Þjóðviljinn - 31.10.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.10.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. október 1980 hina tvo spltalana síöan Land- spltalinn ftír á föst fjárlög. Þessum röksemdum Siguröar var harölega mótmælt af Ólafi Erni Arnarsyni yfirlækní á Landakotsspítalanum sem hélt þvl fram aö fjármögnunarfyrir- komulag heföi ekki nein áhrif á legudagafjölda, heldur fyrst og fremst læknisfræöilegar og félagslegar ástæöur. Auk þess fælist munurinn á kostnaöar- aukningunn I þvi aö Landspital- inn heföi mun færri langlegu- sjúklinga á spitalanum sjálfum þarsem hann hefði komið sér upp sérstökum langlegudeildum utan spltalans. 1 nefndarálitum þeirra tveggja starfshópa sem fjölluðu um fjár- mögnunarfyrirkomulagiö komu fram mismunandi sjónarmiö. Ekki komu fram afdráttarlausar tillögur um breytingar á núver- andi fyrirkomulagi fjármögnunar, enda um stærra mál aö ræöa en aö hægt sé án meiriháttar undir- búnings að setja fram raunhæfar tillögur á þingi sem þessu. Hins vegar komu fram greinilegar efa- semdir um aö núverandi fjár- mögnunarfyrirkomulag væri nægilega gott og þyrfti að endur- skoöa þaö hvort sem fjármögn- unarfyrirkomulag framtiöar- innar yrði nefnt föst fjárlög eöa daggjaldakerfi. Hins vegar lagði annar hópurinn beint til aö út- bætur sem yröu á daggjaldakerf- inu yrðu tengdar matsatriðum sem lögð eru til grundvallar föst- um fjárveitingum. Það var sam- dóma álit beggja starfshópanna, auk annarra starfshópa sem fjölluðu um sjúkrahúsmálin að brýn nauðsyn væri á þvi að setja á fót sérstaka deild innan heil- brigðisráðuneytisins sem færi með alhliða stefnumótun I rekstri og stjórnun sjúkrahúsanna jafn- framt þviað hún legði mat á fjár- hags- og framkvæmdaáætlanir þeirra. Samstjórn án Landakots? Meö athyglisveröari plöggum, sem lögö voru inn á heilbrigöis- þingiö var sameiginleg yfirlýsing formanna læknaráöa Land- spitalans, Borgarspitalans og Landakotsspitala, þar sem vikiö er aö nauösyn þess að læknis- þjónustan á þessum spitölum þyrfti aö mynda starfræna heild. Þessiyfirlýsing var túlkuö á þann veg að formenn læknaráðanna leggi til aö samvinna spltalanna veröi aukin til muna frá þvl sem nú er og töldu margir aö þetta gæti jafnvel veriö eitt af fyrstu skrefunum til vaxandi sam- stjtírnar spltalanna I Reykjavlk. Sú von dapraðist þó nokkuö er önnur yfirlýsing barst þess efnis aö stefna beri aö sameiningu Borgarspltalans og Landspltal- ans I eitt svæöissjúkrahús, þar sem þessi yfirlýsing ftíl ekki I sér að Landakotsspitali yrði hluti af þeirri sameiningu, en þar er and- staðan mjög mikil gegn sliku. Þó var þaö fagnaöarefni aö forystu- menn læknaráöa Borgarspitalans og Landspltalans óskuöu eftir sameiningu þeirra spitala. Þrátt fyrir aö Landakotsspitalinn kjósi Framhald á bls. 13 Heilbrigðisþing 1980: Upphaf að víðtækari stefnumörkun í heUbrigðsmálum Pólitisk kosning stjórnar- nefndar rikisspitalanna, gagnger endurskoöun núverandi fjár- mögnunarfyrirkomulags sjdkra- stofnaana á tslandi og nauðsyn á aukinni samvinnu sjúkrahúsanna þriggja i Reykjavik, Landsspital- ans, Borgarspitalans og Landa- kotsspitala voru meðal megin- niðurstaöa fyrsta heilbrigðis- þingsins, sem haldiö hefur verið hér á landi af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, en það stóð yfir dagana 16. og 17. október s.l. Aö ósk Svavars Gestssonar heilbrigöis- og tryggingamála- ráðherra var ákveðið s.l. vor aö heilbrigöis- og tryggingamála- ráöuneytiö gengist fyrir heil- brigöisþingi haustiö 1980 sem yröi vettvangur upplýsingaöflunar og skoöanaskipta um heilbrigöismál I þvi skyni aö siöar meir yröi mörkuð víötækari stefna i heil- brigöismálum til langs tfma. Ráöherra skipaöi sérstakan starfshóp um heilbrigöismál til aö undirbúa heilbrigöisþingiö, en auk þess skyldi hlutverk starfs- hópsins vera að gera áætlun um byggingu heilsugæslustöðva til næstu fimm ára, semja reglugerð fyrir heilsugæslustöövar og loks semja reglugerö um flokkun sjúkrahúsa. Viðfangsefni þingsins Til heilbrigðisþingsins var boöiö um 200 einstaklingum sem fulltrúum sjúkrahúsa, heilsu- gæslustöðva, dvalarheimila, . sveitarfélaga, stjórnsýslu- stofnana og Alþingis, en allar heilbrigöisstéttir áttu fulltrúa á þessu þingi. Meginviöfangsefni heilbrigöisþingsins skiptist i tvo málaflokka. Annars vegar stefnumörkun I sjúkrahúsmálum, en hins vegar stefnumörkun I heilsugæslumálum. Undir liðn- um Stefnumörkun i, sjúkrahús- málum voru teknir fyrir eftirtald- ir málaflokkar: 1. Stjómun sjúkrahúsa og rekst- ursaðilar. 