Þjóðviljinn - 22.07.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.07.1980, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. júll 1980 Laus staða Viö Menntaskólann á Egilsstööum er laus staöa kennara I stæröfræöi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 15. ágúst n.k..— Um- sóknareyöublöö fást i ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytiö 18. júll 1980. Hjúkrunarfræðlngar - Sjúkraliðar Kristneshælið óskar að ráða hjúkrunar- deildarstjóra frá 1. september n.k.. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Húsnæði og barnagæsla á staðnum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 96-22300. Kristneshælið Selfoss Verkfræðingar - T æknif ræðingar Selfossbær óskar að ráða nú þegar verk- fræðing eða tæknifræðing til að veita for- stöðu starfi forstöðumanns tæknideildar. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 1. ágúst n.k..Nánari upplýsingar veitir undirritað- ur Bæjarstjórinn á Selfossi Erlendur Hálfdánarson Hitaveita Suðurnesja óskar að ráða vaktmann að Varmaorku- verinu við Svartsengi. Umsóknir sendist skrifstofu Hitaveitunn- ar Brekkustig 36 Njarðvik fyrir 1. ágúst 1980. Hitaveita Suðurnesja. W SELFOSS íbúð til sölu Framkvæmdarnefnd leigu- og söluibúða Selfossi auglýsir hér með til sölu 100 fm ibúð að Háengi 8 Selfossi. Ibúðin er byggð samkvæmt lögum um leigu- og sölúibúðir sveitarfélaga og selst með þeim skilmálum sem lögin kveða á um. Umsóknir um kaup á ibúðinni skulu vera skriflegar og fylgi þeim eftirfarandi upp- lýsingar: 1. Atvinna umsækjanda 2. Húsnæðisstaða þeirra 3. Fjölskyldustærð 4. Tekjur og eignir sl. 3 ár. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k. Upplýsingar veitir bæjarritari i sima 1187. Framkvæmdarnefnd Pollý Guömundsdóttir var búin aö drlfa varning út á gangstétt I góða veörinu til aö laða aö viöskipta- vini. (Ljósm.: gel). Attu nokkuð gardínur? Litió við í litla Flóamarkaðinum við Laufásveg Er fólkið I húsinu á horni Lauf- ásvegar og Bókhlööustigs aö viöra? Hvillk kynstur af fötum sem búiö er aö drifa út á gang- stétt I góöa veörinu. Viö færum okkur nær og komumst aö raun um aö i kjallaranum er litil búöarhola og I glugganum stendur skýrum stöfum: FLÓAMARKAÐUR Sambands Dýraverndunarfélaga tslands. Styrkiö gott málefni! Agóöinn rennur tii dýraverndar! Já, þaö er einmitt þaö. Reykja- vlk lumar á ýmsu ef aö er gáö og þessi búö er vist búin aö vera þarna lengi svo aö lítiö ber á. Inni fyrir er gömlum kápum, kjólum, höttum og mörgu ööru hrúgaö upp svo aö varla er hægt aö þver- fóta. Pollý Guömundsdóttir er viö afgreiöslu og segir aö dýra- verndunarfólk skiptist á i sjálf- boöavinnu aö afgreiöa. Nú kemur ung stúlka inn og segir: Attu nokkuö gardinur? Og Pollý svarar: Eittvaö er nú litiö til af þeim eins og er. Vantar þig kannski stóris? Unga stúlkan: Já, mig vatar stóran flnan stór- is. Pollý: Ég veit af konu úti bæ sem vill selja stóris. Og þar meö eru samningar komnir I gang og hver veit nema allt smelli saman. Viö spyrjum ungu stúlkuna, sem heitir Jóhanna Einarsdóttir, hvort stórisar séu aftur komnir I tisku en hún svarar þvl til aö eitt- hvaö veröi aö gera þegar stórir gluggar séu á Ibúö en litlir peningar til aö kaupa fyrir. Pollý segir aö talsvert sé af ungu fólki sem komi i búöina, t.d. áberandi á veturna úr gamla Menntaskólanum I Reykjavlk, sem er þarna viö hliöina. Eitt af þvl sem einkennir flestar stórborgir eru hvers kyns útimarkaðir og fyrir utan úti- markaöinn á Lækjartorgi eru islenskir kaupmenn i auknum mæli farnir aö fara út á gang- stéttir meö varning sinn og er hér eitt gott dæmi. Reykjavik hefur smátt og smátt veriö aö fá á sig meiri blæ stórborgar undanfarin misseri og sérstaklega er þetta áberandi á góöum sumardögum þegar miö- borgin er iöandi af lifi. Megi Flóa- markaöurinn i litla kjallaranum viö Laufásveg lengi lifa. —GFr ,,Attu nokkuö gardlnur?” spuröi Jóhanna Einars- dóttir sem á stóra glugga en litla peninga. Hér kennir margra grasa: Hattar, húfur, ljósa- krónur, glös og blómapottar. (Ljósm.: gel).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.