Þjóðviljinn - 10.10.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. oktöber 1980 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5
Pinochet vinnur ..sigur” I þeim sérkennilegu kosningum, sem voru
undirbúnar m.a. meö handtöku 2800 manna og auknum pyntingum I
fangelsum.
eins uppákoma blasir viö á
skerminum. Það mætti til dæmis
spyrja: hvaöa stjórn er svo
heimsk að hún ekki lofi öllum
þegnum öllu fögru? Hvaða fasisk-
ur einræðisherra hefur ekki „ver-
ið hylltur eins og þjóðhetja”
heima hjá sér? Og i þriðja lagi:
hvaða vandi er að kveöa niður
veröbólgu (sem hefur reyndar
verið mikil i allskonar stjórnar-
fari i Rómönsku Ameriku) þegar
stjórnendur geta velt byröunum
af „lækningunni” yfir á þá fátæk-
ustu án þess aö nokkur fái rönd
viö reist: verkalýðsflokkar hafa
verið bannaðir, verkalýðsfélög
einnig, og hver sá sem möglar fer
i tugthús, gott ef þaö verður ekki
murkaö úr honum lifiö.
//Sigur" undirbúinn
Þaö var að visu viðurkennt, að
ekki væri allt meö felldu i Chile.
Blaöamaður hafði verið tekinn og
laminn til dauöa — en þaö var
engu likara en um slysni hefði
verið aö ræða. Þaö hefði þó verið
útlátalaust fyrir höfunda myndar
sem þessarar að geta um það einu
orði, að Pinochet undirbjó „þjóö-
aratkvæðagreiðsluna” sina (sem
myndin kallaöi „sigur”) meö þvi
aö herða á ógnarstjórninni. Frá
þvi I janúar og fram i ágðst voru
um 2800 manns handteknir I Chile
og aöeins 85 hafa sloppið út aftur.
Höfundar Chilemyndarinnar voru
ekki vitund hneykslaöir á fram-
kvæmd atkvæðagreiðslu þessar-
ar. En það var hinsvegar banda-
fangelsum hafi fariö i vöxt. Það
átti aö hræöa fólkið til að makka
rétt. Auk þess, segir Washington
Post, gat enginn óháður aöili
fylgst meö, hvorki atkvæöa-
greiöslu né talningu atkvæöa. Og
þeir sem heima sátu töldust hafa
greitt atkvæöi með hinni maka-
lausu stjórnarskrá!
Allende var verðbólga!
Lágkúrulegust varð myndin
þegar vikið var aö Salvador All-
ende, sem Pinochet og menn hans
myrtu I september 1973 og
stjórnartið hans. Heimildar-
myndin var full af velvilja og
skilningi á hinu „efnahagslega
frelsi” kapitalismans sem höf-
undar telja bersýnilega hér um
bil nógu gott i Chilemenn. En það
kom ekki fram vottur af skilningi
á þvi hvaö vinstristjórn Allendes
var að gera. Þvert á moti: þaö
var leikiö eitt stef, og það var, að
„marxistar” hefðu stefnt öllu I
öngþveiti. Stjórn Allendes var
verðbólga. Annað veit saklaus
áhorfandi ekki.
Fátækrahverfin
Myndin sýndi hreysi i fátækra-
hverfum Santiago. Já, segir
þulurinn, þau eru þarna. Þaö
voru lika til fátækrahverfi áöur,
einnig á dögum Allendes.
Vitanlega er það rétt. Chile
hefur búiö viö forræöi yfirstétta
lengst af sögu sinnar: sá sem
hefði búist við aö fátækrahverfi
Þó að erlend blöð gagnrýni Pinochet þá er hann hylltur
heima hjá sér sem þjóðhetja, sagði þulurinn í sjónvarps-
myndinni um Chile sem sýnd var á miðvikudagskvöld.
Enda, sagði þulurinn ennfremur, hefur hann komið á
efnahagslegum framförum og miklum innflutningi og
úrvali neysluvarnings. Að vísu kemur efnahagsþróunin
fyrst til góða þeim sem best eru settir fyrir, en stjórnin
lofar að öllum skuli líða vel í framtíðinni. Hún ætlar að
vinna að framförum öllum þegnum til handa...
Þetta var dæmalaust mynd og
dæmalaus texti,einskonar undar-
leg blanda af barnaskap og lltt
duldum áróðri fyrir efnahags-
visku Pinochets valdaræningja og
lærisveina Miltons Friedmans,
sem hafa fengiö að gera nýfrjáls-
hyggjutilraunir á Chilebúum með
þeim skilmálum sem vesalings
Margaret Tatcher vantar: þeir
þurfa ekki aö glima við verka-
lýðsfélög. Þeir geta skammtað
fólki svosem tuttugu þúsund
krónur á mánuöi i laun ef þeim
sýnist.