2. Fjármögnunarfyrirkomulag, daggjöld eöa föst fjárhagsáætl- un. 3. Verkaskipting sjúkrahúsa og framtiöaruppbygging sjúkra- húsakerfisins. Undir síöari liðnum var fjallað um: 1. Fyrirkomulag þjónustu og verkaskiptingu heilsugæslu- stööva. 2 Rekstur heilsugæslunnar. A heilbrigöisþinginu störfuöu tiu starfshópar og tóku tveir hóparhvern málaflokk fyrir. Hér á eftir veröur skýrt nánar frá meginniöurstööum starfshtípa, en þær upplýsingar sem fram komu þar auk þess aragrúa af upplýs- ingum, sem lagöar voru fram á þinginu sjálfu I formi greinar- geröa og skýrslna, gætu oröiö stefnumarkandi fyrir ákvaröanir stjörnvalda á þessum áratug. Þörf á ábyrgð stjórnmálamanna 1 erindi sem Davfð A. Gunnars- son, forstjóri Rikisspitalanna, flutti á þinginu um stjórnun sjúkrahúsa kom fram aö lita mætti á heilbrigöisþjtínustuna á lslandi sem eins konar stóriöju, vegna rekstrarumfangs hennar, fjármunaveltu og fjölda stafs- manna. Hlutur heilbrigöisþjón- ustunnar er nú um 7% af þjóðar- framleiöslunni og á árinu 1980 er variö um 85 milljöröum króna til heilbrigöismála, en starfandi eru um 6000 manns I þessari atvinnu- grein. Vegna þessara umsvifa þá er nauðsynlegt aö dómi for- stjórans að stjórnun heilbrigðis- mála veröi sem skipulögðust og sem hagkvæmust. Hins vegar væri ábyrgö stjórnmálamanna á rekstri þessarar viðamiklu þjón- ustugreinar mun minni en nauð- synlegt væri vegna umsvifanna sem eru alfarið opinber. Lagöi forstjórinn þvl til aö stjórnar- nefnd rikisspitalanna veröi kosin pólitiskri kosningu af Alþingi viö hver stjórnarskipti I landinu, en veröiekki skipuö af ráöherra eins og nú er hátturinn. Meö þessum hætti yröi unnt aö tengja Alþingi I auknum mæli inn i umræðuna um stjórnun og rekstur heilbrigðis- þjónustunnar. I nefndaráliti beggja starfs- hópanna sem fjölluðu um stjórn- un sjúkrahúsanna kom fram sú samdóma skoöun aö þaö beri aö taka upp pólitiska kosningu stjórnarnefndar rlkisspltalanna og veröur þvl aö telja þetta meö merkari niöurstööum þessa heil- brigðisþings. Daggjaldakerfið afnumið? A heilbrigðisþinginu uröu all- miklar umræður um þaö fjár- mögnunarfyrirkomulag sem rikir i heilbrigðisþjónustunni I dag. Slöan 1969 hafa allar siúkra- stofnanir I landinu verið fjár- magnaöar meö svonefndum dag- Meðal þess sem kalla má niðurstöður þingsins var þetta: — Þörf er á styrkari pólitískri stjórnun rikisspítalanna. Breyta þarf fjármögnunar- fyrirkomulagi varðandi sj úkrahúsrekstur og samræma rekstur sjúkrahúsanna í Reykjavík 5 1 I I »í »! gjöldum. Fyrir þremur árum var hins vegar ákveðið aö taka rikis- spitalana út úr daggjaldakerfinu ogskammta þeim fjárveitingar á fjárlögum eins og öðrum rlkis- stofnunum. Nokkur gagnrýni hefur komið fram á daggjalda- kerfiö, sem hefur þótt of sjálf- virkt fjármögnunarkerfi þar sem útgjöldin aukast óþarflega mikiö auk þess aö þaö gefur lítiö svig- rúm til hagræðingar ásamt þvl aö rekstur og fjárhagsleg ábyrgð fara þannig ekki nægilega saman. Á þinginu flutti Sigurður Þóöar- son deildarstjóri hjá Rlkisendur- skoöun, erindi þar sem hann gagnrýndi harkalega daggjalda- kerfiö og taldi aö reynslan af föstu fjárlagakerfi rikisspítal- anna heföi sýnt aukinn sparnaö sem m .a. felst I því aö kostnaöar- aukningin hjá Landspitalanum, sem er á föstum fjárlögun^ heföi orðið nær engin á meöan hún heföi oröiö 14-25% hjá Landakots- spitala og Borgarspítalanum, sem báöir eru fjármagnaðir meö daggjaldakerfinu. Þá heföi meöallegutiminn styst til muna hjá Landspítalanum miöaö viö Svavar Gestsson, heilbrigöísráöherri^ ávarpar heilbrigöisþing.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.