Þjóðviljinn - 19.08.1980, Page 1

Þjóðviljinn - 19.08.1980, Page 1
UÚÐVIUINN Þriðjudagur 19. ágúst 1980 —187. tbl. 45. árg. I-------------------------1 : Viðtöl, frásagnir ogmyndir ■ af Heklugosinu á bls. 3, 8, ! 9 og 13. Annáll Hekluelda er á bls. 7. Hekla bókstaflega logafti enda á milli á nœrri 6 km langri sprungu, þegar blaöamenn Þjáðviljans flugu yfir eldfjaliiö stuttu eftir aö gosið hófst á sunnudaginn. Gosmökkurinn komst I 50 þús. feta hæð þegar gosiðstóösem hæst um miðjan dag á sunnudag. Á myndinni sést logandi gossprungan sem klauf fjallið að endilöngu og dökkur reykjamökkur stigur til himins en ijósi mökkurinn til vinstri er uppgufun af snjóbráð. —lg./eik. Flúormagn i gróðri Yfir hættu- mörkum Komið hefur I ljós, aö flúor- magn i þeim grassýnishornum, sem mæld hafa veriö eftir aö Heklugosiö hófst, hefur reynst allverulega yfir hættumörkum, aö þvi er Gunnar Ólafsson sérfræöingur hjá Rannsókna- stofnun landbúnaöarins sagöi Þjóðviljanum i gær. Samstarfsnefnd rannsókna- stofnana um flúorrannsóknir hefur annast mælingarnar, en hana mynda Iöntæknistofnun Islands, Rannsóknarstofnun landbúnaöarins og Tilraunastöö Háskólans i meinafræöi aö Keldum. Flúormagniö hefur reynst frá 700-3000 milligrömm I hverju kilói eöa áþekkt þvi sem var i öskunni i Skjólkviagosinu fyrir 10 árum. Ástæöa er til aö benda á, aö enn hafa aöeins fá sýnishorn veriö rannsökuö. Þau eru úr Þjórsár- dal, Kerlingafjöllum og Skaga- firöi. Ráöstafanir hafa veriö geröar til aö setja upp sérstakar sýnatökustöövar til aö fylgjast reglulega meö þvi hvernig flúor- magn i gróöri breytist eftir þvi, sem lengra liöur frá gosi. Gera má fastlega ráö fyrir þvl aö hætta sé á eitrunaráhrifum hjá búfé á öskumenguöu landi og þá ekki sist I afréttum. Liklegt er aö fé geti veriö þar I hálfgeröu svelti og renni þvi til byggöa. En þar sem flúormengun getur valdiö doöa kann svo aö fara, aö ein- hverjar ær komist ekki aöstoöar- laust til byggöa. Leitarmenn ættu þvl aö hafa meö sér kalkmeöal og dælur. Hyggilegt er og aö hafa meö sér hey handa gangna- hestum. Ráölegast er aö hafa mjólkurkýr á gjöf á þeim bæjum, þar sem öskufall hefur veriö verulegt, þar til flúormagn I grasi hefur lækkað. Hættulaust er aö neyta afuröa af búfé á öskufallssvæöinu. En kálmeti, ber, fjallagrös og þviumlikt þarf aö þvo vel áöur en þess er neytt. Rennandi vatn er einnig hættulaust en varast skyldi kyrrstætt vatn úr pollum og tjörn- um og vatn af þökum á öskufalls- svæöinu. Fylgst veröur reglubundiö meö flúormagni I gróöri og breyt- ingum á þvi á næstu dögum. -mhg. Sveinn Runólfsson landgrœdslustjóri: Gífurlegar gróður- skemmdir Ljóst er nú oröiö aö gróöur- skemmdir af völdum ösku- og vikurfalls eru gifurlegar og miklu meiri en menn óraöi fyrir, sagði Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri I samtali viö Þjóöviljann um kl. 9 i gærkvöldi en hann var þá nýkominn úr ööru yfirlitsflugi með landgræðsluvélinni Páli Sveinssyni sem fariö var I gær. Sveinn sagöi aö aldrei heföi veriö hægt aö kanna hversu langt noröur skemmdirnar ná en gifur- legt flæmi væri alveg svart. Landmannaafréttur hefur lent mitt I gosmekkinum en þó aö skemmdimar séu miklar er hann ekki alveg ónýtur. Þjórsárdalur ogBúrfellssvæðiö hafa sloppiö aö Framhald á bls. 13 Heklugos hófst laust eftir klukkan eitt sl. sunnudag. Ekki ber heimildum saman um nákvæma timasetningu eöa þaö hver fyrstur sá reykbólstra stlga. til himins. Gosiö minnir mjög á fyrri Heklugos, þaö hófst meö þvi aö glgur opnaöist efst en siöan myndaöist sprunga eftir fjalls- hryggnum