Þjóðviljinn - 31.07.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.07.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJóÐVlLJINN Fimmtudagur 31. júlf 1980.- MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds hreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans Framkvœmdastjóri: Eiöur Bergmann RiUtjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan ólafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Þtírunn Siguröardóttir Rekstrarstjóri: Olfar ÞormóÖsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son.Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla-.Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára SigurÖardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. (Jtkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaþrent hf. Leiðarhnoð Geirs-armsins • Innanflokksátökin í Sjálfstæðisflokknum eru mikið blaðaefni. Það er afskaplega eðlilegt að dagblöðin fylgist gjörla með þeim málum, og þarf ekki að f lokkast undir Þórðargleði. Staðreynd er að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur verið mikilsráðandi um framvindu á stjórn- málasviðinu sl. þrjátíu ár og valdakerfi hans staðið föstum fótum. Þegar slíkur f iokkur glatar hálfrar aldar meirihluta í höfuðvígi sínu Reykjavík og liðast síðan sundur í f ramhaldi af því er nauðsynlegt að vera vel með á nótunum. • Vinstri menn geta sparað sér kætina yfir hinu aum- lega ástandi íhaldsins. íhaldið sameinað var þekkt stærð en íhaldið sundrað í tveimur flokkum og mörgum brotum er óráðin pólitísk gáta. Að íhaldsöf lin verði veik- ari en áður við slíkan klofning er ekki fyrirfram víst. Þá er ekki síður sú hætta á ferðum að nýir farvegir opnist fyrir ýmsar þjóðhættulegar hugmyndir sem vitað er að jafnan hafa verið á kreiki innan Sjálfstæðisflokks- ins, en hafa orðiðað lúta í lægra haldi fyrir miðf lóttaaf li hins breiða flokks. • Morgunblaðiðhefur áttsinn stóra þátt í því að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður. Það hefur ýtt undir ný-frjálshyggjuna og hundsað alla forystumenn flokks- ins meira og minna nema stjórnarformanninn í útgáfu- félaginu Árvakri, sem gefur út blaðið. Það hefur ekki verið málsvari hreyf ingarinnar heldur Geirs-armsins í Sjálfstæðisf lokknum. • Nú þegar hluti forystumanna Sjálfstæðisflokksins situr í ríkisstjórn og hef ur axlað ábyrgð sem Geirs-arm- urinn skaut sér undan, heldur blaðið enn áfram klofningsiðjunni. Þegar meirihluti almennra flokks- manna í Sjálfstæðisf lokknum er sannfærður um að deil- urnar innan flokksins verði ekki settar niður nema með nýrri forystu gengur Morgunblaðið á móti straumnum og hampar stjórnarformanni útgáfunnar einum. Nú þegar hluti flokksmanna er orðinn svo þreyttur á innanflokksástandinu að hann leggur fast að Albert Guðmundssyni að stofna nýjan stjórnmálaflokk hægri manna kastar Morgunblaðið stríðshanskanum í stað þess að bera klæði á vopnin. Nú þegar undirskrifta- söfnun er hafin meðal Sjálfstæðismanna um allt land þar sem skorað er á Ölaf B. Thors að gefa kost á sér til formannskjörs notar Morgunablaðið áhrifamátt sinn til þessaðbyggja Geir Hallgrímsson uppfyrir næsta lands- fund. • Mikla athygli hef ur vakið að Morgunblaðið birtir nú hverja ræðuna á fætur annarri eftir f lokksformanninn, kynnir þær með baksíðufréttum, og fylgir þeim eftir í forystugreinum og Reykjavíkurbréfum. Meginþráður- inn er að þeir sem séu ósammála Geirs-arminum í takt- iskum sem stefnulegum efnum geti átt sig, og eigi ekki heima í sameinuðum Sjálfstæðisflokki. • f þessari afstöðu Morgunblaðsins felst að