Þjóðviljinn - 20.07.1980, Page 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN HELGIN 19.—20. júll.
mtííÍÍÍÍÍ
IDAGMA.
: ;
Rússneski drengurinn
Ólafur Friöriksson, verkalýösleiö-
togi, flutti áriö 1921 rússneskan
dreng meö sér til lands. Hann var
talinn hafa hættulegan augnsjúk-
dóm svo yfirvöldin vildu vlsa hon-
um úr landi. Ólafur neitaöi og þaö
kom til blóöugra átaka... Þaö mál
er rifjaö upp.
...............
f Helgarvíðtal viö
ivar orgiand
Ivar Orgland heitir maöur I Noregi.
Hann er mörgum islendingum aö
góöu kunnur enda hefur hann
komiö oft hingaö til lands og þýtt
fjölda islenskra bókmenntaverka á
norsku. Fréttaritari Visis I Noregi
ræöir viö Orgland I Helgarviötali.
Sérstæð sakamál eru á sinum staö
og er þar sagt frá hinni 91 árs
gömlu Lorine de Moss Harman
sem myrt var á hræðilegan hátt.
Lögreglan fann moröingjann fyrir
tilviljun en þá kom I ljós aö hann
sagöist hafa veriö á valdi anda.
Auk þess: Ýtarlegt viötal viö
Pálma Jónsson um fóöurbætisskatt
og fleira, Helgarpopp úr ýmsum
áttum, A förnum vegi Gisla Jóns-
sonar, fast efni eins og venjulega
og loks er sagt frá dularfullum
bréfum
fiölbreyttu
efnl
mmm-
„Karlinnákassanum.. A Speaker’s Corner I Hyde Park I
London getur hver sem er stigið
upp á kassa og flutt ræöu um hvaö
sem vera skal. Ahorfendur taka virkan þátt I umræöunum og staöurinn hefur veriö nefndur einn
helsti öryggisventill bresks þjóö- I
lifs. Frá honum er sagt I máli og i}
STARF OG KJOR
Byrjunarlaun
kr. 339.092
Hámarkslaun
kr. 465.573
Einar Jón Olafsson
útvarpsvirki
,3öfum varla efni á að
vera í þessari vinnu”
„Fyrsta rafeindatækið sem
kemur hingaö til lands er út-
varpslampinn. Siöan veröur litil
þróun þangaö til fyrir 10—15 ár-
um aö hún veröur mjög hröö. Svo
hröö aö segja má aö viö fáum á
okkur 100 ára þróun á þessum
stutta tfma.”
Þetta segir Einar Jón ólafsson
litvarpsvirki. en hann vinnur á
radioverkstæðinu Hljómur. Hann
lauk námi sinu fyrir fjórum árum
og starfar enn við sina iön. Enn
segi ég vegna þess aö Einar Jón
segir mér aö launin séu svo slæm
aö fáir geti leyft sér, ef svo má
segja, aö halda áfram aö starfa
viö þá atvinnu, sem þeir hafa
menntast til og hafa áhuga á,eftir
aö heimili er stofnaö. ,,Og hvaö
gera menn þá”? spyr ég:
Fá sér konu
,,JU, ætli menn fái sér ekki konu
til aö létta undir meö sér”, segir
Einar Jón, „eöa maka ætti ég
kannski frekar aö segja ”,
En áöur en viö förum nánar Ut i
launakjör Utvarpsvirkja skulum
viö fræöast meira um starfiö.
„Þaö er fólgiö i almennum
viögeröum á rafeindatækjum
heimilanna”, segir Einar Jón.
„Fyrst i staö voru þaö eingöngu
þessi tæki á heimilunum*útvarp
og siöar sjónvarp, en á siöari ár-
um er alls konar rafeindatækjum
sifellt aö fjölga á vinnustööum,
sérstaklega stórum stööum. Ann-
ars eru tölvurnar lika aö veröa
algengar á minni vinnustööum og
þeim munfjölga mjög á næstuár-
um.”
„Samfara þessari þróun er
komin upp krafan um breytta
menntun Utvarpsvirkja og þá lika
annaö heiti á starfinu. Rafeinda-
virkjun mun þaö kallast i
framtiöinni.”
Nýtt starfsheiti —
rafemdavirkjun
— Hvernig er háttaö menntun
útvarpsvirkja?
