Þjóðviljinn - 14.11.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.11.1980, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN , Föstudagur 14. nóvember 1980. Föstudagur 14. nóvember 1980. ÞJ6DVILJINN — SIÐA 9 Rætt við Asmund Stefánsson um komandi Alþýðusambandsþing og fleira Alþýðusamband íslands er fjölmennustu félaga- samtök í landinu. Heildar- fjöldi fullgildra félags- manna er nú talinn vera 52-53.000 manns/og hefur félagsmönnum f jölgað um a.m.k. 10% frá því síðasta þing Alþýðusambandsins var haldið fyrir f jórum ár- um. Nú siðar í þessum mánuði er framundan 34. þing Alþýðusambandsins. Við settumst dagstund með Ásmundi Stefánssyni, framkvæmdastjóra A.S.I. og ræddum við hann um verkefni komandi þings, og þá ákvörðun hans að gefa kost á sér sem næsti forseti Alþýðusambands- ins. Asmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri A.S.Í. (t.v.), og Snorri Jónsson, starfandi forseti A.S.t. (t.h.). Starfsfólk á skrifstofu Alþýðusambandsins: Sitjandi: Margrét Tómasdóttir, fulltriii. Standandi frá . vinstri: Asmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri, Kristfn MantylU, skrifstofustjóri, Sigurberg Hauks- son, sendill, Haukur Már Haraldsson, blaðafulltrúi, Ragnhildur Ingólfsdóttir, fulltrú^og Snorri Jónsson, starfandi forseti A.S.t. Tryggja verður frumkvæði verkalýðs- samtakanna í samskiptum við st j órnvöld t A fimmta hundrað fulltrúar — Við spyrjum Ásmund fyrst um f jölda fulltrúa og hvar þingið fari fram. — Þetta eru um 470 fulltrúar, sagöi Ásmundur, sem verkalýðs- félögin eiga rétt á að senda, ef þau nota öll ýtrasta rétt sinn, jen fulltrúarnir veröa nú i reynd eitt- hvaö færri, liklega um 450. Enn eru ekki komin til okkar endanleg skil á öllum kjörbréfum, og þvi ekki hægt aö nefna neina ná- kvæma tölu. Slöast sátu um 400 fulltrúar Alþýöusambandsþing og þannig er ljóst, aö nú veröur veruleg fjölgun frá sföasta þingi. Þingiö fer fram á Hótel Sögu eins og siöast. Þaö veröur nú enn erfiöara en fyrir fjórum árum aö koma öllum þessum fjölda fyrir. En til aö auövelda mönnum aö fylgjast meö þinghaldinu, höfum viö nú gert ráöstafanir til að fá sjónvarpsskerma setta inn, svo allir þingfulltrúar hafi möguleika á aö sjá þann sem i ræöustól stendur. Þetta veröur framför frá siöasta þingi en þá var jafnan þó nokkur hópur, sem ekki sá úr sæti sinu til ræðustólsins. Nú veröa þingfulltrúar enn fleiri en þá, og þess vegna var alveg nauösyn- legt aö fá sjónvarpsskerma. — En var ekki hægt aö fá heppi- legra húsnæöi en Hótel Sögu fyrir þingiö? — Þaö eru fá hús hér i Reykja- vík, sem geta tekiö allan þennan fjölda. Viö teljum aö ekki séu betri kostir i boöi en Hótel Saga, m.a. vegna þess aö þar eigum viö kost á aö nýta auk fundarsalar, herbergi til nefndastarfa. — Hvenær hefst svo þingiö? — Alþýöusambandsþingiö hefst klukkan 10 f.h. mánudaginn 24. nóvember. Þaö stendur i 5 daga og lýkur föstudaginn 28. nóvem- ber. Dagskrá þingsins — En hvað er aö segja um dag- skrá