Þjóðviljinn - 25.07.1980, Síða 6

Þjóðviljinn - 25.07.1980, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. júli 1980 Frá kjördæmisráösþingi Alþýðu- Stefán Jónsson alþingismaöur flutti yfirlit um stjórnmáiaviöhorfiö á þinginu, Svavar Gestsson félagsmálaráöherra innleiddi umræöur um nýju húsnæöislögin, og Elias Daviösson kerfisfræöingur haföi framsögu um auöhringa og áhrif þeirra hérlendis. Ljósm. erl. Ný og róttæk stefna í landbúnaðarmálum Stj ór nar aðild nauósyn Stjórnmálaályktun kjördæmisráðsþingsins Stjórnaraöfld Al- þýðubandalagsins Kjördæmisþing Alþýðubanda- lagsins i Noröurlandskjördæmi eystra haldið að Laugum I Þingeyjarsýslu dagana 5. til 6. júli 1980, telur aðild flokksins að myndun rikisstjórnarinnar i vetur leið hafa verið nauðsyn. Telur þingið að flokkurinn eigi að halda áfram samstarfi þessu um rikisstjórn svo lendi sem sýnt má telja að ekki verði séð betur fyrir hagsmunum verkafólks með öör- um hætti eða breiðari leið finnist til framgangs hugsjónum Alþýðu- bandalgsins. Jafnframt leggur kjördæmisþingið áherslu á þá skobun að á þvl sé nú full þörf’ öðru fremur aö hinar ýmsu stofn- anir flokksins og raunar flokks- menn allir fylgist sem allra nánast með framgangi stjórnmálanna, reynist flokks- forystunni vökult ráðuneyti og styðji ríkisstjórnina gagnrýnum stuðningi. Erlend íhlutun Kjördæmisþingið varar viö afskiptum forráðamanna Seöla-' bankans af stefnumörkun Islend- inga i áliðnaðinum og við áhrifum erlendra auöhringa I áliðnaðinum á islenskt stjórnkerfi. Kjördæmisþingiö bendir á aö frekari uppbygging áliðnaðar á Islandi,—• hvort sem er á vegum landsmanna eöa erlendra auöhringa, stefnir sjálfstæði landsins I hættu og gengur jafn- framt í berhögg við eðlilega þró- un alþjóðlegra efnahagsmála. — Það aö Islendingar byggi sjálf- ir álver og nauðsynlega virkj- un — á núverandi verðlagi yfir 200 miljarða króna fjárfesting — eykur erlendar skuldir Islendinga I þeim mæli, að erlendum bönkum gefst enn frekar tækifæri til aö hlutast til um efnahags- og kjaramál þjóðarinnar. — Það aö veita auöhringum I áliönaöinum aöstöbu til auk- inna umsvifa hér hefur sömu áhrif. Þaö sanna Itök ALUSUISSE I islensku stjórn- mála- og félagslifi. — Bygging álvera á tslandi gengur I berhögg við óhjákvæmilega þróun efna- hagsmála i heiminum, þvi hráefnsilönd stefna óðfluga að þvl að fullvinna sjálf ál úr auðlindum sinum. Þessi stefna þeirra er I samræmi við kröfur okkar um að fullvinna sjálf afuröir sjávarútvegs og landbúnaöar. Lýdréttindi launafólks Baráttan gegn auknu valdi auðhringanna er ekki aðeins nauðsynleg til varnar efnahags- legu sjálfstæöi og lýðræði á Islandi. íslenskt launafólk á I þessu efni sameiginlegra hags- muna að gæta með launafólki annarra landa. 1 mörgum löndum hafa auöhringir og alþjóölegar lánastofnanir áhrif á skeröingu lýðréttinda meö stuöningi sínum við þarlendar auöstéttir. Nýlegt dæmi um þessi áhrif eru morö á verkalýðsleiðtogum I verksmiðju Coca Cola hringsins I Guatemala og vlðar I Mið- og Suður-Ameriku. Annað dæmi eru nýleg afskipti Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins af kjara- og réttindamál- um verkafólks I Tyrklandi. Aukin alþjóðahyggja og efling alþjóðlegra verkalýössamtaka er knýjandi ef takast á að hnekkja völdum fjölþjóða auöhringa og stuöla aö fullum mannréttindum hvar sem er I heiminum. Um upplýsinga- skyldu og lýöræði Mikil leynd hvllir yfir sam- skiptum opinberra aöila við fjöl- þjóöa fyrirtæki hérlendis og við bandarlska herinn. Slik leynd torveldar sjálfstæða