Þjóðviljinn - 01.11.1980, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.11.1980, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 1,—2. nóvember 1980 Hann dáir Richter... Arthur Rubinstein er tvi- mælalaust einn magnaðasti pianóvirtúós alira tima. Full- komin tækni, einbeittur og sterkur stlll og hárnákvæmt eyra fyrir óliklegustu blæbrigö- um, eru eiginleikar sem tengjast Rúbinstein nafninu fremur öbrum. Rubenstein er kominn vel á niræöisaldur og þvi löngu kom- inn á raupstigið. Fyrir nokkrum árum hóf hann að skrifa ævisögu sina, og vakti fyrsta bindi hennar feikna at- hygli. Ekki aðeins fyrir hvaö hún er vel og liflega skrifuð, heldur yljaöi bersögli og dóm- harka kallsins mönnum vel um hjartarætur. Fyrstabindi heitir á ensku ,,My young years” og segir þar frá uppvexti og baráttu hins unga snillings, og er ekki minnst áhersla lögð'á kynngimagnað kvennafar, sem kætir hug lesenda og bætir. Nú er annað bindi,,,My many years”,komið út, og má þar finna fullt af makráðum llfs- nautnarlýsingum. Hinsvegar þykir kallinn nokkuö harður i horn aö taka, þegar hann ræðir um kollega sina, sérstaklega þá sem eru á likum aldri og hann sjálfur. Hann segir tildæmis um Horowitz, að þar fari „virtúós” sem ekkert hafi þó að leggja til tónlistarinnar sem slikrar. Cortot finnst honum alltof lingerður i Chopin; Giseking litlaus i Debussy. Hinsvegar á hann mörg falleg orö um Gilels og Claudio Arrau; og hann kemst alls ekki hjá að dást að Richter. Hver gerir það? Gagnrýnendur eru ekki alltof hrifnir af rausinu i gamla manninum, enda fá þeir sitt af hverju óþvegið sjálfir. Segja þeir endurminningarnar sniðugar og bráðskemmtilegar, en þær skorti tilfinnanlega dýpt og hlýju. Það er eflaust nokkuð til i þvi. En þá ættu menn bara aö setja einhverja af gömlu plötunum hans á fóninn, Beethoven eöa Lizt, að ekki sé talað um Chopin, og fá þar meö, i rikum mæli, þaö sem á vantar i blessaðri bókinni. Svo má lika benda á, að enn eru að koma út nýjar plötur með kalli, að visu nokkurra ára gamlar upptökur, t.d. prelúdia, kóraii og fúga eftir Franck og Chacconna eftir Bach-Busoni frá 1970, sem RCA hefur gefið út nýlega. Þar er enginn svikinn. Á mánudagskvöldið kl. 20.30 verður flutt óvenju falleg efnis- skrá að Kjarvalsstöðum. Þar verða á ferðinni fjórir ungir hljóðfæraleikarar, sem allir hafa leikið með sinfóniunni,fyrir utan þátttöku i kammertónlist vittog breitt. Þetta eru Bernard Wilkinson flautuleikari, Maria Vericonte fiðluleikari Stephan King violuleikari og Guðrún ! Sigurðardóttir, sem eins og > nöfnin benda til er eini lsiendingurinn, en hún leikur á selló. Þau ætla að leika Mozart og Debussy, svo lýrikkin er i gull- tryggðu gengi. Þarna er um aö raéða tvo kvartetta fyrir flautu og strengi eftir Mozart, en flautukvartettarnir hans eru einhver dýrðlegasta kammer- músík sem samin hefur veriö. Bernhard leikur svo Syrinx De- bussys, sólóverk sem ræöur yfir ólýsanlegum törfum og i kaup- bæti fáum viö svo sjaldheyrðan dúett f. fiölu * og violu eftir Mozart. Svona framtak er guðs- þakkarvert,og ættu músikunn- endur bæjarins aö hugsa sig vel um, áður en þeir ráðstafa kvöldinu i annað. Ekki ætti kostnaöarhliðin að fæla neinn frá, þvi miðinn kostar eins og á bíó, fimmtánhundruökall, og þaöaðauki er hægt að fá sér Kjarvalskaffi I hléinu. Manuela hlýtur Sonningverðlaun Sonningverölaunin, til styrktar ungum listamönnum sem spáð er miklum frama, voru veitt í Kaupmannahöfn um daginn. Manúela Wiesler, sem ásamt Einari Jóhannessyni klarinettleikara tók þar þátt I norræna „Biennalnum” fyrir túlkandi tónlistarmenn, fékk þau að þessu sinni. Þetta er þá i þriðja sinn sem