Þjóðviljinn - 22.08.1980, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22.ágúst 1980
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Ctgefandi: Útgófufélag Þjó&viljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
RiUtjórar : Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Olafsson
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir.
. Augiýsingastjóri: Þorgeir Olafsson.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson
, Afgreiöslustjóri : Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefónsson, Guöjón FriÖriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magntis H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson
Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Safnvöröur:Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir.
Afgreiösla:KristIn Pétursdóttir, Bóra Halldórsdóttir, Bóra Siguröardóttir
Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjónsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Bóröardóttir.
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pólsdóttir, Kðren Jónsdóttir.
Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk, sími 8 13 33.
Prentun: Blaöaþrent hf.
Gróusagan
• Þegar þjóðin vaknaði í gærmorgun og menn opnuðu
útvarpstæki sín gaf heldur betur fréttir að heyra.
• Ríkisstjórnin búin að ákveða gengislækkun, og þær
verðhækkanir sem slíku fylgja átti ekki að bæta í kaupi.
Ríkisstjórnin var sögð hafa tilkynnt Vinnuveitendasam-
bandinu, að sérhver smávægileg launahækkun, sem það
semdi um við verkalýðsfélögin yrði tekin til baka með
þeim mun meiri gengislækkun. — Þvílík tíðindi svo
snemma morguns.
• Höfðu nú vesalings ráðherrarnir dottið á höfuðið,
eða höfðu máske f réttamenn ríkisútvarpsins farið öf ug-
ir fram úr rúmunum.
En svo kom heimildin. — Það var Kari Steinar
Guðnason, fyrsti þingmaður Bandaríkjahers af Suður-
nesjum, sem borinn var fyrir þessu. Hann hafði sagt
þetta við Morgunblaðið!
• Reyndar er nú ekki við því að búast að sannleikurinn
sé á næsta leiti, þegar Karl Steinar Guðnason, fyrsti
þingmaður Bandaríkjahers og AAorgunblaðið, leggja
saman. Og meira en lítið bláeygir mega þeir f réttamenn
ríkisútvarpsins vera, sem þylja upp úr AAorgunblaðinu
svona rugl án þess að leita sér nokkurra frekari heim-
ilda. ^
• Slíkt er satt að segja ekki boðlegt
• En hver var heimild Karls Steinars?
• Samningamenn Vinnuveitendasambandsins höfðu
laumað þessu að honum, hvíslar hann í eyra AAorgun-
blaðsins.
• Hvað sem hæft kann að vera í því, þá haf a forráða-
menn Vinnuveitendasambandsins a.m.k. ekki séð sér
annað fært en sverja af sér sögusmíðina og skiptir vfst
ekki öllu hvort þeir haf i haft Karl Steinar að ginningar-
fifli eða hann lagt þeim sínar eigin Gróusögur í munn.
• Hitt liggur fyrir, að ekki aðeins ríkisstjörnin hefur
vísað rógburðinum til föðurhúsanna, heldur hefur Þor-
steinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins, einnig svarið opinberlega af sér og sínum alla
ábyrgð á slúðri Karls Steinars.
• Ummæli Þorsteins Pálssonar voru á þessa leið í dag-
blaðinu Vísi í gær: „ — Þessi yfirlýsing Karls Steinars
Guðnasonar er ekki annað en ómerkilegur stjórnarand-
stöðuútúrsnúningur... Við vorum á fundi með ríkis-
stjórninni og gerðum Alþýðusambandinu grein fyrir því,
sem þar bar á góma. Okkur var ekki tilkynnt um neina
gengisfellingarákvörðun og þar af leiðandi bárum við
Alþýðusambandinu engin skilaboð þess efnis".
• Sem sagt uppspuni frá rótum.
