Þjóðviljinn - 19.08.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.08.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 19. ágúst 1980 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: tJtgáfufélag ÞjóBviljans Framkvemdastjóri: Eiöur Bergmann Riutjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Olafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. > Auglýsingastjóri: Þorgeir ölafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaós: Þórunn Siguröardóttir Rekstrarstjóri: Olfar Þormóftsson Afgreiftslustjóri: Valþór Hlöftversson Blaftamenn: Álfheiftur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guftjón Friftriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. iþróttafréttamaftur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvörftur: Ey jólfur Arnason. Auglýsingar: Sigríftur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :Guftrún Guftvarftardóttir. Afgreiftsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Sigurftardóttir. Simavarsia: ölöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárftardóttir. Húsmóftir: Jóoa Sigurftardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. " Otkeyrsla: Sölvi Mágnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiftsla og auglýsingar: Sfftumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaftaprent hf. Og samt er það sama fólkið <gf Við (slendingar búum í landi andstæðna. Það sem af er þessu ári hefur tíðarfar verið með eindæmum gott mjög viða um land og náttúran leikið við fólk og fé. En skyndilega,óvænt og án alls fyrirvara opnast Heklugjá. Okkar kunnasta eldf jall þeytir eldi og eimyrju yfir ná- grennið og enginn veit hvaða skaða öskufall og hraun- rennsli kann að valda áður en kraftar f jallsins komast í jafnvægi á ný. 0 Þannig hefur land okkur löngum fyrr og síðar lagt oKkur til strítt með blíðu og mun svo enn verða. 0 Trúlega hafa fáir átt von á Heklugosi nú svo skammt er um liðið síðan jarðeldur var þar síðast laus. Á síðari öldum hafa yfirleitt liðið um það bil 100 ár milli gosa í Heklu sjálfri og telja jarðf ræðingar að Heklugosið nú sé trúlega það 15. í röðinni á 11 alda skeiði, frá upphafi is- landsbyggðar. Þess utan hefur gosið nokkrum sinnum í næsta nágrenni Heklu og er skemmst að minnast Skjól- kvíagossins fyrir áratug. Aldrei f sögunni mun svo skammur tími hafa liðið milli gosa á Heklusvæðinu sem nú, aðeins 10 ár f rá gosinu í Skjólkvium og ekki nema 32 ár frá stórgosi í Heklu sjálfri. Með tilliti til þess hvað skammt er um liðið frá síðasta gosi, má e.t.v. gera sér þær vonir að gos það sem nú er hafið lendi í röð minni Heklugosa, þar sem þau gos haf a oft verið skæðust, sem lengst hafa látið bíða eftir sér. — Um þetta verður þó að sjálfsögðu ekkert fullyrt af jarðvísindamönnum og því siður af leikmönnum i fræðum þeim. 0 Sagan sýnir, að hér á landi má vænta eldsumbrota einhvers staðará landinuá svosem 5 ára fresti, en mörg eru þau umbrot minniháttar. Síðustu 20 árin hefur eld- virknin verið öllu meiri en áratugina næst á undan: öskjugosið 1961, Surtseyjargosið 1963-1967, Vestmanna- eyjagosið, sem hófst 1973, Kröflueldar og svo loks nýtt Heklugos. 