Þjóðviljinn - 24.10.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.10.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. október 1980. 24. október 1975 er einn af þess- um dögum sem skólabörn framtiöarinnar veröa aö leggja á minnið: stór dagur i islandssög- unni, og jafnframt i alþjóölegri baráttusögu kvenna. Þann dag lögöu fslenskar konur niöur vinnu „til aö vekja athygli á mikilvægi vinnuframlags kvenna í atvinnu- lifinu og á heimilunum og til aö vekja athygli á því misrétti sem þær eru beittar f launum og verkaskiptingu” einsog Vilborg Harðardóttir oröaði þaö I leiöara Þjóöviljans verkfalisdaginn. Hugmyndina um kvennaverk- fall átti Rauösokkahreyfingin. 1975 var, einsog menn muna, alþjóölegt kvennaár, og 24. október er dagur Sameinuöu þjóöanna. Snemma á árinu hreyföu Rauösokkar þeirra hug- mynd, aö allar konur legöu niður vinnu þennan dag. í fyrstu munu fáir hafa veriö trUaöir á aö hug- myndin yröi aö veruleika. Um voriö var haldin i Reykjavlk ráöstefna um kjör láglauna- kvenna, og þar var ákveðiö aö Konur troöfylltu miöbæinn þennan sögulega dag og hefur aldrei fleira fólk safnast þar saman, hvorki fyrr né siðar. — (Ljósm.: Timinn, Róbert.) Hugsjónir sem ekki verða sniðgengnar stefna aö kvennaverkfalli 24. október. Svo fór, aö hugmyndin hlaut stuöning kvenna hvar i flokki sem þær voru. Aldrei hafa islenskarkonur synt svo mikla al- menna samstööu. Undirbúningur hófst af fullum krafti Ut um allt land. Árangurinn varö glæsilegur. Hápunktur dagsins var útifundur á Lækjartorgi, einn sá fjölmenn- asti sem þar hefur veriö haldinn. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar voru fundargestir nokkuö á þriöja tug þúsunda. Utan Reykjavikur voru haldnar sam- komur á a.m.k. tuttugu stööum, ogallsstaðar var þátttakan mikil. Fréttin um þessar aðgeröir islenskra kvenna flaug út um allan heim. Fjöldi erlendra fréttaritara kom til landsins beinlinis til aö fylgjast meö kvennaverkfallinu, og Island komst i heimspressuna á eftir- minnilegan hátt, enda er vafa- samt aö aögéröir af þessu tagi heföu getað heppnast i nokkru öðru landi. Margar sögur voru sagöar eftir á um bjargarleysi karlmanna, sem sátu uppi meö börnin og uröu aö elda ofan i §ig og þau. Sumir þeirra báru sig hetjulega og eflaust hafa mörg karlmannsaug- un opnast þennan dag. Aörir höföu ailt á hornum sér. Stúlka nokkur sagöi þá sögu, aö hún hefði farið inn á pósthús eftir úti- fundinn og ætlað aö fá greidda peningasendingu sem hún átti þar inni. Þegar hún kom inn á póst- húsiö var þar fyrir einn starfs- maöur, karlkyns. Stúlkan bar upp erindi sitt, en starfsmaðurinn æpti á hana: Þú færö sko enga peninga hér! Held þú getir komið á morgun! Atvinnulifiö i landinu lamaöist aðmiklu leyti þennan dag,oghafi einhver efast um gildi vinnu- framlags kvenna fyrir þjóðfélag- iöþurfti sá hinn sami ekki aö fara i grafgötur meö þaö lengur. 1 leiöara Þjóöviljans miðviku- daginn 29. október 1975 skrifaði Svavar Gestsson um kvennaverk- falliö og taldi þaö marka þátta- skil. ,,Hér eftir er ekki hægt að sniðganga þær hugsjónir og þær kröfursem þarvoru bornar fram, hér eftir hljóta allir þeir aðilar sem vilja hafa áhrif á vettvangi þjóðlifsins aö taka tillit til þess- arar miklu hreyfingar, svo vold- ug er hún aö áhrifa hennar mun gæta um ókomin ár”. Svavar benti einnig á aö verka- lýöshreyfingin og Alþýðubanda- lagiö gætu margt lært af undir- búningi kvennaverkfallsins og skipulagningu. „1 verkalýðs- hreyfingunni hefur á undanförn- um árum veriö alltof mikiö um það aö málin væru ráöin i fá- mennum lokuöum hópum, þannig aö verkafólkið hafi ekki fengið annankost en þann aö samþykkja eöa hafna i heilu lagi niðurstöðum baráttunnar hverju sinni. Við undirbúning kvennaverkfallsins voru allt önnur vinnubrögö, þar fór fmm opinská og hreinskilin umræða hvarvetna. Þúsundir