Þjóðviljinn - 31.07.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.07.1980, Blaðsíða 1
MOWIUINN Fimmtudagur 31. júli 1980, 172. tbl. 45. árg. Urslitatilraun nú gerð í Luxembourg Afdrif Ameríku- flugs rádast þar „Toppa”’Uppsagnirnar vekja mikið umtal Jón Júliusson fékk viku til þess að rýma skrifstofu sina. í fyrradag héldu Sigurður Helgason for- stjóri og örn Ó. Johnson stjórnarformaður Flug- leiða til Luxemborgar þar sem framtið Atlantshafsflugs félags- ins verður væntanlega ráðin. Að þvi er blaðið hefur fregnað er erindi þeirra að gera úrslitatil- raun til þess að fá Luxemborgarmenn i samstarf um nýja félagsstofnun er hefði það að markmiði að taka við Atlantshafs- fiugi Flugleiða að mestu eða öllu leyti. Luxemborgarmenn munu vera tregir til sliks samstarfs, sérstak- lega I ljósi frétta um að verð- striðið á flugleiðinni yfir Atlants- hafið fari nú enn harðnandi. Flest félög á flugleiðinni fljúga hana með bullandi tapi, en þrátt fyrir það hafa félög eins og British Air- ways enn á ný tilkynnt stór- lækkun. SAS tapaði 100 milljónum sænskra á flugleiðinni sl. ár og telur sig þurfa 25% hækkun til þess aö sá leggur standi undir sér. Ýmsir samkeppnisaðilar stand- ast samkeppnina um minnkandi ferðamannastraum við skip og leiguflugfélög, og sé nauðugur einn kostur að lækka til þess að fjölga farþegum og auka þannig hagkvæmni. Hætt 1. október Af þessum ástæðum munu Luxemborgarmenn tregir til þes að koma inn i rekstur Flugleiða meö nýtt fjármagn. Verði ekkert af samningum i Luxemborg er taliö liklegt að tilkynnt veröi ein- hvern næstu daga að Atlantshafs- flug Flugleiða muni lagt niður frá og með 1. október. Frétt Þjóðviljans i gær um upp- sagnir Martin Pedersen og Jóns Júliussonar hefur vakiö mikla at- hygli. Hjá starfsmönnum fyrir- tækisins er engar upplýsingar að hafa og ekki einu sinni stjórn þess virðist vera kunnugt um þessar uppsagnir né heldur um ákvarð- anir varöandi umfangsmiklar breytingar á stjórnun félagsins. Toppunum tveim sem nú hafa fengið pokann sinn hjá Siguröi Helgasyni mun hafa verið gert að vera á brott úr skrifstofum sinum innan viku frá dagsetningu upp- sagnarbréfs. Ekki tókst að hafa samband við þá i gær, en þeir eiga báðir langan starfsdag að baki. Engir smákallar Martin Pedersen hóf störf hjá Loftleiðum 1. september 1947. Við sameiningu félaganna var hann gerður að framkvæmdastjóra markaðssviðs, sem tekur m.a. til viðskiptaþjónustu, söluskrifstofa i Reykjavik, fragtþjónustu, far- gjalda- og áætlanadeildar og þjónustu á Keflavikurflugvelli. Jón Júliussonhóf störf hjá Loft- leiðum 15. október 1955, en hann kenndi þá einnig við Menntaskól- ann i Reykjavik. Hann var starfs- mannastjóri Loftleiða i mörg ár og við sameininguna var hann gerður að framkvæmdastjóra stjórnunarsviðs, en það tekur til ráðninga starfsfólks, kynningar- mála, kjaramála, skrifstofu- stjórnar og lögfræðilegra mál- efna félagsins. Flugleiðum er nú skipulagslega Framhald á bls. 13 24 stiga hiti í Reykjavík i gær Olympiuhiti frá Sovét. „Það sem veldur þessum mikla hitaeróvenjulega vel staðsett hlý hæð yfir suðvesturströnd Noregs, sem beinir hlýju lofti frá Evrópu eða öllu heldur frá RUsslandi hingaö norðureftir til Islands. Eiginlega má segja að þetta sé olympiuhiti,” sagöi Trausti Eiriksson veðurfræðingur i sam- tali við Þjóðviljann i gær. Trausti sagði að veöurhorfur væru svipaðar fyrir daginn i dag, en þó mætti búast við að eitthvað drægi úr hitanum. 