Þjóðviljinn - 10.10.1980, Blaðsíða 11
Föstudagur 10. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11
íþróttir
NjarOvIkingurinn Jónas Jóhannesson átti mjög góðan leik I gærkvöldi.
Hér er hann að kljást við einn Kinverjanna og er sá ekki beint árenni-
legur. Mynd:-eik
Valur-KR í kvöld
Stórleikur veröur á dagskrá 1.
deildar handboltans I kvöid. Val-
ur og KR leika og hefst slagurinn
kl. 20 I Laugardalshöllinni.
Valsmennirnir hafa byrjað
mótið af fitonskrafti að þessu
sinni og þeir ætla sér tslands-
meistaratitilinn i ár og ekkert
minna. KR-ingarnir voru slakir i
fyrsta leik sinum, sem var gegn
Þrótti, en þeir komu mjög á óvart
um siðustu helgi með þvi að ná
jafntefli gegn Vikingi.
Þess má geta aö fyrrum þjálf-
ari Vals, Hilmar Björnsson.er nú
með KR-ingana. —IngH
iþróttir g
Naumur ósigur
gegn Kínverjum
,,Ég er mjög ánægður með
marga hluti hjá minum mönnum i
þessum leik, sérstaklega var
vörnin okkar góð. Klnverjarnir
eru mjög góöir, enda hafa þeir
einungis tapað fyrir Finnum með
litlum mun og sigrað Svia. Þeir
kunna ýmislegt fyrir sér, en viö
ætlum okkur að sigra i þeim leikj-
um sem eftir eru gegn þeim”
sagði Einar landsliðsþjálfari
Bollason eftir að strákarnir hans i
körfuboltalandsiiðinu höfðu tapað
naumlega fyrir Kínverjum I
Laugardalshöllinni i gærkvöldi.
90-89.
Landinn hóf leikinn af miklum
fitonskrafti, 7-0 og 13-7. Kinverj-
arnir komust yfir 22-21 og leiddu i
hálfleik 50-43.
! Framararfá;
jharðskeytt-j
an bakvörð
Meö 1. deildarliði Fram I |
körfuknattleik, mun I vetur ,
leika Val Brazy, 190 sm hár I
Bandarikjamaður, sem leik- I
ur stöðu bakvarðar. Sagt er, |
að Brazy þessi sé einstak- ■
lega haröskeyttur og tekn- I
iskur leikmaður
Þaö var hinn kunni körfu- |
boltamaður Dirk Dumbar •
sem hafði milligöngu um I
hingaðkomu Val Brazy, en I
þeir voru báðir i Central |
Michigan University. •
Kinverjar höfðu ávallt undir-
tökin i seinni hálfleiknum, en Is-
landi tókst þó einu sinni að
komast yfir 71-70. Undir lokin var
mikil spenna i leiknum.Kinverjar
komust i 88-82, en með látum
minnkaði landinn muninn niður i
1. stig. 90-89. Okkar menn náðu
siðan knettinum þegar 5 sek voru
eftir en áttuðu sig ekki á þvi að
skjóta og Kinverjarnir sigruðu,
90-89.
Það sem orsakaði að strákarnir
i islenska liðinu reyndu ekki
körfuskot var að þeir vissu ekki
hvað timanum leiö þvi klukkan i
Laugardalshöllinni var biluð...
Tveir menn báru af i kinverska
liöinu, no 12, Jiang Yueguang,
sem skoraöi 39 stig og no 8, Li
Feng, sem skoraði 28 stig. Það
geigaði vart skot hjá þessum
köppum.
Simon skoraði 19 stig fyrir ís-
land, Gunnar 13, Torfi 14 og Jónas
12. Allir leikmenn islenska liðsins
fengu að spreyta sig og stóðu sig
með mikilli pryði.