Geirs-arm- urinn kallar á endanlegt uppgjör um það hverskonar f lokkur Sjálfstæðisf lokkurinn eigi að vera. Slíkt uppgjör gæti staðið mánuði og ár og enginn veit hver annan vegur íþvístríði. Hitter nokkuð Ijóstað þetta verður tímafrekt uppgjör sem skilja mun eftir mörg sár. Meðan á þvi stendur er ekki sennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn verði viðlíka afl í landsmálunum og verið hefur. • I þeirri „borgarastyrjöld" sem Geirs-armurinn boðar verða ieiðarljós Morgunblaðsins ný-frjálshyggjan með óheftum markaðsbúskap, leiftursóknin frá síðasta vetri og óskorað forræði Geirs-armsins yfir flokknum. Táknrænt er að þær erlendu fyrirmyndir sem Morgun- blaðið setur traust sitt á eru Margaret Thatcher og efna- hagsstefna hennar, og Ronald Reagan og kaldastríðs- tónar hans. Forsætisráðherra Bretlands og forsetaefni Repúblikana í Bandarikjunum voru bæði hyllt f Reykja- víkurbréfi sl. sunnudag. Annað fyrir efnahagsstefnu sem svipt hefur 2 miljónir manna atvinnu sinni og hitt fyrir svartagall vígbúnaðarstefnu sem lýst er stuðningi við. Þessi leiðarhnoð Morgunblaðsins gefa vísbendingu um það hverskonar hægra f lokki Geirs-armurinn stefnir að. Að þessari þróun innan Sjálfstæðisflokksins þurfa allir landsmenn að gæta vel og íhuga hvort hún muni leiða til velfarnaðar. —ekh klippt r Grettir Islands? „Hraust sál i hraustum likama” gæti verift mottó þings Sambands ungra framsóknar- manna sem haldið verður að Hallormsstað I aðfara Verslunarmannahelgarinnar. Samkvæmt dagskrá ætla ungir Framsóknarmenn að eyða sam- tals um fimm klukkustundum á þinginu i pólitiskar umræður, enda smámál eins og „sjórn- málaviðhorfið i ljósi óðaverð- bólgu”, „fjölskyldupólitik” og „framtið SUF” fjótafgreidd. Megintima þingsins verður hinsvegar varið i tugþrautar- keppni, knattspyrnu,máltiðir og dans. >aö verður tugþrautar- keppni kjördæmanna báða þingdagana, og hæfileika- keppni, þar sem valinn verður „Grettir” íslands, versti söng- vari SUF og mesti mælskusnill- ingur SUF. Þar sem lítið er af SUSog sovéskir siðir Annað ungliöasamband er mjög athafnasamt um þessar mundir. Samband ungra Sjálf- stæðismanna heldur upp tals- verðri útgáfustarfsemi. Aður hefur verið bent á það hér I klippi hversu nýtir SUS-ararur á háu stigi. Gjaman birtast greinar ungliða fyrst i mál gögnum íhaldsmanna, siöan I málgagni SUS eða Heimdallar og loks er efnt i bók með sömu greinunum. I 50 ára afmælisriti SUS eru birtar hugmyndir ungra manna og er þar um nýsmiöar að ræða, en flest i nýfrjálshyggjustil þeim sem reynst hefur Sjálfstæöisflokkn- um farsæll að undanförnu eins og flestir vita. A einum stað stendur: „Til varnar frelsi okkar er þvi ekki aðeins að verjast kommúnisma, heldur fyrst og fremst að rækta sem fallið hafa I skuggann. Þær fréttir berast frá Kina að I takt við breytt viðhorf þar i landi sé nú verið að endurskrifa veiga- mikla kafla i nútiðarsögu lands- ins, og setja Maó kralinn skör lægra en áður Gunnar numinn á brott? A þessu gæti oröið þörf innan tiðar I Sjálfstæðisflokknum eins og þeir láta Gunnar og Geir. (Er ekki Hannes Hólmsteinn að endurrita Sjálfstæðissöguna um þessar mundir?) I afmælisriti sinu hefur SUS þó ekki gengið lengra aö sinni en að breyta leiötogamyndum eins og gjarnan er gert i Sovét og Kina. Þar er leiðtogum bætt inn á eða teknir út af myndum eftir þvi hvernig pólitiskir vindar blása og fjölmiðlamenn þar- lendir þjálfaðir orðnir i þessari iðju. A siðu 77 er birt mynd af formönnum SUS frá 1930 til 1975, en á forsiðu er Jóni iRF SUF ÞING1980 HALLORMSSTAÐ 29.