Þjóðviljinn - 26.08.1980, Síða 7

Þjóðviljinn - 26.08.1980, Síða 7
Imðjudagur 26. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Alþjóðabankinn lánaði Landsvirkjun 18 miljónir Bandarikjadollara vegna byggingar Búrfellsvirkjunar með þvi skilyrði að Alusuisse yrði veitt hér aðstaða til að reka álverksmiðju. Myndin sýnir stöðvarhúsið við Búrfell. HESTURINN kosningar til borgarstjórnar breyttist meirihlutinn i borgar- stjórn. Nýimeirihlutinn ákvaB aö breyta stjórnunarskipan i raf- veitunni. Gamla stjórn rafveit- unnar — undir forustu gamla borgarstjórans, sem hafði Al- þjóðabankann að bakhjarli — ákvað að hunsa ákvörðun nýja meirihlutans og hélt áfram aö stjórna orkufyrirtækjum staöar- ins. Nú starfa hlið við hlið tvær stjórnir yfir rafveitu Medellin: Réttkjörin stjórn og umboðs- stjórn Alþjóðabankans! A Iþjóöabankinn gegn lýðræðinu I lánasamningi sem gerður var 1973 milli Landsvirkjunar og Al- þjóðabankans vegna Sigöldu- virkjunar erákvæði sem heimilar Bankanum að gjaldfalla allar eft- irstöðvar lána með stuttum fyrir- vara,ef vissatvikkomaupp. Eitt þessara atvika er það, að breyt- ingar á lögum um Landsvirkjun verði samþykktar af Alþingi eða breytingar gerðar á reglugerð um Landsvirkjun, sem á einhvern hátt myndu skeröa möguleika Landsvirkjunar til að standa viö skuldbindingar slnar við Bank- ann (ekki einungis fjárhagsskuld- bindingar). Það mun vera Bank- inn sem metur — á grundvelli eig- in forsenda — að hve miklu leyti breytingar þessar skaða hags- muniBankans. Geta skal þess, að þetta ákvæði er ekki sett I samn- inginn til að tryggja timanlegar greiöslur á afborgunum og vöxt- um, enda hefur Bankinn tryggt sig kyrfilega i þeim efnum, með þvi að krefjast rikisábyrgðar á láninu. Ofangreint ákvæði er fyrst og fremst sett til að tryggja „einkarekstur” Landsvirkjunar og sem minnst eftirlit af hálfu eigenda. Hvers vegna er Alþjóöabank- anum I mun aö tryggja þetta fyr- irkomulag meö sérstökum refsi- ákvæðum I samningi? Gæti það verið, að það sé Aljóöabankinn sem hefur verið tilnefndur af sjálfum sér til að leika hlutverk „þriöja aöila” I Landsvirkjun og muni með skilyrðum sinum tryggja sinn eigin yfirráðarétt yfir fyrirtækinu? Landsvirkjun háð Alþjóðabankanum i einu og öllu Þótt Landsvirkjun sé að formi til eign Islendinga eru flestir þættir semmóta stefnu, stjórnun- arhætti, rekstur og skipulag fyr- irtækisins, háðir samþykki Al- þjóðabankans. Yfirráð Bankans yfir Landsvirkjun eru tryggð I áð- urnefndum samningi. Þó má bæta þvi við, að Bankinn er vanur aðsetja frekari skorður á lántak- endur með leynilegum samning- um, til viðbótar þeim kvöðum, sem birtast i opinberum samn- ingum hans. Þessir leynisamn- ingar eru yfirleitt i bréfaformi og eru nefndir „hliðarbréf” eða „viðaukabréf”. Litum nú áðurnefndan lána- samning frá 1973. Þar eru talin а. m.k. 10 atriði, sem varpa ljósi á yfirráð Alþjóðabankans yfir Landsvirkjun: 1. Val verktaka skal háð sam- þykki Bankans (gr. 3.03) 2. Val ráöunauta skal háð sam- þykki Bankans (gr. 3.02) 3. Val endurskoðenda skal háð samþykki Bankans (gr. 5.02) 4. Landsvirkjun er skylt að hækka raforkutaxta (til al- mennings) þannig að sú arö- gjöf, sem Bankinn fyrirskipar, náist á hverju ári (gr. 5.06) 5. Landsvirkjun er skylt að meta og afskrifa eignir sinar I sam- ræmi viö þær bókhaldsreglur sem Bankinn hefur fyrirskipað (gr. 5.04) б. Landsvirkjun er skylt að vekja athygli Bankans án tafar á að- steðjandi vandamálum og um áform, sem kynnu að breyta stöðu Landsvirkjunar, aðstöðu hennar eða rekstrarskilyrðum (þ.m.t. áform stjórnvalda um breytingar á skipan fyrirtækis- ins eöa ágreiningsmál, sem kom a u pp milli Landsv irkjunar og formlegra eignaraðila) (gr. 6.02) 7. Landsvirkjun er óheimilt að veösetja eignir sinar án sam- þykkis Bankans (gr. 5.03) 8. Landsvirkjun er óheimilt aö selja, leigja út eða ráðstafa eignum sinum án samþykkis Bankans (gr. 4.01) 9. Bankinn hefur rétt til að krefj- ast sundurliðaðra upplýsinga frá Landsvirkjun um alla starf- semina (gr. 5.02) 10. Bankinnhefurrétt til að skoða allar eignir, öll mannvirki og öll gögn Landsvirkjunar (gr. 6.03) . Þar sem ofangreind skilyrði og kvaðir afnema gersamlega sjálf- stæði Landsvirkjunar gagnvart Alþjóðabankanum, er það ráð- gáta, hvernig Landsvirkjun hefur tekist að halda þessu ástandi leyndu fyrir eigendum slnum al- veg frá þvf lánasamningur við Al- þjóðabankann var gerður. Alþjóðabankinn er ekki hlutlaus stofnun 1 hugum sumra er Alþjóða- bankinn sú stofnun, sem hún vill vera láta: Hluti af stofnanakerfi Sameinuðu Þjóðanna, lýðræöis- leg, opin, hlutlaus og sanngjörn. Þetta er hinn mestí misskilning- ur. Alþjóðabankinn er ekki hluti af stofnanakerfi Sameinuðu Þjóð- anna nema aö nafni til. I Alþjóða- bankanum rlkir ekki heldur sú lýðræðisregla, sem einkennir flestar stofnanir S.Þ., þ.e. að þjóðir heimsins séu jafnréttháar hvaö atkvæðamagni viðkemur. Valdahlutföll I Bankanum ráðast af núverandi skiptingu auðæfa i heiminum: I bankanum ráða rlku þjóöirnar en fátæku þjóðirnar hlýða eða malda i móinn. 1 lok ársins 1976 réðu auðugustu riki hins vestræna heims (Bandarik- in, Japan og Efnahagsbandalag- ið) yfirum 55% af atkvæöamagni i Bankanum en hin rikin, yfir 100 að tölu skiptu meö sér afgangin- um. Auk þess hafa Bandarikin, ein sér, neitunarvald I Bankanum I krafti hlutafjáreignar. Það er þvi útilokaö aö gera grundvallar- breytingar á skipan eða stefnu Bankans, sem skerða kynnu hagsmuni Bandarikjanna (og bandariskra auðhringa). Áhrif Bandarikjanna i Alþjóða- bankanum eru þó miklu meiri en hlutafjáreign segir tíl um. Land- fræðileg lega höfuöstöðva Bank- ans — þ.e. Washington — auð- veldar forystumönnum Bankans samskiptin við kollega sina I stjórnsýslu Bandarikjanna og við yíirmenn bandariskra banka og auðhringa. Ýmsir háttsettír em- bættismenn Bankans eru einmitt fyrrverandi starfsmenn banda- riskra ráðuneyta, banka og stór- fyrirtækja. 