0 „Fjör kenni oss eldurinn", sagði Bjarni Thoraren- sen, sem fæddur var í lok Móðuharðinda, og kann mörgum, sem lifir í vellyst nútíðar að þykja hörð kenn- ing. En hversu margfalt betur erum við þó i stakk búin til að mæta nokkrum skell af völdum náttúru landsins heldur en fyrri tíðar menn, sem hér þokuðu lífinu fram flestir með tvær hendur tómar. Og víst er um það að sjaldan verður samkenndin sterkari, en þegar áföll dynja yf ir. Tjón af völdum náttúruhamfara verður sam- félagiðalltað bera,einn fyrir alla og allir fyrir einn. • Vart getur tvær ólíkari myndir en bílalestina, sem hlykkjaðist um þjóðvegi Suðurlands í áttina til og frá Heklu í góöviðrinu á sunnudaginn var og svo hins vegar það hungraða tötrafólk, sem þokaðist troðninga landsins þessar sömu slóðir i Móðuharðindum Skaftárelda fyrir tæpum 200 árum. Það eru ekki aðeins tvær aldir, sem skilja að þessa tvo ólíku hópa, heldur einnig flest það sem greinir örbirgð frá auðsæld. — Og samt er þetta sama fólkið. Þau urðu við, og við vorum þau. Því ætti fólkið i bílalest sunnudagsins síst að gleyma. Meðan við munum og virðum það nakta líf sem hér reyndist,á fyrri tíð þrátt fyrir allt, sterkara en dauðinn í nauðum elds og allri áþján, þá munum við þola öll Heklugos stór og smá. • Fari hins vegar svo að við gleymum sjálfum okkur, gleymum lífi þeirra kynslóða sem tómhentar lærðu að búa við þetta land, og héldu velli þótt þær féllu, — þá mun skammt í endalokin, þá mun íslensk þjóð ekki lifa lengi í þessu landi, jaf nvel þótt Helka og allar eldstöðvar landsins aðrar leggist í langan dvala. • „Drambsemin sté upp, sem ávallt er fallinu næst", segir Jón Steingrímsson þegar hann ræðir velsældarárin næstá undan Skaftáreldum. — Vonandi höfum við ekki miklast svo af velsæld okkar að f all sé á næsta leiti. 0 Island er samt við sig og við skulum ekki biðja um það öðru vísi, — því hvað sagði ekki Jónas við Pál Gai- mard: „Þú stóðst á tindi Heklu háum og horfðir yfir landið f ríða... En Loki bundinn beið í gjótum bjargstudd- um undir jökulrótum. — Þótti þér ekki (sland þá yfir- bragðsmikið til að sjá?" • Landið er yf irbragðsmikið. Vonum enn að það setji svip sinn á fólkið. — k. Klrippt ! Yfirlýsing fyrir | annars hönd I Þaö viröist ekki eiga af Sjálf- I' stæöisflokknum aö ganga. Nú er þvi lýst yfir i Morgunblaöinu á sunnudaginn var aö Gunnar Thoroddsen, varaformaöur I' flokksins og forsætisráöherra, ætli ekki aö styöja flokkinn i næstu kosningum, veröi Geir Hallgrimsson áfram formaöur. IEkki er þaö nú Gunnar Thoroddsen sjálfur sem lýsir þessu yfir, heldur annar maöur. — Og hver skyldi þaö nú vera? IEnginn annar en Björn Bjarnason, pólitiskur aöstoöar- maöur i forsætisráöuneytinu f meöan Geir Hallgrlmsson Igegndi þar störfum og aö þvÞ best er vitaö enn i dag helstur pólitiskur ráögjafi Geirs. , Meö öörum oröum, þaö er Italsmaöur Geirs Hallgrimsson- ar, sem lýsir þvi yfir, aö Gunnar Thoroddsen muni ekki styöja , Sjálfstæöisflokkinn framar, Inema skipt sé um formann!! En er þá þessi „rödd hús- bónda sins”, Björn Bjarnason , aö bjóöa upp á formannsskipti i ISjálfstæöisflokknum. — Nei fjarri fer þvi, öll greinin gengur I rauninni út á þaö aö „sannir” ( Sjáifstæöismenn láti sko ekki IGunnar Thoroddsen segja sér til um eitt eöa neitt, viö þann mann eigi enga samninga aö gera. , Þaö er sjaldgæft, aö talsmaö- Iur eins flokksformanns taki sig til og lýsi þvi opinberlega yfir aö varaformaöur sama flokks ætli , alls ekki aö kjósa flokkinn i Inæstu kosningum, og þaö án alls umboös frá varaformanninum. Ólíkt hafast þeirað S Sjálfur hefur Gunnar Thoroddsen hvergi látiö aö þvi liggja aö hann hygöist hætta stuöningi viö Sjálfstæöisflokk- inn, þvert á móti hefur hann viöa að undanförnu fariö fögr- um oröum um vilja sinn til sátta innan flokksins, en látiö á sér heyra aö líklega yröu þeir báöir aö vlkja, hann og Geir Hall- grimsson, ef sættir ættu aö tak- ast innan flokksins. En svar þeirra Geirs Hall- grimssonar og Björns Bjarna- sonar viö þessu tali Gunnars kemur skýrt fram i grein Björns I Morgunblaðinu á sunnudaginn. Meö þvi aö lýsa þvi þar yfir, aö Gunnar ætli ekki einu sinni aö kjósa þann flokk sem hann er þó varaformaöur fyrir, þá eru þeir félagar, Björn Bjarnason og Geir Hallgrlmsson, aö segja Gunnari Thoroddsen svo skýrt sem verða má, aö honum sé sæmst aö hypja sig úr stássstof- um Sjálfstæðisflokksins, — þar eigi hann ekkert erindi lengur. Skóggangssök IMaöur sem kýs ekki þann flokk sem hann er varaformaö- 1 ur fyrir er auövitaö ekkert Iannaö en vargur i véum I þeim flokki. Þaö vita þeir Björn Bjarnason og Geir Hallgrims- I' son aö lesendur Morgunblaösins skilja mæta vel, og þarf ekki út- skýringar. Gunnar Thoroddsen hefur I' marga hildi háö og ersjálfsagt ekki uppnæmur fyrir smámun- um. Sagt er aö hann eigi enn margvisleg itök i völundarhúsi I' Sjálfstæöisflokksins og því of snemmt aö spyrja um úrslit.fyrr en aö leikslokum. Gunnar Thoroddsen hefur I' reyndar leyft sér að spá þvi opinberlega aö Sjálfstæöisflokk- urinn muni tapa fylgi veröi Geir áfram formaöur, og þótti eng- I um mikiö! Fleirum hefur vist | dottiö eitthvaö svipaö i hug. Skulu bræöur berjast? Björn Bjarnason: Gunnar kýs ekki flokkinn Sverrir Hermannsson: Til vopna En heföi nú ekki veriö hyggi- legra, eöa þó a.m.k. drengilegra fyrir þá Björn og Geir, aö láta varaformann Sjálfstæöisflokks- ins um þaö sjálfan aö segja til hvort hann styddi sinn eigin flokk eöa ekki? — En nú er þaö ekki iengur Gunnar Thorodd- sen, forsætisráöherra, sem ákveður þaö hvort hann styöji þann flokk, sem hann hefur starfaö fyrir i 50 ár. Þaö eru aörir sem ákveöa þaö fyrir hann og þeirra ákvöröun er sú aö þessi voöamaöur megialls ekki styöja Sjálfstæöisflokkinn þótt hann gjarnan vilji. Hann skal stimplaöur vargur I véum, sek- ur skógarmaöur, óalandi og óferjandi um allt hiö viðlenda riki þess flokks, sem hann þó er varaformaöur fyrir. Óneitanlega minna svona fyrirfram yfirlýsingar um þaö, aö varaformaöur Sjálfstæöis- flokksins ætli ekki aö styðja sinn eigin flokk, dálitiö hastarlega á aödraganda ýmsra annarra flokkshreinsana á öörum stöö- um I veröldinni. Ekki er vist hvernig „sönnum” Sjálfstæöis- mönnum list á blikuna þegar til slikra vopna er gripið. Til vopna „Til vopna” — jú reyndar skrifaöi einn ákafasti andstæö- ingur Gunnars Thoroddsen grein meö þvi nafni I kjördæma- blaö