endilöngum, rúmlega 5 km aö lengd. Fyrstu klukku- stundirnar kom upp mikil aska og gosmökkurinn steig allt aö 50 þús. fet til himins. Miklar drunur heyröust og sprengingar sáus® Engu var llk- ara en aö stööugt væru aö mynd- ast nýir gigar þegar hrauniö rann niöur hliðarnar meö miklum gný. Gosiö I Heklu geröi ekki boð á undan sér, en fregnir herma aö örlitilla jaröhræringa hafi oröið vart á Laugavatni um hádegisbil- iöígær.Suövestanátt vará ogféll gosmölin og askan þvi yfir svæðiö kringum orkuverin viö Sigöldu og inni á afréttum.í gær var vegum lokaö inn aö Búrfelli, enda orönir illfærir vegna vikurs. Fregnir bárust af sauöfé sem var á svæö- inu, oröiö grátt i ull á beitarlausu landi. Strax og fréttist um gosið tók fólk aö streyma austur fyrir fjall og var stanslaus umferö i bdöar áttir langt fram á nótt. Veginum var lokað viö Galtalæk, enda bar áhorfendum saman um að þaöan sæist best til gossins og ekki taliö óhætt aö hleypa fólki nær gosinu til aö byrja með. Þaö var nokkuö þungskýjaö fram eftir degi og sást þvi sprungan illa, en þegar skyggja tók komu eldarnir vel i ljós og voru tignarlegir á aö lita. Enn er allt of snemmt aö spá nokkru um lengd þessa goss en jaröfræöingar telja aö þaö veröi ekki mjöglangt. I samanburöi viö gosiö 1947 er þetta gos heldur kraftminna, en gosiö 1947 stóð I um þaö bil ár. Þúsundir fjar a ösku- svædinu Smölunin gekk vel i gœr „Ég geri alveg ráö fyrir tjóni á fé á afrétti, þaö er hrein tilviljun ef svo er ekki”, sagði Sigurjón bóndi á Galtalæk I gærmorgun áður en lagt var á Holta- og Land- mannaafrétt til smölunar. Á af- réttinum sem aö mestu er kominn undirösku var vitaöum á fimmta þúsund fjár og var það illa leikið, sárfætt og aumt. Áska sat i uil og vitum og var féð dauft og ringlað. Smalamennskan gekk þó vonum framar og tókst aö ná um þúsund fjár til byggða i gær. Var féö allt flutt á bilum enda átti þaö erfitt um gang. Smölun veröur haldiö áfram næstu daga enda ljóst aö féö þraukar ekki lengi viö þær aö- stæöur sem nú eru á afréttinum. Um hádegisbil i gær varö ljóst aö stærsti hluti Holta- og Land- mannaafréttar var undirlagður allt aö 30 sentimetra þykku ösku- lagi og þviónýtur meö öllu. Verö- ur ekki beitt þar næstu áratugina, enda hvergi stingandi strá aö sjá á þessum áöur iöagrænu völlum sem Landgræöslan hefur ræktað af kappi undanfarin ár. Samfelld- asta og besta haglendiö I Sölva- hrauni er nú kolsvört eyöimörk, sömu sögu er aö segja um Vala- fell, en noröar og þó sérstaklega austar á afréttinum er útlitiö skárra. Fyrir ofan afréttinn er grunnt öskulag á mjóu belti. A afrétti Hrunamanna var út- litiö mun betra, syösti hlutinn næst byggöinni hefur sloppiö að mestu en noröar er 2ja til 4ra millimetra þykkt öskulag. Þar er þvi hætta á flúormengun en féö rennur nú suöur til byggöa. Ætla Hrunamenn aö doka viö áöur en þeir fara aö smala en göngum og réttum verður þó áreiðanlega flýtt. Bændur næst gosstöövunum vita þvi hvaö þeir hafa aö gera næstu dagana, en auk smala- mennskunnar sem veröur helsta verkefniö, er lagt kapp á aö koma þvi heyisem enn liggur flatt I hús, áöur en aska leggst I þaö og eyöi- leggu*-. Horfurnar á þvi aö vel takist um þessar björgunaraö- geröir eru háöar framvindu goss- ins og veöurfarinu, en hvessi á af- réttinum óttast menn aö askan setjist i skafla og geri fénu og smölum enn erfiöara um vik. — AI —ká Féö leitaði yfir brúna á Tungná en austan árinnar var allt kolsvart á að lita en grænir blettir i hlfðinni handan hennar. Ljósm. gel.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.