1 gær mældist allt að 24 stiga hita i Reykjavik og á Hveravöll- um og austur i sveitum mældist meiri hiti þegar hlýjast var. A Austurlandi var aðeins um 10 stiga hiti og þoka og eins var svalt vestantil við Húnaflóa. Trausti sagði að enn væri óvist með veðriö um verslunarmanna- helgina. „Það eru ýmsar blikur á lofti, og ljóst að ekki veröur jafn- hlýtt og var i dag, en gott veður samt þótt viða verði ótryggur þurrkur.” ig. Verulegur gjaldeyrir fer í bifreiðakaup: Flutt inn fyrir 12 miljarða fyrstu 6 mánuði þessa árs Fyrstu 6 mánuði þessa árs voru fluttar inn bif- reiðar fyrir nálægt 12 miljarða króna og er þá miðað við verð áður en tollar eru lagðir á bif- reiðarnar. Áður hefur komið fram i Þjóðvilj- anum að nær 50% fleiri fólksbifreiðar voru flutt- ar inn á fyrri hluta þessa árs en á sama tima í fyrra. Þessar tölur eru athyglisverðar i ljósi þess að Þjóðhagsstofnun spáir 40 miljarða við- skiptahalla i ár. Innflutningurinn á bifreiöum sundurliðast þannig að fólksbif- reiðar voru fluttar inn fyrir 7077,2 miljónir króna og þar af voru not- aöar fólksbifreiðar keyptar fyrir 108,6miljónir króna. Jeppar voru fluttir inn fyrir 607 miljónir; „station” bifreiðar fyrir 510 miljón og almenningsbifreiöar fyrir 199,7 miljónir. Þá voru vöru- bifreiöar keyptar fyrir 2335,3 miljónir króna og sendiferöabif- reiðar fyrir 540 miljónir. Að lok- um voru bifreiðar sem flokkaðar eru sem „aörar bifreiðir” keypt- ar fyrir 477,2 miljónir. Samtals gerir þetta innflutning er kostar þjóðarbúiö 11746,5 miljónir i gjaldeyri. Þvimábætaviðaðásiðasta ári var heildarbifreiðaeign lands- mánna 90,015 bifreiöar og þar af 82,142 fólksbifreiöar sem þýðir að tæplega 2,8 einstaklingar eru á hverja fólksbifreiö á landinu. Viö liggur að tvær fólksbifreiöar séu að jafnaði skráðar á hverja 5 manna fjölskyldu. — þm Póst- og símgjöld 9% hækkun Frá og með 1. ágúst hækka póst- og sima- Mikil fundahöld 99 Töluverð hreyfing er á samningamálunum Fulltrúar ASÍ rœddu við 3 ráðherra í gœrmorgun 99 Mikil fundarhöld eru fyrirhuguð i dag i tengslum við viðræður Alþýðusambandsins og Vinnumálasambands samvinnufélaga. Klukk- an 10 f.h. koma viðræðu- nefndir þessara aðila saman til fundar, en eft- irhádegi verður fundur i 43 manna að samninga- nefnd ASí og jafnframt kemur stjórn Vinnu- málasambandsins sam- til fundar siðdegis. an Fundur ASI og Vinnumálasam- bandsins stóð i um 6 tima i gær og eftir fundinn sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSl að hann teldi töluverða hreyfingu vera nú á málunum, þó enn væri ekki séð fyrir lausn málsins. Snorri Jónsson forseti ASÍ sagöi einnig að talsvert hefði miöað I rétta átt á fundinum i gær. Fulltrúar frá ASl áttu I gær- morgun viðræöur við 3 ráðherra, þá Gunnar Thoroddsen forsætis- ráöherra, Svavar Gestsson félagsmálaráðherra og Tómas Arnason viðskiptaráðherra og voru ráðherrunum kynnt þau atriði sem ASl hefur I sinni kröfu- gerð og snerta ýmsa félagslega þætti svo sem varðandi fæðingar- orlof og atvinnuleysistryggingar. Engin efnisleg afstaða var tekin á fundinum. — þm gjöld um sem næst 9% i samræmi við niðurtaln- ingarmörk rikis- stjórnarinnar. í frétt frá Pósti og sima segir að helstu breytingar á sima- gjöldum verði sem hér segir: Stofngjald fyrir sima hækkar úr kr. 71.400 i kr. 78.000 og sim- notandi greiðir fyrir talfæri og uppsetningu tækja. Gjald fyrir umframskref hækkar úr kr. 26,60 I kr. 29,00, afnotagjald af heimilissima á ársfjórðungi hækkar úr kr. 12.100 i kr. 13.200, venjulegt flutningsgjald milli húsa á sama gjaldsvæöi hækkar úr kr. 35.700 i kr. 39.000. Við gjöld þessi bætist söluskattur. Helstu breytingar á póst- burðargjlildum eru þær, að' burðargjald fyrir almennt bréf 20 gr. innanlands og til Norðurlanda hækkar úr kr. 140 i kr. 150, til Evrópu úr kr. 160 í kr. 180 og fyrir bréf i flugpósti til landa utan Ev- rópu úr kr. 290 i kr. 320; gjald fyrir póstávisanir innanlands og til Norðurlanda hækkar úr kr. 320 i kr. 350.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.