Þjóðviljinn - 10.10.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.10.1980, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. október 1980 Föstudagur 10. október 1980 ÞJóÐVILJINN — SIDA 9 Stúlkur eru I meirihluta I öllum menntaskólum iandsins. Þessar tvær stunda nám i Menntaskólanum vift Sund. Ljósm: gei. Þaö eru enn þá þó nokkrir strákar I menntaskólunum. Myndin var tekin i kennsiustund I Menntaskólan- um viö Sund i gærmorgun. Ljósm: gel. Þeir sem velta fyrir sér jafnréttismálum hér á landi hafa stundum bent á aðef einhvers staðar hefur orðið breyting í átt til jafn- réttis/ þá er það á sviði menntunar. Konur hafa sótt í æ ríkara mæli inn í skóla landsins og nú er svo komið að þær eru í meiri- hluta í öllum menntaskól- unum. Það er svo annað mál hvort námsval þeirra er ekki samkvæmt hefð- bundinni verka- og hiut- verkaskiptingu kynjanna og hvort aukin menntun boðar nýja tíma í sögu kvenna á landi hér. 1 febrúarhefti Hagtiöinda frá árinu 1979 var birt skýrsla um fjölgun útskrifaöra stúdenta og skiptingu milli kynjanna á skóla- árunum 1966—7 og allt til 1976—7. Þær tölur eru unnar upp úr nemendaskrá Hagstofunnar. I Hagtíöindum kemur fram aö 1966—7 brautskráöust samtals 11,5% af árganginum sem þá var 19 ára. 15% piltanna og 7,7% stúlknanna luku þá stúdentsprófi. Tiu árum sföar eöa veturinn 1976—7 voru stúdentar orönir 24,6% af árganginum. Piltar voru 24,7% og stúlkur 24,5%. Á þessu 10 ára bili fjölgaöi brautskráöum stúdentum I hlut- falli viö árgang um helming. Körlum fjölgaöi um 65% en fjöldi kvenna þrefaldaöist. 1 Hagtiöind- um er þess getiö aö á þessum ár- um hafi sennilega gerst mesta breyting i skólakerfinu hingaö til hvaö varöar sókn i framhalds- menntun og hefur þessi þróun stundum veriö kölluö menntunar- sprengingin. Stúlkur sóttu i menntaskólana og nemendum fjölgaöi mjög ört, enda bættust margir nýir skólar viö. A siöustu árum hefur skóla- kerfiö veriö aö breytast, nú er þaö fjölbrautakerfiö sem er aö sam- eina flestar námsbrautir, bæöi bóknám og verknám. Þaö liggur ekki fyrir hvernig skiptingin er milli kynjanna i fjölbrautaskól- unum, en þaö er þó ljóst aö i tækni- og iöngreinum eru piltar i miklum meirihluta, meöan stúlk- urnarsækja inn á heilsugæslu- brautir. Þaö sést af þeim tölum sem hér fara á eftir, aö meöan straumur- inn af strákunum liggur inn i nýju skólana sem bjóöa upp á tækni- nám, dreymir stelpurnar enn um stúdentspróf og þær eru aö leggja gömlu skólana undir sig. Menntaskólinn i Reykjavík: 6. bekkur 150 nemendur 57 stúlkur 93 piltar 5. — 171 — 96 — 75 — 4. — 216 — 125 — 91 — 3. — 276 — 142 — 134 — Alls 813 nemendur þar af 420 stúlkur og 393 piltar. Menntaskólinn við Sund: 1. bekkur 269 nemendur 151 stúlkur 118piltar 2. — 195 — 89 — 106 — 3. — 178 — 84 — 94 — 4. — 160 — 83 — 77 — Alls 802 nemendur þar af 407 stúlkur og 295 piltar. Menntaskólinn á Akureyri: 3. bekkur 192 nemendur 113stúlkur 79piltar 4. — 118 — 70 — 48 — 5. — 112 — 51 — 61 — 6. — 114 — 66 — 48 — I öldungadeild eru 100, þar af 77 konur og 23 karlar. Alls 