þingsins? — Dagskráin veröur meö hefö- bundnu sniði. A fyrsta þingdegi eru kjörbréf afgreidd og kjörnir starfsmenn og starfsnefndir þingsins. Þá er einnig flutt skýrsla forseta og hún rædd ásamt reikningum sambandsins. A öörum degi þingsins veröur fyrri umræöa um fjárhagsáætlun og sömuleiðis um stefnuyfirlýs- ingu Alþýöusambandsins, en hún var eins og kunnugt er samþykkt á siöasta þingi, en jafnframt ákveöiö aö halda áfram frekari umfjöllun um hana. Sú nefnd sem fjallaö hefur um stefnuyfirlýsing- una milli þinga leggur til ákveönar, en þó mjög takmark- aöar breytingar. — A öðrum degi þingsins fer svo einnig fram fyrri umræöa um kjara- og efnahags- mál. A þriöja þingdegi fer fram fyrri umræöa um nokkur mál, svo sem um lagabreytingar, fræöslu- og menningarmál, vinnuvernd, at- vinnulýöræði og tölvumál og um lifeyrismál og verötryggingu. A fjóröa degi er gerö grein fyrir málefnum Listaskála, Alþýöu- bankans og Alþýðuorlofs, og þá fara einnig fram kosningar fyrir næsta kjörtimabil. A fjóröa og fimmta degi fer einnig fram slö- ari umræöa um þá málaflokka sem ræddir voru viö fyrri um- ræöu fyrstu þrjá dagana. Eins og á þessari upptalningu sést, þá veröa fjöldamörg þýö- ingarmikil mál tekin til umfjöll- unará þinginu, og þau hafa veriö undirbúin I sérstökum nefndum, sem miöstjórn hefur skipaö. Svona almennt má þó kannski segja, aö öröugra hafi veriö um málefnaundirbúning nú en oftast áöur vegna langvarandi samn- ingaþófs i kjarasamningum á undangengnum mánuöum. Stefnuyfirlýsing A.S.Í. — Þiö eruö meö stefnuyfirlýs- inguna á dagskrá, hefur veriö fjallaö mikiö um hana milli þinga? — Stefnuyfirlýsingin var af-, greidd á siöasta þingi, sú fyrsta frá þvi Alþýöusambandiö var gert aö hreinum verkalýössam- tökum og skilið frá Alþýðuflokkn- um. Jafnframt var á siöasta þingi samþykkt, aö sérstök nefnd skyldi fjalla um stefnuyfirlýsing- una á kjörtimabilinu, þannig aö hún yröi tekin til meöferöar aö nýju nú á komandi þingi, eftir umfjöllun i verkalýösfélögunum. Fyrr á þessu ári voru breyt- ingatillögur nefndarinnar sendar til verkalýösfélaganna. Ýmislegt bendir hins vegar til þess aö um- ræöa um þetta mál og raunar önnur hafi aö þessu sinni veriö 1 þessari byggingu aö Siðumúla 37 eru skrifstofur Alþýðusambands Is- lands. minni I félögunum en æskilegt hefði verið'. Það má án efa fyrst og fremst rekja til þess óvissu- ástands og samningaþófs sem einkennt hefur alla starfsemi verkalýðsfélaganna á undanförn- um mánuöum. Vinnuverndarmál — En hvaö er aö segja um vinnuverndarmálin, sem einnig eru á dagskrá Alþýöusambands- þingsins? — Undir þeim liö veröur væntanlega fyrst og fremst fjallaö um þau nýju lög, sem samþykkt hafa veriö á Alþingi og ganga i gildi um næstu áramót. Meö þeim lögum veröa algjör umskipti i aöstööu verkalýös- hreyfingarinnar til þess aö fá fram úrbætur i þessum málum. Mikiö liggur viö aö samtökin undirbúi sig og félagsmenn sina undir þaö aö takast á viö þetta verkefni. Viö stefnum aö þvi