• Karl Steinar Guðnason segir að sér haf i brugðið illi-
lega við þessi „tíðindi" sem hann taldi sig heyra hjá
Vinnuveitendasambandinu. Var nema von að manninum
brygði? — og þó. Sannarlega hefði hann mátt minnast
þess, að í stjórnarmyndunarviðræðunum sumarið 1978
sem fram fóru undir forystu Benedikts Gröndals þá var
það meginkrafa Alþýðuf lokksins að gengið yrði fellt um
15% og að verðhækkanir sem af því leiddu yrðu ekki
bættar í kaupi. Karl Steinar er sem sagt ekki að dreyma
þetta fyrst núna. Hann stóð eins og allir aðrir þingmenn
Alþýðuf lokksins að einmitt sams konar kröfu í stjórnar-
myndunarviðræðunum 1978. Alþýðubandalagið neitaði
þessari kröfu Alþýðuflokksins afdráttarlaust, og þar
með gafst Benedikt Gröndal upp við tilraun sína tjl
stjórnarmyndúnar.
• Karl Steinar dreymdi m.ö.o.að núverandi ríkisstjórn
hefði fallist á þessa gömlu kröf u Alþýðuf lokksins — það
var hans martröð!
• Hér hef ur gengi krónunnar sigið á undanförnum ár-
um og ekkert nýtt þótt þar kunni enn að verða eitthvert
framhald á.
• Hitt hefur aldrei komið til umræðu í núverandi ríkis-
stjórn aðtaka áhrif gengisbreytinga út úr vísitölunni eða
að mæta hverri launahækkun með samsvarandi gengis-
lækkun.
• Þess vegna var æsifréttin sem þjóðin vaknaði við í
gærmorgun frá fyrsta þingmanni Bandaríkjahers með
öllu tilhæfulaus.
k.
klrippt
n
TÍMARIT HANDA JAFNAÐARMÖNNUM
UM ÞJÓÐFÉLAGS- OG MENNINGARMÁL
1. tbi. 1. árgangur Ritstjórar Kjartan Ottósson (áöm.)
Hdmar S. Karlsson
málþing i/»o!
! Hugsjónir og gjaldþrot
| kratismans
Ungir kratar hafa nú hafið út-
I gáfu fræðilegs málgagns sem
J þeir kalla Málþing — timarit
handa jafnaðarmönnum um
þjóðfélags- og menningarmál.
' Ritsjórar eru þeir Kjartan
J Ottósson og Hilmar S. Karlsson.
I inngangi reyna ungu mennirn-
ir að sýnast borginmannlegir og
• fullfærir um að segja flokksfor-
J ystunni til syndanna. Segja rit-
stjórarnir að þingflokkur krata
„hafi um of misst sjónar á
j grundvallarhugsjónum jafnað-
j arstefnunnar” og þvi þurfi að
efla „hugmyndafræðilega um-
I ræðu meðal islenskra jafnaðar-
' manna”. Jafnframt segjast rit-
[ stjórarnir vera fullvissir um
„að hinar sigildu hugsjónir
I jafnaðarstefnunnar eigi sem
fyrr hljómgrunn meðal is-
lenskrar alþýðu” en „enda þótt
I hugsjónir jafnaðarstefnunnar
í séu sigildar” þá „tjóar ekki að
1 halda dauðahaldi i gamlar
J kenningar”. Hins vegar útskýra
ritstjórarnir ekki nánar hvaða
sigildu hugsjónir þetta séu sem
ekki er hægt að flokka undir
gamlar kenningar. Þeim þykir
I liklega best að hafa sem mesta
móðu þar i kring.
ÍJr þvi að það er ásetningur
■ krata með þessu tímariti að efla
hugmyndafræöilega umræðu
þeirra á meðal, þá skyldu menn
! nú halda að þeir byrjuðu að
■ fjalla um sjálfan kratismann —
gerðu t.d. einhverja grein fyrir
þeirri alþjóðlegu fræðilegu um-
J ræðu sem nú er hafin um
> gjaldþrot kratismans. Ýmsir
I ágætir fræðimenn fjalla nú um
þetta efni eins og t.d. Ralf
, Dahrendorf i grein sinni „After
■ Social Democracy” (Liberal
I Publication Department, Lond-
I on).
j 8 síður um Alþýðubanda-
I lagið
Nei, það mætti halda að þeir
kratarnir væru búnir að dæma
kratismann úr leik og engin
umræða eigi sér stað meðal
þeirra sem vert er að skýra frá.