kvenna voru virkar i undirbún- ingnum. Aögeröir dagsins báru þessa vitni svo glöggt aö ekki veröur um villst og samanburöur á þeim og þeim svip sem oft er á 1. mai er kvennaverkfallinu i vil”, Fimm ár eru aö visu ekki lang- ur timi í sögu þjóöar. En er ekki kominn timi til aö huga að þvi, hversvegna þau orö sem látin Frá fundinum á Lækjartorgi 24. okt. 1975. voru falla eftir kvennaverkfalliö 1975 og einkenndust af bjartsýni og stórhug hafa einhvernveginn gufað upp? Hversvegna er einsog þessi mikla volduga hreyfing hafi lognast útaf? ótal hugsanlegar ástæöur koma fram i hugann, en miglangar til aö segja viö lesend- ur þaö sem Alþýöuleikhúsiö er aö segja viö unglingana: „Pældu i þvi!” — ih Kvenna- verkfallid 24. október 1975 Fimm ár frá kvennaverkfallinu: „Jafnréttid næst gegnum vinnumarkaðinn” t kvennaverkfallinu hinn 24. okt. 1975 var haldinn mikill óti- fundur á Lækjartorgi sællar minningar. Þaö atriöi sem vakti hvaö mesta athygli þar var ræöa Aöalheiöar Bjarnfreösdóttur sem Aöalheiður Bjarnfreösdóttir. hún flutti blaöalaust, standandi frammi fyrir þúsundum kvenna. — Hvaö er þér minnisstæöast frá kvennaverkfallinu, Aöal- heiöur? Mér er minnisstæöast hvaö þaö var stórkostlegt að sjá konurnar streyma niður á torg úr öllum átt- um. Nokkru fyrir fundinn spuröi sænskur blaöamaöur mig hvaö ég byggist viö mörgum á fundinn. Sjálfur spáöihann um 5000, en ég 10.000—15.000. Þú getur ekki meint þetta,sagði hann, þaö væri bylting. En okkur skjátlaöist báö- um, þær uröu miklu fleiri. — Hvernig gekk undir- búningurinn fyrir 24. okt? Þaö var enginn dans á rósum. Ég var I framkvæmdanefnd- inni, en þarvorukonurmeö mjög ólik sjónarmiö. Rœtt við Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur — Heföir þú viljaö hafa daginn öðru visi? Margar okkar heföu viljaö kveöa fastar aö oröi. Ég stakk upp á þvi I undir- búningsnefndinni aö enginn mætti skorast undan neinu sem hann væri beðinn um. Karlmenn eru jú alltaf aö kvarta undan þvL aö konur séu alltaf aö skorast undan. Mig grunaöi bara aldrei að þaö kæmi hvaö haröast niöur á mér. Strax eftir fundinn á torginu þurfti ég aö fara upp i sjónvarp i viötal, en þangaö haföi ég aldrei komiö áöur. Þar voru karlmenn- irnir viövinnu meökrakkana sina og þaö voru reyndar börnin sem björguöu mér og ég skemmti mér konunglega meðan verið var aö vinna þáttinn. — Heldur þú aö þaö hafi verið mikiö átak fyrir konur aö leggja niöur vinnu þennan dag? Já, margar voru undir miklu álagi og þaö voru alls ekki allar sem tóku þátt i verkfallinu. Eftir þvi sem nær dró breyttu karl- mennirnir um afstöðu, bæöi eiginmenn og atvinnurekendur, þegar séö varö aö þátttakan ætl- aöi aö veröa mikil. Reyndar má bæta þvi viö aö ég held ab engin okkar sem vann aö undirbúningi hafi trúaö þvi aö dagurinn tækist svona vel. — Finnstþér eitthvað hafa breyst hjá láglaunakonum á þessum ár- um sem liðin eru? Biliö milli verkakvenna og verkamanna hefur kannski að- eins minnkaö, en yfirborganir eru samt enn þá mjög algengar til karlmanna. Þegar hráefna- skortur er i frystihúsunum eru það konumar sem eru sendar heim og þátttaka kvenna i starfi stéttafélaga er alls ekki næg. Þaö eru margar ungar hressar Sóknarkonur sem koma á minn fund og þaö finnst mér ánægju- legt, en það er allt of algengt aö þegarkarlmaður er til staðar, þá er þaö hann sem hefur oröið, þó aö veriö sé aö ræða hennar mál. Ef við lftum á launamálin þá eru langflestar konur i BSRB i 15. launaflokki og þar fyrir neöan, og sárafáar i efstu flokkunum. Eins er þaö innan ASI. Ég er þeirrar skoöunar að jafnrétti muni nást gegnum atvinnumarkaöinn. Það er þar sem konur veröa aö standa sig. Þaö voru samþykkt jafnréttis- lög áriö 1976, en þaö er lýsandi fyrir viöhorfin, aö rikið sjálft fer ekki einu sinni eftir lögunum. — ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.