aö vera á þinginu tilbúin meö bækling sem lýsir nýju lögunum, efni þeirra og þeim möguleikum, sem I þeim felast, og þá jafnframt þeirri ábyrgð, sem verkalýðssamtökin veröa aö taka á sig i þessu sam- bandi. Tölvuvæðing og atvinnulýðræði — Svo er það atvinnulýöræöiö og tölvumálin. Er þetta ekki i fyrsta skipti, sem fjallaö er um tölvumál á meiriháttar samkom- um verkalýöshreyfingarinnar? — Jú, tölvumálin eru nýtt viö- fangsefni, en þaö er verkalýðs- samtökunum mjög nauösynlegt aö undirbúa sig undir þaö aö geta tekiö skipulega á þeim tækni- breytingum og breyttu kröfum til menntunar og starfsþjálfunar, sem tækniþróunin leiöir af sér. Þau miklu umskipti I tækni og rekstrarfyrirkomulagi, sem fylgja tölvuvæöingunni geta leitt til stórfellds atvinnuleysis, ef ekki er skipulega aö málum staöið. Verkalýðssamtökin hafa ekki áhuga á þvi að stöðva tækni- þróunina, heldur aö tryggja að hún verði tii þess, að létta störf og hugsanlega að stytta vinnudag- inn.l kjarasamningunum nú hafa tölvumálin aöeins veriö til um- ræöu hjá prentiönaöinum, en þaö er fullkomlega ljóst, aö umræöur hljóta aö veröa um þetta efni i öðrum greinum á næstu árum, og þvi er samtökunum nauösyn aö tryggja sem best aöstööu sina til þess aö hafa áhrif á þaö meö hvaöa hætti ný tækni er tekin i notkun. Þannig tengjast töivumálin at- vinnulýðræöinu, þaö er aöstööu samtakanna og starfsfólks á hverjum vinnustað til þess aö hafa áhrif á ákvaröanatöku i hverju fyrirtæki og i þjóöfélaginu öliu. — Umræöur um atvinnulýö- ræöi hafa veriö mjög takmark- aöar hér á undanförnum árum, en knýjandi þörf er á aö i þeim efn- um veröi breyting. Gegn misrétti í lífeyrismálum — Svo er ætlunin aö ræöa um lifeyrismálin á þinginu, hvaö er þar efst á baugi? — 1 nýafstöönum kjarasamn- ingum var mikiö fjallaö um lif- eyrismálin, og ekki sist um þaö misræmi, sem er milli fólks innan A.S.t. annars vegar og hins vegar þeirra sem njóta réttinda hjá lif- eyrissjóöum opinberra starfs- manna. Vandi félagsmanna A.S.I., sem i dag njóta lifeyris felst fyrst og fremst i þvi hve stutt er umliðið frá þvi sjóöirnir voru stofnaöir og sjóöfélagar hafa þvl ekki náö aö ávinna sér nema takmörkuð rétt- indi. Flestir njóta réttar sam- kvæmt lögum um eftirlaun aldraöra, sem tryggja ákveöin lágmarksréttindi. í dag eru greiöslurnar úr llfeyrissjóöunum til lifeyrisþeganna verötryggöar, en verötryggingin er greidd af llf- eyrissjóöunum sjálfum og þannig gengiö á eigiö fé sjóöanna, — aö stórum hluta vegna fólks, sem litt eöa ekki hefur greitt til sjóðanna. I þessum samningum vorum viö meö kröfur um auknar greiöslur af hálfu rikissjóös til lifeyrisþeg- anna, en mjög takmarkaöur árangur varö I þvi efni. Meginatriöiö til lengri tima iitiö er aö ná fram þeirri heildarsam- ræmingu lifeyriskerfisins, sem samtökin eru meö kröfu um þannig aö allir hafi sama lifeyris- rétt óháb þvi hjá hverjum þeir starfa. Og á þinginu veröur sú hliö málsins væntanlega megin- umræðuefniö. Að verða að liði — Svo er þaö kosning sam- bandsstjórnar og miöstjórnar. Nú hefur þú gefiö kost á aö veröa i kjöri viö kosningu um embætti forseta Alþýðusambandsins. Hvab réöi þeirri ákvööun þinni fyrst og fremst? — Til mln leituöu fjöldamargir innan samtakanna og hvöttu mig til þess aö gefa kost á mér viö for- setakjörið. Þar var um aö ræöa fóik úr öllum starfsgreinum og stjórnmálaflokkum, og mér þótti ekki rétt aö skorast undan. Ég hef mikinn áhuga á verkalýösmálum og framgangi þeirra verkefna, sem Alþýðusambandiö fjallar um. Þess vegna vil ég gjarnan veröa aö liði á vettvangi verka- lýöshreyf ingarinnar. Löng eða stutt skólaganga sker ekki úr — Nú hefur þaö af ýmsum verið taliö ekki viö hæfi, aö forseti A.S.l. kæmi úr rööum háskóla- manna. Hvað segir þú um þær kenningar? — Eg held aö þegar þingfull- trúar velja forseta hljóti þeir að lita fyrst og fremst til þess hvernig þeir telja aö maöurinn muni valda verkefninu. Þeir hljóta aö taka afstöbu út frá reynslu af störfum manna fyrir samtökin, og hverja trú þeir hafa á þvi aö þessi einstaklingur eöa hinn hafi næga yfirsýn og þekk- ingu á þeim vandamálum, sem við er að fást. Ég hef ekki trú á þvi, aö þingfulltrúarnir velji for- seta út frá þröngu skólamennt- unarsjónarmiöi. — En hvaö um þá gagnrýni aö þú sért fyrst og fremst pólitiskur fulltrúi Alþýöubandalagsins og aö „lýðræðissinnar” þurfi að þjappa sér saman gegn þinu framboöi? — Ég hef nú ekki mikið orðið var viö slik sjónarmiö. Ég hef veriði starfi hjá Alþýðusamband- inu um sjö ára skeiö, og ég hef aldrei I minu starfi litiö til þröngra flokkssjónarmiöa, en átt gott samstarf viö menn úr öllum stjórnmálaflokkum. Ég hef þvi ekki trú á þvi að þau sjónarmiö sem þú nefnir fái hljómgrunn. Þaö hlýtur aö vera verkefni for- seta A.S.I. aö hafa forgöngu um aö samræma starfsemi verka- lýössamtakanna I heild, og eðli málsins samkvæmt hlýtur hann þvi aö verða aö starfa á breiðum faglegum grundvelli. Og það væri alger óhæfa, ef forseti A.S.I. starfaði sem handbendi ákveðins stjórnmálaflokks, hver sem sá flokkur væri. Stjórnmál og verkalýðsbarátta — En nú er ekki hægt að aö- skilja stjórnmál og verkalýösbar- áttu, eöa hvaö? — Nei, vissulega ekki, en menn veröa aö gera sér ljóst aö pólitik og flokkapólitik er ekki eitt og hiö sama I þvi samhengi. Augljóslega skiptir meginmáli fyrir árangur verkalýösbaráttunnar, hvernig mál skipast, ekki bara varöandi þær félagslegu aögerðir, sem oft eru knúnar fram i tengslum vib kjarasamninga, heldur einnig hvernig haidiö er á efnahagsmál- unum almennt, — og þar meö hvernig til tekst aö tryggja at- vinnu og halda aftur af veröbólg- unni. Verkalýössamtökin hljóta aö láta sig þessi mál öll miklu skipta, en afskipti samtakanna mega ekki vera á flokkspólitisk- um forsendum, heldur hljóta þau aö byggjast á faglegum sjónar- miðum. — Nú er jafnan uppi nokkur gagnrýni á starfshætti verkalýðs- hreyfingarinnar. Hvaöa atriöi væru þaö i þeim efnum, sem þú heföir fyrst og fremst áhuga