Þjóðviljinn - 22.07.1980, Page 7
Þegar kvennahreyfingin
reis upp eftir áratuga
þyrnirósarsvefn fyrir um
það bil 10 árum var eitt
helsta verkefni hennar að
benda á allt það sem mótar
karla, en þó einkum konur,
og aðlagar kynin að hlut-
verkum sínum. Bent var á
mismunandi uppeldi byggt
á aldagömlum hefðum og
verkaskiptingu. Kennslu-
bækur voru rannsakaðar
með tilliti til þeirrar mynd-
ar sem þar birtist af hlut-
verkum kynjanna, jafn-
réttis var krafist í skólum
og bent var á stöðu kvenna
á vinnumarkaðnum þar
sem þær fylla hóp hinna
lægst launuðu o.s.frv. Einu
og öðru var kippt í liðinn
(eða það héldum við þá),
en brátt hjöðnuðu umræður
um innrætingu kynjanna,
pólitíkin og verkalýðsbar-
áttan fékk yfirhöndina og
baráttumál eins og frjáls-
ar fóstureyðingar komust
á oddinn.
Nú hefur þaö gerst aö umræöan
um innrætingu er aftur komin upp
en nú i ööru samhengi. I fyrsta
lagi hefur þaö gerst aö allmargir
karlar eru orönir meövitaöir um
stööu sina sem karlmenn, vilja
berjast fyrir breytingum á upp-
eldi karla, vilja fá aö vera tilfinn-
ingaverur og losna undan þeim
ómanneskjulegu kröfum (cool
boys) sem til þeirra eru geröar. 1
ööru lagi ber aö nefna aö mörgum
konum hefur oröiö æ ljósara aö
kvennahreyfingin er kominn inn I
blindgötu. Þaö er hægt aö halda
áfram aö hjakka I sama farinu,
fara í göngur og krefjast umbóta
og breytinga, en þegar til lengdar
lætur er þaö ekki til neins, þaö er
viö rótgróiö kerfi aö etja og þvl
veröur ekki breytt á stuttum tima
meö hrópum og köllum, þaö þarf
aö byrja frá grunni, steypa öllu
hierarkiinu og byggja upp á ný.
Kvennahreyfingin er lent I sömu
kreppunni og vinstri hreyfingin I
heild. Boöskapur þessara hreyf-
inga nær ekkert út fyrir lltinn hóp
menntamanna, þaö þarf nýjar
baráttuaöferöir og kannski fyrst
og fremst aö sinna þeim málum
sem brenna á fólki, ekki aö
hampa fræöunum og vitna enda-
laust I Marx og Lenin (þó aö þeir
muni auövitaö blifa).
Vald tískunnar og vilji for-
eldra
Hér I Danmörku er kominn upp
hópur kvenna (danskra) sem enn
á ný hefur tekiö upp umræöuna
um uppeldi og innrætingu. Þessar
konur teljast til frumherja
kvennahreyfingarinnar og eru
nú komnar á miöjan aldur. Allt I
einu standa þær frammi fyrir þvi
vandamáli aö börn þeirra sem
þær telja sig hafa aliö upp I jafn-
réttisanda falla eins og flls viö
rass tlskubylgjunnar. Nú er þaö
hlutverk foreldranna sem þær
hafa tekiö til umfjöllunnar, þvi
þrátt fyrir góöan vilja koma hin
gömlu hlutverk alltaf upp aftur,
foreldrarnir ráöa ekki viö þau öfl
I samfélaginu, auglýsingar,
massamenningu, tiskuæöi og
annaö þaö sem gengur yfir
Ellsabet
Bjarnadóttir
Katrln Eirlkur
Didriksen Guöjónsson
Þriöjudagur 22. júll 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Hildur
Jónsdóttir
Umsjón
af hálfu
Þjóðviljans:
Kristin
Astgeirs-
dóttir
Kristin J
Astgeirsdóttir <
Konur á réttri hillu
Um innrœtingu og hlutverk kynjanna
Frá blautu barnsbeini er kon-
um innrætt að hið eina rétta sé
að sinna börnum og búa eigin-
manni sinum gott heimili.
Sumar þurfa að biða lengi....
Þyrnirós þurfti að biða i
hundrað ár....
Neysluþjóðfélagið býður upp á
ýmis hjálparmeðul! Anna
varð sér til dæmis
úti um nýtt
tannkrem....
....og þar með var hennar bið á
enda!
Grein þessi birtist I Stúdentablaöinu sem út kom I byrjun mai sl.
þar sem fjallað var um innrætingu. Jafnréttissiöan telur hana
eiga erindi til allra jafnréttissinna og birtist hún þvi hér með
leyfi höfunda.
kreppuhrjáöan auövaldsheiminn
um þessar mundir. Stelpurnar
elta tiskuna blint, klæöa sig I
skræpóttan fatnaö, mála sig óg-
urlega, hökta um á hælaháum
skóm sem eru stórhættulegir baki
og fótum og þetta allt gerist eftir
tlu ára baráttu og umræöur um
kúgun kvenna, misnotkun á lik-
ama konunnar, þörfina á sjálf-
stæöi og vitundarvakningu.