I 1 fyrsta tölublaöinu sem á að
vera vettvangur fræðilegra um-
fjöllunar um málefni kratism-
ans er ekki minnst á stefnuna
einu orði nema i aukasetning-
um.
Hvað skyldi þá vera megin-
efni timaritsins? Jú, sósialismi
Alþýðubandalagsins. Blessaöir
j ritstjórarnir virðast ekki geta
fundið neinn sósialisma I Al-
I þýðuflokknum til að fjalla um
og þá er sú leið valin að fjalla
um sósialisma Alþýðubanda-
• lagsins, sem i sjálfu sér er ekki
undarlegt þvi þaö er eini flokk-
I urinn á Islandi sem berst fyrir
, sósialisma, eftir að kratar gáf-
I ust upp á þvi fyrir nokkrum ára-
I tugum. Annar ritstjóranna ritar
um þetta efni heilmikið mál sem
. tekur nær helming timaritsins
■ eöa 8 siður og eru þá aöeins 10
siður eftir til að fjalla um önnur
I hugðarefni krata eins og sterk-
, an forseta að franskri fyrir-
I mynd sem Vilmundur Gylfason
| ákallar mjög i ritinu.
| Grein ritstjórans um sósial-
. isma Alþýðubandalagsins er út
■ af fyrir sig kostulegt lestrarefni
og vill klippari mæla eindregið
| meö henni sem kennslubókar-
■ efni um hundalógik i „fræðilegri
I úmræðu”. Ritstjórinn setur sér
þaö markmið i byrjun að svara
I þeirri spurningu hvort Alþýðu-
. bandalagiö sé kommúnista-
I flokkur. Reyndar lætur hann að
þvi liggja strax i upphafi aö svo
I sé, og þá ekki út frá ómerkilegri
■ forsendu en þeirri að alþýöu-
| bandalagsmenn kalii sig sósial-
ista og aö orðiö sósialismi i is-
I lenskri tungu tákni það sama og
• kommúnismi og þar með eru
Höfundar efnis í þessu tölublaöí:
Bjarni P. Magnússon
Helgi Már Arthúrsson
Hilrnar S. Karlsson
Kjartari Ottósson
Úlfar Bragason
Vilmundur Gylfason
Alþýðubandalagsmenn orðnir
að kommúnistum.
Leikur að orðum
Til aö svara spurningunni um
kommúnisma Alþýðubanda-
lagsins nánar, ákveður ritstjór-
inn að leggja hugmyndafræði
Alþýðubandalagsins til grund-
vallar eins og hún birtist i
stefnuskrá flokksins frá 1974.
Ritstjórinn fellur þannig strax i
þá aðferöafræöilegu gryfju að
ætla sér að sýna fram á pólitfk
flokks eingöngu meö tilvisun til
hugmyndafræðinnar. Það eru
ekki verkin sem eiga að tala,
heldur hið ritaða orð. Rök-
semdafærsla ritstjórans verður
þvi leikur að orðum. Hér er um
að ræða svipuð mistök og ýmsir
marxistar gera sig seka um
þegar þeir ætla aö skilgreina
róttækni bara út frá hugmynda-
fræðinni.
í upphafi rannsóknar sinnar á
stefnuskrá Alþýðubandalagsins
kemst ritstjórinn aö þeirri nið-
urstöðu að Alþýöubandalagiö
hafi á sinn hátt, verið frum-
kvööull Evrópukommúnismans.
Jafnframt dregur hann fram
ýmis atriði i stefnuskránni sem
eiga að sýna ijóslega að Alþýðu-
bandalagiö hafi i reynd með
stefnuskrá sinni horfið frá
kommúnisma. Nefnir hann i
þessu sambandi sjálfstæði
flokksins gagnvart Sovétrikjun-
um, að rússneska byltingin sé
ekki fyrirmynd flokksins, aö
flokkurinn hafni kenningunni
um alræði öreiganna og hlut-
verk kommúnistaflokks, aö
flokkurinn játi kosti borgara-
legs lýðræðis og mannréttinda.
Aö mati ritstjórans sýna þessi
atriði jákvæða mynd af Alþýðu-
bandalaginu, þ.e. aö flokkurinn
hafi horfiö frá kommúnisma.