fyrir aö beita þér fyrir breytingum á, veröir þú kjörinn forseti A.S.I.? — Ég tel að virkni almennra félagsmanna I verkalýðssamtök- unum sé of litil. Þetta er hins vegar vibtækt vandamál, sem allir I verkalýðshreyfingunni þurfa aö taka höndum saman um aöleysa, ef árangur á aö nást. Ég hef I minu starfi hjá A.S.l. leitast við aö koma á fundi i félögunum og ná þannig nokkrum tengslum, og ég tel að fyrir forystu Alþýöu- sambandsins á hverjum tima sé þaö mjög nauðsynlegt að rækja sem best og öflugust tengsli viö hin einstöku verkalýösfélög, og styrkja þau til aö standa sem sterkar, virkar og lifandi félags- einingar. Meö tilliti til þess tel ég nauösynlegt aö Alþýðusambandiö haldi uppi öflugum erindrekstri. Þá tel ég einnig aö styrkja þurfi verkalýðssamtökin til þess aö hafa meira frumkvæði i sam- skiptum viö stjórnvöld. Ef verkalýbssamtökin eiga aö standast atvinnurekendum snún- ing, þurfa þau aukið starfsliö, nú- tima þjóðfélag krefst sérhæf- ingar, hvort sem okkur er þaö ljúft eöa leitt. Þetta er þó aöeins önnur hlið málsins, þvi verka, lýösfélögin veröa aö aölaga starf- semi sina breyttum þjóöfélags- háttum, þannig aö þaö takist aö vekja áhuga hinna almennu félagsmanna á vibfangsefnum samtakanna. Breyttir starfs- hættir eru naubsynlegir, og leita þarf nýrra leiða I útgáfustarf- semi, fundarhöldum og fræðslu- starfsemi. Þvi aöeins aö tekist veröi á viö þessi viöfangsefni munu samtökin skipa þann sess i þjóöfélaginu sem þeim ber. — k. á dagskrá Stöðugt er þess krafist að ríkið dragi saman framkvæmdir sínar, og étur þar hver eftir öðrum Að kasta krónunni en spara eyrinn Fátt er þaö sem hljómar jafn- vel I eyrum þjóöarinnar og þegar rætt er um „aðhald og sparnaö i rekstri Þjóöarbúsins” eins og þaö heitir á máli ástkærra landsfeðra vorra og vinnuhjúa þeirra á þvi búi. Ekki ætla ég aö mæla sukki I sameiginlegum búskap vorum bót. Aöhaldssemi i fjármálum er góö á meöan hún ekki leiöir menn á refilstigu. „Hvaö höföingjamir hafast aö, hinir ætla sér leyfist það”, segir lika gamalt máltæki, oghverra er aö vera veröug fyrir- mynd, ef ekki húsbændanna á margumræddu þjóðarheimili. En stundum ber viö þaö sé dýrt aö spara um of, og komi þveröfugt út viö þaö sem til var ætlast I upphafi. Þetta virðist mér ekki sist eiga viö á þjóöarbúinu. Þar er þvi miöur allt of oft krón- unni kastaö en eyririnn sparaöur. Aögætum þetta nánar: Stööugt er þess krafist aö riki dragi saman framkvæmdir sínar og étur þar hver eftir öörum. Þegar hart er á dalnum i atvinnu- og efnahagsmálum eru alltaf nógir til aö krefjast skattalækk- ana og samdráttar I framkvæmd- um opinberra aöila I framhaldi af þvl. (Þó heyrist llka aö þá eigi rikiðaö bæta úr atvinnuástandinu, þótt ekki megi þaö afla fjár til* þeirra framkvæmda á heföbund- inn hátt, hvernig svo sem þaö kemur heim og saman). Þegar atvinna er hins vegar mikil segja menn, aö rikiö megi ekki ,,auka þensluna á vinnumarkaðinum”, meö þvi að standa i framkvæmd- um. Niöurstaöan