— IngH
Valur ræðst ekki
á garðinn þar sem
hann er lægstur
A fimnitudag og föstudag i
næstu viku leika Valsmenn gegn
júgóslavcnska liðinu Cibona
Zagreb i Evrópukeppni mcistara-
liða I kröfuknattleik. Báöir leikir
liðanna fara fram hér á landi að
beiðni Júgóslavanna, sem telja
sig það örugga uin sigur að þeir
senda einungis 9 leikmenn hing-
að.
1 Cibona-liðinu eru 5 leikmenn
sem voru i liði JUgóslaviu sem
sigraði á olympiuleikunum i
Moskvu í sumar, þ.á m. fyrir-
liðinn. Þá er þjálfari Cibona
einnig landsliðsþjálfari.
Fyrirliðinn hefur m.a. orðið
þrisvar Evrópumeistari, tvisvar
heimsmeistari og einu sinni
Olympiumeistari.
1 liði Cibona er nU besti körfu-
knattleiksmaður, sem JUgóslavar
hafa átt, Cosic Kresmir, en hann
hefur m.a. leikið i Bandarikjun-
um og á ttaliu.
A framantöldu má sjá að Vals-
mennirnir eru á leiðinni i
sannkallaðan ljónskjaft, en þeir
eru hvergi bangnir og styrkja lið
sitt með 2 Bandarikjamönnum,
Ken Burell og John Johnson, sem
leikur með IA i 2. deildinni.
- IngH
Þrátt fyrir glæsilega tilburði
tókst Ade Chandra og félögum
hans i indónesiska liðinu ekki að
sigra hina haröskeyttu Kinverja.
þróttagrein undanfarin ár og ekki
leit út fyrir að veldi þeirra yröi
ógnað i náinni framtíð. Þeir eru
núverandi handhafar svokallaðs
Thomas Cup, sem þýðir að þeir
hafi besta badmintonliði heims á
að skipa.
Eins og öllum er kunnugt hafa
Kinverjar verið aö fikra sig hægt
og bitandi inn á alþjóðlega sam-
vinnu á Iþróttasviðinu, en enn eru
þeir ekki farnir aö taka þátt i
helstu badmintonmótum heims af
fullum þunga. Reyndar var vitaö
aö badminton er mikið stundað I
Kina og að þeir hefðu mjög fram-
bærilegum spilurum á aö skipa. I
febrúar sl. tóku þeir þátt I lands-
keppni i Hong Kong og komu þá
geysilega á óvart meö þvi aö
sigra sjálft landsliö Indónesiu-
manna, sem reyndar voru ekki
meö sitt sterkasta liö. Þessi
ósigur vakti mikla gremju I Indó-
nesiu og þegar ljóst var aö þjóö-
A sföasta keppnistlmabili gerð-
ust sannkölluö stórtiðindi i heimi
badmintonmanna þegar Indó-
nesiumönnum var hrundið harka-
lega af stalli sinum sem besta
badmintonþjóð heims. Indónesiu-
menn hafa veriö nær ósigrandi I
öllum landskeppnum i þessari I-
Kínverjar ná yfirráðum í hæstu hæðum
badmintoníþróttarinnar
Kóngum velt af stalli
irnar áttu að mætast á ný
tveimur mánuðum siðar var
ákveðiö aö Indónesiumenn tefldu
fram öllum sinum skærustu
stjörnum með Liem Swie King i
fararbroddi, en hann hefur m.a.
sigrað tvivegis I All England
keppninni. Leika átti 9 leiki og
var almennt álitið að nU myndu
Indónesiumenn sigra 6-3 eða i
versta falli 5-4.
Glímuskjálfti
og rafmagnað
andrúmsloft
Griðarlegur áhugi var fyrir
þessari keppni i Asiu og henni var
sjónvarpað beint til flestra landa
þar. Kinverjarnir komu viku áöur
en keppni átti að hefjast I Indó-
nesiu og myndaöist þegar mikill
gllmuskjálfti ikringum liö þeirra.
Gætu þeir hugsanlega ruöst inn á
heimavöll sterkustu badminton
þjóöar heims og lagt hana aö
velli?
