Þjóðviljinn - 14.10.1980, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 14.10.1980, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. október 1980. 5. HELGARMÓT SKÁKAR Helgarmót Timaritsins Skák- ar, hið fimmta i röðinni, var haldið á Akureyri um siðustu helgi. Þátttaka sló öllum öðrum mótum við, þvf alls mættu 64 skákmenn til leiks og þótti mönnum það ansi kúnstug tala þvi þeir sem gjört þekkja til skáklistarinnar vita að reitimir ! á skákborðinu eru 64 talsins. ' Mótið fór fram I salarkynnum hóteis KEA og var I alla staði hið besta keppni, bæði jöfn og i spennandi. Segja má að eldri i kynslóðin hafi sett mikinn svip á mótið, þvi margir keppendur eru komnir til ára sinna, sá elsti áttu ekki heimangengt. Það kann að hljóma ótrúlega en það var haft i flimtingum að einn keppandi, sem aðeins hlaut 50% vinninga, hafí bætt að fullu upp fjarveru þessara manna. Sá heitir Benóný Benediktsson. Benóný tefldi allan timann vi‘6 sterka skákmenn og velgdi þeim svo sannarlega undir ugg- um. Hann hóf mótið meö þvi aö vinna þrjár fyrstu skákirnar, meö miklum glæsibrag, en tap- aðisiðan fyrir þeim sem þessar linur skrifar, Jóhanni Hjartar- syni og Jóni Torfasyni. Gegn undirrituðum átti hann um tima Verðlaunahafar ásamt fulltrúa bæjarstjórnar Akureyrar, Valgarði Baldurssyni,sem afhenti verðlaunin. Frá vinstri: Magnús Sól- mundarson, Jóhann Hjartarson, ólöf Þráinsdóttir, Helgi ólafsson og Asgeir Þór Arnason. Mynd: — eik — Maður mótsinsvar án efa Benóný Benediktsson. Ahorfendur þyrpt' ust að þar sem hann sat að tafli. Hér sést hann bjóða gömlum skák- jöfri, Jóni Ingimarssyni,! nefið. Benóný var maður mótsins 84 ára gamall, en sá yngsti 9 ára gamall piltur frá Akureyri. Þegar i upphafi var nokkurra okkar sterkustu skákmanna saknaö, meistara á borð við Friðrik ólafsson, Guðmund Sigurjónsson, Inga R. Jóhanns- son og Jón L. Arnason. Að Inga slepptum hafa þeir allir veriö iðnir við aö taka þátt i helgar- mótunum, en nú var þvi ekki komið við. Guðmundur og Frið- rik báöir erlendis en Ingi og Jón afar vænlega stoöu, gegn Jóhanni Hjartarsyni átti hann rakið jafntefli og I skákinni gegn Jóni Torfasyni fékk kyngimagn- aö heimabrugg „ósanngjarna” meðferð. 1 öllum þessum skák- um flykktust áhorfendur aö boröi Benónýs og varð oft harð- ur atgangurinn. Fyrir þá sem ekki þekkja til Benónýs, sem sennilega eru fáir, væri ekki Ur vegi að lýsa hinum einkennilegu kringumstæöum sem skapast þegar karlinn situr aö tafli. Það er alls ekki óalgengt að hann muldri eitthvað um skákina sem erf gangi, upplýsi andstæð- inginn e.t.v. um að þessi byrjun sem nú er til umræöu sé ný byrj- un sem hann hafi fundið upp (og má leiða að þvi likur að þess háttar upplýsingar séu ekkert óskaplega vinsælar). Allt fellur svo i' ljúfa löö þegar hann býður mótstöðumanninum 1 nefiö ellegarnæstamanni (sjá mynd) A góðum degi raular hann visu- part yfir borðinu eöa spjallar um veðrið. Slikur er ómótstæði- legur háttur hans. Þegar upp var staðið i mótinu varö lokaniöurstaðan þessi: 1. Jóhann Hjartarson 5,5 v. 2. Helgi ólafsson 5,5 v. 3. Asgeir Þ. Arnason 5 v. 4. Magnús Sólmundarson 5 v. 5. Jóhannes G. Jónsson 6. Elvar Guðmundsson skák Umsjón: Helgi ólafsson 7. Guömundur Agústsson 8. Askell örn Kárason 9. Pálmi Pétursson 10. Margeir Pétursson. Jóhann fékk 16.5 stig en und- 1 irritaöur 15 og telst Jóhann þvi I sigurvegari og má telja það all I sanngjarnt þvi hann var altént I ekki jafn tröllslega heppinn og 1 undirritaður, þvi f siðustu um- ferö töfraði sá fram vinning gegn Jóhannesi Gisla Jónssyni, úr gjörtapaðri stöðu, manni undir. A meðan vann Jóhann ■ Margeir Pétursson i góðri skák, I en þó Margeir hafi fengið færri vinninga en styrkleiki hans | bendir til þá safnaöi hann fleiri ■ stigum en nokkur annar, fékk alls 20 stig og bendir til þess aö hann hafi teflt við sterkari menn | en nokkur hinna. ■ Af öörum keppendum var ánægjulegt aö sjá Magnús Sól- mundarson aö tafli eftir langt hlé og Asgeir Þór Arnason tefldi ■ sitt besta helgarmót. Eins og I áöur var getið um settu „gömlu” mennirnir svip sinn á mótið. Jón Ingimarsson, sem ■ um árabil var einn mesti skák- I jöfur Noröurlands, tefldi af I mikilli hörku þó hann hafi á | köflum hafteilftiðmeiriáhuga á • skákum Benónýs en sinum eigin og láir honum það enginn. Guð- mundur ÁgUstsson missti niöur ■ unna stöðu gegn Margeiri I Péturssyni og tapaði en hann viröist bæta sig meö hverju móti. Bestum árangri kvenna • náði ólöf Þráinsdóttir, en besti I unglingurinn var Jóhannes | Ágústsson. Áhorfendur voru geysimargir « á mótinu og mikil stemmning I einkum þegar úrslitaskákirnar I voru I gangi. Helgi ólafsson. ■ Minning Auðunn Gunnar Guðmundsson Fœddur 24. nóvember 1919 — Dáinn 5. október 1980 Fyrir fáum árum var stofnað félag áhugamanna um harmonikuleik hér i borg, og á meðal þeirra sem struku rykið af hljóðfærum sinum og gengu til liðs við hið unga félag var Auðunn Gunnar Guðmundsson. Okkur sem hittum hann á þeim vettvangi varð fljótlega ljóst að Gunnar haföi til að bera óvenju hlýja og góða skapgerð sem auk eðlislægr- ar bjartsýni gerði það að verkum að það var gott að vera i nálægð hans og gleðin og spaugsyrðin voru sjaldnast langt undan. Ég sem þessar linur skrifa er ekki i minnsta vafa um að án tilstyrks Gunnars og þess góða anda, sem ávallt var i kring um hann, hefði saga félags okkar orðið önnur og minni. Eg minnist þess þegar hljómsveit félagsins óvænt var beðin að koma fram i sjónvarpi og trú manna á getu sinni og ann- arra var i lágmarki, þá tviefldist Gunnar, og með bjartsýni sinni sannfærði hann okkur hin um að allt færi vel. Þannig var það einnig þegar norskir harmoniku- leikarar vildu sækja okkur heim sl. sumar, þá þurfti að taka ákvörðun sem þoldi enga bið, og enn var það bjartsýni hans sem úrslitum réö, og hygg ég að nú sjái enginn eftir, svo vel sem til tókst. Þó kynni okkar Gunnars yröu hvorki löng né náin, var mér ljóst aö hann var ákaflega hamingjusamur maður, og að uppspretta þeirrar gleði sem hann bar með sér ætti upptök á heimili hans, og ég fann það gjörla að hann vildi ekki vera löngum stundum utan heimilis sins, nema þá að Ester kona hans væri með. Þau hjónin komu þvi oftast saman á fundi og skemmt- anir félagsins; hygg ég að mörg- um okkar hafi ekki þótt það vel sóttur fundur nema að þau væru þar lika. Mér hefur tekist að afla upplýs- inga um fáein æviatriði Auðuns Gunnars. Hann var fæddur i Vestmannaeyjum 24. nóvember 1919, sonur hjónanna Jóhönnu Þorsteinsdóttur og Guðmundar Auðunssonar,- þau fluttust siðar til Reykjavikur, þar sem Guðmundur rak lengi verslun að Klapparstig 11. Gunnar lærði járnsmiði og vann við hana i fjölda ára. Jafnframt lék hann á harmoniku á dansleikjum, i mörg ár spilaði hann með Aðalsteini Simonarsyni harmonikuleikara, sem einnig lék á gitar og mun hafa verið sá fyrsti sem gerði gitarinn að hljómsveitarhljóðfæri hérlendis. Gunnar minntist áranna sem þeir Aðalsteinn spil- uðu saman, með mikilli ánægju. Vinátta þeirra varð svo siðar til þess, að samstarf tókst með harmonikuáhugamönnum hér i Reykjavik og uppi Borgarfirði. Nám sitt á harmoniku stundaði Gunnar að mestu hjá Sigurði Briem, en mun einnig hafa fengið tilsögn hjá Hafsteini ólafssyni, sem um þær mundir var með færustu harmonikuleikurum landsins. Þá var tónlistin i hávegum höfð á bernskuheimili hans, og er mér tjáð að hvatning foreldra Gunnars til söngs- og tónlistariðkunnar barna sinna hafi verið mikil og einstök. Systkini Gunnars eru fjögur: Hanna