Þjóðviljinn - 22.07.1980, Side 11
Þriðjudagur 22. júll 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
1»
Úrslit leikja I 10. umferð urðu sem hér segir:
FH—Valur 2:1
Breiðablik — IBV 2:0
Akranes — Fram 4:0
KR — Þróttur 0:0
Vikingur — IBK 2:1
Staðan að þessum leikjum
loknum er þá þessi:
Valur 10 6 1 3 23 : 12 13
Akranes 10 5 3 2 17; 10 13
Fram 10 5 2 3 11; 13 12
Vikingur 10 3 5 2 11; :10 11
Breiöablik 10 5 0 5 18: 14 10
ÍBV 10 4 2 4 17; : 17 10
KR 10 4 2 4 10: : 11 10
Keflavik 10 2 4 4 9; 14 8
Þróttur 10 3 2 5 7: : 10 7
FH 10 2 2 6 14: : 25 6
Markhæstu menn:
Matthias Hallgrlmsson 9
Sigurlás Þorleifsson 7
Siguröur Grétarsson 7
Diörik ólafsson grelp oft skemmtilega inn f leikinn i gærkvöldi. Hér sést hann bjarga af tánum á elnum leikmanna ÍBK.
Víkingur í 4. sætið
Eftir leiki Vikings og tBK á
Laugardalsvellinum i gærkvöldi
geta 7 af 10 iiöum 1. deildar gert
sér vonir um sigur. Svo jöfn og
skemmtileg er staöan aö meö
ólikindum má telja. Þaö er
greinilegt aö viö missi margra
snjöllustu knattspyrnumanna
okkar hafa topparnir dottiö út og
fyrir vikiö veröur baráttan jafn-
ari og skemmtilegri og bókstaf-
lega hver einasti leikur sem eftir
er mótsins er úrslitaleikur. Nær
ómögulegt er aö spá hvernig fer,
þvi flest forystuliöin hafa bæöi
sýnt góöa knattspyrnu — og
einnig hreint afleita. t upphafi
var útlit fyrir aö Valsmenn og
Framarar myndu berjast ein liöa
um tslandsmeistaratitilinn en nú
horfir ööruvisi viö. Bæöi liðin
hafa heldur betur misst flugiö svo
deildin hefur galopnast.
Leikur Vlkings og IBK I gær-
kvöldi var ósköp tiðindalitill i
fyrri hálfleik og fátt markvert
sem fyrir augu bar. Virtust leik-
menn aðallega hafa áhuga á aö
kýla fram og til baka.
I þeim siöari brá svo við að Vik-
ingar komu tvíefldir til leiks og
var hann allur sérstaklega vel
spilaður af Vlkingum sem hrein-
lega óðu I dauöafærum og hefðu
mörkin hæglega getað orðiö 6-7.
Helgi Helgason kom Vlkingum
yfir þegar u.þ.b. 10 mlnútur voru
af hálfleiknum. Var markið sér-
lega vel unnið af Vlkingum, bolt-
inn gekk manna á milli uns Helgi
rak endahnútinn með föstum
jarðarbolta út I hægra hornið.
Stuttu slðar bætti Heimir
Karlsson við marki fyrir Vlking.
Hann fékk skallabolta frá Helga
og skaut þrumuskoti af u.þ.b. 25
metra færi sem steinlá I markinu.
Stórglæsilegt.
Eftir markið héldu Vlkingar
áfram að pressa og tvisvar i röö
komst hinn eldfljóti Lárus Guö-
mundsson einn innfyrir en mis-
tókst herfilega. Voru tækifæri
Vlkinga öll opin og hrein mildi aö
ekki skildi mark sett.
Undir lokin sóttu Keflvikingar
nokkuð I sig veðriö og tókst Stein-
ari Jóhannssyni aö skora alveg
undir lokin og laga stöðuna i 2:1.
Fleiri urðu mörkin ekki.
Víkingar léku einn sinn besta
leik á keppnistimabilinu og sér-
lega gaman að sjá hvernig ungu
sóknarmennirnir eru farnir að
blómstra I liði þeirra. Má fullvlst
teljast að ekkert verði gefið eftir
af Vlkingum I komandi baráttu
um lslandsbikarinn. — hól
Fram stöðugt á afturleið?
Framarar hafa I slðustu
leikjum veriö að missa flugið
þannig að nú er að sjá sem
íslandsmeistaradraumur geti
tæpast oröið að veruleika. A
laugardaginn fóru þeir upp á
Skipaskaga og sneru þaðan
hnipnir aftur með ekkert stig I
pokahorninu, ekkert mark skoraö
og þriðja tapleikinn I röð I 1.
deildinni. Sllkt kann auðvitaö
ekki góöri lukku aö stýra og ef
heldur sem horfir sér það hver
maður að Framliö berst ekki á
toppi 1. deildarinnar — heldur
botni!
Skagamenn á hinn bóginn
komust I efsta sætiö við sigur þvl
Valsmenn töpuðu og má segja að
víöa sé kátt á hjalla þar sem
knattspymaerstunduðþvl eins og
kunnugt er þá er það hvers manns
yndi þegar Valsmenn tapa.
