Þjóðviljinn - 31.10.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.10.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 31. október 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 1 fyrsta hluta greinarinnar (sjá helgarblaö) var um þaö rætt hvernig ýmsar aöstæöur og öfl kröföust þess aö Carter tæki upp aöra utanrikisstefnu en þá sem fylgt haföi veriö á dögum Kiss- ingers og Nixons. Carter hóf aö móta sina utan- rikisstefnu og haföi tvennt á oddi — annarsvegar þaö sem hann nefndi „umhyggju fyrir mann- réttindum” — þar aö auki skyldi valdabaráttan viö Sovétrikin ekki skipa fyrsta sæti i utanrlkisstefn- unni eins og á dögum Kissingers. Bandarikin skyldu þess i staö hefja „hugmyndalegan hernaö” I þriöja heiminum. 1 þessum efnum haföi Carter aörar hugmyndir um hlutverk Bandarikjanna i heiminum en fyrirrennarar hans. Carter var aö sjálfsögöu sammála þeirn um aö ekki kæmi til mála aö draga úr áhrifavaldi Bandarikjanna i heiminum. Þau skyldu halda stööu sinni sem stórveldi, en þaö átti aö gerast meö friösamlegri meöulum en áöur Þetta skapaöi fljótlega andstæöur og ruglandi i utanrikisstefnu Bandarikjanna, sem meö timanum varö allt erfiö- ara aö samræma. Þrátt fyrir aug- fjárfestingarfjármagni. Sambúöin viö Sovétrikin kom ekki fyrr en i þriöja sæti á þeim lista, sem upphaflega var geröur. Aö sjálfsögöu var lögö mikil áhersla á tilraunir til aö tak- marka vigbúnaöarkapphlaupiö milli stórveldanna á sviöi lang- drægra kjarnorkueldflaugna. SALT I samningurinn var á engan hátt tengdur öörum minna áriöandi sambúöarvandamálum viö Sovétrikin. Carter áleit aö þaö þaö þyrfti alls ekki á Sovét- mönnum aö halda þegar leysa þyrfti þau heimsvandamál sem ekki vöröuöu hernaöarjafnvægi milli stórveldanna. Þessi veiki hlekkur i utanrikisstefnu Cartsrs leiddi siöar til þess, aö keöjan, sem utanrikisstefna hans hékk i slitnaöi. Siöferöileg, stjórnmála- leg og efnahagsleg áhrif Sovét- rikjanna, fyrir utan þeirra eigiö áhrifasvæöi, áleit Carter og ráö- gjafar hans takmarkaöri en nokkurntima áöur. Vald Sov- etrikjanna lá aöeins I hernaöar- styrk þeirra. Og þar sem Carter- stjórnin haföi komist aö þeirri niöurstööu, aö alvarlegasta vandamáliöi heiminum væri ekki hernaöarlegs eölis, heldur þaö. Skipbrot utanríkis- stefnu Carters Hann ýtti úr vör meö fögru tali um mannréttindi, samstööu vestrænna iönrikja og hugmyndafræöilegra sigra I þriöja heiminum. ljósa erfiöleika hélt Carter fast viö ákveöin grundvallaratriöi og markmiö utanrikisstefnu sinnar fyrstu þrjú og hálft áriö sem for- seti og sem vert er aö skýra nánar. Carter sagöi i sinum fyrstu yfirlýsingum aö mikilvægasta verkefni i utanrikisstefnu Banda- rikjanna væri aö festa og breikka samstarfiö milli lýöræöis- og iön- aöarþjóöanna I Ameriku, V- Evrópu og A-Asiu. Þetta þri- hyrningssamstarf ætti aö liggja til grundvallar tilraunum til aö leysa þau mörgu vandamál, sem steöjuöu aö iönaöarlöndunum: kjarnorkudreifinguna, eftirlits- lausa vopnasölu, gjaldeyris-, verslunar- og hagsveiflumál, matvælaskort o.s.frv. Til þess aö geta leyst þessi vandamál þurftu iönaöarlöndin aö byggja upp sterka efnahagsþróun I löndum sinum. Þar næst var þaö mjög áriöandi aö byggja upp stjórnmálaleg og efnahagsleg sambönd i þriöja heiminum. Aöalráögjafi for- setans i utanrikismálum hélt þvi fram, aö „Bandarikin yröu aö taka tillit til og venja sig viö þaö ástand, sem skapaöist þegar nýlendukúguninni lauk, þaö er, aö þriöji heimurinn kreföist sins hluta af þvi stjórnmálalega og efnahagslega valdi, sem Vestur- lönd hafa haft einokun á alltof lengi”. 