1 stórum dráttum má skoða Al- þjóðabankann, sem eina höfuð- stofnun f heimsvaldakerfi hins al- þjóölega fjármálaheims („Inter- natíonal finance capital”), með þeim bandariska i sterkustu að- stöðu. Sama gildir reyndar um Alþjóða gjaldeyrissjóöinn — syst- urstofnun Alþjóöabankans. Markmið Alþjóðabankans er að láta einkafjármagn svonefnt ávaxta sig með þvi að lána til stórframkvæmda i þátttökurikj- um hans. Bankinn tekur lán á frjálsum markaði og endurlánar opinberum fyrirtækjum aðallega i þróunarlöndum, meö hóflegum kjörum. Kjör Alþjóðabankans eru fjárhagslega hagkvæm, vegna þess að fjárframlög (kvótar) þátttökurikja liggja i Bankanum vaxtalaus. Þessi fjárframlög má skoða sem niBurgreiðslur á lána- starfsemi Bankans og sem aðstoð við þá aöila, sem kaupa skulda- bréf Alþjóðabankans. Með ströngum skilyrðum, sem hann setur i samningum sinum, tryggir Bankinn m.a. endur- greiðslu til handhafa skuldabréfa sinna. Þessi tilhögun er skiljanleg og varla frásagnarverð, nema hvað þessi vitneskja stangast á við áróður Bankans um að vera allt að þvi góðgeröarstofnun, sem reynir eftir megni aö aðstoða þró- unarriki til þess að standa á eigin fótum efnahagslega. I raun jókst verulega skuidabyrði þróunar- rikja á s.l. áratug og bilið milli fá- tækra og rikra þjóða hefur aukist enn. Krókódilstár forstjóra Al- þ j ó ð a b a n k a n s , Robert McNamara, á aðalfundum Al- þjóðabankans, yfir neyð fátækra þjóða, breytir á engan hátt höfuð- tilgangi Bankans, sem er aö tryggja auðsöfnun aðstandenda sinna i rlku löndunum. Hvers vegna rekur bankinn orkufyrirtæki ? En Alþjóöabankinn er ekki ein- tóm fjármagnsmiðlun. Markmið Bankans eru viötækari en að veita lán og tryggja endur- greiðslu. Bankinn hvetur óspart til frjálslegra alþjóölegra við- skipta og fjárfestinga. Hann er þvi hlynntur skipan og starfsemi fjölþjóða fyrirtækja. Þessi al- mennu markmiö koma fram bæði i stofnsáttmála Bankans og i dag- legri framkvæmd hans. Alþjóðabankinn hefur þess vegna lagt áherslu á atvinnuþró- unarmynstur, sem gerir atvinnu- vegi lántökurikja sinna sem háð- asta inn- og útflutningi og sifelld- um lántökum. Ekki fer milli mála hver hagnast á sliku atvinnuþró- unarmynstri. Meginhluti af lán- um Bankans hefur á undanföm- um tveim áratugum farið til framkvæmda, sem eru fjár- magnsfrekar og skapa gjald- eyrisútgjöld að verulegum hluta. Samkvæmt áðurnefndri skýrslu Alþjóðabankans hefur hann þvi lagt mikið kapp á aö lána til virkjanaframkvæmda og stuðla að stöðugri útþenslu á sviði orku- mála hjá lántakendum sinum. Gjaldeyrishlutí i virkjanafram- kvæmdum er að sögn Bankans mjög hár, eða um 50% af heildar- kostnaði við framkvæmdirnar. A Islandi er hinn erlendi kostnaðar- þáttur enn meiri, eða milli 60- 65%. Fjölþjóðabankar og fyrirtæki hagnast margvislega af virkjana- framkvæmdum. Þar má nefna vaxtagreiðslur af lánum, sala á dýrum vinnuvélum og rafmagns- vélum, o.fl. A Islandi bætist aö sögn Bank- ans við eitt markmiö til viðbótar þeim almennu markmiðum, sem Bankinn setur sér á sviði orku- mála. Hér hefur Bankinn sett verndarvængi sina yfir starfsemi fjölþjóðafyrirtækisins ALUSUIS- SE. Umhyggja Bankans fyrir vel- ferð ALUSUISSE hefur birst með tvennum hætti: — Annars vegar bannar Sigöldusamningur Bankans viö Landsvirkjun, að hróflað verði viö raforkuverði sem krafist er af álfyrirtækinu (gr. 8.01-e) —- Hins vegar hefur ALUSUISSE sett það sem skilyröi fyrir samningum sinum við is- lenska rikið að Island