Ritstjóri fær bakþanka
Eftir að hafa komist aö þess-
ari niðurstöðu viröist höfundur
greinarinnar hafa fengið ein-
hvern bakþanka. Hvað ætli
þingflokkur Alþýðuflokksins
segði ef hann endaði nú mál sitt
meö þvl að sýna fram á að Al-
þýöubandalagið væri bara
krataflokkur? Varla treystir
hann sér til að móðga þá herra
um of, það er nóg i bili að segja i
forystugrein aö þeir hafi misst
sjónar á grundvallarhugsjón
jafnaöarstefnunnar. Sighvatur
myndi varla kyngja meiru i bili.
En ritstjórinn bjargar sér
snilldarlega úr þessari klipu.
Málið er bara að búa til ný orö
og hugtök. Fyrri niðurstaða er
leiðrétt meö þvi að segja aö Al-
þýöubandalagiö aöhyllist end-
urskoöunarsinnaöan kommún-
isma sem er sagöur vera ákveö-
©3
in tegund af Marxisma. En rit- I
stjórinn er ekki búinn.
Nú er hann kominn á
fulla ferð og skyndilega finnur
hann texta i stefnuskránni sem
sýnir ljóslega að þessi flokkui; J
sem var að verða að hálfgerðum ,
krataflokk^boði i reynd byltingu
I stefnuskrá sinni. Höfundur var I
svo heppinn að finna orðiö m
„þjóðfélagsbylting” i textanum, .
en stefnuskráin segir að það I
tákni „breytingar á sjálfri und- I
irstöðu þjóðfélagsins (þ.e. eigna ,
— og valdakerfinu) en ekki ■
neinar tilteknar aðferðir sem I
beitt er til að koma henni á”. |
Með uppgötvun þessa hættulega ,
orðs er hlutunum bjargað og rit- ■
stjórinn andvarpar feginsam- I
lega og lýsir þvi yfir að Alþýðu- |
bandalagið boði byltingarsinn- ,
aðan marxisma og þar með er
stutt I endalokin eða einsog rit-
stjórinn segir: „Og hvað er
byltingarsinnaöur marxismi
annaö en kommúnismi?”
I
Samanburðarrannsóknir I
Ofangreindar vangaveltur I
ritstjórans yfir kommúnísku ■
eðli Alþýðubandalagsins eru þó J
aðeins hluti af margþættum I
fróðleik sem hann dregur fram i I
grein sinni. Hann sýnir m.a. '
mjög nákvæmlega fram á meö J
samanburðarrannsóknum á I
texta stefnuskrár Alþýðubanda- I
lagsins frá 1974 og texta Komm- *
únistaávarpsins frá 1848, að J
stefnuskrá Alþýðubandalagsins I
sé ekkert annað en ómerkileg
þýðing á téöu ávarpi. Er hér J
vissulega um algjörar grund- |
vallar rannsóknir aö ræða sem
fræðimenn og áhugamenn um I
pólitik eiga eftir að fjalla nánar ]
um. J
Það er annars furðuleg aö titt-
nefndur ritstjóri skuli ekki hafa
reynt að endurskrifa grein sina 1
og fá þannig út heillega rök- !
semdafærslu úr þvi að mark- I
mið hans er að sýna fram á að
Alþýðubandalagið sé kommún- J
istaflokkur. í stað þess byrjar !
grein hans á þvi að sýna með
málfræðilegum samanburöi aö
Alþýöubandalagið sé kommún- J
istaflokkur. Fyrsta textarann- ,
sókn á stefnuskránni sýnir svo
að þetta sé bara krataflokkur,
en svo er með nánari athugun og
samanburði viö Kommúnista- 1
ávarpið sýnt fram á að hér sé á
ferðinni stórhættulegur komm- |
únistaflokkur. J
Ef þessi grein ritstjórans er ■
lýsing á þvi sem koma skal i
fræðilegu málgagni Alþýðu- |
flokksins þá er varla að búast ,
við þvi að 2. tölublaö þess komi 1
út. Það verður einhver skyn-
samur krati búinn aö loka fyrir |
þessa vitleysu áður. ■
_þm j
skorrið