Þjóðviljinn - 21.08.1980, Síða 2

Þjóðviljinn - 21.08.1980, Síða 2
2 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21 ágúst 198« Skipadur bæjarfógetí á Siglufirði Forseti Islands hefur sam- kvæmt tillögu dómsmálaráð- herra, skipað Halldór Þ. Jóns- son, fulltrúa á Sauðárkróki, bæjarfógeta á Siglufirði, frá 15. ágúst 1980 að telja. ' Halldór Þ. Jónsson, nýskipað- ur bæjarfógeti á Siglufirði. Keppt í hjólreiðum Hjólreiðaféiag Reykjavikur heldur sina fyrstu hjólreiða- keppni i Reykjavik um næstu helgi og verður keppt i 3 flokk- um, 12-15 ára og 16 ára og eldri, einnig verður keppt i kvennafiokki ef næg þátttaka fæst. Hjólreiðakeppni þessi er sú fyrsta sinnar tegundar hér i Reykjavik og er ætlunin að keppni þessi verði árlegur við- burður. Veittir verða farand- bikarar ásamt verðlaunapen- ingum og viðurkenningaskjöl- um. Hjólað verður ca. 10 km á hringlaga braut i eldri flokk, og 5 km i yngri og i kvenna- flokki. Búist er viö góðri þátttöku, þar sem hjólreiðanotkun hefur átt vaxandi fylgi að fagna undanfarin ár og má tilkynna þátttöku i sfma 22800 og 25641 eftir kl. 6 á kvöldin. Gjafir til Styrktarfélagsins Nýlega afhenti Kiwanis- klúbburinn Elliöi höfðinglegar gjafir til sambýlis Styrktar- félags vangefinna i Auöar- stræti i Reykjavik, húsgögn og litsjónvarp, alls aö verömæti tæpar tvær milljónir króna, en klúbburinn hefur tvivegis áður gefiö heimilum félagsins gjafir. Stefnt er að þvi að taka sam- býlið *i notkun i september mánuði, en þar munu dveljast 12-14 manns, segir i frétt frá Styrktarfélaginu sem þakkar Kiwanismönnum i Elliða allar þessar góðu gjafir og hlýjan hug til málefna félagsins. Fyrsti þjóðhöfðinginn, eða verðandi þjóðhöfðinginn, hefur nú heim- sótt hinn nýja forseta islands, Vigdisi Finnbogadóttur, að Bessa- stöðum. Það var Karl Bretaprins sem kom við á leið sinni til lax- veiða i Vopnafirði I fyrradag og þáöi hádegisverð. — Ljósm. — gel. 10 þúsund eintök gefín Sænski trúboðinn Rolf Karlsson er væntanlegur til Reykjavikur i næsta mánuði til að halda samkomur á veg- um Filadelfiu. Rolf Karlsson er þekktur trúboði viða um heim. Saga hans og starf hefur vakið at- hygli og samkomur hans verið fjölsóttar. Lifandi boðun og áhrifarik fyrirbænaþjónusta einkennir samkomurnar. Margir hafa reynt áhrifamátt bænarinnar, sjúkir læknast, sundruð heimili sameinast, og vonlausir eignast nýjan lifs- þrótt og lifstilgang i trúnni á Jesúm Krist, að þvi er fram kemur i fréttatilkynningu frá Filadelfiu. Sjálfur veiktist Rolf ungur af sykursýki og missti sjónina. Hann hefur skrifað bók um lifsreynslu sína, ,,ljós i myrkri” og hefur trúboðs- stofnun hans i tilefni tslands- heimsóknarinnar gefið 10 þús- und eintök af bókinni til dreif- ingar i Reykjavik og nágrenni. Verður næstu daga gengið i hús og bókin afhent þeim er þiggja vilja. Samkomur Rolfs Karlsson- ar i Filadelfiu, Hátúni 2, verða kl. 8 á hverju kvöldi 10.-14. sept. og er öllum heimill að- gangur, en þær eru liður i her- ferö Hvitasunnusafnaðanna á tslandi, „island fyrir Krist 1980”. Kjörmannafundur bœnda við ísajjarðardjúp: Setja ber lög um hámarksbústærð A kjörmannafundi bænda i Norður-isafjarðarsýslu, sem haldinn var 10. ág. s.l. voru sam- þykktar eftirfarandi 3 ályktanir: 1. Kjörmannafundur N.-ísa- fjarðarsýslu 1980 telur að draga beri úr framleiðslu með þvi að sett verði lög um búfjárrækt sem atvinnugrein. Þar i verði ákvæði um hámarks bústærð. Undan- þágur verði aðeins þar sem skortir neyslumjólk á afmörk- uöum svæðum. Beinir fundurinn þvi til Stéttarsambands bænda að vinna að þvi að næsta Alþingi setji lög meö þessi ákvæði i staö kvótakerfis og fóðurbætisskatts. Fundurinn lýsir andstöðu sinni við framleiðsluskerðingu á 400 ærgildabú og minni. Þá mótmælir fundurinn ennfrekar fóðurbætis- skatti sem bitnar fyrst og lang- verst á byggðarlögum sem búa við óöryggi i heyfölun, hátt kjarn- fóðurverð og erfiðar samgöngur. Bendir fundurinn á að Fram- kvæmdastofnun rikisins vinnur nú þegar að áætlun um aðstoð við bændur sem væntanlega munu flosna upp vegna fóðurbætis- skatts og kvótakerfis þess er nú gildir. 