Þjóðviljinn - 21.08.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21 ágúst 1980
Skattstjórinn 1 Austurlandsk j ördæmi AUGLÝSING samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. mai 1978 um tekjuskatt og eignarskatt með siðari breytingum, um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið á þá menn sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 1. gr. greindra laga, þó ekki á börn sem skattlögð eru samkvæmt 6. gr. þeirra. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila hafa verið póstiagðar. Kærur vegna allra álagðra opinbera gjalda sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar. Egilsstöðum, 21. ágúst 1980, Skattstjórinn i Austurlandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson.
F j ölbrau taskólinn í Breiðholti Fjölbrautaskólinn i Breiðholti verður settur i Bústaðakirkju þriðjudaginn 9. sept. kl. 10 árdegis. Aðeins nýnemar eiga að koma á skóla- setningu svo og kennarar. Allir nemendur eiga hins vegar að koma i skólann og fá stundaskrár afhentar sama dag kl. 13.30-18.00 og standa skil á greiðsl- um til skólans og nemendaráðs. Kennarar eiga að koma mánudaginn 1. sept. kl. 10, en þá verður haldinn fyrsti kennarafundur skólaársins. Timinn til skólasetningar verður hagnýttur til undir- búnings skólastarfseminnar. Skólameistari.
Samtök gegn astma og ofnæmi ÁRLEGA SKEMMTIFERÐIN verður að þessu sinni farin upp i Borgar- f jörð á sunnudaginn 24. ágúst. Lagt verður af stað frá Suðurgötu 10 kl. 10.00 og frá Norðurbrún 1 kl. 10.30. Sameiginlegt borð- hald á leiðinni. Tilkynnið þátttöku i sima 26979 eða á skrifstofu samtakanna kl. 16.00 til 18.00 i sima 22153. Stjórnin.
✓ Iþróttakennara vantar við grunnskólann á Hellissandi, Upplýs- ingar veitir skólanefndarformaður i sima 93-6605.
Alþýðubandalagið í Kópavogi Sumarferö félagsins fellur niður vegna Heklugossins Ferðanefndin
Magnúsarminitmg
Framhald af bls. 6.
rei&i sinni. Eins var um annað.
Mönnum má þykja hann hafa
veriö hlédrægur, sem og hann
var, en þegar dómur snerist aö
hans eigin verkum, þá var þar
engu litillæti fyrir aö fara. Og enn
var þaö, aö þessi gáfaöi og viö-
sýni maöur gat á stundum átt til
svobarnsleg viöhorf, aö nálgaöist
helgigáfu á þann vænginn. En
ekkert af þessu braut gegn ööru I
farihans. Ailt var þar samheilt og
innilegt. Þaö á þvi ekki aö vera
meö sorg og söknuöi, þvi lif hvers
hefur sinn stig, heldur meö þakk-
læti fyrir kynnin góöu sem viö
fylgjum MagnUsi A. Arnasyni siö-
asta jarðarspölinn i dag.
Viö Asgeröur biöjum aö heilsa
Barböru.
Björn Th. Björnsson
Kveðja;
Frá Félagi íslenskra
myndlistarmanna
Nú er skarö fyrir skildi i rööum
islenskra listamanna. Magnús A.
Arnason er fallinn i valinn. Félög-
um hans i FÍM finnst þaö undar-
leg tilhugsun aö Magnús skuli
ekki lengur nærtækur, þegar
mikiö liggur viö. Magnús var einn
af stofnendum Félags islenskra
myndlistarmanna og heiöurs-
félagi þess. Hann var sistarfandi
að andlegum og veraldlegum vel-
feröarmálum myndlistarmanna.
Magnús átti sæti i mörgum
stjórnum og sýningarnefndum og
kom fram fyrir hönd félagsins viö
fjölmörg tækifæri. Hann var einn
af stofnendum Bandalags
islenskra listamanna og fulltrúi
FÍM i stjórn þess frá upphafi.
Magnús var prúöur maöur og
mikiö ljúfmenni. Hann naut
trausts og vinsælda félaga sinna
og brást ævinlega vel við, ef til
hans var leitað um störf i þágu
félagsins. Oft var þörf manns
meö hæfileika Magnúsar til sátta
ogsamkomulags þegar átök voru
innan félagsins, en meö sömu
lyndisfestu varði hann málstaö
listamanna i ræöu og riti, ef hon-
um þótti aö þeim vegiö.