veröi aðili að Alþjóðadómstólnum til lausn- ar fjárfestingardeilum (ICSID) og aö ágreiningsmálum milli rikisins og ALUSUISSE skuli vis- að þangað. Svo vill til, aö ICSID er deild i Alþjóðabankanum. Nútima arðrán með milligöngu fyrirtækis Eitt af markmiðum Alþjóða- bankans i rekstri orkufyrirtækja „sinna” er að ýta þeim stöðugt til að fjárfesta i nýjum og nýjum virkjunum, svo að unnt sé að veita þeim ný lán er skila sér siö- armeirmargfalt til upphafslanda fjármagnsins. Til þess að ná þessu markmiði, hafa sérfræðingar Alþjóðabank- ans hannað sérstakt bókhalds- kerfi, sem iántakendum er skylt að beita. Þetta sjálfvirka kerfi vinnur á eftirfarandi hátt: 1 samningum Alþjóðabankans hefur verið sett fram krafa um það, að lántakandi verði að ná fram lágmarksarðgjöf af rekstri sinum. Hjá Landsvirkjuner talan um 7%, reiknuð af nettó eigna- verðmætum fyrirtækisins. Til þess að geta uppfylit þessa kröfu, á Landsvirkjun aðeins um eitt að velja: Aö hækka taxta sina til inn- lendra rafveitna (þ.e. til almenn- ings), enda er verðlagning til ÍSAL vernduð, eins og ég gat um áðan. Náist umrædd arögjöf, skapast verulegur tekjuafgangur sem kallar jafnframt á ávöxtun þess fjár. 1 höndum Landsvirkj- unar og i samræmi við hlutverk fyrirtækisins virkar umframfjár- magn i sjóönum sem beinn hvati til aukinna virkjanafram- kvæmda. Nái Landsvirkjun að þrýsta I gegn loforöi um nýjar fram- kvæmdir — sem kalla á nýjar lán- tökur frá erlendum bönkum — skapast um leið skilyrði til að halda Landsvirkjun áfram i klóm hinna erlendu lánardrottna. En með framkvæmdunum aukast einnig nettó eignaverðmæti fyr- irtækisins. Með auknum eigna- verðmætum fyrirtækisins hækkar arðgjafarkrafan sbr. lánasamn- inginn, og þar með nauösyn á hækkuöum raforkutöxtum. Þetta kerfi auðsöfnunar hefur fært á liönum árum talsvert fjármagn frá almenningi i landinu til Landsvirkjunar og þaðan til ým- issa einkabanka og fyrirtadcja i Bandarikjunum, Evrópu og Japán, sem lita með réttu á Al- þjóöabanka sem umboðsaðila sinn. Þetta kerfi endurspeglast vel i umsókn Landsvirkjunar til yfir- valda um að mega hækka raf- magnsverð til almennings I land- inu. Nái Landsvirkjun að hækka rafmagnsveröið innanlands, veröur fyrirtækið betur i stakk búið til að undirbúa þann tækni- lega og áróðurslega grundvöll, sem þarf til aö ráðast I nýja virkj- un og nýtt stóriðjuver. Það er ekki tilviljun ein, að sami maður sem hefurfyrir nokkru hafið bar- áttufyrir útvikkun áliðnaðar á Is- landi, Seðlabankastjórinn, er sami maður og situr i forsæti stjórnar Landsvirkjunar þ.e. dr. Jóhannes Nordal. Akefð Landsvirkjunar I virkj- anaframkvæmdir speglast nokk- uð kynlega i þeim yfirdrifnu orkuspám, sem gerðar hafa verið til að sanna nauösyn nýrra fram- kvæmda. Sjónarmið Landsvirkj- unar og Alþjóðabankans, að stuðla beri að aðhaldslausri orku- notkun (ööru nafni orkubruðl), falla að öllu leyti saman, þegar borin er saman leyniskýrsla Bankans við rökstuðning með orkuspám. Geta íslendingar „þjóðnýtt” Landsvirkjun? Lánasamningar Landsvirkjun- ar og Alþjóöabankans virðast Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.