Þjóðviljinn - 24.10.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.10.1980, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Ahrifin eru ekki mælanleg Rætt við Elisabetu Gunnardóttur Hugmyndin um kvennaverkfall kom fram áriö 1974 og var borin upp á ráöstefnu aö Hótel Loft- leiöum, þar sem fjöldi kvenna úr öllum áttum var saman kominn. — í fyrstu fékk hugmyndin slæmar undirtektir og var talin algjörlega fráleit, kvenþjóöinni jafnvel til skammar, sagöi Elisa- bet Gunnarsdóttir, kennari, en hún sat i undirbúningsnefnd kvennaverkfallsins fyrir hönd Rauösokkahreyfingarinnarásamt Þuriöi Magnúsdóttur. — Hvaö er þér minnisstæöast frá þessum tima, svo aö viö gerumst hátiölegar? Fyrri hluta dagsins vorum viö Þuriöur uppi á Hallveigarstööum og tókum þar á móti skeytum og sinntum erlendum blaöamönn- um. Viö vorum of seinar i göng- una sem kom niöur Laugaveginn, en þegar viö vorum neöst á Laugaveginum sáum viö hvar hún kom i ljós, meö rauöa fána i fararbroddi og söngurinn hljóm- aöi. Seinna heyröi ég konur bera þessa göngu saman viö 1. mai göngurnar og segja: Þaö var nú munur þegar viö... þaö eru slik augnablik sem veröa minnis- stæöust. — Hvernig fannst þér kvenna- verkfalliö takast, varöþaöeins og þiö ætluöust til sem áttuö upphaf- legu hugmyndina? Dagurinn i heild tókst mjög vel, en þaö var mikil vinna sem lá aö baki. Undirbúningurinn og tog- streitan milli hinna óliku afla kemur minnst fram i þeim plögg- um sem til eru frá kvennaverk- fallinu. Mér finnst þaö íysandi fyrirandann sem rikti, aö viö töl- uöum alltaf um kvennaverkfall, en hinar um kvennafri. Tilgang- urinn átti aö vera aö sýna fram á hvaö geröist þegar konur legöu niöur vinnu. Elisabet Gunnarsdóttir — Hvaöa óhrif heldur þú aö þessi aögerö hafi haft? Þaö var mikiö óraunsæi aö halda aö einhver jafnréttisbylgja myndi fylgja I kjölfariö og þaö hefur valdiö mörgum vonbrigö- um aö staöa kvenna skyldi ekki breytast. Ég held þó aö áhrifin séu ekki mælanleg og þaö er mln reynsla aö margar fullorönar konur hafi oröiö fyrir áhrifum og öölast meiri vitund um stööu sina. En þegar maöur horfir til baka þá hefurfátt eitt gerst,mér finnst jafnvel vera um afturhvarf aö ræöaá ýmsum sviöum. Þaö hefur til dæmis ekkert ræst úr atvinnu- málum kvenna. En talandi um áhrif,þá bárust fréttir af Kvenna- verkfallinu út um allan heim og i tilefni af þvi var okkur tveimur rauösokkum boöiö á Kvennahátíö i Kaupmannahöfn 1976 þar sem viö sögöum frá þvi sem hér geröist. Ég get lika nefnt sem dæmi aö sænskur blaöamaöur tók viötal viö okkur rauösokkurnar og kallaöi greinina „Vita þær hvaö þær gera?” Þaö var eins og búist væri viö byltingu I kiölfar kvennaverkfallsins, en sú bylting hefur látiö á sér standa. Umræðan er enn í gangi Spjallað við Ragnheiði Benediktsdóttur á Akureyri A Akureyri var Kvennaverkfall 24. okL1975 eins og annars staöar á landinu. Þar var dagskrá allan daginn f Sjálfstæöishúsinu meö ræöum, söng og alls kyns skemmtiatriöum.