af þessu samræmda góli gegn opinberum framkvæmdum er sem sagt sú aö rlkið megi aldrei gera neitt. En „einhvers staöar veröa vondir aö vera”, og svo dæmi sé tekið þurfa stofnanir hins opin- bera húsaskjól. Auövitað ættu þær allar aö vera i eigin húsnæöi, en ekki aö sæta leiguokri steinsteypubraskaranna, sem hafa ávaxtaö sitt steinsteypupund af þvilikri elju sem nýleg dæmi bera vitni. Þær yröu ef til vill ekki eins arðgæfar eignirnar þeirra, ef jafngóöur og skilvís leigjandi og rikiöfæri aö brölta á eigin fótum. Samkvæmt rökum þeirra hinna sömu manna og syngja i samkórnum um niöurskurö opin- berra framkvæmda, væri það jafnfáránlegt og aö rikið reyndi aö byggja yfir eigin starfsemi aö þaö sé aö burðast viö aö aöstoöa þá sem minna mega sin viö aö eignast eöa fá leigða ibúö á skikk- anlegum kjörum og leysa þá þar meö undan okri steinsteypu- kónganna. Ef menn athuga þessi mál en taka ekki jafnharðan upp tóninn sem sleginn er af alvitringum borgarapressunnar sjá þeir kannski aö einhver missti spón Ur askinum sfnum ef rikiö flytti i eigiöhúsnæöi meö alla slna starf- semieinngóðan veöurdag. Þaö er hins vegar engin þörf á rándýrum marmarahöllum undir þá nauö- synjastarfsemi sem þar þarf aö fara fram, og óþarfi aö gefa þeim sem verkin vinna á teikniborðinu frjálsar hendur um fermetra- fjölda eöa flöt þök, svo aö þeir megi reisa sér minnismerki i misjafnlega margra balahúsum i mislyndri Islenskri veðráttu. Ég hef fyrir satt þangaö til þaö veröur rekiö ofan I mig aö „hönn- unarkostnaöur” bygginga sé tiðast reiknaöur sem ákveöiö hlutfall af kostnaöarveröi bygg- ingarinnar, og geta menn af þvi séð hagkvæmnina. Þaö er eins og mér finnist þetta minna á marg- umtalaaöa hagkvæmni i innkaup- um verslunarinnar sem prósentuálagningunni er oftast kennt um. Abur en ég skilst viö þennan þátt málsins væri fróölegt aö vita hvaörikiö greiðir nokkrum helstu stórkapitalistum þjóöarinnar i leigu. Þaö væri ágætt aö fá aö lesa um þaö á slðum Þjóðviljans, hvaö borgaö er fyrir húsnæöi hjá t.d. Agli Vilhjálmssyni, Garöari Gislasyni eöa þeim sem með þær eignir fara. Hvaö fá greifarnir sem hirtu Alþýöuhúsiö fyrir þá vel fengnu eign? og svo mætti áfram spyrja. Þaö er full ástæöa til aö gefa þvi gaum aö bygging, þótt hún kosti nokkuö i fyrstu er fljótaö skila arði I formi lækkandi leigugreiöslna hins opinbera Og rikiö á aö eignast sitt eigiö og hagkvæmt húsnæöi, en ekki bara aö hlaupa undir bagga til aö bjarga gjaldþrota „fjárafla- mönnum” eins og þegar Viðis- húsiö var keypt. Hagkvæmni þess viröist ætla aö leyna sér eins og sumum bauö i grun, en meöal annarra oröa: Hvemig væri aö fara ab selja kofann, Ragnar, eöa vill kannski enginn kaupa? Annaö atriöi sem oft kemur fram þegar rætt er um sparnað hins opinbera er aö ekki megi fjölga þar stööum. Þaö er eitt af þvl allra ljótasta sem unnt er aö hugsa sér aö „fjölga þannig á rikisjötunni.” Ekki efa ég aö ýmsir opinberir starfsmenn eru litt eöa ekki þarf- ir,og meö hagkvæmni mætti láta vinnu þeirra skila sér betur og leggja eitthvaö af störfum niöur. En þessu er engan veginn alls staðarþannig variö. Sums staöar vantar stööugt fólk og vinnuálag á þá sem fyrir eru er óhóflegt. Mér dettur t.d. I hug sjúkrahúsin þar sem yfirvinna sumra keyrir úr hófi, og viðar er mönnum nóg boöiö af blessun yfirvinnunnar. 