Þjóðviljinn - 31.07.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. júlí 1980.
Kvennalist í KÖBEN Kvennalist i KÖBEN Kvennalist i KÖBEN Kvennalist í K
Að glíma við frumstæð öfl
Rætt við bandarísku listakonuna Betye Saar
Hugmyndin aö þvi aö haida
kvennalistahátiö hér i Kaup-
mannahöfn, samtima kvennaráö-
stefnunum, kom fyrst fram hjá
bandariskum myndlistarkonum.
Þser höföu samband viö danskar
iistakonur og i sameiningu skipu-
lögöu þær hátföina. Eins og á
„alternativu” ráöstefnunni hafa
heyrst gagnrýnar raddir sem segja
aö þaö sé óeölilega mikil áhersla
lögö á þaö sem frá Bandarfkjunum
kemur.
Vist er þaö svo, aö þær banda-
risku hafa veriö ráöandi á listahá-
tiöinni, en þær mega lika eiga þaö,
aö þær hafa lagt mest á sig og veriö
duglegastar aö skipuleggja sln at-
rlöi.Þær hafa t.d. veriö meö fyrir-
lestra, meö mörgum fyrirlesurum,
sem hafa svaraö fyrirspurnum á
eftir. Efni hefur veriö m.a.
„Kvennagailerl, útgáfustarfsemi
myndlistarkvenna og samtök
þeirra”, „Menntun myndlistar-
kvenna”, „Gjörningar”, „Konur I
ljósmyndun” og „Þaö sem hæst ber
i bandariskri kvennalist”. Fyrir-
lesararnir hafa veriö margar af at-
hyglisveröustu myndlistarkonum
sælurikisins.
Hér áöur var Betye Saar mér
nafn sem stóö undir góöum mynd-
um i bókum og blöðum sem fjölluöu
um myndlist, en nú er hún i bænum
og tók vel i aö ræöa viö mig. Frá ís-
landi? Hún reyndist ekki vera meö
öllu ótengd eyjunni þeirri þvl vinur
dóttur hennar er Ágúst Ágústsson,
kvikmyndageröarmaöur I Kali-
forniu. Hann var þó ekki höfundur
kvikmyndar sem sýnd var hér um
Betye Saar, heldur kona aö nafni
Suzanne Bauman. Kvikmyndin er
tekin áriö 1977 i Los Angeles, þar
sem Saar býr. ,,A mjög heitu sumri
þar” segir Saar. „Mér fellur vel
hvernig Suzanne Bauman vinnur
sinar myndir. Þótt viö vinnum meö
sitt hvorn miöilinn eigum viö sam-
klipputæknina (coilage) sameigin-
lega. Þessi kvikmynd er eins konar
collage um lif mitt, um mig sem
manneskju, sem móöur, mynd-
listarmann og kennara.”
„Lengi framan af fékkst ég viö
grafik og teikningu eingöngu.
Gluggar hafa alltaf höföaö til min
og ég keypti upp alla glugga sem
fáanlegir voru i skranverslunum
Los Angeles. Ég setti grafik-
myndirnar minar i gluggana. Siöan
fór ég aö setja ýmislegt fleira en
myndirnar, t.d. litla hluti og þ.h..A
endanum fór ég svo út I aö vinna
verk min meö kassa þannig aö þau
uröu þrivlö. Verkin eru nátengd lifi
minu. „Gluggi svartrar stúlku” er
eitt af fyrstu gluggaverkunum. I
neöri hluta myndrúmsins er
skuggamynd af stúlku og I efri
hlutanum er ýmislegt sem tengist
fortiö minni, þeim tima sem ég
geröi myndina á og svo framtiö-
inni. Dauöinn hefur veriö ákvarö-
andi i Hfi minu. Þegar ég var sex
ára dó faöir minn og þaö breytti
lifi minu mikiö. 1 efstu gluggunum
eru svo himintunglin, i þeim má jú
lesa forlög okkar.”
„Ert þú forlagatrúar?”