Þarvann hópur kvenna úr ölium flokkum og meö allar skoöanir aö undirbúningi. Þjóöviljinn sló á þráöinn til Ragnheiöar Benediktsdóttur, meinatæknis og baö hana aö rifja upp hvaö geröist þennan dag og hvernig jafnréttismálum væri komiö i Akureyrarbæ. Ég vann ekki sjálf aö undirbún- ingi, en fór niöur i Sjálfstæöishús strax um morguninn 24. og borö- aöi þar. Þaö kom mér mjög á óvart hvaö húsiö var troöfullt og þannigvar þaö allan daginn, mik- il þátttaka og óvænt. Ég held aö vinna haf lagst niöur á vel-flest- um stööum þar sem konur unnu. Þaö var ýmislegt gert þennan dag og endaö meö balli. Ég fór heim i kvöldmat og þar stjanaöi eiginmaöurinn viö mig. Hvaö siöan hefur gerst, þaö er erfitt aö meta. Ég held aö þessi dagur hafi haft áhrif, umræöum- ar eru enn I gangi og þaö greipist I hugann sem sagt er og skrifaö. Ég held aö konur nú séu meövit- aöri um stööu slna en áöur. Eftir kvennaáriö reyndu nokkr- ar konur hér aö mynda jaínréttis- hópogyfirleittvoru þaöum 8sem mættu, svona 3—4 I föstum kjarna, enhinar voru alltaf nýjar. Þetta gekk heldur stirölega. Viö byrjuöum á aö ræöa um sameiginlega reynslu kvenna en hópurinn datt upp fyrir. Seinna var haldin ráðstefna um jafn- réttismál og upp úr henni voru enn stofnaöir hópar, t.d. sá sem ég var i sem fjallaði um barna- bækur á ákveönu timabili. Viö sendum álitsgerö til nefndar sem vann aö þvi aö velja nýtt lesefni fyrir skóla. Siöustu árin hafa veriö starfandi jafnréttishópar og sá sem starfaöi i fyrra lét frá sér heyra i sambandi viö dagvistar- mál I bænum. Umræöan er enn I gangi og þaö er þó alltaf jákvætt. — ká. Alþýðuleikhúsið sýnir PÆLD’ÍÐt eftir Fehrmann, Franke og Fl'úgge Leikstjóri: Thomas Ahrens Þýðing: Jórunn Sigurðardóttir Tónlist: Ólafur Haukur Simonarson og Thomas Ahrens Að pæla í kynlífinu Þessi sýning Alþýðuleikhússins er kennsluverk um kynlif og ástir, þýsk að uppruna, og ætlað til sýninga i skólum. Uppsetningin hefur verið sniðin með það fyrir augum að hægt sé að flytja verkið nánast hvar sem er, i litlum sölum og jafnvel skólastofum. Þetta heppnast alveg prýðiiega og verður til þess að minnka þá fjarlægð milli flytjenda og áhorfenda sem venjuleg sviðs- uppfærsla hefði skapað og gera leikendum kleift að ná góðu sam- bandi við áhorfendur, tala beint til þeirra á svipaðan hátt og kennari talar við bekk. Þó að nú á dögum sé að mestu aflagður sá voðalegi tepruskapur sem rikti kringum kynlifið á minum sokkabandsárum er kyn- lifsfræðsla og umræða samt ennþá nokkuð vandasamur hlutur þegar unglingar eiga i hlut. Annars vegar er sú hætta að fræðslan verði of fræðileg, sveipuð i flókin tækniorð og fjarri raunverulegum heimi ungling- anna, en hins vegar getur hún auðveldlega orðið of ágeng, þannig að allir verði vandræða- legir og feimnir. Það síðarnefnda brýst svo gjarnan út i móður- sýkislegum hlátursrokum sem eiga að sýna að viðkomandi sé sko alls ekkert feiminn við hlut- ina. i þessari sýningu fannst mér bæði af verkinu sjálfu og við- brögðum unglinganna að meðal- hófið væri rétt ratað. Réði þar miklu um frjálsleg, opin og hressileg framganga leikaranna, Bjarna Ingvarssonar, Margrétar ólafsdóttur, Guðlaugar Bjarna- dóttur, Sigfúsar Péturssonar og Thomasar Ahrens. Þau léku öll af miklum krafti og sýnilegri gleði og eftirtektarvert var hversu framsögn þeirra og látbragð var vel unnið og hnitmiðað. t verki eins og þessu, þar sem ekki er um raunverulega persónusköpun að ræða, verður að bjargast við ein- faldari aðferðir og það hefur hópurinn gert sér ljóst og unnið markvisst úr. Thomas Ahrens gaf sýningunni mikið hreyfiafl með kraftmiklum hljóðfæraslætti sinum og lengst af var hún gangviss og lifandi. En i seinni hlutanum varð nokkur lægð, einkum þegar upphófst fyrirlestur um