Þjóðviljinn - 10.10.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. október 1980
Liðsmannafundur
SHA
Liðsmannafundur SHA, vegna landsráð-
stefnu samtakanna 18. og 19. okt. á Akur-
eyri, verður haldinn laugardaginn 11. okt.
i Félagsstofnun stúdenta og hefst kl. 14.00.
Dagskrá:
Guðmundur Georgsson ræðir um undir-
búning landsráðstefnunar Arthúr Mort-
eins jkynnir drög að starfsáætlun. Árni
Hjartarson ræðir um þjóðaratkvæða-
, greiðslu — Stöðu málsins.
Fjölmennið og takið þátt i umræðum.
Samtök herstöðvaandstæðinga.
Hjúkrunarskóla Islands
vantar hjúkrunarkennara
Aðallega er um að ræða kennslu i hjúkrun
sjúklinga á lyflækningadeild.
Fullt starf æskilegt^en hálft starf kemur til
greina. Barnaheimili á staðnum. Upplýs-
ingar veitir skólastjóri.
Umsóknir sendist menntamálaráðu-
neytinu, verk- og tæknideild.
®ÚTBOÐf
Tilboð óskast í salt til hálkueyðingar fyrir
Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn verða af hent á skrifstof u vorri að
Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudag-
inn 12. nóvember 1980 kl. 11.00. f.h..
INNKAUPASTOFNUN REYKMVÍKURBORGAR
____________Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800___
j fÚTBOÐf
Tilboð óskast í smíði á hillusamstæðum og
vögnum í kæligeymslu fyrir Arnarholt.
útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að
Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík.
Tilboð verða opnuðá sama stað f immtudaginn
23. október 1980 kl. 11.00 f.h..
INNKAUPASTOFNUN REYK)AVÍKURBORGAR
Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Verkakvennafélagið Framsókn
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu við kjör fulltrúa á 34.
þing Alþýðusambands íslands i nóvember
n.k..
Frestur til að skila listum er til kl. 12 á há-
degi mánudaginn 13. okt. 1980.
Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli
100 fullgildra félagsmanna.
Listum ber að skila á skrifstofu félagsins i
Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Stjórnin
• Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
Ónnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468
Kírkjukór Landakirkju til
Þýskalands næsta sumar
Frá fréttaritara okkar I Vest-
mannaeyjum, Magnúsi Jó-
hannssyni frá Hafnarnesi:
1 ráöi er aö Kirkjukór Landa-
kirkju fari til Þýskalands næsta
sumar og taki þar þátt i alþjóð-
legu kóramóti, sem haldiö
veröur i borginni Limburg, sem
er rétt noröan viö Frankfurt.
Mótiö veröur haldiö dagana 28.
mai til 1. júni. Kirkjukórinn
hefur áöur tekiö þátt i sliku
kóramóti, en þaö var i Wales
1978. Fyrir liggja hjá kórnum
miklar og strangar æfingar
vegna þessa móts og er undir-
búningur þegar hafinn.
mjóh
Samkomulag um sölu
kindakjöts í EB-kinduni
Mjög erfiölega hefur gengiö að
ná samstööu milli alira Efna-
hagsbandalagslandanna um
framkvæmd sameiginlegrar
stefnu i markaðsmálum er
varöa sauöf járafuröir. Má segja
aö þær hafi oröið útundan i sam-
eiginiegri landbúnaöarstefnu
bandalagsins þar til nú. Þegar
samiö var um nýtt verö á iand-
búnaöarafuröum 30. mai sl. þá
varö samkomulag milli land-
búnaöarráöherra Efnahags-
bandalagsins um framleiöslu,
sölu og verölagningu sauöfjár-
afuröa.
Þetta samkomulag felur m.a.
I sér aö framlög veröa greidd
beint til sauðfjárbænda, þ.e.
ákveöiö lágmarksverö á kinda-
kjöti. Landbúnaöarsjóöur EB
kaupir kindakjöt þegar
markaösverö fer lækkandi
vegna of mikils framboös. Þá
eru einnig ákvæöi, sem eiga aö
koma I veg fyrir aö lönd utan
EB geti flutt ótakmarkaö inn af
kindakjöti.
Fyrir hvert framleiösluár
veröur ákveöiö viömiöunarverð
á nýju eöa kældu kindakjöti.
Efnahagsbandalagslöndunum
er skipt niöur i fimm fram-
leiöslusvæöi. Hvert þeirra hefur
ákveðiö viömiöunarverö en
grunnveröiö fyrir framleiöslu-
áriöl.aprfl 1980 til 31. mars 1981
hefur veriö ákveöiö jafnviröi
2565 kr. isl. á kg af dilkakjöti.