Þar viö bætist aö konur hafa
veriö aö gera sér ljóst aö kvenna-
hreyfingin hefur bara skapaö
nýja týpu af konum, sem virkar
köld og hörö, gengur I ákveöinni
tegund klæöa og neitar sér um
ýmis lifsins gæöi. „Viö vildum fá
allt á einu bretti”,segir ein þeirra,
,,en þaö kostaöi aö viö neituöum
okkur um aö vera konur”. Þarna
var ný innræting á feröinni sem
ekki leysti nein vandamál og
virkar fráhrindandi á ungar
stelpur.
Hvert er hlutverk þitt?
En til aö finna einhverja lausn á
vandamálinu veröur aö byrja á
þvi aö skoöa þaö niöur I kjölinn. 1
fyrsta lagijhvaö er þaö sem mótar
kynin, hvenær mótast þau og
hvernig? Um þessar mundir
beinast sjónir aö æskunni, sam-
bandi móöur og dóttur, sonar og
fööur. Enn á ný er Freud karlinn
kominn I sviösljósiö ásamt fylgi-
sveinum. Hvernig læra börn af
foreldrum slnum, hvaö er taliö
hvoru kyni „eölilegt” og hvernig
leiöir atferli foreldra af sér mis-
rétti kynjanna? Þaö er ljóst aö
innræting sú sem börn mæta á
unga aldri er meira og minna
ómeövituö og þannig viöhelst
kerfiö þrátt fyrir umræöur og
góöan vilja.
En þar meö er ekki öll sagan
sögö. 011 erum viö mótuö af þvl
þjóöfélagi sem viö búum I og öll
komumst viö I tæri viö stofnanir
sem hafa því hlutverki aö gegna
aö halda innrætingunni áfram
fram á fulloröinsár, allt frá
barnaheimilum til mennta- og há-
skóla. Þegar út fyrir stofnanirnar
kemur taka fjölmiölarnir viö til
aö halda hverjum og einum á sln-
um staö og tryggja aö hann fari
nú ekkert aö hrófla viö kerfinu,
hugsa, gagnrýna eöa krefjast
breytinga.
En þá vaknar sú spurning; aö
verju beinist innrætingin, aö
hverju er stefnt? Svariö veröur:
stefnt er aö því aö viöhalda auö-
valdsþjóöfélaginu. Hver stétt hef-
ur slnar venjur (innrættar) allt
eftir þvl hvert hlutverk hennar er.
Innræting sú sem beinist aö börn-
um úr verkalýösstétt er til þess
ætluö aö gera þau ánægö meö
hlutskipti sitt, gera þau aö góöu
vinnuafli og neytendum. Til aö
koma I veg fyrir alla óánægju er
framleitt ógrynni blaöa og kvik-
mynda um draumaheiminn sem
stefnt skal aö en aldrei næst, heim
sem er langt frá veruleika þessa
fólks, eitthvaö sem fær þaö til aö
gleyma timanum og sofna sælt út
frá kassanum á kvöldin. Efri lög
samfélagsins fá I sinn skerf þaö
hlutverk aö stjórna öllu klabbinu,
þróa þaö áfram til aö viöhalda
gróöanum, en um leiö aö njóta
þess sem borgaralegt samfélag
býöur upp á, menningar og vel-
sældar. Meiniö er aö þetta kerfi
gengur ekki alltaf upp, stoöirnar
fúna, sjúkdómar breiöast út, van-
llöan vex, vegna þess aö kerfiö
neitar aö taka tillit til mannlegra
þarfa og þanning felur þaö I sér
eigin tortimingu.
Mótsagnir kerfisins
1 þessu tittnefnda kerfi hafa
konur sérstakt hlutverk. Kapital-
isminn þarf á þeim aö halda til aö
framleiöa vinnuafl (vinna sem
innt er af hendi ókeypis), halda
karlkynsvinnuaflinu gangandi,
þjóna þvl þannig aö þaö geti af-
kastaö meiru og þurfi ekki aö
hafa áhyggjur af fæöi og klæöi.
Auk þess hafa þær á siöustu ára-
tugum fengiö þaö hlutverk aö
vera varavinnuafl sem kallaö er
út þegar kapitalisminn þarfnast
þess, á uppgangs- eöa strlöstlm-
um, annars mega þær vera
heima.
En einnig felur kerfiö I sér mót-
sögn. Hlutverkaskipting kynj-
anna sem enn viögengst er oröin
aldagömul og byggist á efnahags-
aöstæöum og verkaskiptingu sem
löngu er fyrir bl. Margt hefur
gerst sem hefur breytt stööu
kvenna (pillan og aörar getnaö-
arvarnir, möguleikar á menntun
o.fl.) þannig aö þaö hlutverk sem
þeim er ætlaö er komiö I hrópandi
ósamræmi viö óskir þeirra. Þá
ber einnig aö nefna aö neyslu-
samfélagiö er svo kröfuhart aö
einn einstaklingur getur ekki
unniö fyrir allri neyslu kjarna-
fjölskyldunnar. Þvi gerir kerfiö
þá kröfu aö konur vinni til aö
halda uppi neyslunni og fram-
leiöslunni, um leiö og þær eiga aö
sinna endurframleiöslu vinnu-
aflsins. Þessi mótsögn hefur ekki
veriö leyst, enda geröist þaö fyrir
10 árum aö konur um í.ilan heim
risu upp og kröföust réttar slns.