Sjálfstæöisflokksins á Austurlandi nokkru fyrir alþingiskosningarnar s.l. vetur. Og heföi vist ekki staðiö á út- ieggingunum i Morgunblaöinu ef svo hroöalegt oröbragö heföi veriö uppi haft hér i Þjóöviljan- um. Þessi vopnaglaöi þingmaö- ur Sjálfstæöisflokksins var auö- vitaö Sverrir Hermannsson, sem um sinn hefur staöið fyrir prýöilega menntuöu einveldi hjá Framkvæmdastofnun rikis- ins. Sverrir var þarna aö taka út -------------09 forskot á sælu leiftursóknarinn- I ar, þar sem allt átti aö skera , niður viö trog nema völd Sjálf- ■ stæöisflokksins og gróöa I braskaranna. 1 þessari grein sinni segir, Sverrir Hermannsson orðrétt ■ þann 19. okt. s.l.: „I væntanleg-1 um kosningum veröur vitanlega | kveöinn upp dómur yfir nú- • verandi rikisstjórn (stjórn Ólafs | Jóhannessonar), og þeim flokk-1 um, sem hana hafa myndaö. Sá | dómur hlýtur aö veröa mjög á • einn veg.' Formælendur mun I hún eiga fáa. En þaö er Sjalf-1 stæöisflokknum ekki nóg. Sjálf-1 stæöisflokknum, sem hlýtur aö ■ taka viö forystu (!) um stjórn * landsins aö kosningum loknum,! ber aö kappkosta aö kjósendur | taki um leiö afstööu til þjóö- ■ málastefnu flokksins. Fyrir þvi I ber brýna nauösyn aö hann birti I stefnu sfna öllum almenningi á I einfaldan og auöskilinn hátt og ■ dragi ekkert undan.” Beinskurður á ! degi dómsins Og siöar i þessari sömu grein , segir þessi postuli komandi ■ leiftursóknar, — „Bein- I skera veröui niöur alla fjárfest- I ingu svo aö braki i hverju , tré”? Já, ekki var vist til einskis I gripiö til vopna eöa hvaö.þarna I | skammdeginu? Eöa hafa , vopnin snúist I höndum manna? ■ Er þaö máske Sjálfstæöis- I flokkurinn sem veriö er aö bein- I skera? , Nú eru kosningar afstaönar ■ fyrir mörgum mánuöum, og I hvaö skildi Sverrir Hermanns- | son nú hafa aö segja i nýjasta , tölublaöi af málgagni Sjálf- ■ stæöisflokksins á Austurlandi? I Skildi þar vera boöskapur um | sættir I Sjalfstæðisflokknum, ■ eöa máske meiri beinskuröur I innan dyra og utan? Viröum I fyrir okkur vopnaburöinn. | Sverrir segir orörétt: „Hryggi- • legast fyrir Sjálfstæöismenn er I þó sú staöreynd aö i bland við 1 þessi stjórnartröll skuli vera aö I finna menn úr þeirra rööum. * Meira aö segja menn sem J forystu höföu um stjórnar- I myndunina (Gunnar Thorodd- I sen),og skeyttu ekki um skömm * né heiöur I trylltri valdafikn J sinni. Þaö eru dýr kaup, aö I kaupa völd viö æru sinni. En svo I liggur hver sem hann hefur lund * til.” Þetta voru orö Sverris I Hermannssonar og fer vist ekk- I ert á milli mála aö vopn blika ■ þar viö himin á degi bein- . skuröarins i húsi Sjálfstæöis- I flokksins. Þaö segir máske ekki stórt, aö , Sverrir Hermannsson láti slik ■ orö frá sér fara. Hitt segir I meira, aö einmitt orö Sverris I um ærusöluna voru endurprent- , uö meö velþóknun i ritstjórnar- ■ pistlum Morgunblaösins tveim I dögum áöur en Björn Bjarnason | lýsti þvi yfir i sama blaöi, aö • Gunnar Thoroddsen ætlaöi ekki ■ (mætti ekki) aö kjósa Sjálf- I stæöisflokkinn. Þegar svona hefur hitnaö i • kolum jafngilda allar sættir I svikum aö dómi þeirra sem I hæst bera vopnin. —k. I sKorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.