Þjóðviljinn - 31.07.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.07.1980, Blaðsíða 15
Hringið í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum Fyrstu sporin i viðsjálli veröld. — Ljósm.: gel. Pennavinur óskast Þjóðviljanum hefur borist bréf frá M. Adel Sirag, 117 Corbin Ave., Apt. 403 Jersey City N.J. 07306 USA,þar sem hann óskar eftir penna- vinkonu á íslandi. Við leyfum okkur að birta bréfið í lauslegri þýðingu til frekari glöggvunar fyrir þá sem áhuga hafa á að skrifast á við þennan unga mann*. Þjóðviljinn Sffiumúla 6, Reykjavik. Herrar minir. Ég hef þann heiöur að skrifa þetta bréf til ykkar til aö skýra frá löngun minni til að eignast pennavin í ykkar stórfallega Íandi. Vonast ég til að þið veröið mér innan handar i þvi máli og birtið fyrir mig eftirfarandi upplýsingar i blaði ykkar. Ég er hávaxinn, þrekinn og mjög iþróttamannslega vaxinn, vel menntaöur, tala fjölda tungumála og kem frá góðu heimili. Ég er heiðarlegur, vinnusamur, opinn fyrir nýjungum og vingjarnlegur i viðmóti. Éghef góða kimnigáfu, kann að meta lifsins gæði, stunda ýmsar Iþrdttir, en er rómantiskur þegar það á viö. Ég vil gjarnan skrifast á við fallega og trúfasta stúlku, ekki eldri en 25 ára, vel vaxna og með áhuga fyrir sömu hlutum og ég. Ég skrifa, les og tala bæöi ensku, frönsku, þýsku, ara- bisku, spænsku og itölsku. svo hægt er að skrifa á einhverju þessara mála. Ég vil gjarnan fá nýlega mynd og simanúmer með fyrsta bréfi. Að lokum óska ég ykkur alls hins besta i lifinu, frægðar og frama, i trausti þess að þið bregöist skjótt við og liösinnið mér i þessu máli. Ykkar einlægur, M.AdeiSirag. fra lesendum * Fimmtudagur 31. júlí 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Tónlist — Tönlist skipar veglegan sess á dagskrá útvarpsins i dag, eins og reyndar oft áður. Islensk tónlist er á dagskrá kl. 10.25. Þá syngur Jón Þor- steinsson lög eftir Karl Ó. Runólfsson en undirleikari er Jónina Gisladóttir. 1 sama þætti munu Helga Ingólfsdótt- ir, Guðný Guömundsdóttir, Graham Tagg og Pétur Þor- valdsson leika Divertimento fyrir sembal og strengjatrió eftir Hafliöa Hallgrimsson. Morguntónleikar eru svo að venju kl. 11.00. Þá flytur Suisse Romande-hljómsveitin „Bolero”, balletttónlist eftir Maruice Ravel. Stjórnandi er Ernest Ansermet. Cleveland- hljómsveitin i Bandarikjunum mun einnig leggja sinn skerf Að fá sem peningana Jjjfe Útvarp WW kl. 20.50 (Jtvarpsleikritiö i kvöld heitir „(Jtsýni yfir hajiö og allt innifaliö” eftir Franz Xavier Kroetz i þýöingu Sigrúnar Björnsdóttur. Steindór Hjör- leifsson er leikstjóri en meö hlutverkin fara Jón Hjartar- son og Lilja Þórisdóttir. Flutningur leiksins tekur um 40 min. og hefst þaö kl. 20,50. Leikritið fjallar um ung þýsk hjón sem hafa sparaö i mörg ár til aö geta leyft sér þann munaöa að fara til sólar- landa I nokkrar vikur. Þau Tónlist af mörkum til morguntónleik- anna.HúnleikurSinfóniu nr.4 i A-dúr op. 90 eftir Felic Mendelssohn og stjórnandi er George Szell. Siðdegistónleikarnir eru svo kl. 16.20. Þar leika Alexandre Lagoya og Orford-kvartettinn Gitarkvintett I D-dúr eftir Luigi Boccherini og einnig mun Maurizio Pollini og hljómsveitin Filharmónia leika Pianókonsert nr. 1 i e- moll op. 11 eftir Frédéric Chopin. Stjórnandi er Paul Kletzki. Um kl. 21.00 er svo pianó- leikur i útvarpssal, Jónas Ingimundarson leikur tvær pólonesur op. 40 nr. 1 og 2 eftir Frédéric Chopin og sónötu frá 1952 eftir Alberto Ginastera. dvelja á Itölskum baöstaö en mest af timanum fer I aö reikna út hvernig best sé aö nota hverja minútu til að fá sem mest fyrir peningana. Þaö leiöir til þess aö sumar- leyfiö verður ekki sú hvild sem aö var stefnt. Franz Xavier Kroetz er einn þekktasti höfundur yngri kyn- slóðarinnar i Þýskalandi, og raunar viöar i Evrópu, og hefur verið einkar vinsæll á Noröurlöndum. Hann er fæddur I Miinchen árið 1946 og hefur unnið viö ýmis störf, m.a. san bilstjóri og leikari en lifir nú eingönguaf ritstörfum. Meðal þekktra leikrita hans eru „Oberösterreich” 1974, „Das Nest” 1976 og „Mensch Meier” 1979. mest fyrir sína i-barnahontið—i Lítil saga um lítinn strák Hér kemur ein lítil saga um lítinn strák sem fór f ferðalag. Hann gerði svolítið sem alls ekki má gera á ferðalögum og þess vegna er þetta eiginlega dæmi- saga sem allir krakkar geta lært af. Hér kemur sagan: Litli strákurinn fæddist í Danmörku í borg sem heitir Arósar. Þegar hann var pínulítill flutti hann til Islands, af þvi að pabbi hans og mamma voru búin að læra. I vor fóru þau öll þrjú aftur til Danmerkur að heimsækja vini og kunningja og til að leyfa litla stráknum að sjá hvar hann fæddist. Einn daginn þegar þau voru í Kaupmannahöfn (sem er höfuðborgin í Danmörku) fóru þau inn í stóra verslun. Þar inni var rúllustigi upp á næstu hæð (svona stigi sem bara fer upp, án þess að þú þurfir neitt að hreyfa þig). Strákurinn var ógurlega hrifinn af stiganum og vildi fara upp aftur og aftur, en_ mamma hans nennti ekki að vera allan daginn að leika sér í stiga. Meðan hún var að borga þá skaust sá litli í burt og mamma hans hélt að hann hefði farið rétteina ferðina uppstigann. Hún leitaði og leitaði og kallaði á pabbann sem beið fyrir utan búðina í sólinni. Þau leituðu og leituðu og voru orðin dauðhrædd. Loks- insdatt mömmunni í hug að leita niðri í kjallara, þar sem var enn ein búðin (þær eru svo stórar búðirnar í útlöndum), og hvað haldið þið. Þar fann hún strákinn hágrátandi í fanginu á danskri konu og allir í búðinni voru að leita að foreldrum þess litla. Hvað haldið þið svo að strákurinn hafi sagt um þetta ævintýri: „Ég yar aleinn, og það bulluðu allir i kringum mig." Hann skildi ekki dönsku og hélt að hún væri bara bull! Strákur I ökuferð i Tivoligarðinum i Kaupmannahöfn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.