636 nemendur þar af 377 stúlkur og 259 piltar. Menntaskólinn við Hamra- hlið: Dagskólinn 486 stúlkur, 394 piltar. Pldungadeildin 450 konur, 230 karlar. Alls 1560 nemendur þar af 936 konur og 62.4 karlar. Þetta eru aöeins nokkur dæmi um skóla sem útskrifa stúdenta, en allt viröist stefna i sömu átt hvar sem er á landinu. Sú spurning veröur áleitin hvort stúlkur séu i raun löngu á eftir þróuninni. Tæknimenntun er þaö sem sóst er eftir 1 sam- ræmi við þróun samfélagsins, en bóknám og hugvisindi búa viö gengissig hvort sem mönnum finnst þaö neikvætt eöur ei. Þaö er ljóst aö konur stefna ekki þangað sem atvinnumöguleikar eru hvaö mestir, enda sýnir val þeirra kvenna sem fara i háskóla aö 1 nánustu framtiö sitja karlar áfram að tækninni og stjórnun meðan konur leggja undir sig kennslu og félagsvisindi. — ká Á eftir þróutiiniii eða sókn fram á við? Guörún Helgadóttir lýsti andstööu viö sam- komuiag hafnarinnar og skipafélaganna. Guörún Helgadóttir um framtíð Reykja- víkurhafnar: Skipulagt með skyndilausnum Eins og skýrt hefur veriö frá í Þjóöviljanum var nýlega sam- þykkt f borgarstjórn Reykjavfkur samningur Hafnarinnar viö skipafélögin Eimskip og Hafskip en hann felur i sér aö Hafskip yfirtekur austurhluta gömlu hafnarinnarog Eimskip flyst meö allt sitt inn I Sundahöfn. Guörún Helgadóttir var eini borgarfull- trúinn sem mælti gegn þessum ráöageröum og sat hún hjá viö at- kvæöagreiösluna, þegar samn- ingurinn var samþykktur I borgarstjórn meö 14 samhljóöa atkvæöum. Geröi Guörún grein fyrir afstööu sinni og taldi sex meginástæöur fyrir þvf aö hún vildi ekki samþykkja samn- inginn. Fer ræöa hennar hér á eftir. „Ég mun ekki greiöa þessum tillögum atkvæöi um lausn á vanda Eimskipafélags lslands og Hafskips h.f., en sit hjá viö at- kvæöagreiöslu. Hlýt ég aö gera grein fyrir afstööu minni, sem er sú sama og ég geröi grein fyrir hér i borgarstjórn sumarið 1978. Skal ég f stuttu máli telja upp ástæður þær, sem valda hjásetu minni. 1. Hér liggja fyrirlausnir á vanda Hafskips, sem hljóta aö skoöast skammtimalausnir. Framtiö hafnarinnar I Reykjavlk á ekki aö skipuleggja meö skyndi- lausnum. 2. Sá vandi sem hér er veriö að leysa er ekki vandi skipafélag- anna, heldur innfly tjenda. Hafnarsvæöið i Reykjavlk á ekki aö vera vörugeymsla, heldur áfangastaöur vörunnar og skammtimadvalarstaöur. Þaö ástand viögengst nú, en kæmistt.d. tollkrit á minnkaöi þessi vandi verulega. Sem sósialistaer mér fyrirmunaö aö lána hafnarsvæöiö undir hömlulausan innflutning á mis- þarfri vöru, sem innflytjendur geta ekki leyst út. Þaö er verk- efni viöskiptaráöherra aö leysa þaö, en ekki hafnarstjórnar I Reykjavik. 