Þjóðviljinn - 14.10.1980, Side 15

Þjóðviljinn - 14.10.1980, Side 15
Þriðjudagur 14. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 frá Hríngið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrífið Þjóðviljanum, Síðumúla 6. lesendum ✓ Heykögglaverksmiðj u að Korpúlfsstöðum Arni Jóhannsson hringdi: — Ég vil beina þvi til borgar- yfirvalda i Reykjavik að þau komi upp heykögglaverksmiðju að Korpúlfsstöðum. Verk- smiðjan yrði hituð upp með hverahita, en það hefur einmitt háð verksmiðjunni að Hvolsvelli að þar er allt kynt með oliu. Með þessu mætti slá tvær flugur i einu höggi, nýta húsin i stað þess að láta þau grotna niður, og fóðra hrossin sem eru þarna i hundraðatali i grennd- inni. Einnig vil ég beina þvi til borgaryfirvalda að þau láti bændurna i Laugardalnum fá hitaveitu. Það er til skammar að þeir skuli ekki sitja við sama borð og aðrir borgarbúar að þessuleyti. Þetta eru menn sem hafa búið i Reykjavik alla ævi. Afram, Svart- höfði! Ég verð þess var, svona ,,á förnum vegi”, að einstaka sós- ialista — fáum þó — liggur fremur kalt orö til Svarthöfða fyrir geðveikis- og ofstækisskrif hans i Visi. Þessum aðfinnslum er ég ósammála. Að minu áliti hefur sjaldan rekið á fjörur sósialista meiri feng en þessi skrif. Þrátt fyrir þessar örfáu ,,andófs”-raddir verður þess nefnilega mjög glögglega vart, að þau verka alveg þveröfugt við það, sem höfundurinn mun ætlast til. Þvi segi ég: Haltu áfram, Svarthöfði góður, skrifaðu mikið i þessum dúr, skrifaöu sem allra mest. Það veröur ef- laust langt i næstu þjóðhátiö svo það liggur ekkert á með þjóðhá- tiðarsöguna. Og á meðan Kjar- valsbókin ekki litur dagsins ljós þá verður okkur a.m.k. forðað frá þvi að fá i hendurnar aðra bók á borö við Jónasarsamtölin. Einn þakklátur. Nær að skrifa um góðar plötur Þriðjudaginn 7. okt. birtist i Þjóðviljanum lofrollugrein eftir A.J. um nýjustu færibanda- framleiðslu „Öskalaga” Hljóm- plötuútgáfunnar h.f. „Óskalagaplatan”, sem um er rætt, er öll mjög „stereotyp- isk” og fullnægir engan veginn þeim kröfum, sem blað eins og Þjóðviljinn á að gera til sæmi- legra platna. Vill ekki Þjóðvilj- inn láta hægri pressunni eftir að auglýsa og skruma fyrir þriðja flokks færibandaframleiðslu kapitalistanna? Stendur ekki málgagni sósialista nær að vekja athygli á góðum plötum? Af nógu er að taka. Kynnið t.d. plötur Linton Kwesi Johnson, Pink Floyd, Johnny Clarke o.fl. R. Björnsson Hvar er fylgdarmaöur gamla mannsins? / Iskristalla- höllin © Þanrtig hélt hún áfram með söguna um drekana tvo sem eignuðust vináttu hvors annars. Að sögu- lokuhn voru þeir Austri og Norðri mjög ánægðir og kváðust mundu áreiðan- lega koma í hverri viku til að heyra svona skemmti- lega sögu, enda skyldi engin hætta vera á því að kristallshöllin þeirra feðginanna bráðnaði. Þegar þeri voru farnir sagði konungurinn við dóttur sína: — Bestu þakkir, kæra dóttir. Ég held nú alveg eins sé hægt að sjá sögu- efni i blekklessum einsog þegar menn sjá myndir i eldi. — Það er satt, faðir minn, en við getum ekki verið með eld hér. Þá yrði lítið úr höllinni okkar fögru, — sagði prins- essan. Þá sagði konungurinn: — Satt segirðu! Þú ert vissulega jafnráðagóð og þú ert fögur. Endir. FELUMYND F j ármálaráðherrar leiða saman hesta Sjónvarp kl. 22.20 Störf Alþingis þykja að öðru jöfnu ekki sérlega freistandi