Þjóðviljinn - 19.08.1980, Síða 2

Þjóðviljinn - 19.08.1980, Síða 2
2 SIDA — ÞJÓÐVILJINN ÞriftjHdagur 19. ágúst 1980 LÖGTÖK Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöld- um: Áföllnum og ógreiddum skemmtana- skatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, sölugjaldi fyrir april, mai, og júni 1980, svo og nýálögðun við- bótum við söluskatt, lesta- vita- og skoð- unargjöldum af skipum fyrir árið 1980, skoðunargjaldi og vátryggingaiðgjaldi ökumanna fyrir árið 1980, gjaldföllnum þungaskatti af disilbifreiðum samkvæmt ökumælum, almennum og sérstökum út- flutningsgjöldum, aflatryggingasjóðs- gjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. 15. ágúst 1980. Lausar kennarastöður við Hjúkrunarskóla Ísíands Um er að ræða tvær stöður hjúkrunar- kennara i hjúkrun sjúklinga á lyf- lækninga- og handlækningadeildum. Fullt starf er æskilegt, en hálft starf kemur til greina. Barnaheimili á staðnum. Upplýsingar veitir skólastjóri. Umsóknir sendist til menntamálaráðuneytisins, verk- og tæknimenntunardeild. Lóðaúthlutun ^ í Keflavík Bygginganefnd Keflavikur óskar eftir umsóknum i einbýlishúsalóðir i Heiðar- hverfi, 4. áfanga. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Skilafrestur er gefinn til 15. september 1980. Byggingafulltrúi Alþýðubandalagið í Kópavogi SUMARFERÐ Farið verður að Veiðivötnum og i Jökulheima helgina 23. og 24. ágúst. Lagt af stað frá Þinghól kl. 8.30 stundvislega á laugardagsmorgun. Árdegis á sunnudag verð- ur svo farið i Jökulheima og áætlaður komu- timi að Þinghól kl. 21. Þátttakendur hafi með sér nesti og viðlegubún- að en möguleiki er á að fá skálapláss. Leið- sögumaðúr verður Gisli Ól. Pétursson. Farmiðar verða seldir i Þinghól mikvikudag- inn 20. og fimmtudaginn 21. ágúst kl. 18.30-21. Upplýsingar hjá Lovisu Hannesdóttur simi: 41279 og Gisla Ól. Péturssyni i sima: 40384. Ferðanefnd. Dilkakjötsalan Minni en í fyrra Framleiðsluráð mótmœlir ásökunum um rangar birgða- og söluskýrslur Vegna ásakana í blöðum að undanförnu um rangar birgða- og söluskýrslur hefur Framleiðsluráð landbúnaðarins sent fjöl- miðlum skýrslu um sölu dilkakjöts á öllu landinu eftir mánuðum árin 1978 og 1979. Sömuleiðis skrá yfir söluna fyrstu 6 mánuði þessa árs. Þá fylgir og skrá um sölu dilkakjöts frá heildsölu SIS/ Sláturfélags Suðurlands og Kaupfélagi Suðurnesja fyrir sömu mánuði og ár, en þetta eru þeir aðilar, sem selja kjöt- ið í Reykjavik og á Reykja- nesi. Samkvæmt upplýsingum Framleiösluráös var heildarsala dilkakjöts á öllu landinu fyrstu 6 mánuöi þessara þriggja ára sem hérsegir: 1978: 3.621.913 kg, 1979: 4.720.997 kg, 1980: 3.764.226 kg. Þvi er miöað hér viö fyrri hluta áranna aö skýrslur um heildar- söluna á þessu ári ná enn ekki lengra. Salan i Reykjavik og á Reykja- nesi fyrstu 6 mánuöi fyrrgreindra 3ja ára var þessi 1978: 2.408.563 kg, 1979: 3.033.620 kg. 1980: 2.591.702 kg. Framleiösluráö bendir á, aö löggiltir endurskoöendur staö- festi alla sölureikninga og birgöa- skýrslur hverju sinni. Rikisend- urskoðunin yfirfer niöurgreiöslu- reikninga og ber saman viö birgöaskýrslur. Asakanir um rangar birgöa- og söluskýrslur hljóta þvi að beinast aö þessum aöilum ekki siöur en sláturleyfis- höfum, segir Framleiðsluráö, og bætir viö, aö þessar ásakanir hljóti þvi að skoöast sem mark- leysa ein og ættu þeir, sem hafa borið þær fram, aö biöjast opin- berlega afsökunar. —mhg Norrænir rádherrar þinga í Reykjavík í gær hófst i Reykja- vik tveggja daga fundur heilbrigðis- félags- og tryggingaráðherra á Norðurlöndum en slikir fundir eru haldnir ár- lega i löndunum á víxl. Á siðasta ári var fundur- inn haldinn i Tampere i Finnlandi. Af Islands hálfu situr Svavar Gestsson, heilbrigðis- og félags- 21. ágúst á Akureyri Samtök herstöðvaandstæð- inga á Akureyri hafa boðað til fundar að kvöldi 21. ágúst n.k., en þá eru 12 ár liðin frá innrásinni í Tékkóslóvakiu. A fundinum veröa flutt ávörp og menningarefni veröur á boðstól- um, auk kaffiveitinga. Þá hafa samtökin i bigerð aö vekja at- hygli á ástandinu i Tékkóslóvakiu og Afganistan meö aögerðum daginn eftir, 22. ágúst. málaráöherra fundinn, en er- lendu ráöherrarnir eru Ritt Bjerregaard, félagsmálaráö- herra Danmerkur, Henning Ras- mussen innanrlkisráöherra Dan- merkur, Sinikka Luga-Penttila, heilbrigðis- og félagsmálaráö- herra Finnlands, Katri-Helena Eskelinen aöstoöarráöherra hans, Arne Nielsen félagsmála- ráðherra Noregs, Karin Söder, félagsmálaráöherra Sviþjóöar og Elisabeth Holm aöstoöarráö- herra hennar. Auk ráöherranna sitja fundinn embættismenn hinna ýmsu ráöu- neyta svo og aðilar frá skrifstof- um norrænu ráöherranefndarinn- ar i Oslo, þ.