þessi verðlaun koma I hlut tslendings; áður höfðu Einar klarinettieikari og Þorgerður Ingólfsdóttir fengið þau við mikinn fögnuð. Við náðum tali af henni þar sem hún býr á þriggja fálka hótelinu i Höfn, og auðvitað var hún i sjöunda himni. Kvöldiö áður hafði hún veriö með ein- leikstónleika, flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og danska tónskáldiö Vagn Holmboe, og voru undirtektir frábærar og geröi verk Þorkels (Kalais) sérstaka lukku. „Það er auðvitaö voöa gaman aö fá svona, og kemur sér vel aö fá þessa aukapeninga” sagöi Manúela. „Ég er þrátt fyrir mikið tónleikahald enn að læra, og sæki t.d. eins oft og ég get tima hjá André Nicolet i Paris. Þaö er dýrt aö fljúga”. Þaö er vist og rétt að Manúela er á ferð og flugi. Þegar hún kemur heim eftir nokkra daga, mun hún halda tvenna tónleika úti á landi, en siðan er ferðinni heitiö til Noregs, og þar veröa margir konsertar, og i London verður hún með einkatónleika i byrjun desember. Svo er ferö- inni heitið til Vinar eftir jólin, en hér i Reykjavik leikur hún á vegum Tónlistarfélagsins i sið- ustu vikunni i janúar. „Þetta var dálitið strembinn dagur, þvi verk Þorkels og Holmboes eru alls ekki auöveld. Svo komu verðlaunin mér alveg á óvart og siðan stórt tilboð um tónleikareisu frá sænskum „agent”. Þá var ekkert annað að gera en slappa af og ég fékk mér stóra „c.hataubriant”-steik i þvi skyni. — Þá komst ég niður á jörðina”. „Manúela lék I gær Sólósón- ötu eftir Norömanninn Finn Mortensen, sem er þaö erfiðasta ég er meö hér á biennalnum”. Lokaátakið er flautukonsert eftir Mozart, sem hún leikur meöhljómsveit á laugardaginn. „Mozart er alltaf erfiður „músikalskt”, þó tæknilega sé hann kannski ekki svo rosaieg- ur. Ég hlakka allavega til”. Þetta er ekki i fyrsta skipti, sem Manúela Wiesler, sem er fædd i Brasiliu og alin upp i Austurriki, tekur heim verölaun fyrir tsland. Það er væntanlega i margra minni þegar hún fékk „Norðurlandaverölaun” ungra hljóðfæraleikara i Helsinki 1975, og hróður hennar hefur siðan farið dagvaxandi. Við óskum henni innilega til hamingju. Rómantík hjá sinfóníunni Á næstu fimmtudagstón- leikum Sinfóniuhljómsveitar- innar verða tvö býsna stór rómantisk tónverk, fiðlukon- sertinn eftir Tjækofski og sin- fónia nr. 3 eftir franska tón- skáldið Saint-Sacfns. Stjórnandi verður Jean-Pierre Jacquillat og einleikari á fiðlu Únnur Marla Ingólfsdóttir. Unnur Maria hefur áöur leikið með sinfóniuhljómsveitinni, meöal annars fiðiukonsertinn eftir Mendelsohn fyrir nokkrum árum. Hún hefur aö undanförnu verið viö nám I London, og er kennari hennar þar sá marg- frægi fiðlusnillingur Nathan Milstein, en hann tilheyrir sömu kynslóð og gerö fiðluleikara og Heifetz og Oistrach, svo nefnd séu tvö siskinandi stórstirni for- tiðarinnar. Það má með sanni segja að Unnur Maria færist talsvert i fang, þvi Tjækofskikonsertinn telst einn allraerfiðasti, og um leið glæsilegasti fiðlukonsert sem saminn var á nftjándu öld- inni. Hann var saminn fyrir og tileinkaöur Leopold Auer, sem margir frægustu virtúósar seinni tima sóttu til lærdóm og visku í Pétursborg, þar á meöal Milstein og Heifetz. Auer þessi, sem oft er talinn „faðir nútfma fiðluleiks”, neitaöi hinsvegar alfarið að leika þennan konsert, og hét sá Adolph Brodsky er lék hann fyrstu., i Vinarborg 1881. Camille Saint-Saéns er væntanlega best þekktur hér á landi fyrir Carnival dýranna og Dance Macabre. En hann var* eitt afkastamesta og virtasta tónskáld Frakka ál9. öld, samdi m.a. þrjár sinfómur, marga fiðlu- og pianókonserta, og ell- efu óperur, þar með hina sivin- sælu Samson og Dahlila. Sin- fónfannr. 