og Kristín, Herold og Karl, en ein systir hans, Svala,lést fyrir nokkrum árum. Gunnar gekk að eiga eftirlifandi konu sina Ester Kratsch þann 5. júni árið 1948, þeim varð fjögurra barna auðið, en þau heita Auður, Guðmundur, Guðlaug og Þorbjörg. Þau Auður og Guðmundur eru búsett i Danmörku, og þar hefur Herold bróðir Gunnars dvalið i áratugi. A liðnu sumri dvöldu Ester og Gunnar hjá þeim um 6 vikna skeið* sagði Gunnar mér, að hann hefði sjaldan notið sin betur. Sunnudaginn 5. október héldum við harmonikuunnendur fyrsta skemmtifund haustsins og vita- skuld var Gunnar tilkallaður að spila með félögum sinum; eftir leikinn settist hann við hlið konu sinnar, hann lét vingjarnleg orð falla um harmonikuleikarann sem var að leika þá stundina, og i næstu andrá leið hann útaf og var allur. Þannig kom Gunnar og þannig fór hann — alltaf hlýr og vingjarnlegur, — hvers manns hugljúfi. Blessuð sé minning hans. Högni Jónsson. Þegar hringt var og okkur færð sú harmafregn að bróöir konu minnar, minn besti vinur, hefði orðið bráðkvaddur, vildi ég ekki trúa að lifsþráður þessa góða manns væri allur. Arið 1942 hófust kynni okkar Gunnars, sem jafnan var nefndur seinna nafni sinu. Ég minnist hanseinsoghann var alla tið.friö- ur sinum, svipurinn svo bjartur og hlýr, kvikur i hreyfingum, hreinskilinn og hispurslaus. Foreldrar hans voru: Jóhanna V. Þorsteinsdóttir og Guömundur Auðunsson. Böm þeirra hjóna voru: Hermann Karl, Herold Friðgeir, Auðunn Gunnar, Svala, Ólöf Hanna, og Kristin kona undirritaös. Það voru miklir kær- leikar með þeim heiðurshjónum þar sem aldrei féll skuggi á, og minningin um þau er ávallt gædd birtu, . fegurð og heiðrikju. Ástunduöu þaUjVÍð uppeldi mann- vænlegra bama sinna, að stuðla að, félagsanda, samheldni og ástúð, þeirra i millum. Atvikin höguöu þó svo til, aö þegar fjöl- skyldan fluttist frá Vestmanna- eyjum til Reykjavlkur árið 1927, verður Gunnar (þá 8 ára) eftir hjá ömmu sinni og afa, þeim Guðrúnu Gisladóttur og Auöunni Jónssyni. Kemur hann með þeim tveimur árum siöar, en dvelur þó áfram á heimili þeirra hér i Reykjavik. Arið 1930 fellur amma hans frá, en Guðlaug fööursystir hans tekur við bústjórn, og dvaldi Gunnar þar áfram til 18 ára ald- urs. Daglegt samband hafði hann viöforeldra sina og systkin þenn- an tima, þar til hann flutti til þeirra. Mat hann Guðlaugu föður- systur sina mikils, og taldi hana sem sina aöra móður. Eftirlifandi konu sinni Ester Kratsch kvæntist hann 5. júni 1948, og sagði hann að það hefði verið stærsta gjöf lifsins sér til handa. Eignuöust þau fjögur börn: Auði, Þorbjörgu Grétu, Guðmund og Guölaug, sem öll eru nú uppkomin og hafa stofnaö eig- in heimili. Barnabörnin tvö, Auður Ester og Auðunn Gunnar voru augsýnilega augasteinar afa sins. A hinu aðlaðandi heimili beirra hjóna réðu gleðin og gestrisnin, og allir sem þar komu fundu sig svo hjartanlega velkomna. Sá eðlisþátturinn,sem rikastur var i lyndiseinkunn Gunnars, var hlýleikinn, glaðværðin og bjart- sýnin, og þegar ættingjar og vin- ir komu saman á gleðistundum, var hann hrókur alls fagnaðar, spilaði á hamónikuna, söng og gerði öllum svo glatt í geði með léttleika sinum og góðlátlegri kimni. Ekki naut hann siður aðdáunar hinna yngri sem hópuöust venju- lega kringum hann til að hlusta á tónlist hans og taka þátt i gleð- skapnum. Við samfylgdarlokin hér minn- umst við okkar ástkæra vinar, með hlýrri þökk fyrir allar góöu samverustundirnar, og lengi mun hún ylja hjarta okkar, minningin um hinn góöa og trausta mann. Megi góður Guð styrkja eigin- konuna, börnin, tengda- og barnabörnin, ástviniog vini alla i sorg þeirra. Blessuð sé minning Auðuns Gunnars Guðmundssonar. Sig. Ó. Helgason.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.