á.m. aðalritarinn Hans Kuhne. Fundarmenn eru milli 60 og 70 talsins og veröur Páll Sigurösson ráöuneytisstjóri, framsögumaöur. I dag heldur félags- og um- hverfismálanefnd Noröurlanda einnig fund hér á landi og verður m.a. rætt um nýjan norrænan samning um almannatryggingar, tillögu um sameiginlegan vinnu- markaö fólks á Noröurlöndum sem vinnur I heilbrigöisþjónustu og áætlun um norræna samvinnu á sviöi heilbrigðis- og félagsmála. 1 norrænu félags- og umhverfis- málanefndinni sitja alþingis- mennirnir Matthias A. Mathiesen og Pétur Sigurðsson af Islands hálfu og heldur nefndin fund meö ráöherrunum i dag. Hljóöfæri eftir Tuma Magnússon Sýna á ísafirði Þessa dagana stendur yfir sýn- ing i bókasafni Isafjarðar. Þeir sem sýna eru Jón Sigurpálsson og Tumi Magnússon. Þeir hafa báöir stundaö nám viö Myndlista- og handiöaskóla íslands og einnig i Hollandi. Báöir vinna aö ein- hverju leyti meö tónlist og eru verkin bæöi þriviöir hlutir og teikningar. Sýningin er opin frá 16-22 daglega. Skólastjóradeilan í Grundarfírði Vegna greinargerða Birgis Guðmundssonar kennara i Grundarfiröi i Sunnudagsblaði Þjóöviljans og reyndar viðar, er vert að kynna málið örlitið. Birgir þessi gegnir nú embætti yfirkennara grunnskólans i Grundarfiröi i forföllum skóla- stjórafrúarinnar Guör. Ag. Guö- mundsdóttur, sem talin er af öll- um Grundfiröingum og kennur- um, er til þekkja,afburöa kennari. En þau hjón eru nú i ársorlofi. Fáránlegt er aö segja að menntamálaráöherra hafi ekki treyst sér til neinna aögeröa i málinu. Menntamálaráöherra, Ingvar Gislason, hefur nú þegar tekið þá einu réttu afstööu sem hægt var. Þar sem allar ákærur á stjólastj. voru eintómar óhald- bærar dylgjur, s.s. um „privat” lif hans, hann er ásakaöur fyrir óstjórn á skólanum, sem er alrangt og gefur mjög villandi upplýsingar. Nær heföi veriö aö ásaka hann um ofstjórn. Svo dæmi séu tekin má nefna aö inni- vera i friminutum var bönnuö en er nú frjáls. Undir hans stjórn var „straffaö” harölega fyrir reykingar. Skapaöi þaö óánægju nokkurra foreldra en meirihluti foreldra var þessu hlynntur. Ótal margt fleira mætti nefna sem frekar flokkast undir ofstjórn en óstjórn. Aörar ákærur eru i sama dúr. Meö ofanrituöu er ég ekki aö halda þvi fram aö skólastj. Orn Forberg sé gallalaus, siöur en svo, hann hefur marga galla.rétt eins og ég og aörir. Ég vil taka þaö fram I þessu sambandi aö ég þekki ekki nokkra kennara sem nú eru I Grundarfiröi. Einnig vil ég upplýsa það aö 4-6 kennarar i Grundarfiröi sem aldrei hafa starfaö undir hans stjórn og jafnvel aldrei séö hann neita nú aö kenna undir hans stjórn. Hvaö er aö gerast I Grund- arfirði? Hver stendur á bak viö þetta? Aöurnefndur Birgir segir i Dag- blaöinu að nefndir kennarar: „hafi svo margt i kringum sig til ab byggja afstöðu sina á”. Hvaö á hann viö? A hann e.t.v. við börn- in-nemendurna sem byrjuö voru að safna undirskriftum gegn skólastj. Erni Forberg. Þaö var ljótur leikur, ef satt er. Undirritaður hefur starfað i 11 ár meö skólastjórahjónunum i Grundarfiröi, m.ö.o. lengst allra kennara. Eftir langa og sérlega góöa viö- kynningu mlna af Grundfiröing- um, eftir langa búsetu.vil ég ekki trúa þvi aö þeir láti þetta viö- gangast. A ég þar viö aðferðina sem beitt er, þ.e.a.s. hvers vegna var þessum ofsóknum gegn skólastjórahjónunum ekki beitt áður en þau fóru til Danmerkur og gátu svaraö fyrir sig, mér finnst þaö lúalegt. NB. Ég segi skólastjórahjónunum þar sem maður og kona eru eitt. KarlH. Björnsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.