1 skólunum verður lika aö halda uppikennslu, enda þótt stööugt sé reynt aö þröngva mönnum saman i óhæfilega stóra bekki. Á meöan ekki er tekin upp ný stefna i niöurskuröinum veröur aö ráöa til starfa lausafólk i kennslu eöa bæta svo og svo mikilli yfirvinnu á fasta kennara. Ég tek dæmi héöan af því aö hér þekki ég skást til. Segjum svo aö ekki megi fjölga kennarastööum (þetta á aö sjálf- sögöu viö hvarvetna annars staö- ar) og þeirri kennslu sem væri fullt starf handa einum (kennslu- skylda hans) skiptu þrir á milli sin. Slikt er innan þess hámarks yfirvinnu kennara sem ráöuneyt- iö setti í fyrra og mér finnst þarft og sjálfsagt, þótt ekki séu regl- urnar gallalausar. Hvaö kostar þetta annars vegar sem eitt fast starf, hins vegar aö greiöa þaö allt I yfirvinnú? Ég miöa hér viö launaflokk BHM nr. 107, efsta þrep. I þessum mánuöi eru launin tæp 570 þúsund, en það gerir á ári rúmlega 6.8miljónir. Aö viöbættu lifeyrisframlagi rikisins myndi þetta líklega losa 7.2 miljónir. Væru nú þessi laun greidd kennurum I sama launaþrepi og - flokki i yfirvinnu yröu þaö tæp 800 þúsund i 9 mánuöi aö viöbættu orlofi (sumarleyfistiminn er ekki greiddur en orlof þess I stað) = rúmlega 7.8 miljónir. Mismunur- inn af þessu eina dæmi um 600 þúsund. Hvaö halda menn aö mörg slík finnist? Ég held þetta nægi til aö sýna og sanna aö þaö þarf ekki aö hafa útgjaldaaukningu i för meö sér aö fjölga á rikisjötunni heldur þvert i móti sparnaö. Ennþá meiri yröi munurinn ef yfirvinnulaunin yröu greidd gömlum mönnum i starfi, sem þá væru e.t.v. komnir upp I BHM 110, en ungur maöur, nýkominn frá námi yröi af stööunni sem (íann heföi þegiö fyrir laun samkvæmt þriöja þrepi 105Jaunaflokks. Þá er ég hræddur um að ársmunurinn yröi fljótt kominn á aöra miljón. Ég sleppi aö visu einu hér, en þaö er endurheimt fjárins i skött- um, og þaö getur skemmt dæmiö ofurlitiö, hvort annar lendir meö yfirvinnutekjumar sinar I hæsta skattþrepi, «i hinn væri meö allt i hinu lægsta. Aldrei yröi þaö samt ódýrara fyrir rikiö. Enn er þó ótalinn einn þáttur- inn, og ekki sá sisti, en hann veröur trauöla reiknaöur til fjár. Hvort halda menn aö starf þess manns sem kennir sina skyldu- kennslu eöa hins sem eykur viö hana þriöjungi, skili þeim sjálfur og nemendum þeirra betri árangri og meiri ánægju aö öllum jafnaöi? Hér koma ýmsir mann- legir þættir inn I sem gera dæmiö aö sjálfsögöuóreiknanlegt, en við skulum leggja forsendur beggja aö jöfnu og fhuga undirbúnings- tima hvors um sig, þreytu, áhuga o.fl. Akureyri 11. nóvember 1980 Erlingur Sigurbarson frá Grænavatni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.