Viömiöunarverö er hæst á
Itallu, kr. 2896, þá kemur
Frakkland meö kr. 2665 á kg en
lægst er veröiö á Bretlandi kr.
2263.
Innflutningsgjald veröur lagt
á allt kindakjöt, sem flutt er inn
frá löndum utan EB. Upphæö
gjaldsins er ákveöin fyrir einn
mánuö í senn. Gjaldiö má ekki
vera hærra en ákveöiö er i
samningum innan tollabanda-
lagsins (Gatt). Innflutnings-
gjaldiö veröur reiknaö eftir
veröinu á innflutta kjötinu og
grunnveröi þvi, sem er ráöandi,
þegar innflutningur á sér staö.
Þegar kindakjöt er flutt út til
landa utan EB þá greiöir land-
búnaöarsjóður EB-landanna Ut-
flutningsbætur, sem nema mis-
mun á heimsmarkaösverði og
&
Urnsjón: Magnús H. Gislason
gildandi veröi í útflutningsland-
inu.
Þau lönd.sem flytja kindakjöt
til EB-landanna, hafa mögu-
leika á aö semja um ákveöinn
innflutningskvóta meö lægra
gjaldi en almennt gildir fyrir
kindakjöt. Islenskt dilkakjöt
hefur veriö selt til Danmerkur
undanfarin ár. Þar hefur veriö
greiddur20% tollur. Samkvæmt
upplýsingum frá aöalstöövum
EB I Brussel þá hafa óskir um
viöræöur um sérstakan inn-
flutningskvóta meö lægra inn-
flutningsgjaldi ekki borist frá
tslandi.
Veröi ekkert aöhafst munu
þau lönd innan EB, sem óska
eftir aö kaupa islenskt dilka-
kjöt, þurfa aö sækja um inn-
flutningsleyfi i hvert skipti, sem
innflutningur á sér staö. Enn-
fremur þarf aö greiöa hæsta toll
af kjöti fá lslandi meöan m.a.
miklu lægri tollurer greiddur af
kjöti, sem flutt er inn frá Nýja-
Sjálandi. Þó er hugsanlegt, aö
öll lönd sem eiga aöild aö Gatt
njóti sömu kjara en þá veröi
kvóti þeirra einungis miöaöur
viö innflutning á kindakjöti frá
þeim til EB-landanna siöustu
ár. Þaö mundi þýöa aö Island
fengi rétt til aö selja 450-500 tonn
af dilkakjöti árlega og af þvi
kjöti yröi greiddur 10% tollur.
Ef leyfi fæst fyrir auknum inn-
flutningi frá Islandi þá yröi þaö
trúlega háö þvl skilyröi, aö
greidduryröi a^n.k. 20% tollur.
ag/mhg
íþróttahús rís
á Sauðárkróki
Hinn 1. okt. var fyrsta skóflu-
stungan tekin aö nýju iþrótta-
húsi Grunnskólans og Fjöl-
brautaskólans á Sauöárkróki.
Húsiö veröur alls 3.030 ferm
að stærö og þar af er salurinn
1.367 ferm. Hugmyndin er aö
byggja húsiö i áföngum þannig,
að i fyrsta áfanga veröur tekinn
fyrir helmingur af sal og 2/3
hlutar af búningsklefum ásamt
annarri nauösynlegri aöstööu,
samtals 1.330 ferm.
1 fyrsta áfanga er gert ráö
fyrir rými fyrir 300 áhorfendur
en um 600 i húsinu fullbyggöu.
Mikil umsvif eru og hafa veriö
i byggingu skólamannvirkja á
vegum Sauöárkróksbæjar á
þessu ári. Auk sökkla iþrótta-
hússins verður lokiö viö innrétt-
ingu nýrrar kennsluálmu viö
Gagnfræöaskólabyggingu, sem
einnig er notað af Fjölbrauta-
skólanum. Þar hafa nú veriö
teknar i notkun 9 nýjar kennslu-
stofur.
Verknámshús Fjölbrauta-
skólans mun veröa fokhelt á
þessu ári. Þá er einnig verið aö
innrétta neöstu hæö heima-
vistar og veröur þar rýni fyrir
24 nemendur. Var þessi fram-
kvæmd nauösynleg vegna mik-
illar aösóknar aö Fjölbrauta-
skólanum. Samtals mun veröa
variö 365 millj. kr. til byggingar
skólamannvirkja á Sauöárkróki
á þessu ári.
—mhg