Þjóðviljinn - 31.10.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. október 1980
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
Otgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ó’c'fsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson.
Umsjónarmaóur sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson.
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi-
björg Haraldsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Magnús H. Glslason,
Sigurdór Sigurdórsson.
tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiðsla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir,
Bára Sigurðardóttir.
Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir,
Karen Jónsdóttir.
Ctkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6,
Reykjavik, slmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Krafla
hin verri
• Þegar ólafur Ragnar Grímsson bar fram tillögu á Al-
þingi fyrir tveimur árum um opinbera rannsókn og út-
tektá starfsemi Flugleiða, þá svaraði Morgunblaðsliðið
á Alþingi og í fjölmiðlum því einu, að til-
lagan væri móðgun við einkaframtakið í landinu og til
marks um vilja kommúnista til að koma hér öllu frjálsu
framtaki á kné.
• Síst væri ástæða til að það opinbera færi að snuðra i
málum svo trausts og öruggs fyrirtækis sem Flugleiðir
væru.
• Þannig var talað og þannig var skrifað.
• En síðan eru liðin tvö ár, og hvað hef ur gerst?
• Á þeim tíma hafa Flugleiðir tapað sem svarar and-
virði heillar Kröfluvirkjunar, eins og Olafur Ragnar
Grímsson benti á í umræðum á Alþingi nú í vikunni.
Þegar á árinu 1978 sáust ýms alvarleg merki þess, að
rekstur Flugleiða stefndi í verulega hættu. Þess vegna
var tillaga Ólafs Ragnars f lutt. Fyrir henni voru f ullgild
efnisrök á þeim tima. Strax á árinu 1978 töpuðu Flug-
leiðir 6 miljónum dollara á Atlantshafsfluginu, og nú
liggur fyrir að á þremur árum,1978, 1979 og 1980,verður
tapið á Atlantshafsf luginu alls hátt í 40 miljónir dollara,
eða yfir 20 miljarða íslenskra króna. — Allt þetta tap
verður á Atlantshafsfluginu einu, þeirri flugstarf-
semi, sem ekki hefur verið rekin vegna samgöngunauð-
synja okkar sjálfra innanlands eða utan, heldur sem al-
þjóðlegir farþegaf lutningar milli meginlands Evrópu og
Ameríku. Þessi starfsemi er ekki f rekar í ætt við innlent
atvinnulíf en það,ef nokkrir íslenskir braskarar tækju
sig til og hæfu rekstur koparnámu í Chile.
• En þarna hafa tapast á þremur árum yf ir 20 mil jarðar
króna, og frá upphafi árs 1979 og fram á mitt þetta ár
hefur eiginf járstaða Flugleiða versnað um nær miljarð
króna á mánuði hverjum.
% Það var margt sagt um Kröf luvirkjun á sínum tíma,
og sumt ófagurt. Samt standa vonir til þess að hún skili
þjóðarbúinu arði sé til lengri tíma litið.
• Flugleiðir hafa á skömmum tíma tapað andvirði
heillar Kröfluvirkjunar. Vilja íslenskir skattgreiðendur
leggja semsvarar enn einni Kröf luvirkjun undir í því al-
þjóðlega f járhættuspili, sem nú er háð samkvæmt þeim
lögmálum frumskógarins, sem á máli Morgunblaðsins
kallast frjáls samkeppni?
• Nú næstu daga þurfa stjórnvöld að taka afstöðu til
þess, hvort veitaá Flugleiðum nýja ríkisábyrgð fyrir lán-
um að upphæð allt að 12 miljónum dollara, en það eru
ó--7 miljarðar íslenskra króna. Fyrr á þessu ári hafði
rikisstjórnin samþykkt rikisábyrgð f yrir láni að upphæð
5 miljónir dollara.
• Svo er að heyra sem ýmsir telji sjálfsagt að veita
Flugleiðum, — þessu óskabarni hins ,,frjálsa f ramtaks"
á islandi,ríkisábyrgðir á færibandi, jafnvel þótt það
kosti Kröfluá Kröfluofan. í umræðunni um þessi mál er
eins og allf Mogunblaðsliðið týni gjörsamlega niður um-
hyggjunni fyrir skattgreiðendum sem svo oft endranær
lýsir af ásjónu þess.
• Ragnar Arnalds, f jármálaráðherra, hefur hins vegar
tekið skýrt f ram, að nýja ríkisábyrgð sé því aðeins hægt
að veita Flugleiðum h.f., að eignir félagsins reynist
næg ja sem öruggt veð á móti slíkri ábyrgð. Þessi af staða
er auðvitað sjálf sögð, ekki síst þegar haft er í huga, að á
undanförnum árum hefur bókstaflega ekkert verið að
marka þær áætlanir, sem forráðamenn fyrirtækisins
hafa settá blað. Þannig hefur tapið á Atlantshafsf luginu
undanfarin ár reynst þrisvar sinnum meira en árlegar
rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir.
