Þjóðviljinn - 21.08.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.08.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21 ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Jacek Kuron — sovésk innrás I Pólland yröi ekki „ný Prag”, heldur „nýtt Afganistan” eöa „önnur Búdapest.” Biöröð viö kjötbúö IGdansk (áöur Danzig) — veröhækkun á kjötvörum og raunar einnig skortur á þeim hleypti verkfallaöldunni af staö. Verkalýðsstétt gegn ríkisflokkí Verkföllin i Póllandi hafa nú staðið yfir i nærri tvo mánuði og þegar þetta er ritað sér ekki fyrir endann á þeim. Það sem hleypti þeim af stað var verðhækkun á kjötvör- um, en flótlega varð ljóst að óánægja verk- fallsmanna stafaði ekki fyrst og fremst af þeirri verðhækkun. Ljóst er, að aðalkrafa verka- manna er, að þeir fái fullan rétt til að stofna verkalýðsfélög óháð stjórnarvöldum og þar með rétt til að semja sjálfir um kjaramál sin við ríki og fyrirtæki. Jafnframt er krafist rit- frelsis, lausnar fyrir pólitiska fanga og lýð- ræðis yfirleitt. Þessi hreyfing minnir um margt á lýöræöishreyfinguna i Tekkóslóvakiu 1968. Munurinn er meðal annars sá, aö i Tékkó- slóvakiu varö sjálfur rikisflokk- uriniu brjóstfylking umbóta- hreyfingarinnar, þar eö frjáls- lyndir menn náöu þar yfirtökum. í Póllandi er hinsvegar fyrst og fremst um aö ræöa baráttu verkalýðsstéttarinnar, sem flokkurinn og rikisapparat hans andæfir eftir föngum. Verkamenn samhuga Krafan um frjáls verkalýðs- samtök er ákaflega viökvæm fyrir pólsk stjórnarvöld. Sam- kvæmt sovéska kerfinu, sem Pól- land og önnur Austur-Evrópuriki tóku upp nauöug viljug aö lokinni siöari heimsstyrjöld, lúta verka- lýðssamtökin vilja rikisins og hins alráöa flokks, hafa lltiö eöa ekkert meö kjaramál aö gera og sinna fyrst og fremst ýmisskonar þjónustustarfsemi. Yröi látiö undan þessari aöalkröfu pólskra verkamanna — og sumir pólskra valdhafa veru trúlega ekki með öllu frábitnir þvi — þýddi það svo mikilvægt frávik frá sovésku fyrirmyndinni aö mikil spurning er, hvort Sovétmenn myndu um- bera slíkt. Ekki veröur annaö séö en allur þorri pólskra verkamanna standi aömeira eöa minna leyti að verk- föllunum eöa hafi aö minnsta kosti samúö meö verkfallsmönn- um. Verkföllin hafa verið gerö i hundruöum fyrirtækja um allt land og i ýmsum starfsgreinum, þar hafa komið viö sögu verka- menn i málm- og vélaiönaði, sorphreinsunarmenn, strætis- vagnastjórar, kolanámumenn, hafnarverkamenn og fleiri. Sam- hug verkamanna i þessari bar- áttu fyrir betri kjörum og lýöræöi má meðal annars marka af þvi, aö sumsstaöar hafa jafnvel hin opinberu verkalýðsfélög risiö gegn rikisflokknum (sem kallar sigVerkamannaflokk og telur sig kommúnistaflokk) og snúist á sveif með verkfallsmönnum. Gagnrýni frá vinstri Um það er deilt hversu vel skipulögð og samræmd verkfalla- Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ Ónnumst þakrennusmíöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboð SÍMI 53468 Símmn er 81333 UÚOVIUINN Siðumúja 6 S. 81333. , baráttan sé, en ljóst er aö um verulega skipulagningu er aö ræöa meöal verkamanna. Þaö fullyröir meöal annarra hinn kunni pólski andófsmaður Jacek Kuron i viötali viö versturþýska timaritiö Der Spiegel nýlega. Heimildum ber saman um aö Nefndir til félagslegrar sjálfs- varnar, þekktastar undir skammstöfuninni KOR, eigi mik- inn þátt í skipulagningunni. Þær hafa einnig veriö duglegar aö kynna málstaö veikfallsmanna erlendis. Aösögn Spiegels eiga nú þúsundir manna aöild aö KOR, sem oröin er alláhrifamikil stofn- un I pólsku þjóölifi og stjórnar- völd neyöast til aö taka tillit til. Kuron, sem mun vera þekktast- ur talsmanna KOR, er róttækur vinstrisinni og gagnrýnir pólska stjórnkerfiö frá vinstri. Gagnrýni frá vinstri viröist yfirhöfuö áber- andi i yfirstandandi baráttu, en telja má vist aö meöal verkfalls- manna og stuöningsmanna þeirra sé fólk meö margvlslegar stjórn- málaskoöanir. Batnandi skipulagning Athyglisverö hófsemi hefur til þessa einkennt aðgerðir beggja aðila. Verkfallsmenn