Þjóðviljinn - 31.07.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.07.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 31. júli 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 l Il—P— ■ IW l - ivÁð’ Kristjana Bergsdóttir kennari og SigurOur 0. Páisson skólastjóri huga aö tjaldstæði I Hallormsstaða- skógi. Herstöðvaandstœðingar á Austurlandi Bindindishreyfingin Fjölskyldumótið í Galtalækjarskógi Að venju halda ungtemplarar og bindindishreyfingin fjöl- skyldumót i Galtalækjarskógi um verslunarmannahelgina. Hátiðin hefst á föstudagskvöld með dansleik og á laugardag og sunnudag verða haldnir stórir dansleikir. Hljómsveitin TIvoli spilar i skóginum um helgina. Þá verður sérstakur barnadans og helgistund á sunnudeginum. A laugardegfnum veröur haldin keppni I ökuleikni í umsjá Bindindisfélags ökumanna. Samkomur og dansleikir Borgarfjarðargleði Ungmennasamband Borgar- fjarðar stendur fyrir dansleikjum og skemmtidagskrám i Lyng- brekku og að Logalandi um helg- ina. Borgarfjarðargleðin hefst með dansleik i samkomuhúsinu Lyng- brekku á föstudagskvöld verður dansað i Logalandi. Það er hljómsveitin Upplyfting sem spilar á öllum dansleikjun- um, auk þess sem flutt verður skemmtidagskrá öll kvöldin. Jöklagleði Snæfellingar halda svokallaða Jöklagleði á Arnarstapa um helg- ina. Þar verður dansað þrjú kvöld i röö, en það eru hljómsveitirnar Mandala frá Grundarfirði og Aria frá Reykjavik sem sjá um tónlist- ina. Næg og góö tjaldstæði eru á Arnarstapa. Laugar i Reykjadal 'U'tihátið og dansleikir verða haldnir að Laugum i ReykjadaJ um helgina eins og fyrri ár. Vallarnes UIA stendur um helgina fyrir útiskemmtun á Vallarnesi (Iðu- völlum). Þar verður ýmislegt til skemmtunar alla helgina og á kvöldin verður leikiö fyrir dans- leik i stóru tjaldi. Skátamót við Úlfljótsvatn Um verslunarmanna- helgina standa skátar fyrir fjölskyldumóti að Ulfljótsvatni. Þetta er annað árið i röð sem efnt er til sliks móts um þessa miklu umferðar- helgi. Aðstaða til tjaldbúða- og útilifs að Olfljóts- vatni er hin ágætasta; má m.a. benda á að rennandi vatn og vatns- salemi eru á tjaldbúða- svæðinu. Umhverfið býður upp á margar gönguleiðir og vatnið heillar unga sem aldna til bátsferða Mótið hefst við varöeld kl. 22.00 föstudaginn 1. ágúst. Dagskráin er við hæfi allra jafntungrabarna sem öldunga og er þannig uppbyggð að sem flestir taki þátt í atriðum mótsins, en séu ekki þögulir áhorfendur. Mótið er ekki bundiö við skáta, heldur er allt áhugafólk um skátastarf og heilbrigt útilif vel- komið til lengri eða skemmri dvalar. Afhjúpaður minnisvarði um Þorstein Valdimarsson skáld Að vanda verður haldin Þjóð- hátið i Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina. Það eru félagar úr iþróttafélaginu Þór sem halda hátfðina aðþessu sinni og hafa þeir lagt dag við nótt slð- ustu vikur svo allt verði komið á sinn stað þegar hátiðin veröur sett i Herjólfsdal á föstudags- kvöldið kemur. Eins og ávallt á Þjóðhátlð veröur margt um manninn I Eyj- ■ um og mikið um að vera. Dansaö verður öll kvöld meðan hátiöin varir en það er hljómsveit Giss- urar Geirssonar og Brimkló sem leika af fingrum fram. Bálkösturinn mikli verður tendraður á föstudagskvöldið og Eyjapeyjar síga i björg og leika alls kyns kúnstir. Ferðir verða frá BSl alla helg- ina til Þorlákshafnar og þaðan er stutt og skemmtileg sigling með Herjólfi til Eyja Aðrir geta farið með flugi, haldist veöur stillt. Hestamannamót Hestamannafélagið Blakkur heldur hestamannamót og kapp- reiðar laugardaginn 2. ágúst. Mótið verður haldið á Skelju- vikurgrundum viö Hólmavík. Eftir hestakappið verður haldið ball fyrir þá tvifættu i