• Sérstakir skoðunarmenn, innlendir og erlendir, hafa
verið til þess kvaddir af ríkisstjórninni að meta eignir
Flugleiða, og má búast við að niðurstöður þeirra liggi
fyrir næstu daga. Þá fyrst er hægt að taka um það
ákvörðun, hvort ríkisábyrgð verður veitt eða ekki.
41 Þeim sem halda að ríkisstjórnin sé bara að ofsækja
aumingja Flugleiðir má benda á ræðu Eiðs Guðnasonar,
þingmanns Alþýðuf lokksins.þann 22. þ.m. en hann segir
þar að i rauninni sé það „óskiljanlegt, hvers vegna nú-
verandi stjórn og forstjóri félagsins sitja enn eftir alla
þá hrakfallasögu, sem þeir aðilar hafa stýrt félaginu inn
í".
— k.
klippt
í leit að
Milton Friedman heitir hag-
fróöur maöur sem hefur oröiö
helstur talsmaöur aöhalds-
stefnu I peningamálum. Er oft
til hans vitnaö i umræöu um
frjálshyggjuna nýju og flestar
stjórnir hægrisinnaöar játast
undir merki hans meö einum
eöa öörum hætti.
Friedman karlinn veröur
samt, eins og fleiri lærifeöur, aö
súpa þaö beiska seyöi, aö læri-
sveinarnir vilja bregöast hon-
Visi á miövikudaginn. Karlang-
inn er aö kvarta yfir þvi, aö ekki
sé nóg meö aö öll uppfræösla sé i
höndum kommanna, heldur sé
blaöamennskan þaö lika. Skipti
þá ekki máli, hvort stöku blaöa-
maöur hefur veriö svo slóttugur
aö innrita sig i Sjálfstæöisflokk-
inn: uppeldiö rauöa mun reyn-
ast hverju flokksskirteini sterk-
ara. Um þetta segir Svarthöföi:
„Hlutleysi og frjálslyndi á
blööum er fyrir löngu oröiö
vinstri sinnaö”.
Sé þetta rétt, hvaö er þá eftir i
umferö á blööum sem kalla má
„hægrisinnaö”? Væntanlega þá
andstæöur þeirra fyrirbæra sem
nú voru nefnd
og þröngsýnin.
hlutdrægnin
'é&Sé
Today Karl Marx
could be labeled
a ‘monetarist’—
almost synonymous
Wlfi (conservative.
alþýðu
inni'ir'
um, eöa svo finnst honum aö
minnsta kosti sjálfum. Hann sér
sig þvi neyddan til aö leita aö
stuöningi i óliklegustu stööum:
nú slöast kemst hann aö þeirri
niöurstööu i pistli i Newsweek,
aö vel væri hægt aö kalla Karl
gamla Marx „seðlahyggju-
mann” (monetarista). Ekki nóg
meö þaö; hann segir aö sami
hugsunarháttur standi djúpum
rótum hjá sjálfum erkiféndum
frjálshyggjunnar I Sovétrikjun-
um. Þó er enginn fremri i þess-
um málum aö dómi Friedmans
en Kinverjar. Hann vitnar stór-
hrifinn i ummæli seölabanka-
stjóra Kinverja, LI Baohúa, um
seölamagn i umferö i News-
weekgreininni og segir: „Ég
gæti ekki komist betur aö oröi
sjálfur”!
Meö öörum oröum: meira aö
segja Friedmanisminn er orö-
inn tæki hinna rauöu. Þaö er
ekki nema von, aö Svarthaus-
arnir séu skelfdir: hvaö er þaö
eiginlega sem þeir eiga eftir út
af fyrir sig?
Hlutleysið
vinstrisinnað
Þaö er einmitt þetta sem
Svarthöföi er aö velta fyrir sér í
ILF Qrystukosningj
Alhvftuflokksins*.
Jón Baldvin
og Hannibal
Jón Baldvin Hannibalsson
skrifaöi i fyrradag leiöara I Al-
þýöublaöiö um Stefán Jóhann
Stefánsson. Þar viörar hann þá
söguskoöun, aö árið 1956 hafi
„Sovéttrúboöiö Islenska” (hann
á viö islenska sósialista) oröiö
endanlega gjaldþrota. En þá
hafi Hannibal Valdimarsson
gert sig sekan um þá kórvillu,
aö rétta kommum hjálparhönd,
i staö þess aö taka þátt i aö
koma þeim út úr pólitiskri til-
veru. „Er þaö einhver óþarfasti
björgunarleiöangur sem nokkru
sinni hefur veriö geröur út i is-
lenskri pólitik”.