3. Hafskip h.f. vantar bryggju- rými og leysist þaö ekki hrekst skipafélagiö úr borginni. Þaö væri skaöi og þvi ber aö leysa vandann. Lóöir 3 og 4 viö Kleppsbakka eru eölileg lausn þess vanda, þó aö sú lausn taki nokkru lengri tima. Félagiö hefur verið I fjárhagsöröug- leikum, sem nú hafa minnkaö, en þaö getur tæplega byggt skemmur aö sinni. Meö nýjum flutningsaöferöum, ro-ro skipum og gámaflutningi, er hægt aö komast hjá fram- kvæmdum viö skemmu- byggingar um sinn. Hafskip h.f. er hins vegar of veikt fjár- hagslega til þess aö hætta eigi stórfé borgarbúa til lausnar vanda þess. Ég hlýt aö spyrja brennandi spurningar: Ef þessar lausnir veröa sam- þykktar og Hafskip veröur svo gjaldþrota — og þaö gæti gerst — hvaö gerir hafnarstjórn þá? En ég ftreka aö ég tel nauösyn- legt aö leysa vanda Hafskips, af þvi aö hann snýst um bryggjurými en ekki fyrst og fremst land. 4. Eimskipafélagiö vantar fyrst og fremst meira land. Nú þegar hafa þeir 16,5 hektara, sem er meira en nokkurt annaö félag hefur. Vissulega flytja þeir mest magn af vöru inn i landiö, en samanburö má sjá: Eí flytur inn 25%, án olfu 50% vörumagns, hefur 16,5 ha lands. Hafskip flytur inn 7.6%, án oliu 13.9% vörumagns, hefur ekkert land annaö en 5000 ferm skemmurými. StS flytur inn 7%, án oliu 13% vörumagns.hefur 4-5 hektara. Ekkert álitamál er, aö Eim- skipafélagiö hefur meiri og betri aöstööu en nokkurt annaö félag og gæti þess vegna beðiö þrátt fyrir gömul vilyröi. 5. Ég tel aö höfnin eigi aö eiga mannvirkisin sjálf. Þess vegna Frá tollstööinni má sjá vel yfir núverandi athafnasvæöi Eimskips I austurhöfninni sem Hafskip mun taka yfir frá og meö næstu áramótum. Eimskip flyst þá I Sundahöfnina. Ljósm. — Leifur. tel ég aö hún eigi sjálf aö byggja skemmur á Klepps- bakka. Ég tel hins vegar vafa- saman ávinning af aö kaupa skemmur Eimskipafélagsins fyrir hátt I tvo miljaröa þar sem ég er ekki viss um gildi þeirra eftir nokkur ár. Þær voru ekki byggöar samkvæmt nýjustu flutningsaöferöum. 6. Ég vil geta þess aö ég tel aö- stööu Rikisskips eiga aö vera nær Kleppsbakka til aö spara flutningskostnaö. Uppbygging hafnarinnar er mikiö alvörumál fyrir Reykvik- inga. Undir henni er framtíö at- vinnulifs I borginni komin. Þegar hefur sýnt sig hvers virði vestur- höfnin er sem fiskihöfn og núver- andi borgarstjórn hefur tekið rétta stefnu i málum hennar. En ég kýs aö varpa af mér þeirri ábyrgö sem menn viröast ætla aö taka hér I dag og mun sitja h já viö atkvæöagreiöslu. Máliö er komiö i eindaga vegna óþarfs dráttar á afgreiöslu þess, svo aö ég sé ekki aö mótatkvæöi mitt skipti hér máli. Mál- flutningur minn hefur enda litinn hljómgrunn fengiö. á dagskrá Árni Björnsson Hallgrímur Pétursson orti 50 sálma um vidbjóöslegt athæfi: saklausan mann negldan upp á kross. En hann gerði það M fagurlega. Halldór Laxness skrifaði Æ Sjálfstætt fólk um harðneskju fátæktar- innar. En það var samt listaverk. Ný Leirgerður Alþýöulist yfirstéttarinnar Það hefur löngum verið háttur yfirstéttar að tala niðrandi um skáldskap og aöra list alþýöu. Enda er hiö alþjóölega háösyrði vulger, þ.e. ómerkilegur, rudda- legur, komiö af latneska oröinu vulgus, almenningur. Sömuleiðis hafa fúskarar I gervi listamanna eða listafor- stjóra hvarvetna leitast við aö réttlæta vonda og ljóta fram- leiöslu sina og gæöinga sinna meö þvi, aö þetta væri svo alþýölegt eöa þaö sem fólkiö vildi. Þaö er aö vísu rétt, aö