„Já. Ég hef mikin áhuga á lófa-
lestri og sliku.”
„Hvaö meö pólitík? 1 myndinni
„Frelsun Jemima frænku” er hún
ekki lengur hin þolgóöa kona I
„Kofa Tómasar frænda” heldur
byltingarsinnuö, meö riffil.”
„Þessi verk eru frá ákveönu
timabili. Ég vann þau til aö fá útrás
fyrir reiöi mina gegn þeirri kúgun
sem hörundsdökkt fólk hefur mátt
þola. Ætli moröiö á Martin Luther
King hafi ekki veriö þaö sem varö
til þess aö ég fór aö gera þessi verk.
Ég vil samt leggja áherslu á aö ég
álít pólitik ekkert sem hægt er aö
einangra. Hún veröur aö vera I
tengslum viö þaö lif sem viö lifum
og viö verk okkar. Bylting er ekki
endanleg lausn, heldur veröum viö
stööugt aö reyna aö þróa þaö sem
gott er. Málið er aö brjóta niður
múra en ekki aö byggja nýja.”
„Viö hvaö ertu aö fást núna?”
„Ég hef mjög lengi haft áhuga á
list frá Afriku og Kyrrahafseyjun-
um. Þaö er i henni einhver frum-
stæöur kraftur, I þess orös bestu
merkingu. Ég hef notaö ýmislegt
tengt hinum ýmsu trúarbrögöum I
verkum minum undanfarin ár.
Tákn sem notuö eru I tengslum viö
guöadýrkun eru mér hugleikin. Ég
nota þau I verkum minum, en ekki
endilega I þeirra upprunalegu
merkingu, heldur á þann hátt aö
þegar ósamstæö tákn koma saman
geta þau fengiö nýja merkingu.”
„1 kvikmyndinni segir maöur
nokkur um verkin þln, aö hann hafi
þaö stundum á tilfinningunni aö þú
hafir sloppiö út úr píramidunum I
Egyptalandi eöa Mexikó, svo dul-
mögnuö séu þau”.
„Ja, þeir og þaö sem i þeim er
var nú skapaö meö öðru hugarfari
en þvi sem rikir hér I Vestrinu
núna. Þaö sama er aö segja um
handverkin sem eru sköpuö i'
Afriku. Þau eru tengd lifi fólks á
annan hátt en verk okkar hér I dag.
Ég hef kynnt mér mikið afrikanska
list. T.d. fór ég á alþjóölega lista-
hátiö blökkumanna 1976 sem var
haldin i Lagos I Nlgeriu.”
„Hvaö er þú aö gera núna?”
„Ég hef undanfariö unniö aöal-
lega tvivlö verk. Þaö henntar mér
best núna. Ég nota bæöi papplr og
svo ýmiss konar tau. Vasaklúta og
hvaö sem er.”
„Eru dætur þinar i myndgerö?”
„Já, tvær þeirra eru I greinum
sem flokkast undir sjónlist en sú
yngsta sem er nýbyrjuö i mennta-
skóla hefur megnustu óbeit á
myndgerð”, segir hún og hlær.
Kaupmannahöfn 24.7. 80.
Svala Sigurleifsdóttir.
OPNAÐIIMORGUN
VÖRUMARKAÐ
meðallarhélstu matvörur, húsahÖld,gjafavörur, Mkföngjatnað o.mfl.
mMmsm
VERSLUNARMIDSIÖD
MIÐVANGUR 41
I | I
Fast viðHaftia?fjarðarveginn\
Til Hafnarfjarðar ^—
Ll
$
—^ Til Reykjavikur
Reykjavikurvegur
SÉRHLBOÐ
í tilefni opnunarinnar verða ýmsar vörur
á afarhagstæðu verði m.a.
KJÖTVÖRUR, KAFFI, ÁVEXTIR
ÁVAXTASAFI OG PAPPÍRSVÖRUR
Göðaðkeyrsla, nægbílastæði
VERSIUMRMIÐSIÖÐ MEMNGI41