Þetta er nú misskilningur hjá
Jóni Baldvin. Hannibal rétti
kommum aldrei kærleiksrika
hjálparhönd — þaö er ekki fyrr
en á allra siðustu misserum að
náungakærleikurinn riöur hús-
um hjá þeim sem eiga heima i
Alþýöuflokknum. Sannleikurinn
er sá, aö Hannibal ætlaði ein-
mitt aö nota viss tækifæri sem
til uröu um 1956 til aö skapa nýtt ,
flokkakerfi I landinu aö sinu ,
höföi. Hann hefur gert skil- 1
merkilega grein fyrir þeim hug- |
myndum sjálfur. ,
Planið mikla
Hannibal ætlaöi að hiröa I
obbann af fylgi Sósíalistaflokks- •
ins, Alþýðuflokksins og Fram- I
sóknarflokksins og smíöa úr öllu I
saman viöfeðman miöjuvinstri-1
flokk sem réöi rikjum i landinu.
Til hægri átti svo aö vera
gamaldags ihaldsflokkur, sem
átti að kenna mönnum aö fara
sparlega meö peninga og aörar
fornar dyggöir. Til vinstri mátti
svo vera litill skrýtinn Komm-
únistaflokkur, sem tæki aö sér
allar sovétsyndir og fleira þess-
legt.
Eitthvaö á þessa lund var
meistaraleg áætlun Hannibals.
En hún gufaöi einhvernveginn
upp eins og svo mörg áform
önnur: ekki sist vegna þess að
„Sovéttrúboðið” reyndist ann-
arskonar fyrirbæri en hann hélt
þaö væri. Hinsvegar hefur
Alþýöuflokkurinn reynst furöu
sviplikur þeim samtökum sem
hrakti Hannibal sjálfan frá sér
áriö 1954.
Fjölmiðlaóperan
Nema i þeim punkti sem snýr
aö fjölmiölum: Alþýöuflokkur-
inn hefur lært aö laga sig aö nýj-
um siöum öörum flokkum betur
með þvi aö gera þaö aö megin-
reglu i starfsemi, aö betra er illt
umtal en ekki neitt.
Þetta sjáum viö glöggt á þvi
annarlega lifi sem flokkurinn nú
lifir i flokksþingsóperunni „Viö
elskumst heitt”sem hefur veriö
flutt i fjölmiölum aö undan-
förnu.
Megininntak fyrsta þáttar er,
eins og mönnum er kunnugt,
þaö, aö þeir Benedikt Gröndal
og Kjartan Jóhannsson ætluöu
fram i haröa kosningakeppni
hvor gegn öörum um formanns-
embættiö i flokknum. Aöal-
ástæöan fyrir þvi var sú, aö þeir
voru sammála um alla hluti og
höföu alltaf veriö og aö þeim
þótti svo innilega vænt hvorum
um annan. Þetta var mjög fal-
legur þáttur.
Næsti þáttur var enn fallegri.
Benedikt dró sig i hlé fyrir
göfugmennskufeakir. Kjartan
Jóhannsson flutti þá ariu sem
nefnist L’amo piu che mai, eöa
„Nú elska ég Bensa heitar en
nokkru sinni fyrr ”, Vegna þess
aö hann elskar flokkinn heitar
en sjálfan sig.
Nú er svo aö hefjast þriöji
þáttur leiksins og er þaö eins-
konar spurningaþáttur.
Vilmundur varaformannsefni
situr i þungum þönkum og saxar
hinar pólitisku þokur meö
hvössu nefi sinu. Hann syngur
dramatiskt stef, sem á hinu
alþjóðlega óperumáli nefnist
Perché, perché: Hvers vegna,
hvers vegna ætlar enginn i
framboö gegn honum Kjartani
Jóhannssyni?
Og blandaöur kór hægrikrata
svarar út úr myrkri sviösíns:
Af þvi aö engum þykir nógu
vænt um hann! áb
| Sva
og skorrið
Tonlistar- og Ijóöavaka í Kópavogi
1 tilefni af 25 ára afmæli Kópa-
vogskaupstaöar á þessu ári efnir
Norræna félagiö I Kópavogi til
tónlistar- og ljóöavöku i Hamra-
borg 11, sunnudaginn 2. nóvem-
ber n.k. kl. 20:30.
Lesin verða ljóö eftir skáld bú-
sett i Kópavogi fyrr og nú.
Þessi skáld lesa sin eigin ljóð:
Gylfi Gröndal, Hjörtur Pálsson,
Þorsteinn frá Hamri og Böðvar
Guölaugsson.
Ljóö skáldanna Gunnars
Eggertssonar, Jóns úr Vör og
Þorsteins Valdimarssonar
lesa þau Hugrún Gunnarsdóttir,
Hjálmar Ólafsson og Gunnar
Valdimarsson.
Elisabet Erlingsdóttir syngur
viö undirleik Kristins Gestssonar
lög eftir tó'nskáld úr Kópavogi.
Eftir Fjölni Stefánsson lög viö
þjóövisur og Þorkel Sigurbjörns-
son lög viö ljóö Þorsteins Valdi-
marssonar.
Lög Sigfúsar Halldórssonar
veröa leikin og sungin.
Allir eru velkomnir meöan hús-
rúm leyfir.