Þjóðviljinn - 01.11.1980, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 01.11.1980, Blaðsíða 24
. AOÍE — \tVAJl —.1 .ii^!í»H 24 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 1.—2. nóvember 1980 Laufásætt A siðustu öld var merkis- klerkur i Laufási viö Eyjafjörö. Hann hét Björn Halldórsson (1823—1882)og reisti bæinn i Laufási sem nú er minjasafn. Auk þess var hann skáld gott. Kona hans var Sigriöur Einars- dóttir frá Saltvik á Tjörnesi. Eignuöust þau fjögur börn, Vilhjálm, Svövu, Þórhall og Laufeyju, en einungis eru afkomendur frá þeim Vilhjálmi og Þórhalli. Er þaö ein mesta embættismanna- og stjórn- málamannaætt landsins á þessari öld. Veröur nú sagt undan og ofan af frá ættinni. 1. Viihjálmur Bjarnarson (1845—1912) var stórbóndi og trámiöur aö Kaupangi viö Eyja- fjöröá árunum 1877—1893 en tók sig þá upp, keypti Rauöará viö Reykjavik (sbr. Rauöarárstig) og hóf þar stórbúskap. Kona hans var Sigriöur Þorláksdóttir prests frá Skútustööum. Eignuöust þau fjögur börn en auk þess átti Vilhjálmur launsoninn Theódór Bjarnar bæjarfógetaskrifara sem afkomendur eru frá. Þessi voru börn þeirra Vilhjálms og Sigriöar: A) Halldór Vilhjáimsson skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri. Hann átti náfrænku sina, Svövu Þórhallsdóttur. og eru afkomendur þeirra taldir upp hér á eftir. B) Þóra Vilhjálmsdóttir, átti Stefán Jónsson bónda á Munka- þverá I Eyjafiröi. Þeirra börn: Ba) Jón Stefánsson bóndi aö Munkaþverá Bb) Þórey Stefánsdóttir simstjóri aö Munkaþverá Bc) Layfey Stefánsdóttir, átti Baldur Eiriksson verslunarmann á Akureyri. Bd) Sigriöur Stefánsdóttir, átti Jón Sigurösson á Borgar- hóli. C) Þorlákur Bjarnar, bóndi á Rauöará. Hans börn: Ca) Vilhjáimur Þ. Bjarnar, bókavöröur viö Cornellháskól- ann i Iþöku I Bandarikjunum. Cb) Ingbjörg Þ. Bjarnar, átti Jón Hafstein tannlækni (bróöur Jóhanns forsætisráöherra og þeirra systkina) Cc) Þorsteinn Þ. Bjarnar Cd) Sigriöur Þ. Bjarnar, átti Sigurö H. Egilsson heildsala og framkvæmdastjóra LIO i Reykjavik D) Laufey Vilhjálmsdóttir, þekkt fyrir störf sin i félagsmál- um og einkum fyrir menntunar- mál kvenna. Hennar maöur var dr. Guömundur Finnbogason landsbókavöröur. Þeirra börn: Da) Guörún Guömundsdóttir, átti dr. Björn Þorsteinsson prófessor Db) Vilhjálmur Guömunds- son verkfræöingur Dc) örn Guömundsson viöskiptafræöingur, átti Þuriöi Pálsdóttur óperusöngukonu. Dd) Finnbogi Guömundsson landsbókavöröur 2) Þórhailur Bjarnarson (1855—1916) biskup yfir lslandi, reisti Laufás (sem Laufásvegur er kenndur viö). Hans kona var Valgeröur Jónsdóttir og áttu þau 3 börn sem upp komust og giftust: A) Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, átti önnu Guörúnu Klemensdóttur ráöherra og alþingismanns Jónssonar. Þeirra börn: Aa) Klemens Tryggvason hagstofustjóri, átti Guörúnu Sigriöi, dóttur Steingrims Jóns- sonar raforkumálastjóra. Ab) Valgeröur Tryggvadóttir, átti Hallgrim Helgason tónskáld (af ætt Sveins Nielssonar) Ac Þórhallur Tryggvason bankastjóri Búnaöarbankans, átti Esther Pétursdóttur skipstjóra Björnssonar. Ad) Agnar Tryggvason framkvæmdastjóri búvöru- deildar SIS, átti Hildi Þorbjarnardóttur (af Veðra- mótsætt) Ae Þórbjörg Tryggvadóttir framkvæmdastjóri, átti Ivar Danielsson lyfjafræöing. Af