hafa haft sig tiltölulega litiö i frammi á göt- um úti og yfirleitt foröast allt þaö, sem taka mætti sem ögranir, gagnstætt því sem var 1 verkföll- unum 1970 og 1976 — i fyrra skipt- iökom sem kunnugt er til blóösút- hellinga. Kuron þakkar þetta „skipulagsstarfi andspyrnu- hreyfingarinnar i fjögur ár.” spyrnumenn hafi, segir Kuron, lagt áherslu á, aö menn berjist fyrir rétti sinum á vinnustað, I fyrirtækjunum, ekki á götunni. Aö sögn Kurons hefur blaðið Robotnik (Verkamaöurinn) haft mikil áhrif I þessu efni. Blaöiö, sem gefið mun út á vegum KOR og er eins og vænta mátti bannað af stjórnarvöldum, er mikiö lesiö af verkamönnum. Valdhafar ósammála Pólsk stjórnarvöld, sem um- fram flest eöa allt annaö vilja foröast haröari átök og manndráp eins og varö I Eystrasaltsborgun- um 1970 og i Poznan 1956, hafa og gengið fram með gætni. Þau hafa látið undan ýmsum kröfum verk- fallsmanna, veitt launahækkanir, frestað veröhækkunum, lofaö meira kjöti í búðirnar. Þau hafa meira aö segja gengið til samninga viö nefndir verkfalls- manna og þar meö aö vissu marki viöurkennt samningsrétt nefnda þessarar i raun. Ofan á þaö ræöa hinopinberu blöö efnahagsmál og efnahagsvandræöi miklu frjáls- legar en veriö hefur. Sagt er að deilur séu i æösta valdahópnum um þaö, hve langt skuli gengiö til móts viö verk- fallsmenn. Frjálslyndari menn i rikisflokknum eru sagöir hallast aö þvl i vaxandi mæli aö núver- andi verkfallsnefndum skuli breytt i óháð, lýöræöisleg verka- lýössamtök og frjálsræöi aukiö á fleiri sviöum. Babiuch forsætis- ráöherra, sem kvað aö visu ekki vera neinn sérstakur lýöræöis- sinni sjálfur, hallast aö þessum armi þar eö hann telur, aö von- laust sé aö ráöa bót á efnahags- vanda landsins nema stjórnin nái trausti verkamanna. Að hinu leitinu eru svo ihalds- menn, sem óttast um völd rikis- flokksins ef eitthvaö yröi slakaö á klónni. Þetta kváöu einkum vera eldri mennirnir í stjórn flokksins. Gierek leiötogi flokks og rikis reynir svo aö fara bil beggja. Koma Rússar? Erlendis er að sjálfsögöu viöa fylgst meö gangi máli i Póllandi. Sovétmenn eru efalaust á nálum út af ástandinu og miklar likur til aö þeir gripi fram i meö vopna- valdi, ef þeir telja hættu á þvi aö Itök þeirra minnki verulega i Póllandi eöa ef verulegar breytingar veröa þar I lýðræöis- átt. Hvorttveggja myndi hafa mikil áhrif i öörum Austur- Evrópurikjum og jafnvel i Sovét- rikjunum sjálfum. En sovéskir valdhafareiga erfiðara um vik nú en 1968, þar eö hluti hers þeirra situr fastur i Afganistan, og þar aö auki mætti búast viö miklu haröari vörn af hálfu Pólverja en sovésku hersveitirnar mættu i Tékkóslóvakiu. Kuron segir I fyrrnefndu viötali aö sovésk inn- rás IPóllandyröiekki ,,ný Prag”, heldur „nýtt Afganistan” eöa „önnur Búdapest.” Hér kemur viö sögu a'ndúö Pólverja á Rúss- um, sem er gamalgrónari en i nokkru ööru Austur-Evrópuriki, og erföavenjur sem liggja i landi frá andspyrnu- og neöanjaröar- hreyfingum fyrri tiöa. Sambönd við Vestur- Evrópu mikilvæg í þriöja lagi er Sovétmönnum ljóst, aö þeir myndu spilla stór- um fyrir sér á alþjóöavettvangi meö siikri innrás, sérstaklega i Vestur-Evrópu. Vestur-Evrópu- rikin, meö Vestur-Þýskalandi I broddifylkingar, hafa I raun tekiö árásinni á hiö fátæka og lltið eftirsótta Afganistan meö jafn- aöargeöi, en ööru máli myndi gegna um Pólland, sem hefur ná- in sambönd við Vestur-Þýskaland og fleiri Vestur-Evrópulönd. Það mælir sem sagt ýmislegt gegn þvi, aö Sovétmenn þori aö gripa fram i mál Pólverja meö innrás, en samt sem áöur má reikna meö þvf aö svo fari, ef valdhafarí Kreml telja hagsmun- um sinum verulega hættu búna af þvi, sem er aö gerast i þessu grannlandi þeirra. -dþ. OPNUM 1. september Tímaleiga er að hef jast, fyrri félagar hafa forgang að tímum sinum til 22. ágúst. Unglingatimar — kvennatímar. Upplýsingar milli kl. 19.00 og 21.00 næstu daga í síma 82266. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Gnoðarvogi 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.