einföld og hrá fram- setning veröur einatt fljót til aö ná skilningarvitum alls þorra manna, þótt hún skilji litið eftir. En meö sliku athæfi er I rauninni verið að fóöra alþýðu manna á andlegu trosi undir þvi yfirskini, aö hún sé ekki fær um aö skilja annað. Og með þessari fyrirlitn- ingu er stuðlað aö þvi aö halda verkalýönum á þvi menningar- lega lágstigi, sem hann er talinn eiga skiliö og þurfa til aö vera mátulega auösveip vinnudýr fyrir rikjandi stétt. Menningarböölar Einna þekktastir menningar- böölar af þessu tagi á siöari tim- um eru hinir rússnesku Sdanoff- ar, listráöunautar Stalins og eftirmanna hans. En segja má, aö svipaö hafi i reyndinni veriö upp á teningnum hvaö varöar „alþýöu- menningu” i Bandarikjunum og öörum löndum undir áhrifavaldi þeirra. Þar eru aö visu ekki stjórnskipaöir alræöisherrar aö verki, heldur forheimskunarsér- fræðingar fjölþjóöahringa. En vegna innbyrðis samkeppni sin i milli þurfa þeir sifellt aö finna upp ný form fáfengileikans. Ný- legt dæmi af þvi taginu er svo- nefnt ræflarokk, sem á yfirborö- inu er mas. látiö vera á móti rikj- andi kerfi!! Snjallt. A siöustu misserum hafa svo risiö upp hér á landi nýir „vinir alþýöunnar”, sem kveöjast ætla að hefja hana uppúr niöurlægingu meö þvi að leika og syngja fyrir hana lélega uppsuöu af þessari fjölþjóðlegu verslunarmúsik við ennþá verr geröa texta. Helsti samnefnari þessa fyrirbæris heit- ir vist gúanórokk. Þarf vont aö versna? Nú er það hverju orði sannara, sem bent er á I siöasta hefti Timarits Máls og menningar, að sjómannalagatextar siöari ára- tuga hafa veriö fáránlega róman- tiskir og fjarri öllum raunveru- leika. Samkvæmt þeim er lif sjó- mannsins fyrst og fremst hetju- legur árangur i kvennafari, drykkjuskap og dansi viö þorsk, sjó og sild. Þaö er þvi ekki nema viröingarvert aö reynt sé aö kom- ast nær hinum slorugu staöreynd- um. En hversvegna þarf endilega aö kasta svona til þess höndunum? Halda menn virkilega, að skáld- skapur um slor og skit þurfi sjálf- ur aö vera fúll og slepjugur? Hall- grimur Pétursson orti 50 sálma um viðbjóðslegt athæfi: saklaus- an mann negldan uppá kross. En hanngerðiþaðfagurlega. Halldór Laxness skrifaöi Sjálfstætt fólk um haröneskju fátæktarinnar. En þaö var samt listaverk. Fulltrúi hinna nýju alþýðuvina segir hins- vegar i siðasta sunnudagsblaöi Þjóöviljans, að jafnvel textar Megasar hafi verið ,,of djúpir og yfir höfuð of góöir til að hægt væri að nota þá meö músikinni.” Hugsunin virðist semsé vera: ekkert nema það versta er nógu gott fyrir alþýöuna. Aöstoö viö VSÍ Þaö veröur varla annaö séö en aö meö ljótum og lélegum söngv- um sé verið aö hjálpa atvinnurek- endasambandi Islands til aö halda verkalýðnum i skefjum. Þvi aö andleg lágkúra stuölar aö þvi að halda lifskjörum niöri. Ekki skal þvi þó trúaö, aö þaö sé visvitandi. Miklu fremur mun hér um þann reginmisskilning að ræöa, aö fyrirmyndin, músik- framleiösla fjölþjóöahringanna, sé i þágu alþýöunnar! En þaö mun mála sannast, aö fátt hafi reynst áhrifameira ópium fyrir