sjónvarpsefni, viöa er þaö reyndar siöur, aö sjónvarpa alls ekki frá slikum stofn- unum. Kanadamenn brugöu út af þeirri venju ekki alls fyrir löngu. Svo þótti þá viö bregða, aö þegar þingmenn vissu af sjónvarpsaugum á sér, þá gerðust þeir duglegri til mál- flutnings en áöur haföi verið. En þaö þýddi því miöur ekki að þeir yröu aö sama skapi málefnalegir, heldur beindu þeir orku sinni ööru fremur aö þvi, að koma hver öörum inn i óhagstætt sviösijós meö ýmis- legum uppákomum og brellum. Hvað um það, Alþingi hefur veriö og veröur sjálfsagt áfram allmikiö f jölmiölaefni á Islandi — þó ekki væri nema vegna þess aö þaö gerist ekki svo margt i litlu samfélagi aö ekki sé full þörf á aö halda öllu til haga. Þingsjáin i sjónvarpinu i kvöld er hin fyrsta i vetur. Ingvi Hrafn Jónsson heldur áfram aö stjórna þeim, og hann setur niöur hvorn and- spænis öörum tvo fjármála- ráöherra: Ragnar Arnalds og fyrirrennara hans, Matthias A. Mathiesen. Þeir ræöa um lög laganna, fjárlögin ... Mansfield á hljóðbergi Útvarp kl. 23.00 Þaö er nokkuö um bók- menntir i útvarpinu i dag — fyrst kemur barnasaga eftir Mariu Gripe, þá siödegissaga eftir Bo Carpelan, svo kvöld- saga eftir Truman Capote — og i þættinum A hljóöbergi er boöiö upp á sögu eftir Katharine Mansfield, sem haföi getiö sér prýöilegt orö sem smásagnahöfundur,þegar hún lést úr berklum áriö 1923, aöeins 35 ára aö aldri. Katharine Mansfield var fædd á Nýja-Sjálandi. Hún byrjaöi snemma aö skrifa með tónlistarnámi, en geröi upp- reisn gegn útúrboruskap heimalandsins og settist aö i London. Hún þurfti lengi aö berjast fyrir viðurkenningu, en tókst að koma sér upp hreinum og viðkvæmnislegum stil nokkuö i anda hinnar miklu fyrirmyndar margra höfunda stuttra sagna, Rúss- ans Tjekhovs. Þaö er Celia Johnson sem les „Garöveisl- una” i kvöld kl. 23.00. áb. Saga lífsins Sjónvarp fF kl. 20.40 1 k völd hefur göngu sina nýr framhaldsmyndaflokkur, sem BBC ber höfuðábyrgð á. Hann fjallár um þróun lifsins á jörö- unni allt frá þvi aö fyrstu lif- verur uröu til. Þetta er aö sjálfsögöu hið merkasta tilefni til aö búa til langan hemildamyndabálk. Kvikmyndatökutækni og lita- skermir hafa veriö aö smiöa höfundum slikra mynda nýja og nýja möguleika. Og auk þess eru menn fram á þennan dag aö komast aö nýjum staö- reyndum um upphaf lifsins; smám saman hefur veriö aö bætast við þann tima sem menn telja liöinn frá þvi aö lifssagan hófst. Samkvæmt þeirrimynd sem nú er aö hefj- ast er saga lifsins oröin þriggja og hálfs miljarðs ára löng. Þaö kemur svo aö þvi siðar i þessum þáttum, vafalaust, að •aldur mannsins veröur á döf- inni, en fundvisir mannfræð- ingar hafa meö skoöunum sinum á jarölögum f Austur- Afriku aö undanförnu veriö að bæta verulegum tima við þróunarskeiö okkar — gott ef þeir eru ekki búnir aö lengja ævi okkar um miljón ára frá þvi sem menn höföu fyrir satt fyrir röskum áratug eöa svo. Myndir um náttúru og náttúrusögu hafa verið all- drjúgur þáttur af dagskrá is- lensks sjónvarps. Sem fyrr segir: það er ekki nema gott um þaö aö segja. En maður saknar þess stundum aö ekki séu meira notaöir þeir mörgu kostir sem sjónvarpsstöö hefur á þvi að sýna mannheim samtimans i heimildar- myndum. áb. Ragnar glimir viö Matthias um fjárlög og fjárlagagerö. I upphafi var jöröin auö og tóm

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.