Hvar skal byrja?
Maður veit varla hvar skal
byrja og hvar enda þegar önnur
landsins hyrfu á aðeins þriggja
ára valdaferli Allendes er fifl.
Þulurinn sagði: já, við vitum
ekki hvort þessu fólki vegnar nú
betur eöa verr en á dögum All-
endes. Hann átti við ibúa fá-
tækrahverfanna.
Þetta er lýgi. Þetta getur hver
maður vitaö sem kærir sig um. A
dögum Allendes fór atvinnuleysi
niður I 3% og varö eitt það lægsta
I álfunni. Nú herma opinberar
skýrslur að það sé 12% — og
menn þykjast vita að þaö sé I
raun miklu meira. Og tugþús-
undir manna hafa flúiö land.
íbúar fátækrahverfanna skrimta
á fátækraframfæri og góðgerða-
starfsemi kirkjunnar. A dögum
Allendes var verulega tekið til
hendinni i fátækrahverfum, ung-
börn fengu mjólk — slikt hafði
ekki þekkst áöur. Þegar herinn
tók völd tóku ekki aðeins við bar-
smiðar, handtökur og pyntingar,
sem ööru fremur komu fram
ibúum f á t æ k r a h v e r f -
anna — barnadauðinn I landinu
óx um 18% á aðeins einu ári.
Stjórnarskrárbýsn
Svo mætti lengi áfram halda.
Það heföi lika mátt upplýsa sjón-
varpsáhorfendur um það, aö
Frei, formaöur Kristilegra demó-
krata, sem fékk að halda fund
fyrir , ,þjóöaratkvæöagreiðsluna ’ ’
til að erlendir sjónvarpsmenn
hefðu einhverja stjórnarandstöðu
á filmum (en ekki aögang að
rikisfjölmiðlum) — hann veröur
aldrei forseti, jafnvel þótt þjóöin
vildi. Pinochet situr til 1989. Þá
veröur kosið um forseta — en aö-
eins um einn mann— menn fá þá
aðeins rétt til að segja já eða nei
við forsetaefni sem herforingja-
stjórnin sjálf hefur valið! Þess-
vegna getur Pinochet setið allt til
1997, og þá verður Frei löngu
dauöur.
1989 verða kosningar til þings,
en enginn má nálægt þeim koma
sem „útbreiöir kenningu sem
byggir á stéttabaráttu”. 1 landi
þar sem vaxandi djúp er á milli
rikra og fátækra er umgetning
um stéttaátök bönnuð skv. átt-
undu grein stjórnarskrár Pinoc-
hets. Þar meö eru ekki aðeins
sósialistar og kommúnistar
dæmdir úr leik I stjórnmálum
heldur hver sem yfirvaldiö kýs
sjálft að kalla vinstri
sinna — eins þótt hann kalli sig
kristilegan demókrata og krossi
sig i bak og fyrir.
ömurlegur skrlpaleikur, sem
ekki mun takast, hvað sem llður
snilli „strákanna frá Chicago”,
sem stjórna efnahagsllfinu I
Chile.
ríska stórblaðið Washington Post,
sem minnti á það I leiðara, að
fyrir kosningar hafi Amnesty
International borist fregnir um
verulega fjölgun á handtökum af
handahófi og aö pyntingarnar I
Árni
Bergmann:
Fátækrahverfi I Santiago; æ, vift vitum ósköp lftift um þetta fólk, sagfti
þulurinn...
Um það segir meira aö segja
Washington Post I leiöara eftir
hina alræmdu „þjóöaratkvæöa-
greiöslu”:
„Aöferö Pinochets er dæmd til
ósigurs. Hún er ofbeldi sem vekur
upp ofbeldisandóf, sem mun njóta
umburðarlyndis ef ekki virks
stuönings þjóöarinnar”.
Aliende; menn fengu ekki annaft
að vita en aft marxisminn væri
verftbóiga.
r ÓDÝRAR "
BÓKAHILLUR
fáanlegar úr
eik og teak
og furu
Stærð:
Hæð 190 cm
Breidd 90 cm
Dýpt 26 cm
Verð
aðeins
kr.
79.900,-
Opið
föstudag
frá 9-7
laugardag
9-12
Húsgagnadeild
JH
Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600
Sjónvarpsmynd um Chile:
— veruleiki og yfirborð