skoðana- myndun almennings um málefni er varöa fjöregg þjóöarinnar: Frelsi hennar. Við krefjumst þeirra borgara- legra lýðréttinda — sem þykja sjálfsögð á Vesturlöndum — aö aögangur almennings aö staðreyndum varðandi starfs- hætti, rekstur og skipan Islenskra og erlendra stórfyrirtækja á Islandi veröi tryggður. Jafnframt áteljum við það ofrlki ýmissa embættismanna aö meina þegn- um landsins aðgang að upplýs- ingum um rekstur fyrirtækja og stofnana, sem eru aö hluta eða að öllu leyti eign almennings. Atvinnumál Kjördæmisþingið Itrekar enn það álit flokksins að orsakir óða- verðbólgu á landi hér veröi ekki raktar til ofrausnar I kaupgreiöslum til hins almenna launþega. Þingiö vekur athygli á þvl að þjóðlegir bjargræöisvegir Islend- inga hafa risið undir meiri hag- vexti hér á landi siöasta áratug- inn en. dæmi eru til um I nokkru ööru vestrænu ríki. Tekist hefur að halda hér uppi fullri atvinnu þrátt fyrir vaxandi erfiöleika af völdum verðbólgu og á meðan at- vinnuleysi steöjar að iönvæddu stóriðjurlkjunum með vaxandi fjárhagskreppu. Þá vekur þingiö athygli á þvi aö hin nýja stoö, sem járnblendi- verksmiöjan I Hvalfiröi átti að verða efnahag landsins, olli þjóð- inni milljarða króna tapi á slðasta ári og er þá ótalin eftirgjöf á raf- orkuveröi ásamt frlðindum I skatta og tollamálum umfram önnur framleiðslufyrirtæki á landi hér. Kjördæmisþingið vitnar 1 fyrri yfirlýsingar Alþýðubandalagsins um eðlilegar leiðir til þess að bæta framleiðni I útgerö og fisk- vinnslu og stórauka með þeim hættitekjur þjóðarinnar af sjávar fangi án þess aö hætta neinu til með rányrkju. Hiö sama gildir um landbúnaðinn sem leggur til hráefniö til þeirra greina iönaðarins, sem einna best hafa staöiö sig fjárhagslega á þessum áratug. Þar er hægt að treysta fjárhagsstööuna og bæta kjör starfsfólks meö hagræöingu og bættu skipulagi. Þingið lýsir yfir eindregnum stuðningi viö fyrir- ætlanir þær, sem kynntar hafa verið um eflingu iðnaðar I land- inu, en telur vonlaust að þær nái fram að ganga fyrr en launakjör iðnverkafólks hafa verið bætt aö þvl marki að starfsmenn hafi lág- marksframfæriaf launum slnum. I þvi sambandi og með tilvlsun til þess sem fyrr var sagt um afstöðu til stjórnaraðildar Alþýðubanda- lagsins og um efnahagsmálin I heild, leggur kjördæmisþingiö þunga áherslu á þá skobun slnu að aflétta beri hið bráðasta þeirri óheyrilegu vinnuþrælkun sem viögengist hefur á landi hér ára- tugum saman og á m.a. rætur að rekja til bágra launakjara. Um herstöðva- málið Að endingu, og þó öllu öðru fremur, Itrekar kjördæmisþingið kröfuna um brottför ameríska hersins, og úrsögn Islands úr At- lantshafsbandalaginu. Kjör- dæmisþingið vekur athygli á þvl, að aukið starf flokksins aö fram- gangi þjóðfrelsismálanna er raunar forsenda þess aö flokkur- inn geti átt aðild aö samsteypu- stjórn eins og þeirri sem nú situr, þar sem ekki er kveðið á um brottför hersins I stjórnarsátt- málanum, en Alþýðubandalaginu aðeins fengiö neitunarvald, sem nægir til þess að stemma stigu viö frekari eflingu hinnar erlendu herstöðvar, og aöstaöan til þess að hamla gegn opinberum her- námsáróöri. Kjördæmisþing Alþýðubanda- lagsins haldiö að Laugum 5. til 6. júll 1980 gerir sér ljóst, aö brýn þörf er á nýrri og róttækri stefnu I landbúnaði á tslandi. Sú stefna veröur aö byggjast á þvl megin- atriði aö landiö haldist I byggö. Er þá átt við aö sú búseta byggist fyrst og fremst á nýtingu lands- gæða með hefðbundinni fram- leiðslu islensks landbúnaðar og nújum búgreinum sem