3, sem Sinfóniuhljóm- sveitin mun nú flytja, er liklega viöamesta hljómsveitarverk hans, og óvenjuleg að mörgu leyti fyrir sinn tima. Þar er til Söng- helgi Það voru tvennir söngljóðatón- leikar hér i bænum um siðustu helgi. Þeir fyrri voru á laugar- daginn I Austurbæjarbiói á veg- um Tónlistarfélagsins. Aöur en þeir hófust snöggfylltist bióið, og það var talsverö eftirvænting i salnum, þvi fregnir úr amerisk- um blöðum af söngvaranum sem þarna var mættur, Paul Sperry frá New York, lofuðu góðu. Mjög góðu. En þvi miöur, það var ekki nógu mikið að marka þær fregnir fremur en raunar má búast við af tilkynningum tónleikahaldara i stóru stöðunum; þeir eru allir I að selja fljótt og dýrt og svifast sum- ir einskis. Sperry, sem söng við undirleik ágæts pianóleikara, Margot Garrett, hóf tónleikana með nokkrum lögum eftir Schubert. Að visu var látbragð hans (Sperrys) alllifandi og fagmann- legt, en söngurinn var þvi miður ekki upp á marga fiska. Röddin er frekar litil, og hann beitir henni þannig að þaö litla sem hún hefur aö bjóða, kafnar eiginlega i fæðingunni. Lagaval eftir franska tónskáldið Albert Roussell, og sömuleiöis lög eftir Tjækofski, komu þannig fyrir aö maður fyllt- ist skelfilegri heimþrá. . Þaö var helst i amrisku lagaúr- vali I lok tónleikanna að Sperry náöi einhverjum tökum á efninu, þó ekki dygðu þau til að bjarga tónleikunum. Siðari tónleikarnir, sem voru i Félagsheimili stúdenta á sunnu- daginn, voru hinsvegar allt öðru visi. Þar var komin ung kona frá Skotlandi, Jean Mitcheil, ásamt pianóleikara, Ian Sykes að nafni, og fluttu þau bæöi skemmtilega og spennandi efnisskrá; breska músik frá 17. og 18. öld,lagaflokk eftir Messiaen, og söngva eftir bresk tónskáld á 20. öld. Jean Mitchell hefur allmikla og háa og býsna vel skólaða rödd. Hún ræður yfir þeirri hjarta- menningu sem hittir beint i mark: miklu músikaliteti og um- fram allt látleysi og áreynslu- lausum sjarma. Þaö var yndis- legt aö heyra hana syngja gömlu lögin, og þá ekki sist tvö lög eftir Thomas Arne, breskt 18. aldar tónskáld sem heyrist alltof sjaldan utan Englands. Lagaflokkurinn „Chants de terre et de ciel” eftir Olivier Messiaen, er feikna krefjandi, bæöi fyrir rödd og píanó, og þetta hljómaöi hjá þeim MicheU og Sykes i einu orði sagt stórkost- lega. Hin ótrúlegu, og oft lang- sóttu blæbrigði, sem Meásiaen beitir af næstum ómannlegri kröfuhörku, komu hreint og eðli- lega til skila. Maöur naut hvers einasta tóns, hverrar einustu hljóðfallsvendingar og þær eru oft all glæfralegar, eins og um væri að ræða endurfund viö ástkæran vin úr fjarlægð. Lokarunan með tiltölulega nýjum breskum lögum, Elgar, Holst, Arthur Benjamin ofl. var að visu ekki eins eftirsóknarverð, en þar var þó margt laglegt, og allt var það fallega flutt og af mikilli einlægni. Það skyggði hinsvegar á hvað fáir sáu sér fært að sækja þessa tónleika. Kannski hafa söngunn- endur fengið sig fullsadda daginn áður. En hvar eru þessir stúdentar sem verið er að koma til kúltúrs-mannvirðinga i gegn- um Háskólann? Þeir eru vist allir i pönkinu og Bubba. dæmis bætt við hljómsveitina orgeli, og fjórhent planó kemur þar einnig við sögu. En þvi verður ekki neitaö, að hér, eins og svo oft hjá Saint-Saéns, er þaö andi Franz Liszts sem svifur yfir vötnunum, en það voru nú raunar fá ttínskáld, sem ekki sóttu meira og minna i smiðju þess mikla meistara, á árunum frá 1850 til aldamóta. Þari htípi má auövitað lika, og ekki slöur, telja Tjækofski, þó Lisztáhrifin nái honum kannski eftir lengri og flóknari leiðum, en franska heimsborgaranum sem situr aö krásunum i miöri Paris.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.