Á réttri hillu í lifinu
En snúum okkur aftur aö inn-
rætingunni. Enn gilda sömu lög-
málin. Konur eiga fyrst og fremst
aö standa sig á kynlffsmarkaön-
um, ganga út (ná sér I fullvinn-
andi og fengsæla eiginmenn, svo
vitnaö sé I lesendabréf), fæöa
börn og vinna frá morgni til
kvölds. Karlmönnum er ætlaö
hlutverk fyrirvinnunnar og
stjórnenda samfélagsins. t báb-
um tilfellum eru miklar andstæö-
ur á feröinni. Annars vegar eru
stúlkur aldar upp viö þaö frá
blautu barnsbeini aö þær séu eitt-
hvaö allt annaö en kynverur sem
eiga rétt á ást og fullnægju. Allt
sem snertir kynferöi kvenna er
tabú svo sem kynfæri (þaö er
varla til orð yfir þau), túr, móö-
urllfsbólgur og kynllf. A hinn
bóginn eiga þær svo aö sanna sig
sem boölegar kynverur á hjóna-
bandsmarkaönum og vei þeirri
sem ekki gerir þaö (þaö er til nóg
af niörandi oröum um þær).
Karlmennirnir eiga aö standa
sig út á viö.vera kaldir og klárir
en um leib er tilfinningalif þeirra
bariö niöur. Bæöi kynin koma út
úr uppeldisvélinni kalin á hjarta
enda eru mannleg vandamál ekki
sist I samskiptum kynjanna oröin
geigvænleg. Ótrúlegt en satt,
svona lita staöreyndirnar út þrátt
fyrir 10 ára baráttu. Umræöur og
breytingar á hlutverkum kynj-
anna hafa aöeins náö til litils hóps
og I flestum tilfellum ná breyting-
arnar ekki lengra en til uppvasks-
ins og matargeröarinnar.
Þessar staöreyndir sem hér
hafa veriö raktar eru til umræöu
nú og eftir því sem segir I könnun-
um fara stúlkur öllu verr út úr
kerfinu. Þær eru hreinlega lamd-
ar niöur, vegna þess aö þær eiga
aö vera passlvar, hlýönar og fall-
egar, meban strákarnir fá flestir
útrás fyrir athafnaþrá slna og
Imyndunarafl. Viö stöndum
frammi fyrir þvl vandamáli aö
viö erum sjálf svo mótub af göml-
um heföum og venjum, aö áöur en
viö vitum af kemur mynstriö
upp, viö gefum leikföng I sam-
ræmi viö kyn, föt I ákveönum lit-
um, skömmum stelpur fyrir aö
skíta sig út og stráka fyrir aö
gráta. Rætur meinsins liggja
djúpt I meövitund okkar sjúlfra,
viö höldum áfram aö þjóna kerf-
inu.
Höldum á brattann
Hvaö er þá til úrbóta? Jú, I
fyrsta lagi veröur fólk aö vera
meövitaö um vald innrætingar-
innar og gera sér ljóst hvaöan hún
kemur. Viö veröum aö snúa okkur
aö okkur sjálfum, skoöa eigin
hegöun og hugmyndir. Siöan aö
reyna á allan hátt aö vinna gegn
innrætingu samfélagsins sem
beinist aö þvl aö búa til passlva og
þæga einstaklinga sem þjóna
aubvaldinu möglulaust. Viö hljót-
um ab veröa aö reyna aö vinna
gegn kerfinu I gegnum börn okk-
ar. Ef okkur tekst ekki aö gera
næstu kynslóö jafnréttissinnaöri,
róttækari og baráttuglaöari, já þá
er allt okkar strit til einskis. Bar-
átta okkar vinstri manna er I
úlfakreppu nú um stundir, viö
finnum örugglega leiö út úr henni
en kannski felst tækifæri okkar
kynslóöar ekki slst I þvi aö nota
þá þekkingu og meövitund sem
viö ráöum yfir til aö hafa áhrif á
börnin okkar. Þaö kemur I þeirra
hlut (einhvern tima) aö taka viö
öllu róöariinu, viö megurn ekki
fórna þeim á altari okkar ávinn-
inga, þab veltur á oV.'“.ur aö þeim
takist aö stiga skref. v áfram I átt
til manneskjulegrö jafnréttis-
þjóöfélags.
Hildur Baldut „lóttir
Kristin Astgeirsdóttir
Svala Sigurleifsdóttir
Snöggsoðið I Kaupmannahöfn 1.
mai 1980.