1 staöinn fyrir — eins og áöur — aö reyna aö viöhalda óbreyttu ástandi i þessum íöndum skyldu Bandarikin styöja þau jákvæöu öfl — samkvæmt mati USA — sem þar fyndust. Ef þessar rikisstjórnir styddu hæg- fara félagslegar breytingar og viöhéldu markaöskerfi i löndum sinum, skyldi hinn vestræni heimur meö öllum ráöum aöstoöa þau i aö fá meiri áhrif i alþjóöa- stofnunum, sem gæti skapaö þeim aöstööu og möguleika á efnahagsaöstoö, tæknihjálp og hvernig best væri aö kom'a á samstarfi milli þriöja heimsins og hinna vestrænu þjóöa, sá hún i Sovétrikjunum risa á leirfótum. //Mannréttindabarátta" Carters Hvaö átti Carter viö meö mann- réttindum? Utanrikismálaráö- herrann, Cyrus Vance, gaf óvenju breiða skýringu á hugtakinu þann 30. april 1977: ,,í fyrsta lagi aö ekki sé brotinn á fólki rétturinn til persónulegs sjálfræöis meö pyntingum eöa öörum ómannúölegum aöferöum, geöþóttahandtökum og fang- elsunum, friöhelgi heimilisins rofin, fólki neitað um réttláta og opinbera réttarmeðferö máia o.s.frv. I ööru lagi aö geta fengið sinar nauösynlegu þarfir upp- fylltar, þarfir fyrir fæöu, hús- næöi, heilsugæslu og menntun. 1 þriðja lagi rétturinn til aö geta notaö borgaraleg og stjórnmála- leg réttindi sin, þ.e.a.s. hugsunar-, trú-, félags-, mál- og prentfrelsi, aö geta feröast án hindrunar innanlands sem utan, frelsi og möguleika til að geta tekið þátt i stjórn sins heimalands”. Carter hefur ekki tekist aö leysa þau mannrétindamál, sem eru honum hendi næst, eins og þær kynþáttaóeiröir sýna sem orðið hafa i Flórida i vor og sumar og varöa fyrst og fremst efnahags- og félagsleg réttindi svartra manna i USA. Carter og rikisstjórn hans virðast hafa litinn áhuga á þvi, sem er aö gerast i þeirra heimalandi i þessum málum. Hvernig á þá mannréttindastefna hans aö geta sannfært aörar þjóöir um einlæg- an vilja hans til aö hjálpa fólki i öörum löndum til réttlætis? Astæðan fyrir þvi aö Carter geröi mannrétindabaráttuna aö aöalatriöi i utanrikisstefnu sinni, var fyrst og fremst viöleitni til aö vinna aftur þaö álit, sem Bandarikin höföu haft i heiminum fram aö Vietnam-striöinu. Water- gatehneyksliö, Vietnamstriöiö og myrkraverk CIA I ýmsum löndum grófu undan hinum sið- fræöilegu yfirburöum, sem Bandarikin álitu sig hafa fram yfir Sovétrlkin og þvinguöu þar með USA i varnarstööu i heim- inum. Hvernig áttu USA aö geta gagnrýnt aörar þjóöir fyrir ómannúölega meðferö á þeirra borgurum, eftir eigið framferöi i Vietnam? Þaö var þessvegna nauösynlegt fyrir Bandarikin aö sýna frumkvæöi til aö gera USA aö forustulandi á ný. Carter hefur veriö ásakaöur um hræsni og tviskiinnungshátt af af tveimur ástæöum. I 1. lagi: áhugi hans á mannréttindum viröist aöallega beinast aö ástandinu i öörum löndum. Félagslegt misrétti og efnahags- leg misskipting i Bandarikjunum sjálfum virðist ekki ónáða sam- visku hans aö neinu leyti. í öðru lagi: Carter er ekki sjálfum sér samkvæmur i mannréttinda- afstööu sinni til annarra landa. 