byggist á sömu forsendu. Af þessu leiöir, að koma veröur I veg fyrir að bú- skapur leggist niöur á þeim býl- um sem nú eru I byggö svo fram- arlega að landkostir séu fyrir hendi til nútlma búrekstrar. Enn- fremur aö bændum fjölgi I ýms- um byggðarlögum, sem standa höllum fæti af félagslegum ástæð- um vegna fólksfæöar, enda þótt nógir landkostir séu fyrir hendi. Af þessu leiöir, að þeirr sam- dráttarstefnu, sem verið er aö skipuleggja I landbúnaði, er al- gjörlega hafnað. Hinsvegar tryggir þessi byggðastefna að nægar landbúnaðarvörur séu ætíð fyrir hendi handa þjóðinni. Brýnt er að jafna aöstööu og afkomu bænda innbyrðis og er þá bú- stærðin mikilsvert atriöi. Til aö ná þvl marki er nauösynlegt aö átta sig á þvl hver sé hæfileg og viðráöanleg bústærð fyrir ein- staklinginn og hans skyldulið og gefi auk þess af sér forsvaranlega framleiðni fyrir þjóðarbúiö. öll landbúnaðarpólitik veröur svo að miða aö þvi með margvislegum ráðstöfunum að gera þessa bú- stærö lífvænlega fyrir bóndann þannig að sambærilegt sé viö kjör annars vinnandi fólks I landinu, bæöi hvað varöar tekjur, vinnuá- lag og þjónustu samfélagsins, en á þetta skortir allt stórlega I dag. Jafnframt sé að þvi unnið að framleiösla þessara búa verði mun ódýrari en nú er. Stuðla verður aö þvl að þeir bændur, sem hafa smærri bú en hæfilegt telst nái þvi marki. Eins verði að þvl stefnt, að þau bú sem eru mun stærri dragi saman seglin eða þeim skipt upp I félagsbú tveggja eða fleiri bænda. Ekki er ástæöa til aö telja eftir þótt nokkur hluti þeirra fjár- muna, sem frá landbúnaöi koma, renni til útflutningsuppbóta til aö tryggja bændum fullt verð fyrir framleiösluna. Þrátt fyrir sllkt yröi landbúnaðurinn veitandi fremur en þiggjandi. Leggja þarf meira fé og vinnu I markaösöflun erlendis og til þess þarf rikisvald- ið að láta miklu meira til sln taka I samvinnu viö sölusamtök bænda. Sér-Islensk framleiðsla I landbúnaðarframleiðslu á sér marga möguleika. Þar er ekki til þrautar reynt. Þvi telur þingiö mikilsvert að marka skýra stefnu um framleiöslumál landbúnaöar- ins er beini henni inná þær brautir sem eru þjóðhagslega hagstæðar og stuðla um leið að þeim mark- miðum sem um er rætt I upphafi þessarar ályktunar. Þingiö leggur áherslu á aö landbúnaður er undirstaða iðn- aðar- og þjónustugreina sem veita atvinnu 20-25 þús. manns og telur nauösynlegt að lögð veröi mun meiri áhersla á þetta atriöi I umræðum en verið hefur til þessa. ----Alyktun um húsnœðismál:- Mikið í húfi fyrir launafólk A kjördæmisþinginu var ný- samþykktum lögum um Húsnæð- isstofnun rlkisins fagnað sérstak- lega og taldi þingiö aö meö þeim hafi veriö stigiö stórt skref I þá átt aö gefa þorra fólks kost á ódýrum ibúðum byggöum á félagslegum grundvelli. Mikið sé I húfi fyrir launafólk að lögunum verði hrundiö I framkvæmd af myndar- skap og hvllir mikil ábyrgð á herðum sveitarstjórnarmanna Alþýðubandalagsins I þessu efni. I ályktun þingsins um hús- næðismál segir ennfremur: Þing- ið vekur jafnfram athugli á þvl að enn vantar lög, sem tryggi bygg- ingarsamvinnufélögum rétt til fyrirgreiöslu úr byggingarsjóði rikisins með sömu kjörum og þar er kveöið á um. Brýnt er að sett veröi ný lög um húsaleigukjör og kaupleigusamninga, sem tryggi almenningi öryggi á borð við það, sem þeir hafa er búa I eigin hús- næði, og sambærileg kjör um hús- næðiskostnað. Lagasetning um þessa þætti er ekki slður aðkall- andi og ætti að vera næsta verk- efni I húsnæöismálum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.