.
Þetta er fyrsta sýningin I röð sýn-
inga undir þessu heiti, sem veröa
á öllum Norðurlöndunum og er
þetta sú stærsta þeirra. Jafn-
framt er þetta ein viðamesta
myndlistarsýning sem haldin
hefur veriö hér á landi.
„I framhaldi af viðræðum
okkar i Kaupmannahöfn árið 1978
var ákveðið aö reyna aö koma á
fót ráðstefnu með þátttöku allra
landanna til undirbúnings sam-
sýningu á norrænni nútima
myndlist meö yfirskriftinni
„Experimental Environment”.
Fékkst styrkur frá Norræna
menningarsjóönum til ráöstefn-
unnar sem haldin var i nóvember
1979”, sagði Rúrl.
Þrir Islendingar sóttu ráöstefn-
una, sem var mjög lifleg. Þar
voru lögð drög aö gerð bókar sem
nýlega er komin út og ber sama
nafn og sýningarnar. Þá var
ákveðið að halda sýningu nú i
sumar og komu einkum tveir
staðir til greina Sveaborg viö
Helsinki i Finnlandi og Korpúlfs-
staöir. Sagði Rúri að Korpúlfs-
staöir hefðu að lokum oröið fyrir
valinu, fyrir fyrstu og stærstu
sýninguna, en næsta sýning
veröur I Sveaborg. Þá hafa Sonja
Heine safnið i Noregi, Álborg
safnið, Luisiana safnið I Dan-
mörku og Moderna safnið I Stokk-
hólmi sýnt áhuga á aö fá sýningu
til sin.
„Þá kom fram sú hugmynd aö
koma upp menningarmiöstöð á
Korpúlfsstöðum bæði vegna
þeirra möguleika sem staðurinn
býður upp á og einnig vegna þess
góða orðstlrs sem Islenskir nú-
timamyndlistarmenn hafa getiö
sér I Evrópu”, sagði Rúri enn-
fremur.
Undirbúningur fyrir sýninguna
nú i ágúst er i höndum Nýlista-
safnsins og stendur yfir af fullum
krafti. Mikiö af verkunum verða
utanhúss og að hluta til unnin á
staðnum. Hingað koma fjölda-
margir norrænir listamenn vegna
sýningarinnar og einnig koma
hingað myndlistargagnrýnendur,
Tillaga að völundarhúsi i Vest-
mannaeyjum eftir Magnús
Pálsson.
fréttamenn og fleiri. Norræni
menningarsjóðurinn hefur styrkt
þessa sýningu og von er á fleiri
fjárstyrkjum. Þá verða teknar
kvikmyndir og videomyndir af
sýningunni sem sýndar verða á
næstu sýningum I þessari sýninga.
áætlun. Eins og fyrr segir verður
þetta mjög viðamikil sýning með
þátttökuallra Norðurlandanna og
langstærsta myndlistarsýning
sem haldin hefur verið að
Korpúlfsstööum. — þs