Fyrir framan 8 þUs. áhorfendur
hófst siöan einvigið og andrUms-
loftiö var rafmagnað. Liem Swie
King átti ekki i miklum erfið-
leikum meö aö ná i fyrsta stigiö
fyrir Indónesiumenn þegar hann
sigraöi Yan Yukiang, 15-7 og 15-
12. Kinverjar jöfnuöu næsta leik,
Han Jian sigraöi Sumirat, 15-12
og 15-9. Staöan 1-1.
Þeir kinversku geröu ennþá
betur og tóku forystuna, 2-1. Luan
Jin og Lin Jiangli sigruðu Ade
Chandra og Tjun Tjun I tviliöa-
leiknum, 15-6 og 15-10. Aftur var
staðan jöfn, 2-2. Sumirat lagði
Yan Yujiang 15-7 og 15-7. Kin
verjinn var lagður á aöeins 22
min. 3-2 ...
öllum að óvörum tókst Kin-
verjunum aö jafna I næsta leik.
Hinn margreyndi kappi Luan Jin
sigraði Dhany Sartika, 15-12 og
15-13. Sartika var ákaflega tauga-
óstyrkur I þessum leik. Hann
heimtaði slfellt nýja bolta og
starfsmenn iþróttahallarinnar
voru á þönum við að þurrka svita-
dropa af gólfinu að beiðni Sartika.
Leikurinn stóö yfir i 65 min. og
hinir 8 þUs. áhorfendur voru alveg
aö niöurlotum komnir vegna
spennings og hitasvækju, sem i
iþróttahöllinni var. Þeir létu sig
þó hafa það aö sitja I sætum
sinum áfram, þvi aö i vændum
var leikurinn sem Urslitum kynni
aö ráöa.
Stórkostleg
viðureign
Þegar aö Indónesinn Liem Swie
King og Klnverjinn Han Jian
komu inn á völlinn ætlaði allt vit-
laust að verða á áhorfendapöll
unum. King er nánast þjóöhetja i
hieimalandi slnu, iþróttagarpur og
kvikmyndastjarna. Fljótlega
kom i ljós aö Kínverjinn var ekki
á þvi aö láta sinn hlut baráttu-
laust og auk þess virtust óp og læti
áhorfendanna engin áhrif hafa á
hann. Fyrsta lotan var I jafnvægi
lengi vel, 9-9 og 11-11. Þá var eins
og King yröi að einni allsherjar
taugaflækju og Kinverjinn sigraöi
örugglega, 15-11. King kom siöan
tviefldur til leiks i næstu lotu,
væntanlega vei meðvitaöur um að
heiður þjóöar hans var i veöi.
Hann sýndi allar sinar bestu
hliöar og sigraöi 15-4. 1 þriöju og
siöustu lotunni böröust kapparnir
eins og þeir ættu lifiö að leysa.
Han tók forystuna, en King jafn-
aði, 9-9. Aftur náöi Han undirtök-
unum og aftur jafnaöi King, 13-13.
Hækkaö var upp i 18 og enn börð-
ust kapparnir af djöfulmóð. King
komst I 17-15, en ætlaði sér um of
og smassaði hvað eftir annað i
netið. Kinverjinn jafnaöi og
honum tókst siðan að næla I 18.
stigið og þar með var sigurinn
oröinn hans. Kina var komið með
forystu i keppninni á nýjan leik.
Nú vita allir hvað
Kínverjarnir geta
Viö tap Liem Swie King var
eins og allur þrótiur færi Ur Ind-
verjunum og Sun Zhian og Yao
Ximing tryggðu Kina endanlega
sigur meö því aö leggja aö velli
Tjun Tjun og Chandra I tviliða-
leiknum, 6-4. Þaö var þvi lltil
sárabót fyrir Indverjana að sigra
i siðasta leiknum; bUiö var aö
velta þeim af stalli slnum sem
bestu badmintonþjóð heims I
karlaflokki. 1 staö þeirra voru
komnir Kinverjar, sem áöur voru
óþekkt stærö i heimi badmintons.
(IngH endursagði
úr World Badminton)