1 vissum löndum getur mann- réttindabarátta hans vikið fyrir „þjóöarhagsmunum” þegar aö orkuþörf og hernaöaraöstöðu Bandarikjanna kemur.Carter studdi keisarann af Iran fram i rauöan dauöann, enda þótt öllum væri ljóst, aö keisarinn stjórnaöi landinu meö aöstoö lögreglu og hervalds. Þar voru engin mann- réttindi i heiðri höfö. Til San Salvador i Miö-Ameriku sendi Carter nýlega hergögn til her- foringjastjórnarinnar, sem notuö eru til aö myröa verkamenn, bændur, menntamenn, konur og börn. A Filippseyjum stjórnar einn af tryggustu bandamönnum Bandarikjanna landinu meö her- lögum og treður á öllum mann- réttindum. í Suöur-Kóreu hafa Bandarikin haldiö hlifiskildi yfir siöspilltri herforingjastjórn, meö aöstoö Bandarikjahers i landinu. Þeim sem gagnrýna aögeröir herforingjastjórnarinnar er I snarheitum kastaö i fangelsi. Herforingjastjórnin I Indónesiu kom til valda meö aöstoö Banda- risku leyniþjónustunnar (CIA) og hefur ekki sætt neinni gagnrýni frá sinum bandamönnum fyrir meöferö sina á pólitiskum föngum, frekar en aörar ein- ræöisstjórnir sem skipta máli fyrir „þjóöarhagsmuni” Carters. Siöasta áriö hefur tal Carters um mannréttindin i heiminum allt I einu hljóönaö, kannski vegna þess aö enginn trúir lengur á ein- lægni hans i þessum málum. Gagnrýni á utanríkis- stefnu Carters Það eru skiptar skoöanir um hvort Carter hafi aö einhverju leyti tekist aö gera stefnuskrár- yfirlýsingu sina i utanrikismálum aö veruleika. t einum hópi eru þeir sem eru sammála Carter i höfuöatriöum og álita aö honum hafi tekist aö útskýra orsakir helstu vanda- mála heimsins nú og einnig funduö þau ráö sem gætu leyst þau og þar meö tryggt áfram- haldandi stöðu Bandarikjanna sem stórveldis. Þessi hópur vill halda þvi fram aö Carter hafi náö tilgangi sinum og bendir m.a. á aö samkomulagiö um Panama- skuröinn og Camp David samninginn. Auk þess vilja þessir sömu aöilar halda þvi fram, að nokkur árangur hafi náöst i mann- réttindabaráttunni: margar ein- ræðisstjórnir i S-Ameriku hafi oröiö af bandariskri hernaöar- og efnahagsaöstoö, sem hefur valdiö þvi aö herforingjastjórnir hafa orðiö aö vikja fyrir borgaralegum rikisstjórnum, a.m.k. á yfir- borðinu. Einnig telja þessir aöilar aö afskiptaleysi Bandarikjanna af byltingunni i Nicaragua sumariö 1979 hafi aö einhverju leyti dregiö úr þvi slæma áliti, sem Bandarikin hafa löngum notiö i S-Amerlku. Þeir, sem ekki voru eins hrifnir af hinni nýju stefnu Carters, héldu þvi fram aö heimurinn þjáðist sem áöur af ósættan- legum andstæöum milli hins kommúnistíska og kapitaliska heims og faguryröi Hvita hússins um „nýja heimsskipan” væru fyrst og fremst notiið sem rök til aö koma 1 veg fyrír þann kostnaö sem Bandarikin yröu aö greiöa sem stórveldi, bæöi stjórnmála- lega og hernaöarlega, til aö halda forystunni i hinum vestræna heimi. Þessir gagnrýnendur álitu aö diplómatiskir sigrar Carters fölnuöu þegar maöur