„Útvarpsvirkjun er fyrsta
iöngreinin i landinu sem afnam
gamla meistarakerfiö þannig aö
nU fer öll menntun okkar fram
innan veggja skólans.
Námiö er þvi opiö öllum sem
áhuga hafa. Þetta er afar eftirsótt
nám. Arlega sækja um þaö milli
80 og 100 manns en aöeins 24
komast aö hverju sinni. Margir
veröa þvi frá aö hverfa eöa
fresta náminu.”
„Sumir sem sækja um skólann
hafa stUdentspróf og er þeim gef-
inn kostur á aö hraöa náminu
fyrsta áriö. Algengt er aö
stUdentarnir fari I framhaldsnám
eftir skólann hér og fara þá
gjaman I Tækniskólann. ÞU hefur
kannski gaman af aö heyra aö
stUlkur vtlja sér lika þetta starf.
Ein Utskrifaöist I fyrra og nU eru 2
eöa 3 i námi.”
„Námiö tekur fjögur ár og
námstiminn mun ekki lengjast
eftir þær breytingar sem ég
nefndi áöan aö nauösynlegar
væru. Breytingarnar eru fólgnar I
þvi aö eftir fyrstu tvö árin,þar
sem allir læra þaö sama, velja
menn sér sérsviö sem þeir siöan
fullnuma sig á. Eins og nU er fær
Utvarpsvirki nasasjón af öllum
þáttum starfsgreinarinnar en fær
siöan ekki tækifæri til aö þjálfast
virkilega vel á neinu.sérsviöi.”
— Hafa þessarbreytingar lengi
verið i bigerö?
„Segja má aö þessar hug-
myndir hafi veriö aö þróast i ein 8
ár. NU stendur einungis á reglu-
geröarbreytingu en ef allt fer aö
vonum kemst máliö heilt i höfn I
haust.”
— Eiga útvarpsvirkjar kost á
endurmenntun?
„Viö erum aö vinna upp
endurmenntunarkerfi fyrir Ut-
varpsvirkja en þaö er dýrt fyrir
svo fámenna þjóö sem viö erum
aö koma á endurmenntun I
þessari starfsgrein. Rikisvaldiö
hefur bæöi veriö sanngjarnt og
ósanngjarnt viö okkur I þvi máli
en þó vil ég nefna sérstaklega
einn mann aö öörum ólöstuöum
og þaö er Gunnar Guttormsson
starfsmaöur f Iönaaöarráöu-
neytinu. Hann hefur ævinlega
sýnt okkur mikinn skilning og
hjálpaö okkur á ótal vegu. Þar
fyrir utan höfum viö leitaö til
ýmissa manna fjölmargra ann-
arra sem lagt hafa okkur liö.”
— Þetta hlýtur aö vera
skemmtilegt starf úr þvi aö svo
margir veröa frá aö hverfa
árlega; hvaö gerir starfið svona
skemmtilegt?
„Þaö er ákaflega gaman aö
fylgjast meö og taka þátt I þeirri
tæknibyltingu sem er aö hefjast
og á ég þá aö sjálfsögöu viö
örtölvubyltinguna. Þetta veröur
aldrei vélrænt starf eöa dautt en
ókostirnir ef ég á aö nefna þá lika
eru timapressan sem viö vinnum
sifellt undir. Viö veröum aö meta
hvert verk á staönum og áætla
timann og sá timi veröur aö nægja
Viö getum ekki unniö aö
viögeröum I eftirvinnu, þaö
myndi enginn viöskiptavinur
sætta sig viö,hvaö þá verölags-
eftirlitiö.”
„Þrátt fyrir kosti starfsins þá
er rýrnunin I stéttinni ákaflega
mikil, sennilega skila sér ekki til
starfa um lengri tima nema
40—50% þeirra sem ljúka prófum.
NU eru I Sveinafél. útvarpsvirkja
um 60 manns. Astæöan fyrir
þessu eru slæm laun. Og eftir aö
menn hafa veriö i annarri betur
borgaöri vinnu er erfitt aö snúa
viö jafnvel þó aö fjárhagurinn
þyldi þaö.”
ÍJtvarpstækið
heimilisvinur
— Og atvinnan er næg?