2. Kjörmannafundur N.-ísa- fjaröarsýslu 1980 telur réttlætis- mál að verð á graskögglum komnum til bænda sé allstaðar eins. Fundurinn felur Stéttar- sambandi bænda að vinna aö þessu máli í fullri alvöru. 3. Kjörmannafundur N,- isafjarðarsýslu 1980 gerir þá kröfu að slátursleyfishöfum verði gert skylt að greiða eigendum sláturfjár fullt útborgunarverö strax og Seðlabankinn hefur af- greitt afurðalánin. Otborgunin verði greidd inn á bankareikning viðkomandi aðila — eða f þann stað er þeir visa til. Sama regla gildi um rekstrarlán á meðan þau eru afhent sláturleyfishöfum. Væntir fundurinn þess að Stéttar- samband bænda reyni eitthvað raunhæft í þessu sjálfsagða rétt- lætismáli. Sameiginleg könnun og tillögugerð á Norðurlöndum: Almenningsfarartæki aðlöguð þtrturn fatlaöra Flugið mikilvœgast jyrir íslendinga Viðtæk könnun og tilraunir i þvi skyni að auðvelda fötluðum og öidruðum notkun almenningsfar- artækja fer nú fram á vegum ráð- herranefndar Norðurlanda og er nú lokið skýrslugerð varðandi járnbrautalestir, langferðabila og skip og hafist handa um loka- áfangann, sem á að fjaiia um ferðir fatlaðra meö flugvélum. Það verkefni skiptir, fatlaða á islandi miklu máli og er gert ráö fyrir að samgönguráöuneytið i Reykjavik leggi til sérfróðan mann. Könnunin hófst 1978 og fól ráð- herranefndin norrænu embættis- mannanefndinni (NET) að sjá um hana, en NET valdi aftur fimm manna nefnd fulltrúa allra landanna að stjórna verkinu. Fulltrúi Islands er Magnús Kjartansson. 1 ágústbyrjun sl. hélt nefndin tveggja daga fund á Hótel Eddu við Laugarvatn. Þar var fjallað um skýrslu sem hafði að geyma ýmsar tillögur um aðgerðir sem geri fötluðum kleift að ferðast meö skipum. Þar er þaö vanda- mál torleystast að komast um borð og i land aftur — einkum ef skipin eru smá. Siglingamálastofnun Noregs hefur annast kannanir i verki. Gerðar hafa verið langar land- brýr sem hjólastólar geti komist um og ennfremur hafa verið gerðar sérstakar lyftur sem hægt er að hafa á hafnarbakka eða um borð i skipum og lyft geti hjóla- stóli með fötluðum manni ásamt aðstoðarmanni. Um borð I skipum er að finna torfærur fyrir fatlaða, m.a. eru á flestum dekkjum mjög háir þröskuldar, sem gert er ráð fyrir i öryggisreglum svo að sjór komist ekki inn. Gert er ráð fyrir minni háttar skábrautum til þess að komast yfir þröskuldana. Stigar inni i skipum eru oftast torveldir fötluðum, þar sem þeir eru of brattir og eru gerðar tillögur um fyrirkomulag á stigum. Með tilliti til fatlaðra sem ekki geta farið úr stólum sinum verður þó að hafa lyftur af ýmsu tagi á skipunum. í skýrslunni er einnig fjallað um sjónskerta og heyrnardaufa og gerðar tillögur um fyrirkomu- lag á skiltum og notkun á hátölur- um og ljósmerkjum. Skýrslan verður nú send þeirri embættismannanefnd Norður- landa sem fjallar um samgöngu- mál, en formaður hennar er Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytis- stjóri. Siöar mun samgöngumála- nefnd Norðurlandaráðs fjalla um skýrsluna og leggur væntanlega til við rikisstjórnir Norðurlanda að tillögurnar verði framkvæmd- ar i tengslum við breytingar á skipum eöa nýbyggingar. í ár lauk ennfremur fyrsta áfanga i rannsóknar- og þróunar- störfum nefndarinnar, er sendar voru skýrslur um ferðir fatlaöra með járnbrautalestum og lang- ferðabifreiöum. Samgöngumála- nefnd Norðurlandaráðs hefur ekki enn fjallað um þær skýrslur, en búist er við að tekið verði til viö þær í haust. Þá var á Laugar- vatnihafist handa um lokaáfanga þ.e. um ferðir fatlaðra með flúg- vélum. Fyrstu 6 mánuði ársins slösuðust Eigum við ekki að sýna aukna aðgæslu? ^ UXFEBÐAR FÉLAGSFUNDUR um samningamálin Alþýðubandalagið í Reykjavík gengst fyrir fundi um yfir- standandi kjarasamninga á Hótel Esju í kvöld, 21. ágúst kl. 20.30. Fulltrúar verkalýðsfélaga og sambanda halda stutt inn- gangserindi og sitja að þeim loknum fyrir svörum. Fundarstjóri verður ólafur Ragnar Grímsson. Stjórn ABR. Stefánsson Daviðsson Bjarnason Pétursson Jónsson ólafur Ragnar Haraldur Steinþórsson Guðm. J. Guðmundsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.