getnaðarverjur. Þá var horfið frá hinu ágæta jafn- vægi milli skólastofu og leikhúss sem annars rikir i sýningunni yfir i algert skólastofuform, og þar með rofnaði hrynjandi sýningar- innar algerlega. Ég held að það yrði til mikilla bóta að kippa þessu atriði burt og þétta sýn- inguna þannig að hún yrði svona rúmur klukkutimi án hlés. Þannig yrði hún mun betri sem leiksýning og mundi nýtast betur til þess brúks sem hún er ætluð, sem uppfræðslutæki i skólum. Það er rétt og ánægjuleg braut sem leikhúsin eru i vaxandi mæli að fara út á, að gera skólana að vettvangi leiklistar. Leikfélag Reykjavikur er nú að sýna finnskt barnaleikrit i skólum borgar- innar og Alþýðuleikhúsið er með aðra skólasýningu á prjónunum. Með þessu móti ætti leiklistin að ná til fleiri barna og unglinga en ella væri. Hins vegar held ég að skólasýningar af þessu tagi hafi hingað til verið bundnar við Reykjavik, en er hér ekki gullið tækifæri til að útbreiða leiklist um landsbyggðina? Þessi sýning er til vitnis um að þaðer kraftur og dugur i Alþýðu- leikhúsinu þessa dagana. Við skulum vona aö svo verði áfram. Sverrir Hólmarsson Söngskólinn i Reykjavik: „Látum sönginn glaðan gjalla”. Frá æfingu hjá Söngskótakórnum. Mynd:—eik i Háskólabiói í kvöld Þeir eru áreiðanlega æði margir, sem eiga góðar minn- ingar frá „Hvað er svo glatt”—skemmtunum Söngskól- ans á sl. ári, en þær fengu frá- bærar viðtökur. Og nú er þaö Söngskólafólk aftur komið á stúf- ana. Stendur það fyrir skemmtun i Háskólabíói, sem hefst kl. 23.15 I kvöld og nefnist hún „Góðra vina fundur”. „Ætli við höldum svo bara ekki áfram með kvæðið”, sagði Guðmundur Jónsson, er blaðamaður kom að máli við hann i fyrrakvöld. Við megum þvi vænta þess, að „Gleöin skin-i á vonarhýrri brá” að hausti. Þessi skemmtun Söngskólans verður með liku sniði og sú i fyrra. Fléttað er saman gamni og alvöru, — en jafnvel bak við al- vöruna glittir i kimnina, — guði sé lof! Meðal þess, sem fram fer i Há- skólabiói i kvöld, eru einsöngvar og dúettar úr þekktum óperum. Fluttir verða kaflar úr Sigauna- baróninum, Betlistúdentinum, Zardasfurstaynjunni og Kissmet. Disa i Dalakofanum verður þarna á ferð i sviðsetningu Sigriðar Þor- valdsdóttur, leikkonu. Nina og Geiri „krunka” dálitið saman, (Þuriður Pálsdóttir og Guð- mundur Jónsson) og leggur Guð- mundur þeim orð i munn. Guðrún A. Simonar og Þurlöur Pálsdóttir steppa af mikilli fimi. Söngskóla- kórinn syngur. Til aðstoöar er svo Bjöm R. Einarsson meö sina ágætu hljómsveit. Kynnir verður auövitaö Guömundur Jónsson. Gert er ráö fyrir aö aftur veröi „Góöra vina fundur” annan föstudag. Söngskólinn hefur nú fest kaup á öðru húsi við Hverfisgötuna, gegnt þvi, sem keypt var i fyrra, en það hefur nú verið borgað upp. t hinu nýkeypta húsi er m.a. ágætur tónleikasalur og þvi hin besta aðstaða til æfinga og mannamóta. „Þeir eru eitthvað að verða smeykir við okkur hér neðar við götuna”, sagði Guðmundur Jóns- son. „Búast við að haldið verði áfram húsakaupunum og mynd- um við þá enda á Þjóðleikhúsinu. Þar yrði liklega látið staðar numið — ibili”. — mhg Munið ráðstefnu Alþýðubandalagsins um Þjóðfrelsis- og utanríkismál í Þinghól, Hamraborg 4, Kópavogi dagana 25. og 26. október. Ráðstefnan hefst klukkan 13:30 á laugar- dag og er opin öllum flokksmönnum Alþýðubanda-- lagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.