„Já, hún er næg. Viö tilkomu
ódýrra tækja má viröast sem at-
vinnan dragist saman en starfs-
tækifærunum fjölgar jafnhliöa.
Fólk er lika fariö aö leggja meiri
áherslu en áöur á aö gera yiö
gömul tæki. Sérstaklega er þáö
eldra fólkiö sem vill hafa gömlu
tækin sin áfram. Þetta eru orönir
nokkurs konar heimilisvinir.búnir
aö standa á náttboröinu i 20—30
ár. Þaö er ööruvlsi meö útvarps-
tæki en húsgögn. Útvarpstækiö
talar til þin en stólarnir ekki.”
„Annars er þaö stundum skritiö
hvaöfólk hugsar einkennilega um
peninga. Oft er ég beöinn aö gera
viö sáraódýrt tæki, kannski
kostar þaö ekki nema 10 þús. kr.
en þaö er alveg sama. Reikn-
ingurinn veröur samt aldrei lægri
en 8 þús. og þegar hann kemur
hrópa menn uppyfir sig. Lika þó
aö ég hafi veriö búinn aö gefa upp
veröiö fyrirfram.”
Semjum tæpast i
frjálsum samningum
— Eigum við þá ekki aö snúa
okkur aö siálfum laununum?
„Byrjunarlaun eru 339.092 og
hæst er hægt að komast i 465.573.
Aöeins flokksstjórar og verk-
stjórar geta komist hærra. Þetta
eru rauntekjur útvarpsvirkja
vegna þessa aö viö megum ekki
vinna eftirvinnu nema þeir sem
vinna hjá stórum fyrirtækum og I
Straumsvik. Laun þeirra I
Straumsvlk eru allt aö 200 þús.
hærri á mánuði. 1 raun og veru er
ekki hægt aö segja aö útvarps-
virkjar semji i frjálsum samning-
um eins og aðrar stéttir. Okkar
starf er háö verðlagseftirliti og
verölagseftirlitiö ákveöur verö á
útseldri vinnu okkar. Sú er aöal-
ástæðan fyrir okkar lágu launum
og aö viö getum ekki bjargaö okk-
ur á eftirvinnunni eins og margir
aörir.”
„Viö höfum hugleitt aö fara út I
einhvers konar bónus- eöa
ákvæöisvinnukerfi en finnst þaö
ekki aðlaöandi. Timapressan og
stressiö er nóg fyrir en samt sem
áöur er þetta helsta úrræöiö sem
viö sjáum svo aö ekki veröi enn
meiri flótti úr stéttinni en þegar
er oröinn.
Kannski er bónusinn
eina leiðin
— Er þaö þá svo meö þessa
starfsgrein eins og svo margar
aörar aö ekkert nema óskaplegur
vinnuhraði gefur 1 aöra hönd
sæmilegt kaup?
„Ef ekkert breytist sé ég ekki
fram á annað, en ég endurtek aö
mér finnst þaö afar óæskilegt. 1
svona mikilli timapressu er llka
ávallt hætta á aö vinnuvöndun
minnki I þessu starfi sem
öörum.”
— Hvaö veröur um Simvirkja-
skólann þegar nám útvarpsvirkja
breytist?
„Það flyst allt til okkar. Hingaö
til hefur Póstur og simi þjálfaö
sitt fólk algerlega upp á eigin
spýtur og þaö hefur haft I för meö
sér stéttarig. Allt þaö leiöindamál
leysist þegar kennsla I rafeinda-
virkjun hefst og ég veit aö allir
aöilar eru ánægöir meö þaö fyrir-
komulag.”
— Hefuröu áhyggjur af
örtölvuþróuninni?
„Ég hef trú á þvl aö tölvan —
meðan hún er notuö af hæfilegri
skynsemi eins og I dag — muni
ekki valda skaöa heldur muni hún
veröa til mikils gagns bæö hvaö
varðar skipulagningu og eins I
upplýsingaleit. Hitt er svo annaö
mál aö tölvur má misnota eins og
aöra góöa hiuti og ókostirnir sem
ég sé f fljótu bragöi eru þeir aö
mannfækkun getur oröiö of hröö á
ýmsum vinnustööum. En þá er
þaö hlutveok viökomandi verka-
lýösfélaga aö hafa þar hönd I
bagga og láta tæknina ekki taka
af sér völdin.’’
— hs