bæri þá saman viö: 1) langa röö af rót- tækum byltingum I þriöja heiminum, sem hafa heppnast meö stuöningi Sovétrikjanna (t.d. Angóla, Ethiópia, Suöur-Jemen, Afganistan, Kamputsea og etv. i Nicaragua 2) hikandi og óákveöin stefna Bandarikj- anna hefur dregiö úr trausti margra vinveittra þjóöa i Evrópu og Asiu. Þar aö auki hafi Banda- rikin sýnt fram á, aö bandamenn þeirra geta ekki skilyröislaust treyst á hjálp Bandarikjanna þegar þörfin er sem stærst: Dæmi: keisarinn af Iran. Alvarlegasta gagnrýnin á stefnu Carters er sú, aö mörg lönd eöa rikisstjórnir eru farin aö efast um aö Bandarikin geti valdiö hlutverki sinu sem ráöandi stór- veldi. Yfirlýsingar Hvita hússins, þess efnis, aö Bandarikin skyldu reyna aö halda uppi forystuhlut- verki sinu I hinum vestræna heimi séu ekkert annaö en oröin tóm ef Bandarikin eru ekki reiöu- búin aö taka þeim afleiöingum. stjórnmáalalega og hernaöar- lega, sem felast I þvi aö vera stór- veldi. Vandamáliö, segja þeir sömu, er aö hin „nýja heims- skipan” Carters er i grundvallar- atribum alltof bjartsýn, van- hugsuð og gagnslaus sem leiöar- stjarna i utanrikisstefnu. I raun og veru einkennast heimsmálin af mjög haröri samkeppni milli valdagráöugra rikja. Eini munurinn frá þvi sem áöur var er sá, að i dag hafa vanþróuðu löndin i þriöja heiminum bæst inn i hóp þeirra rikja sem berjast um áhrif og auðævi, með þvi aö mynda með sér hagsmunahópa til aö tryggja sér arðinn af sinum nátturuauðæfum. Leslie Gelb, fyrrverandi aö- stoöarutanrlkisráðherra Banda- rikjanna og núverandi frétta- skýrandi New York Times i utanrikismálum, útskýrir muninn á stjórn Nixons og Kiss- ingers og Carterstjórninni með meöhöndlun þeirra á sambúö USA og Sovétrikjanna viö þriöja heiminn: „Þaö haföi úrslitaþýðingu fyrir Kissinger aö halda jafnvæginu milli Sovétrikjanna og Banda- rikjanna, en fyrir Carter er þetta atriöi aöeins hluti af heildar- stefnunni. Kissinger áleit aö timinn ynni gegn USA — þegar t.d. eitt Afrikulandið heföi tekið upp kommúniskt hagkerfi þá væri þaö tapaö Veturlöndum að eilifu. Carter álitur aftur á móti að USA hafi efni á timabundnu mótlæti, þvi að þegar til lengdar láti komi USA til meö aö hafa yfirhöndina með þvi aö þvinga fátæk riki með efnahagsaðgerðum til að draga úr stuðningi sínum viö Sovét- rikin”. Skýringar Gelbs endurspegla vel þaö sem heyrst hefur frá Hvlta húsinu bæöi i tiö Kissingers og Carters. Kissinger var raunsær þegar hann lagði höfuö- áhersluna á aö viðhalda jafn- væginu milli Bandarikjanna og Sovétrikjanna, en óraunsær þegar hann reyndi aö setja alla aöra utanrikispólitiska viöburöi inn I sambúöina viö Sovétrikin. Carter reyndist hinsvegar klókari I afstööu sinni til þriöja heimsins þar sem hann leit áýhann meö hliösjón af sérstööu^hans, en óskyn'samur þegar hann áleit, aö samskiptin við Sovétrikin væru ekki eins áriöandi mál og mörg önnur. Gelb segir aö lokum: „Þaö sem Carterstjórnin ekki fullkomlega skildi var aö þegar ástandiö milli Sovétrikjanna og Bandarikjauna versnaöi stööugt, varö hvorki timi né aöstæöur til aö leysg önnur utanrikismál”. (—Framhald—)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.