Þjóðviljinn - 19.08.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.08.1980, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 19. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIOA 13 Öskubeltíd umMid-Nordurland Gosiö séö úr lofti á sunnudag. Ljósm. —eik. Svo virðist sem meginútlinur öskufallssvæöisins norðan jökla séu, að vestanverðu um Hvera- velli, norðaustur yfir Eyvindar- staðaheiði, um framanverðan Blöndudal og Skagafjörö en að austan um Suöur-Þingeyjarsýslu, vestanverða. Þessa þóttist blaöa- maður veröa áskynja af viðtölum við nokkra menn i Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjarsýslum I gær. Gisli Pálsson, bóndi á Hofi i Vatndal hvað einskis öskufalls hafa orðið vart þar. Hann setti út disk i gær en á hann hefur ekkert falliö. Jón Tryggvason i Ártúnum i Svartárdal sagði að þar hefði orð- ið litilsháttar öskufall en það færi vaxandi frammi i dölunum. Búast mætti við töluveröri ösku á Eyvindarstaðaheiðinni, framan- verðri, ,,en ég hefi ekki trú á að hennar gæti verulega á Út-heið- inni”, sagði Jón. „Við verðum á fundi i kvöld og þá veröur um það rætt hvort smala á heiðina en þaö fer þá lika eftir þvi, hvaö flúormengunin reynist mikil. Freysteinn Traustason i Hver- hólum, Vesturdal i Skagafirði kvað dálitið öskufall hafa oröið þar en meira þó innar I dalnum. Annars mundi einhverrar ösku gæta vRia i Skagafirði. Féð streymir niður og bendir það til bess að þvi þyki illt orðiö til jarö- arinnar. Verið er að athuga Hofsafréttina i dag, sagði Frey- steinn og i kvöld verður ákveðiö hvort skepnurnar veröa sóttar eða ekki. Helga Kristjánsdóttir á Silfra- stööum i Skagafirði: Nokkurt öskufall var hér i gær en mun meira þó frammi I Austurdal. Ekki hefur veriö tekin ákvörðun um hvort afréttin verður smöluð strax. Hörður Gunnarsson á Tjörnum I Eyjafiröi taldi einhverja ösku hafa falliö um allan Eyjafjörð. „Töluvert rót er á fénu en við blð- um eftir niöurstöðunum frá Keld- um”. Sigurður Eiriksson á Sand- haugum I Bárðardal sagði enga ösku hafa fallið þar og sömu sögu hafði Siguröur Þórisson á Græna- vatni að segja. „Ég held að lítil aska hafi fallið austan Ljósa- vatnsskarðs”, sagði Sigurður á Grænavatni. —mhg Kærleikur Framhald af bls. lo Að Ránargötu 10, Liknarfélagið Skjöldur, 18. rúm) Að Hverfisgötu 44, (Samhjálp, 7 rúm) A vegum Félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar eru: Gistiskýlið i Þingholtsstræti meö 18 rúmum (næturgisting og dagdvöl). Gistiheimili kvenna við Amtmannsstig með 7 rúmum. —mhg Skákin 17. Dc4-a6 18. Bf4-Dc8 19. Bfl-Ra7 20. Db3-Rb5 21. Hcl-Dc6 22. c4-Rd4 23. Rxd4-Hxd4 (Það er ekki mikið hægt að segja um það sem eftir fer. Mikil upp- skipti hafa þegar farið fram og fleiri fylgja.) 24. Be3-Hd8 25. f3-Dc7 26. Be2-h5 27. Kf2-h4 28. c5-Bc6 30. Hdl-Hxdl 30. Dxdl-De5 31. Dd4-Bf6 32. Dxe5-Bxe5 33. Bd2-Bd4 + 34. Kg2 (Grófur afleikur væri 34. Be3??- Bc3! o.s.frv.) 34. .. hxg3 35. hxg3-Kf8 36. Bc4-Ke7 37. Kfl-Bb5 38. Bxb5-axb5 39. g4-f5 40. exf5-exf5 41. gxf5-Kf6 42. Ke2-kxf5 — Jafntefli. Sfaðan: Portisch 3 1/2 Hubner 3 1/2 A lndlandi Framhald af bls. 5 áhersla, sem hún lagði á þetta I kosningabaráttunni, kann hins- vegar að hafa ýtt undir fjölda- hreyfingu gegn kynferðisofbeld- inu. Kvennasamtök og konur i áhrifastööum láta stöðugt meira að sér kveða i baráttunni gegn þvi, og nauöganaglæpirnir hafa undanfariö verið eitt helsta efni blaðanna, sem hafa veist sérstak- lega hart aö lögreglunni I þessu sambandi, kallað hana „glæpa- menn i einkennisbúningum” sem gert hafa réttarkeffið aö „laga- lausum frumskógi.” Harðar refsingar á döf- inni Auöfundið er á viðbrögðum stjórnmálamanna, að almenn- ingsálitið fordæmir nauðganimar harðar nú en verið hefur. Foringjar stjórnarandstööunnar drifa sig út I þorpin og fordæma hin kynferðislegu hryðjuverk. Jagjivan Ram, einn helsti stjóm- arandstöðuleiðtoginn og sjálfur stéttleysingi, hefur lýst þvi yfir, að nauðgun beri að skoða sem engu siður alvarlegan glæp en morö, og aö sönnunarskyldan eigi ekki að hvila á konunni sem fyrir nauðguninni verður. Og I s.l. viku lagði indverska stjómin fram lagafmmvarp, þar sem lagter til, að refsing fyrir nauðgun verði minnst sjö ára fangelsisvist og minnst tiu ára fangelsisvist ef sá seki er lögreglumaður. I sérstak- lega alvarlegum tilfellum kemur lífstiöar fangelsi til greina. Margir indverskir þingmenn höfðu