Björn Tryggvason aöstoöarbankastjóri Seðlabank- ans, átti Kristjönu Bjarnadóttur læknis Snæbjörnssonar. Ag Anna Guörún Tryggva- dóttir, átti Bjarna Guönason prófessor og alþingismann. B) Svava Þórhallsdóttir, átti Halldór Vilhjálmsson sem fyrr var getið) en þau voru bræöra- börn: Þeirra börn voru fimm: Ba) Valgeröur Halldórsdóttir, átti Runólf sandgræöslustjóra Sveinsson. Þeirra synir eru m.a. Sveinn Runólfsson land- græöslustjóri og Halldór Runólfsson dýralæknir. Bb) Sigriöur Halldórsdóttir, átti Pál Þorkelsson verkamann. Bc) Svava Halldórsdóttir, átti Gunnar Bjarnason ráöunaut. Annar sonur þeirra er Halldór Gunnarss. prestur i Holti undir Eyjafjöllum. Bd) Björn Halldórsson forstjóri Sölumiöstöövar hraöfrystihúsanna, átti Mörtu Pétursdóttur I Málaranum Guömundssonar. Be) Þórhailur Halldórsson heilbrigöisfulltrúi I Reykjavik og lengi formaöur Starfs- mannafélags Reykjavikur- borgar, átti fyrr Þóru Helga- dóttur bankastjóra Guömunds- sonar (Bi rtingaholtsætt) en siðar Bryndisi Guömundsdótt- ur. C) Dóra Þórhallsdóttir forsetafrú. Hennar maöur var Asgeir Asgeirsson forseti Islands. Þau eignuöust þrjú börn og voru þau þessi: Ca Þórhallur Asgeirsson ráöuneytisstjóri viöskipta- ráöuneytisins, átti Lilly Knud- sen. Meöal barna þeirra er Sverrir Þórhallsson verk- fræöingur Cb) Vala Asgeirsdóttir Thoroddsen, átti Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra. Meöal þeirra barna eru lög- fræðingarnir Asgeir og Siguröur Thoroddsen. Cc) Björg Asgeirsdóttir, átti Pál Asgeir Tryggvason sendi- herra Islands I Noregi (sonur Tryggva ófeigssonar útgerðar- manns). — GFr Páll Asg. Tryggvason Klemens Tryggvason sendiherra hagstofustjóri Sveinn Runólfsson landercöslustjóri Vala Thoroddsen forsætisráöherrafrú Björn Tryggvason bankastjóri Finnbogi Guömundsson Asgelr Asgeirsson landsbókavöröur forseti tslands Björn Þorsteinsson prófessor Dóra Þórhallsdóttir forsetafrú Bjarni Guönason prófessor Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra Þórhallur Asgeirsson ráöuneytisstjóri Þurlöur Pálsdóttir óperusöngkona Þórhallur Tryggvason bankastjóri Þórhallur Halldórsson forstjóri Þórhallur Bjarnarson biskup Tryggvi Þórhallsson forsætisráöherra STÓRMARKAÐS VERÐ Gerið verðsamanburð Opið til kl 22 föstudaga og til hádegis laugardaga S TÓRMARKAÐURINN Skemmuvegi 4 A, Kópavogi Kakó 1/2 kg kr. 1595 Coop Kornf lakes 500 g — 1254 Rústnur 1 kg — 1585 Sveskjur 1 kg — 2100 Ferskjur 1/2d — 997 Strásykur 10 kg — 7390 Rydens kaffi 1/4 kg — 1185 Gr. baunir 1/1 d — 648 Bl. grænmeti 1/1 d — @73 Herraskyrtur — 6800 □§□ Húsnæðismálastofnun ríkisins Laugavegi77 Útboö Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og sölu- íbúða á Þingeyri óskar eftir tilboðum í byggingu á 5 íbúða raðhúsi á Þingeyri. Húsinu skal skila fullbúnu með gróf jafnaðri lóð 1. júlí 1982. Útboðsgögn verða til afhendingar á skrifstofu Þingeyrarhrepps og hjá Tæknideild Húsnæðismála- stofnunar rikisins frá 3. nóv. 1980 gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til sömu aðila eigi síðar en fimmtudaginn 20. nóv. 1980 kl. 14.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Framkvæmdanefnd um byggingu leigu- og sölu- ibúða á Þingeyri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.