Magnús var óvenju fjölhæfur
listamaöur. Hann málaði ekki aö-
eins myndir og mótaöi i leir, held-
ur orti hann og þyddi ljóö, samdi
lög og skrifaöi bækur. Hann var
maöur heimslistar og lifslistar,
og þetta tvennt skapaöi órofna
heild i lifi hans. Magnúsar veröur
varla minnst svo aö ekki komi
upp i hugann mynd Barböru,
konu hans, svo samstillt voru þau
i lífi og starfi. Vinir Barböru og
Magnúsar muna margar góöar
stundir á heimili þeirra, þar sem
naut sin sérstæöur og þokkafullur
lifsstill þeirra.
Þau Barbara og Magnús
ferðuöust víöa, eins og bækur
Magnúsar meö myndskreyting-
umBarböru sýna.Og þaöber vitni
höfðingsskapar þeirra og
skilnings á þörf myndlistar-
manna á þvi aö komast I snert-
ingu viö erlenda menningu, aö
lengi styrktu þau árlega einn
félaga úrFIM til utanfarar. Eftir
andlát Barböru stofnuöu þeir
feögar, Magnús og Vifill,
Barbörusjóöinn og er úr honum
veittur árlegur styrkur á sama
hátt og áöur.
Félag islenskra myndlistar-
manna kveöur meö söknuði góöan
félaga.
Sigrún Guöjónsdóttir
Fyrsti fundur nýs Ferðamálaráðs:
Samkeppni í feröa-
málum aldrei meiri
A fyrsta fundi nýskipaös Ferða-
málaráös tslands tii næstu fjög-
urra ára kom fram m.a., aö sam-
keppni i feröamálum hefur aldrei
veriö meiri en nú og til aö ná settu
marki þarf gifurlega mikiö starf
allra aöila atvinnuvegarins og um
fram allt veröa þessir aöilar aö
taka saman höndum ef árangur á
aö nást. Gera þarf áætlanir fram i
timann, annars vegar langtima-
áætlun er miöi aö mótun heildar
stefnu i Isl. feröamálum og hins
vegar skammtimaáætlun er tæki
tiilit til rikjandi aöstæöna á hverj-
um tima.
Sá skilningur var rikjandi á
fundinum, aö þvi er fram kemur i
fréttatilkynningu ráösins, aö
feröaþjónustan sé i raun bæöi út-
flutningsatvinnuvegur og þjón-
ustugrein og ákveöa þurfi á hvaöa
strengi á aö slá i sölustarfsemi og
hvort ekki þurfi nánara samstarf
við viöskiptaaöila markaðanna
og athugun nýrra möguleika i
markaösstefnu.
Formaöur Feröamálaráös,
Heimir Hannesson, lagöi á fund-
inum áherslu á aö timabært og
veröugt verkefni væri aö gera sér
ljósa gréin fyrir efnahags- og
þjóöfélagslegum kostum þess aö
vinna aö framgangi Isl. feröa-
mála, sem vaxandi atvinnugrein-
ar ekki sist meö hliösjón af þróun
og festu i samgöngumálum til og
frá landinu, frekari uppbyggingu
Nýtt Ferðamáiaráö á fyrsta fundinum.
ferðaþjónustu innanlands og inn-
iends samgöngukerfis. Ennfrem-
ur aö leggja þyrfti aukna áhersiu
á ferðalög Islendinga um eigiö
land með mótun heildarstefnu
þar að lútandi, jafnframt sem
unniö væri aö bættum skilyrðum
fyrir slikt.
Steingrimur Hermannsson
samgönguráöherra, sem sat
þennan fyrsta fund ráösins óttaö-
ist, aö samdráttar i feröamálum
á Bandarikjamarkaði myndi
gæta hér sem annarsstaöar. Hann
lýsti yfir stuöningi sinum við
ferðaþjónustu sem atvinnugrein.
Á fundinum kom jafnframt
fram, aö brýnt er aö tölulegar
upplýsingar um umfang atvinnu-
greinarinnar veröi bættar, en
gjaldeyristekjur af erl. feröa-
mönnum sem veriö hefur nokkurs
konar viðmiöun, gefi ekki rétta
mynd þar sem tekjur vegna
feröalaga Islendinga um eigiö
land eru ekki inn i þvi dæmi.
FUNDUR UM SOVÉT
— Eru Sovétríkin kapítalisk?
— Eru Sovétríkin heimsvaldasinnuð?
Almennur fræðslu- og umræðufundur í kvöld fimmtudag 21. ágúst kl. 20.30 að Hótel Heklu við Rauðarárstíg. Stuttar framsögur: 0H
— Jón Baldvin Hannibalsson P jjjro
— Jón Ásgeir Sigurðsson — Ari Trausti Guðmundsson
— Magnús Snædal
Frjálsar umræður á eftir. Kaffiveitingar. Kommúnistasamtökin.