þá krafist dauöarefsingar fyrirnauðgun, ai þaö vildi stjórn- in ekki samþykkja. Hinsvegar hefur hún uppálagt dómstólunum að ganga út frá þvi sem megin- reglu, að kona segi satt, er hún segist hafa verið beitt kynferðis- legu ofbeldi. dþ. Gífurlegar Framhald af bls. 1 mestu leyti þrátt fyrir dálitið öskufall en svæöið inni á svoköll- uðu Hafi er gifurlega mikið skemmt. Sveinn taldi aö gróðurinn gæti hugsanlega náð sér á strik þrátt fyrir öskufallið og benti á reynsl- una úr gosinu 1970. Þá vom græn svæöi i Þjórsárdal sem lentu i miklu ösku- og vikurfalli ótrúlega fljót að ná sér. En gosiö þá var að visu i mai svo aö þetta er ekki alveg sambærilegt. Haldið verður áfram að fljúga yfirsvæðiðtilþessaðkanna þaðá morgun en Ingi Olsen, flugmaöur, flýgur vélinni I sjálfboðaliðsvinnu ogauk Sveins er Stefán A. Sigfús- son með i förum. Þá var I gær- kvöldi kominn Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri austur að Gunnarsholti til að fylgjast með ástandinu. Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri sagði i samtali við Þjóövilj- ann i gær aö skógurinn i Skriöu- fells- og Asólfsstaðalandi heföi sloppið alveg til þessa en litils- háttar aska fallið á Búrfellsskóg. GFr Kröftugt gos Framhald af bls 8. inn að teygja sig I átt að Suður- bjöllum. Þjóðviljamenn fóru og skoöuðu þetta hraunrennsli I gær, en hraunveggurinn á þessum slóöum er um 4-6 m hár eins og á Sel- landsfjallssvæöinu. Háar vikur og sandöldur hefta frekara hraunrennsli i vesturátt i gær, en nokkur skriöur var kom- inn á hraunrennsliö i norð vestur átt i stefnu á Bjalla. Nyrst á eldsprungusvæðinu var mesta öskugosið en mun minni öskustrókur stóö upp af eldfjall- inu I gær, en á fyrsta gosdegi.. Af krafti gossins i gær mátti þó ráða að enn á ómælt hraun eftir að streyma niður Hekluhliðar i þessari eldsumbrotahrinu, þeirri sextándu frá þvi sögur hófust hér á landi, i þessu ægifjalli. -lg- Annáll Framhald af bls.7' hafa bæst viö sögu Heklu verður ljóst hvers vegna hún er svo fræg sem raun ber vitni. Hekla hefur löngum verið ógnvaldur og hún gerir ekki boð á undan sér. Eng- um sem átt hefur leið um Suöur- land að undanförnu hefur komiö til hugar aö þar undir væru eldar að brjóta sér leiö upp á yfirborðið. Hekla hefur skartaö sinu feg- ursta á þessu góða sumri. Fyrir örfáum dögum reis fjallið I tign sinni og ró upp yfir sléttur Suður- lands, það glampaði á snjóhett- una i sólskininu, en nú hefurheld- ur betur skipast veður I lofti. Undir brenna eldar og ógn er yfir. —ká Umferdin Framhald af bls. 3 á vesturleið taldi þó tvöhundruð bila á leiðinni austur á þriðja tim- anum um nóttina enda var gosið tilkomumikiö i náttmyrkrinu. Veður var sérlega fagurt þenn- an fyrsta dag gossins. Fyrri part- inn sást gosmökkurinn viða aö, en siöan dimmdi yfir og það var ekki fyrr en rökkvaöi að eldurinn hafði yfirhöndina og glóði hann þá langar leiðir. Annars mátti vart á milli sjá hvort var tilkomumeira vesturloftið eða gosstöövarnar, en hvort tveggja skartaði feg- urstu litadýrð. Billjósin i lestinni minntu á skinandi perluband en þegar morgnaöi hægðist um og siödegis á mánudag var umferöin litlu meiri en hvern annan mánu- dag á árinu. Nýjabrumiö verður áreiðanlega fljótt að fara af gos- inu ef það stendur mánuöum saman eins og spáð er. Þó höfuð- borgarbúar minnist dýröarinnar og fegurðarinnar þessa nótt lengi, þá munu bændur muna bú- sifjarnar, sem gosið hefur þegar valdið mun lengur. —AI Pspulagnir Nylagnir; breyti.^g- ar, hitáveifutengii^g- ar. > Simi 36929 (milli kr. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldtn) SKATTSTIÓRI Suðurlandskjördæmis AUGLÝSING samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. mai 1978 um tekjuskatt og eignarskatt með siðari breytingum, um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið á þá menn sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 1. gr. greindra laga, þó ekki á börn sem skattlögð eru samkvæmt 6. gr. þeirra. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila hafa verið póstlagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar. Hellu, 19. ágúst 1980, Skattstjóri Suðurlandsumdæmis Hálfdán Guðmundsson. Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og við útför Eliasar Kristjánssonar Guö blessi ykkur öll. Börn, systkini og aðrir vandamenn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.