Sævangi. Vindheim am elar Skagfirskir hestamann láta sig ekki vanta á melana um helgina. Þar hefst heilmikið hestamanna- mót og kappreiöar með þátttöku bestu fáka landsins. Fjörugt og skemmtilegt hesta- mannamót ef aö vanda lætur. Norðlenskir herstöðvaandstæðingar ætla að fjölmenna I nýju Hriseyjarferjuna um helgina. Mynd — Guðjón. Herstöðvaandstœðingar á Norðurlandi Sumarmót í Hrísey fá nóg að starfa. I Hrisey verður dvalið i tjöíd- um, en ef veðurguðirnir verða óstýrilátir er I gott hús að venda, nefnilega samkomuhúsið I eynni. Þeirfélagarsem ekkihafa látið skrá sig til ferðarinnar geta haft samband i sima (96) — 21788 eða —25745 og það sem fyrst. Herstöðvaandstæðingar á Norðurlandi ætla að eyöa versl- unarmannahelginni saman við störf og leiki I Hrisey I Eyjafirði. I eynni er margt forvitnilegt að skoöa, og ætla herstöðvaand- stæðingar að ganga bæði um f jör- ur og móa, og fá sér siðan sund- sprett i sjónum ef veður leyfir Sumarmótið i Hrisey verður nokkurs konar sambland af úti- legu, samveru og umræðum. Hugmyndin er að ræða aðallega um starfsemi herstöðvaandstæð- inga nyrðra og syðra og almennt um ástandið i heimsmálunum. Fyrir börnin verður skipulögð dagskrá yfir alla helgina svo allir Herstöðvaandstæðingar á Austurlandi efna til samkomu i Hallormsstaðaskógi um verslun- armannahelgina. Hún hefst kl. 2 á laugardag og lýkur formlega á sunnudagskvöld. Ef veöur leyfir verður væntanlega dvalið I skóg- inum fram á mánudag. Til móts- ins verður hóað saman fólki af fjöröunum og frést hefur að hópur frá Reykjavik ætli að leggja land undir fót og halda austur til að leggja baráttunni lið og njóta feg- urðarinnar þar eystra. 1 samtali við Kristjönu Bergs- dótturkennara, sem unnið hefur að undirbúningi ásamt fleirum, kom fram aö allt er að verða til- búið fyrir helgina. Mótið er þann- ig skipulagt að safnast verður saman við minnisvarðann um Þorstein Valdimarsson skáld, en hann verður afhjúpaður viö þetta tækifæri. Þar flytur Armann Halldórsson frá Egilsstöðum ræöu um skáldið og verk hans, en Þorsteinn var einlægur her- stöðvaandstæöingur og samdi bæði ljóö og lag sem hann tileink- aöi baráttunni gegn her I landi. Aö lokinni athöfninni verður haldið til tjaldstæðisins og þar hefst dagskrá. Sigurður ó. Páls- son skólastjóri flytur ræðu um sögu og baráttu herstöðvaand- stæðinga eystra en siðan hefjast hópumræður um væntanlegt starf og skipulag. Þegar kvöldar verður matar- hlé, en siðan hefst kvöldvaka. Þar slá Austfirðingar saman i gaman- mál, söng og fróðleik af ýmsu tagi. A sunnudag verður dagurinn tekinn snemma og byrjar með morguntrimmi og skógarferð. Siðan hefjast fundir á nýjan leik, fyrst i hópum en siðan veröur lagst á eitt og settar saman álykt- anir og hvatningar sem væntan- lega munu hvetja alla herstöðva- andstæðinga um land allt til dáða. Mótinu verður slitið um kvöld- matarleytið en væntanlega verð- ur dvaliö i skóginum áfram ef veður leyfir, enda engin vinna næstu dag. Að sögn Kristjönu Bergsdóttur þar eystra er markmiðið að ná fólki saman og undirbúa starfið næstu ár og huga að frekari að- gerðum, m.a. auknum tengslum við miðnefnd herstöðvaandstæð- inga, en hún sendir einn ræðu- mann til mótsins, Astriði Karls- dóttur. Fyrir þá sem ætla i Hallorms- staðaskóg er gott að vita að þeir verða að taka með sér tjald og nesti, hljóðfæri ef það er til og auðvitað baráttuanda og gott skap. Börnin eiga auðvitað að koma meö; þeim verður sinnt og þau munu leggja sinn skerf til kvöld- vökunnar. Þá er bara eftir að minna á kröfuna: Island úr Nato — herinn burt. —Ká Þjóðhátíð í Eyjum I Hallormsstaðaskóg!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.