Þjóðviljinn - 22.07.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.07.1980, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 22. júlf 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Ólafur Glslason: „Betri frágangur leiöir bara til minni varkárni”. Sighvatur Jónsson: „Hættuleg gatnamót og mikiö um svfn- ingar”. Elfn Thorarensen: „Mikil bót af nýja veginum yfir I Kópavog”. Einar Hafsteinsson: „Hrikaieg umferö og mikill hraöi”. Myndir Ella. Gatnamót Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar: Fráganguriim býður hættunni heim Merkingar eru allac_Lil bráöabirgöa en enginn veit hversu lengi svo veröur.Mynd Ella. Frágangur er til bráðabirgða Umferðarálag hefur stóraukist á nýjum gatnamótum Breið- holtsbrautar, Reykja- nesbrautar og Nýbýla- vegs yfir i Kópavog eftir að Smiðjuvegi var lokað nýlega vegna gatna- framkvæmda. Gatna. mót þessi eru hins vegar ekki full frá gengin þvi umferðar- eyjur eru gerðar úr staurum og merkingar allar til bráðabirgða. Eiga vegfarendur þvi oft á tiðum erfitt með að átta sig á hvernig komast megi leiðar sinnar á þessum slóðum. Aksturshraði og um- ferðarþungi er mikill einmitt á þessum leiðum og þvi geta auðveldlega myndast umferðar- hnútar og slysahættur á gatnamótunum. Fréttam. og ljósmyndari brugöu sér á staöinn sl. föstudag, á miöjum degi og dauöum um- feröartfma, til aö kanna aöstæöur og forvitnast um skoöanir veg- farenda á þessum umræddu gatnamótum. Greiö umferö var aö sjá Ur Breiöholti niöur Reykja- nesbraut, og af Reykjanesbraut yfir f Kópavog og upp Breiöholts- braut. Hins vegar gekk umferö úr Breiöholti yfir i Kópavog og Ur Kópavogi yfir á Reykjanesbraut mun erfiöar fyrir sig. Biöraöir mynduöust oft viö biöskyldu- merki á þessum stööum og eru þar augljósar slysagildrur, sér- staklega á mestu álagstimunum. Fyrsti vegfarandi sem viö tókum talivar Sighvatur Jónsson. Taldi hann gatnamótin mjög hættuleg, þar væri oft mjög mikil ös og sjálfur heföi hann lent I þviaö svfnaö veröi illilega á hann þar. Einar Hafsteinsson sagöi aö hann æki mikiö um þessi gatnamót yfir til Kópavogs. Fannst honum umferöin þar hrikaleg og allt of mikill hraöi á bilum. ólafi Gisla- syni var alveg sama hvernig gengiö væri frá þessum gatna- mótum. Taldi hann þau ekki hættulegri en hver önnur gatna- mót. Þaö væri jafnvel betra aö hafa þau illa frá gengin þvi þá reyndu ökumenn frekar aö gæta aö sér. Elln Thorarensen sagöist búa I Breiöholti en vinna I Kópa- vogi og þvi heföi opnun vegar þarna yfir í Kópavog veriö mikill léttir fyrir hana. Þá minnkaöi þessi nýi vegur álagiö á gatna mdtum Reykjanesbrautar og SmiÖjuvegs og jafnaöi umferöar- þungann yfir I Kópavog. Frá- gangur gatnamótanna þótti henni mjög slæmur og taldi aö mikil slysahætta stafaöi af þeim eins og nU væri aö þeim búiö. -áþj. Sverrir Guömundsson hjá Umferöardeild lögreglunnar sagöist ekki geta séö aö þaö væri meiri slysahætta á þessum til- teknu gatnamótum en annars staöar. Aö vlsu væri hér einungis um bráöabirgöalausn aö ræöa en hún væri þó Utfærö mun betur en oft áöur viö svipaöar aöstæöur. Sagöi hann óvitaö ennþá hvernig yrbiendanlega gengiö frá þessum gatnamótum. Samningar þyrftu aö nást milli borgarinnar sem væri eigandi Breibholtsbrautar og Vegageröar rikisins sem væri eigandi Reykjanesbrautar áöur en framkvæmdir gætu hafist. Guttormur Þormar hjá gatna- málastjóra sagbi aö komiö heföu fram hugmyndir um aö setja hringtorg á þessi gatnamót. Heföi borgarverkfræöingi veriö faliö aö ræöa fjárhagslegu hliöina á þeim framkvæmdum viö Vegagerö rikisins en litib væri komiö Ut Ur þeim viöræöum ennþá. Guttorm- ur sagöi ennfremur aö áætlaö væri aö þessar framkvæmdir myndu kosta um 30 milljónir. -áþj Slysahelgi í Árnessýslu Slysasamt var fyrir austan fjall um helgina. í sex tilfellum ultu bilar eða óku út af og urðu skemmdir á bilunum i öll skiptin. ökumaður eins bilsins hlaut allalvarleg höfuðmeiðsl og var fluttur á gjör- gæsludeild Borgar- spitalans. Fjórir minniháttar bifreiöa- árekstrar uröu, en i þeim tilfell- um uröu ekki slys á mönnum. 17 menn voru teknir, grunaöir um ölvun viö akstur, en af þeim voru aö visu tveir I sama bilnum. Aö sögn lögreglunnar á Selfossi var þessa dagana óvenju mikiö um slys miöaö viö venjulega helgi, þegar engin stórmót standa yfir. Aö visu var hestamannamót á Murneyrum á Skeiöum, en slysin uröu ekkertfrekar I sambandi viö þaö. dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.