fólkiö siöustu hálfa öld en einmitt þessi verksmiðjuframleidda mús- Ik. (Enda hefur hergagnafram- leiösla sömu auöhringa getað si- aukistá sama timabili). Svo leyfa menn sér aö kalla þetta alþýöu- tónlist — og fá hrekkleysingja til að trúa aö svo sé. Þaö er verið að ýta undir þann gamla áróöur að alþýöutónlist hljóti að vera „vulg- er”. Velmeinandi klaufaskapur Hitt kann og vera, að menn séu óafvitandi að yrkja i anda eins læröasta leirskálds íslandssög- unnar, Magnúsar Stephensen, sem meöal margs annars gaf út I Leirárgörðum sálmabók fyrir þjóöina og fljótt hlaut nafnið Leir- geröur. Meining Magnúsar var nefnilega góö, þótt hún gerði litla stoö. Hann var valdsmanna mildastur viö alþýöu og vildi upp- lýsa hana af skynsemi um gagn hennar og nauðsynjar, ma. I bundnu máli. En hann var þvilik- ur dauöans bögubósi i ljóðagerö, að tárum tekur, og ekkert af henni liföi á alþýöuvörum. Svipaö má segja um annan upplýsingarmann, Eggert Olafs- son, sem þó gat ort þokkalega, þegar hann var ekki að rembast viö aö prédika. En þá sló heldur en ekki út i. Hér skal tekiö sem dæmi eitt ádeiluljóö hans, sem heitir ,,Um sérliga subbu, sem á sér nokkrar stall-systur”: Hvörgi sé ég, þó syrgi slikrar piku lika: flagð í fasi og hegöan, fingrs hefir soð-sting björg Inga; stykkin i soð sokkin sóðaligt jóðlaði fljóöiö; rennir hún klúrt af könnum, karmlöð sleikir um barminn hin arma. Og til samanburöar ádeiluvisa eftir Bubba Morthens, sem hon- um þykir harla góð: Hún er ekki rauðsokka og dansar sýrutangó. Hún var alin upp til þess aðgiftast liggja á bakinu og fjölga sér, hún var alin upp sem Aristókrat dama upp á punt til að þóknast þér. Sá galli er vitaskuld á þessu skrifi, að þar er ekki skilgreint, hvernig góöur baráttuskáldskap- ur sé eöa eigi að vera. Enda mun seint reynast unnt aö semja um það algildar reglur. Hér ræöur auðvitað ekki annaö en umdeilan- legur smekkur einstaklings. En samkvæmt honum eru flestir sjó- mannasöngvar siöustu 40 ára værrinir og púkalegir. Verri eru þó þeir, sem skitalyktina leggur af. Það liggur viö aö maöur and- varpi: heldur púkó en kúkó. Bók um fjölmiðla og uppeldi Ot er komin á vegum IÐUNNAR bókin Fjölmiðlar og uppeldi eftir Einar Má Guð- varðarson.Er þetta sjötta bókin i flokknum Smárit Kennarahá- skóla Islands og Iöunnar. Höf- undur segir I formála aö ritiö sé hugsaö sem kynning á fjölmiöla- kennslu og sé einkum ætlaö kennurum, kennaranemum og öörum uppalendum. Bókin skiptist I fjóra megin- kafla: Boömiölun-fjölmiölun. Um starfsaöferðir og áhrif fjölmiöla. Kvikmyndir og uppeldi. Fjöl- miðlakennsla. Siöasti kaflinn er lengstur. Þar er lýst sjö kennslu- hugmyndum viö fjölmiölakennslu og er ætlunin aö gefa meö þvi vls- bendingarum hvernig „fræöa má um efniö I grunnskólum landsins án teljandi tækjabúnaöar og sér- fræðilegrar þekkingar”, aö sögn höfundar. Aftast i bókinni er skrá um bækur, stuöningsrit og heimildir. — Fjölmiölar og upp- eldi er 95 blaðsiöur, prýdd mynd- um. Oddi prentaöi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.