-31.8 D A G S K R A : Föstudagur 29. ágóst Kl. 12.30 Hádegisveröur 14.00 ÞINGSETING 1. Avarp: Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. ráöh. 2. Setning þingsins: Eirikur Tómasson, form SUF. 3. Avörp: Halldór Asgrimsson, varaform. Frams.fi son, ritari Framsóknarfl. 14.4S ÞING8TORF 16.00 KAFFI 16.30 LEIKIR Kjarni SUF þingsins séð með augum klippara. 18.00 NEPNDIR OG UMRÆDUHOPAR TAKA TIL STARPA 19.30 KVÖLDVERÐUR 21.00 KVÖLDVAKA 1. Tugþrautarkeppni kjördæmanna - Fyrri hluti 1. Hsfileikakeppni 2.1. Valinn „Grettir’’ Islands: 2.2. Valinn versti söngvari SÚF 2.3. Valinn mesti mælskusnillingur SUF 3. Söngur og ýmis skemmtiatriöi. , Laugardagur <o. ágóst Ki. 8.00 MORGUNVERDUR 9 30 NEFNDIR OG l'MRÆDUHÖPAR STARFA 11.00 MNGSTORF 12.30 HADEGISVERÐUK 14.00 LEIKIR 1 Tugþrautarkeppni kiördæmanna — Slöari hluti 16.00 KAFFI 16.30 ÞINGSTÖRF 18.30 K^ATTSPYRNUkEPPNI MILLI FRAFARANDI OG VID- 1 TAKANDI STJÓRNAR SLF ’ 19.30 KVÖLDVERDUR DANSJ5TIGINN FRAM EFTIR NÓTTU * „sterkum” mönnum innan SUF um þessar mundir mun helst vera um það rætt að annaðhvort I Steingrimur Hermannsson eða ■ Ólafur Jóhannesson hljóti I’ sæmdarheitiö „Grettir Islands”. Pólitiskar I harðsperrur I A þeirri ópólitisku tið sem við ■ lifum er sannarlega kominn Itimi til þess að stjórnmála- flokkar taki að snúa sér að tug- þraut i stað þess að halda uppi Iþrefi sem enginn hlustar á. SUF er að þessu leyti I takt viö tim- . ann, en vonandi er læknir með i Iför, þvi það getur verið býsna varasamt óþjálfuðum að leggja hart að sér i tugþraut milli tiöra • og rlkulegra máltiða. IAð þvi er séð verður er at- hyglisverður pólitiskur undir tónn á SUF-þinginu, sem þó ■ mætti frekar kenna til ættar Imóts. Eins og vera ber hjá Framsókn á Austurlandi er Hánefsstaöaættin rúmfrek á ■ SUF-þinginu. Eirikur Tómasson Íer I aöalhlutverki sem formaöur SUF og honum til fulltingis eru þeir frændur Vilhjálmur • Hjálmarsson og Tómas Arnason Ifaðir þess fyrstnefnda. Sá siðastnefndi hefur gert sitt til þess að beina sjónum SUF-ara ■ frá pólitik að hollri Iþróttaiðju Imeö þvi að ná öðru sæti I öldungakeppni i golfi. Svo er mælt aö Tómas hafi verið ivið ■ athafnasamari á golfvellinum Iheldur en I ráðherrastólnum siðustu mánuði, og ætlar hann sér eflaust að fara holu i höggi á ■ SUF þinginu meö þvi að tryggja I Hánefstaðaættinni eölilegt I framhaldslif i Framsókn. Þvi er svo fleygt aö forvigis- | menn SUF hyggist einkum I stefna að þvl að uppskera póli- I tiskar harðsperrur aö Hallorm- * sstað, og ættu þær að endast ! fram eftir vetri. Kinversk-sovésk myndbirtingaraðferð hjá ungumSjálfstæöismönnum. þann grundvöll sem skapaö hefur frelsið og verjast öllum tilhneigingum sem vega aö honum.” Sjálfsagt er að rækta garöinn sinn og ekki má gleyma þvi að kommúniskar forskriftir eru ekki að öllu leyti bölvaðar. Til aö mynda hefur Samband ungra Sjálfstæðismanna nú tekiö upp myndbirtingarstilinn. frá Sovét og Kina. Þar er mikil lenska að endurskrifa sögu handa skólanemum eftir þvl sem leiðtogar falla I ónáð og endurreisnar er þörf á öörum Magnússyni núverandi for- I manni bætt inn á sömu mynd. , Þvi er fleygt meðal Sjálfstæöis- ■ manna að til álita hafi komið I I stjórn SUS að nema Gunnar I Thoroddsen burt af for- , mennskumyndinni, en að ráði ■ hafi orðiö að biða meö það til 60 I ára afmælis SUS. Þaö sér þvi á | aö leiðtogar ungra Sjálfstæðis- , manna hika ekki við að fara i eftir fordæmi kommúnista- I flokka I Sovét og Kina telji þeir | sér það henta. „Sama hvaöan ■ gott kemur”, er þeirra mottó. I -----------ekh I skorro

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.