Sigurður Halldórsson skoraði
fyrsta mark leiksins undir lok
fyrri hálfleiks og kom ÍA I 1: 0. I
slöari hálOeik bættu þeir svo
þremur mörkum við. Kristján
Olgeirsson skoraöi tvivegis á
fallegan hátt. 1 fyrra skiptið eftir
aukaspyrnu. Hann tók spyrnuna
sjálfur og boltinn sigldi alla leiö-
ina I netið. Hann skoraði siðan
aftur þegar skot Kristins Björns-
sonar virtist á leið framhjá en
Kristján náði til knattarins og
skoraði, 3:0. Siðasta markið átti
svo Siguröur Halldórsson. Guö-
jón Þórðarson átti langt
innkast inní teig og Sigurður
var á réttum stað og spyrnti I
netið.
Eins og tölurnar sýna, var sigur
Skagamanna fyllilega verð-
skuldaöur. Þeir spila nú mjög vel
og asttu að eiga góða möguleika
þegar til kastanna kemur.
Sigurður Halldórsson var einna
bestur en flestir liösmenn áttu
góðan leik. Hjá Fram voru allir
svona álíka slakir.
—hól.
Olympíulelkamir í Moskvu settir á laugardaginn:
Helmsmetm þeg
ar tekin að falla
22. Olympíuleikar nú-
tímans voru settir í
Moskvu síðastliðinn laug-
ardag með hátíðarræðu
Bresjnefs forseta Sovét-
rikjanna. Það var mál
manna sem voru við
setningu leikanna, sem
tók u.þ.b. 4 klst., að öll at-
höfnin hefði farið fram
með miklum glæsibrag.
Greinilegt er, að þrátt
fyrir fjarveru 64 þjóða
hafa Sovétmenn ekkert
sparað til að gera þessa
leika sem best úr garði.
Setningin fór fram á Len-
in-leikvangnum í Moskvu
að viðstöddum rúmlega
100 þús. áhorfendum.
Athöfninni var sjónvarp-
að víða um heim, ekki að-
eins í Sovétríkjunum. Það
vakti athygli við setning-
una, að sovéskir sjón-
varpsmenn beindu
myndavélum sínum frá
inngöngu þeirra þjóða
sem ekki gengu undir eig-
in fána. Virtist lítið bera
á mótmælaaðgerðum
þegar setningarathöfnin
fór fram.
Allmargar rasður voru fluttar
við setninguna en hvaö mesta
athygli vakti ræða Killianins
lávaröar, sem bauð allar þátt-
tökuþjóðirnar velkomnar og
fagnaöi sjálfstæði þeirra, eins
og þaö var oröað I fréttaskeyt-
um. Þær þjóðir sem gengu undir
Olympíufánanum voru eftir-
taldar: Bretland, Ástralia, And-
orra, Holland, Belgia, Dan-
mörk, Sviss, San Marino,
Frakkland, ttalia, Puerto Rico,
Luxemburg og irland.
Keppni I frjálsum Iþróttum er
ekki hafin en tekiö var strax til
viö knattspyrnu, sund, skotfimi,
hnefaleika, handknattleik, fim-
leika, dýfingar, blak, körfu-
knattleik og ýmislegt annaö, s.s.
róður, sem fram fer I Tallin.
Eins og búist hafði veriö viö
fyrir leikana hafa Sovétmenn
þegar tekið örugga forystu I
stigakeppninni og i kepninni um
flesta verðlaunapeninga. Seint i
gær höfðu Sovétmenn unniö 6
gullverölaun en A-Þjóöverjar
komu næstir með 3 gullverö-
laun. Svlar eignuöust sinn
fyrsta gullkálf I gær þegar hinn
18 ára gamli Bengt Baron vann I
100 metra baksundi. Sigur Svi-
ans kom mjög á óvart því að
fyrir keppnina I Moskvu var
hann einungis nr. 9 á heimslist-
anum. Sovétmaður kom i 2 .
sæti á eftir honum og A-Þjóö-
verji varö I 3. sæti.
Stjarnan frá síðustu Olymplu-
leikum, Nadia Comenici frá
Rúmenlu, hefur þegar tekiö for-
ystuna I fimleikum. Eftir hinar
fjölmörgu æfingar sem
stúlkurnar þurfa að leysa af
hendi var Comenici meö 39,85
stig (af 40.), jöfn Natalju
Shaposhnikovu frá Sovétrikjun-
um. 15 ára gömul stúlka frá A-
Þýskalandi var I 3. sæti og Nelli
Kim I 4. sæti. 1 flokkakeppninni
höföu sovésku stúlkurnar þegar
tekið forystuna meö 197,75 stig.
Keppnin var hörö þvi aö A-
Þýskaland var I 2. sæti og Rúm-
enar I 3. sæti.
Eins og á leikunum i Montreal
eru Kúbumenn nú með frábært
liö i Iþróttamanna. 1 keppninni I
lyftingum sem hófst I gær vann
Daniel Nunez I 56 kg. flokki og
setti um leiö nýtt heimsmet þeg-
ar hann jafnhattaði 125 kg. og
hlaut fyrir vikið gullverðlaun.
Heimsmet var sett I kvenna-
flokki þegar A-Þýska stúlkan
Barbara Krause synti I gær 100
metra skriðsund á 54,79 sek.
Keppt hefur verið i geysilega
mörgum greinum og hér aöeins
striklað á stóru.
—hól.
★
Moskva 80